Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 19
Föstuðagur 16. jan. 1959
MORCIJNRLAÐIÐ
19
„Horfðu rciður
um öxl64 sýnt í ná-
grenni Reykja-
víkur
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir á næst-
unni leikritið „Horfðu reiður um
öxl“ í nágrenni Reykjavíkur, og
verða fyrstu sýningar á þessu leik
riti utan Reykjavíkur í Kefla-
vík nk. sunnudag kl. 3 og 8,30.
í næstu viku verður svo sýnt í
Hafnarfirði, síðan á Akranesi og
væntanlega verða fleiri sýning-
ar í nágrenni Reykjavíkur.
Það hefur frá upphafi verið
einn liður á stefnuskrá Þjóðleik-
hússins að senda einhverja af
sýningum þess út á land, til þess
að leikhússunnendum i hinum
dreifðu landsbyggðum gefist kost
ur á að njóta þess bezta, sem þar
er á boðstólum. Það hefur og
komið greinilega í Ijós. að leik-
húsgestir úti á landi kunna vel
að meta þessar leikferðir Þjóð-
leikhússins, því að aðsókn er þar
alltaf eins og húsrúm leyfir, og
stöðugt berast áskoranir til
Þjóðleikhússins um að renda leik
flokk út á land. Á undanförnum
árum hefur aðeins unnizt tími til
að fara þessar leikferðir að vor-
inu, en að þessu sinni mun Þjóð-
leikhúsið breyta út af þeirri
venju.
Sýningum á „Horfðu reiður
um öxl“ er nú lokið í Reykja-
vík og var leikurinn sýndur þar
22 sinnum.
Eftirtaldir leikarar leika í
„Horfðu reiður um öxl“: Gunnar
Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld,
Bessi Bjarnason, Jón Aðils og
Þóra Friðriksdóttir. Leikstjóri
er Baldvin Halldórsson, en leik-
tjöld eru gerð af Magnúsi Páls-
syni, en þýðinguna gerði Thor
Vilhjálmsson.
Marshall fékk
heilablóðfall
WASHINGTON, 15. jan. Reuter.
— George Marshall, fyrrum utan
ríkísráðherra Bandaríkjanna, sá
sem Marhall-áætlunin var kennd
við, fékk hcilablóðfall í dag.
Hann var fluttur i sjúkrahús
hersins, og óttast menn um líf
hans. Marshall er 78 ára gamail.
Hann var yfirhershöfðingi Banda
ríkjanna í seinni heimsstyrjöld-
inni og einn þeirra manna sem
mest létu til sín taka á alþjóða-
vettvangi fyrstu árin eftir styj-
öldina.
Leiddir fyrir
herrétt
HAVANA, 14. jan. — Tilkynnt
hefur verið í Havana, að leyni-
legum réttarhöldum yfir nánustu
fylgismönnum Batista einræðis-
herra á Kúbu verði nú hætt, her-
rétturinn verði ekki látinn skera
úr í málefnum þessara manna
framvegis, heldur borgaralegur
dómsóll. Ekki er vitað hve margir
hafa verið líflátnir að undan-
gengnum dómi herréttar, en talið
er að þeir séu á annað hundrað
Um 1,500 fylgismcnn Batista eru
nú sagðir í haldi.
Samkowur
Frá Guðspekifélaginu
Fundur verður í stúkunni Mörk
kl. 8,30 í kvöld, í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22. — Grétar Fclls
flytur erindi: Endurfundir. Ein-
söngur: Hanoa Bjarnadóttir viö
undirleik 9kúla Halldórssonar tón-
skálds. Kaffiveitingar á eftir. —
Allir eru velkomair.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 10.
slökknuðu ljósin skyndilega. Ör-
yggin höfðu bilað. Ég þreifaði
mig áfram í myrkrinu og reyndi
að finna einhverja útgönguleið.
Loksins ramaði ég á útidyrnar
og lagði á flótta í leigubifreið án
þess að kveðja kóng eða prest.
Þrátt fyrir allt tókst að full-
gera kvikmyndina. Eva Szöke
kom á frumsýninguna. Kvikmynd
in var mjög falleg. Landlagsmynd
irnar frá Transsilvaníu þóttu
einstaklega fallegar. En leikur
Evu var lélegur. Hún átti að leika
hreinræktaða bóndastúlku, en
eins og Áron Tamasi sagði sjálf-
ur: Hún var ástleitin bóndastúlka.
Kvikmyndin var sýnd í fimm eða
sex vikur. Ungverjar eru mjög
miskunnarlausir gagnrýnendur.
Enn einu sinni reyndi Áron
Tamasi að koma konu sinni í tölu
leikkvenna. Ungverska þjóðleik-
húsið sýndi leikrit eftir hann, og
Eva Szöke lék aðalhlutverkið.
Blöðin sögðu fátt um leiksýning-
arnar, sem voru fremur illa sótt-
ar.
Loks kom að því, að upp úr
sauð. Vanstilling Evu Szöke, sem
olli því, að hún fleygði diskum
út um glugga ,er henni mislíkaði
eitthvað, leiddi hana að lokum
i ógöngur, Hún móðgaði roskinn,
mikilsvirtan leikritagagnrýnanda
opinberlega. f Ungverjalandi eiga
menn erfitt með að fyrirgefa slík
hneykslismál — og þetta á eink-
um við um blaðamennina. Þeir
forðuðust að birta nafn Evu
Szöke á prenti, og þar með var
úti um hana sem leikkonu.
★
Árið 1947 skildi Áron Tamasi
við Evu Szöke. Hann kvæntist
síðar fallegri, ungri stúlku, dótt-
ur heimsfrægrar söngkonu: Maríu
Basilides. Eva Szöke fann sér von
bráðar annan mann, blaðaljós-
myndarann Paal frá Hollywood,
sem kom í slcyndiheimsókn til
Ungverjalands. Hann hjálpaði
henni að flýja yfir landamærin —
og hálfu ári síðar skaut hún upp
kollinum í Hollywood sem Eva
Bartok.
Ekki get ég lokið þessari grein
án þess að minnast á nafnið
„Bartok“. Hvernig datt Evu í hug
að taka sér þetta eftirnafn? Bar-
tok er eftirnafn einhverrar elztu
aðalsættarinnar í Ungverjalandi.
Nafnið varð heimsfrægt með Béla
Bartok. Eva kvað hafa sagzh
vera óskilgetin dóttir hans. Ekki
treysti ég mér til að ganga úr
skugga um þetta, og ég vil held-
ur ekki fullyrða, að hún hafi
sagt þetta. En þeir, sem þekktu
Béla Bartok, telja þetta mjög ó-
sennilegt. Hann elskaði konu sína
fram í andlátið. Og þegar Eva
Szöke sá dagsins Ijós, hafði Béla
Bartok dvalizt í Ameríku í nokk-
ur ár.
Þeir Ungverjar eru ekki svo
fáir, sem hafa orðið frægir fjarri
heimalandi sínu: Ungverski kvik
myndaleikstjórinn Sander Korda
lézt í Lundúnum sem Alexander
Korda. Ennfremur má nefna
Nóbelsverðlaunahafana Hevesi
prófessor og Szentgyörgyi próf-
essor, að ógleymdum hinum
fræga kjarneðlisfræðingi Ede
Teller, sem nú heitir Edmund
Teller og svo mætti lengi telja.
Nú hafa Ungverjar eignazt
Bartok að nýju. Vandi fylgir veg
semd hverri. Og þó að ég sé ekki
falleg kona og leggi það ekki í
vana minn að kasta diskum út á
Vesterbrogade, þá gæti ég ef til
vill orðið atkvæðamikil og látið
til mín taka í dönskum blöðum
með því að fylgja fordæmi Evu
Szöke og taka mér frægt eftir-
nafn og kalla mig Colomann
Kierkegaard.
Minningarorð
Framh. af bls. 6.
fellinga (síðan kjörinn heiðurs-
félagi þess). f stjórnarnefnd Ungl
ingaskólans í Vík var hann nokk-
ura hríð og mætti þó fleira telja,
en alls staðar í þessum stöðum
lét hann eitthvað til sín taka.
f landsmálum eða flokkapólitík
hét svo oftast, að Magnús væri
andstæðingur minn, en þó orðuðu
sumir það á þann veg, að „Magn-
ús í Reynisdal væri svo sem vís
til þess fyrir því að fylgja Gísla
Sveinssyni, er til kastanna
kæmi“! Þótt gamansemi nokkur
felldist í þessu, sýndi það þó, að
almenningurinn áleit hann sízt
á klafa bundinn, hvað sem leið
umræðum á opinberum vett-
vangi, þar sem menn vanda eigi
allténd kveðjusendingar hver
öðrum. Og ávallt höfðum við ærið
saman að sælda og unnum sam-
an i ýmsum hagsmuna- og menn-
ingarmálum fólksins þar um
sveitir. Þegar svo þessari sam-
vinnu lauk, þá er báðir voru úr
héraði horfnir, héldu góð kynni
áfram, allt til þess, er hann lagði
upp að síðustu.
Eftir að Magnús Finnbogason
settist um kyrrt hér syðra, mátti
segja að hann lifnaði allur við
á ný. Fór hann þá og að gefa sig
að frásögnum úr ævi sinni og
fræðslu úr fceimahcgum, flutti
erindi og skrifaði nokkuð um þau
efni. Mun honum af þjóðminja-
verði hafa verið falið að vinna
að söfnun örnefna í Skaftafells-
þingi og Menntamálaráð veitti
honum seinast nokkurn f járstyrk,
og allt ge's: betta hann hressari
í bragði á var líka tekið
í tauman, jrum völdum, sem
eigi gefa nein grið. Og þenna
heim mun hann hafa kvatt sáttur
við alla.
Öllum aðstandendum hans er
nú af mér og mínum vottuð sam-
úð með óskum góðra tíma.
G. Sv.
Magnús Thorlacius
hæstaréttariögmaóur.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Simi 1-18-75.
ÖRN CLAUSEN
heraðsd ómslöginað ur
Málf'utningsskrifstofa.
Bankastræti 12 — Sími 18499.
MÁLFLUTNINGSSKRIFSEOFA
PÁLL S. PÁLSSON
Bankastcæti 7. — Sími 24-200.
Jón N. Sigurðsson
hæstaréttarlögmaður.
Máltlutningsskrifstofa
Laugavegi 10. — Sími: 14934.
Lán óskast
í nokkra mánuði gegn góðri tryggingu. Þagmælsku
heitið.
Tilboð sendist Mbl. merkt: „Þögn—5670“.
Verzlunarhúsnœði
fyrir ýmsar tegundir verzlana er til leigu, að Lang-
holtsvegi 126—130. Upplýsingar á staðnum kl. 2—5
laugardag og sunnudae.
Matsvein
vantar strax á línubát, sem rær frá
Grindavík
Upplýsingar í síma 50565.
Unglinga :
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Bráðræðisholt
Hringbraut (Vestari hluta)
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Innilegar þakkir til hinna mörgu vina minna, ættingja
og barna, sem heiðruðu mig sjötugan, með heimsóknum,
gjöfum og heillaskeytum.
GUÐMUNDUR GRlMSSON
Laugavegi 74.
Maðurinn minn og faðir okkar
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
Laugarneskamp 34, andaðist þriðjudaginn 13. þ.m.
Jóhanua Jóhannesdóttir og synir
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför dóttur minnar
ÞÓREYJAR ÞORLEIFSDÓTTUR
Ragnheiður Bjarnadóttir
Bókhlöðustíg 2
Maðurinn minn, faðir okkar
JÓN SIGURGEIR SIGURÐSSON
Smiðjustíg 5 B, andaðist í sjúkrahúsi 14. janúar.
Karítas Hjaltadóttir og dætur
Jarðarför konunnar minnar
GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR
Hátúni 43 Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju laug-
ardaginn 17. þ.m. kl. 10,30 f.h.
Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast af-
þökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ólafur J. Gestsson
Móðir okkar,
KRISTlN JÓHANNSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju kl. 1,30 á laug-
cU'daginn 17. þ.m.
Gunnar Jóhannesson
Sveinbjörn Jóliannesson
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
TORFA KR. GlSLASONAR
verkstjóra.
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, laugardaginn 17. þ.m.
Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna,
Merkurgötu 2 Hafnarfirði kl. 1,30 e.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Ingileif Sigurðardóttir tíg synir
Innilegar þakkir færum við öllum er auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar,
tengdaföður og afa
SNÆBJÖRNS EYJÓLFSSONAR
frá Ólafsvik.
F. h. aðstandenda.
Haila Snæbjörnsdóttir.