Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐ1Ð
Föstudagur 16. jan. 1959
„Þér höfðuð engan rétt til þess“.
„Eins og yður sýnist“. Hann
yppti öxlum. — ,Vitið þér hvað
hægt er að græða mikið á vel
heppnuðu Broadway-leikriti?
„Ekki minnstu hugmynd“.
„Gætuð þér afsalað yður einni
milljón dollara? Svo mikið getur
maður grætt á einu leikriti. Jafn-
vel meira. En ég ætla ekki að
neyða yður. Hérna, takið þér við
handritinu yðar. Sýnið einhverj-
um öðrum það. Ég skal láta yður
fá nokkur heimilisföng. En þeir
munu samt allir gefa yður sama
svarið. Ef þér skylduð taka söns-
um, þá komið þér bara til mín aft-
ur“. Hann stóð á fætur: — „Al-
menningur vill skemmtun, ekki
kennslu. Nú fer ég ekki aftur til
,_engilsins“ míns fyrr en þýzki eng
illinn er horfinn úr þriðja þætt-
inum yðar“.
Hann gekk umhverfis borðið og
rétti henni handritið. Hann gerði
það hægt, eins og hann vildi gefa
henni tíma til að sjá sig um hönd.
Helen hugsaði málið. Auðvitað
hélt hann að hún væri einhver ung
hugsjónamanneskja. — Ég er eng
in hugsjónamanneskja, hugsaði
hún með sér. — En leikritinu
breyti ég < kki, hvað sem hver seg-
ir. Svona skal það vera og engan
veginn öðru vísi.
„Ég þakka yður fyrir vinssmd
yðar, hr. Ross“, sagði hún ■ stilli-
lega. — „Ég verð að hugsa málið
nánar_ áður en ég tek nokkrar
endanlega ákvörðun“.
„Við sjáumst fljótlega aftur“,
sagði James Ross brosandi.
Á næsta andartaki var hún kom-
in út á götuna aftur.
Fyrir ofan dyr leikhúsanna
glömpuðu nöfn leikrita, leikenda
og höfunda í þúsund litum. —
,_Einhvern daginn“, hugsaði Helen
með sér, „verður nafnið mitt
þarna uppi líka“.
Hún leit á skjalamöppuna sem
hún hélt á í hendinni.
Regndroparnir höfðu þegar af-
máð stafina, sem skrifaðir höfðu
verið með bleki framan á hana.
Klukkan var átta, þegar Helen
kom inn í skýjakljúfinn á Park
Avenue. Einkennisbúni dyravörð-
urinn fylgdi henni óðar til lyft-
unnar. Hann vissi að hr. Morrison
beið hennar.
í spegli lyftunnar skoðaði hún
sjálfa sig mjög vandlega. Hún
gladdist yfir þeirri breytingu sem
á henni var orðin. 1 skrifstofu hr.
Ross hafði hún verið snotur, ung
fréttakona, ung skáldkona, sem
bauð handritið að fyrsta leikritinu
sínu. Nú, þegar hún var í silfur-
gráu silkikápunni utan yfir fjólu-
bláa samkvæmiskjólnum_ leit hún
út eins og ung hefðarkona, sem
aldrei á ævinni hafði dýft nend-
S h a m p o o
BLÁR lögur fyrir ÞURRT hár
HVlTUR lögur fyrir VENJULEGT hár
BLEIKUR lögur fyrir FEITT HÁR
Hvernig sem hár yðar er
fegrar (^
HEILDVERZL. HEKLA, Hverfisgötu 103. — Sími 11275
inni í kalt vatn, hvað þá unnið
handarvik. Hún hafði greitt hár-
ið aftur og bundið það saman með
silkiborða aftan á hnakkanum. —
Hún virtist unglegri en í enska
búningnum sem hún klæddist
venjulega á daginn. — „Ekki
neitt sérlega fallegt andlit“, hugs
aði hún með sér — „en athyglis-
vert. Það mætti halda að ég væri
einhver auðug leikkona".
Lyftan stanzaði uppi á efstu
hæðinni.
Morrison stóð við lyftudyrnar.
Hann var í dökkbláum fötum með
silfurgrátt hálsknýti. Hann kyssti
hönd hennar og hjálpaði henni úr
kápunni.
„En hvað þú ert falleg", sagði
hann. Hönd hans kom laust við
nakta öxl hennar. — _,Hefurðu
gert þig svona fallega vegna mín?
Við erum bara tvö ein“.
„Hamingjunni sé lof“, sagði hún
hlæjandi. — „Ég sé sannarlega
nógu margt fólk á daginn".
Einkennisbúinn þjónn kom til
þeirra og tók við kápunni af
Helen.
Þau komu inn í sal in'eð gler-
hurð sem sneri út að mjög stórum
svölum. Ibúðin var á þrítugustu
og fimmtu hæð og þegar horft
var út um gluggana, var því líkast
sem maður sæti í flugvél. Hins veg
ar var salurinn að engu leyti svip-
aður flugvél. Hann var baðaður í
björtu Ijósi hinna mörgu og stóru
ljósakróna, en samt að einhverju
leyti óvistlegur, fannst Helen. Á
tiglagólfinu . lágu tígrisfeldir.
ljónshúðir og hvít bjarnarskinn.
Á veggjunum héngu höfuð hinna-
felldu rándýra. í einu horninu
stóð einfalt trélíkneski í fullri
líkamsstærð af Indíána. í öðru
homi stóð risastór mynd af Afriku
negra, vopnuðum spjóti og
skildi. Ef maður sneri sér frá
hinum ógnþrungna svarta stríðs-
manni, mætti augum manns gap-
andi ljónskjaftur og þegar litið
var af Ijóninu, birtist augum
manns heilt safn eitraðra örva.
Morrison s.aðnæmdist við vín-
barinn.
„Þennan Martini hef ég sjálfur
blandað“, sagði hann hreykinn,
eins og hann hefði innlimað nýtt
blað í blaðaríki sitt. — „Ég er
mjög duglegur bruggari". Hann
færði Helen, sem tekið hafði sér
sæti á legubekknum, ískælt Martini
glas. Hann mætti undrunarfullu
augnaráði hennar: '—• ,Ertu
kannske hrædd við ófreskjumar
mínar? Ég hef lagt þær flestar ".ð
velli sjálfur. Dýrin, á ég við, ekki
Indíánann".
„Ertu mjög áhugasamur veiði-
maður?“
Hann settist við hliðina á
henni.
„Já“, svaraði hann hugsandi.
„í næstu viku ætlaði ég að fara til
Afríku“.
,.En ....?“
„Ég gæti ekki verið svo lengi í
burtu frá þér“.
Hún lyfti glasinu sínu og brosti.
Hánn leit niður fyrir sig.
„En það er ekki eina orsökin",
sagði hann hikandi. — „Ég er allt
í einu búin að missa alla löngun
til að veiða ljón“. Hann leit í
kringum sig í salnum: „Þótt und-
arlegt sé. þá veit ég nú allt. í einu
hvers vegna ég hef fram að pessu
stundað villidýraveiðar".
Hún horfði á hann spyrjandi.
Hann hló, en hláturinn hljómaði
óeðlilega.
„Ég held að villidýra-veiðimenn
séu menn sem eru óhamingjusam-
ir í ástum. Þeir leita staðfesting-
ar á karlmennsku sinni og skjóta
þess vegna nokkur saklaus Ijón til
bana“. Hann greip um höndina á
henni. — „Nú þarf ég ekki að
drepa fleiri Ijón. . . . ?“
„Áreiðanlega ekki vegna óham-
ingju í ástum“.
Það versta var, að hún vissi
ekki fyllilega, hvort hún sagði
ósatt. Hún fann til sömu tilfinn-
inga og hún hafði orðið vör, fyrr-
nefnt kvöld í .,Santa Maria“. Þá
hafði einstæðingsskapur þessa
volduga manns snortið hana. Nú
var það þessi veikleikajátning
hans, sem snerti viðkvæman streng
í brjósti hennar. En gat hún raun
verulega fullvissað hann um það,
•að hér eftir þyrfti hann r.ldrei að
fara út í óbyggðir og veiða Ijón,
til þess að staðfesta karlmennsku
NYKOMBÐ
hin eftirspuuða
gler-mosaik
15 litir
Pantanir óskast sóttar strax.
Bankastræti 7.
a
L
u
1) „Það er komið fram undir
miðnætti, Markús. Við skulum
halda af stað“. „Rólegur, Jói. Við
w$um að leika á tvo aðila, eins
: og þú veizt. Sússönu og Frank
varðstjóra".
2) „Það er ágaet hugmynd að
laumast út bakdyramegin. Þau
halda að við verðum að fara út
um dymar með hundinn, en við
göbbum þau. Ekki satt, Markús?"
3) „Getur verið, Jói. Ég vona
það“.
Þjónninn tilkynnti að kvöldverð
ur væri framreiddur.
Maturinn var borinn á borð í
horninu á stórum, rökkvuðum
borðsal. Borðið stóð við glugga. —
Þegar litið var út um hann sá-
ust milljónir lítilla ljósa. Man-
hattans-milljónir stórborgarljósa
— og þó var sú sjón ekki að neinu
leyti stórborgarleg. Hér var mað-
ur uppi á fjallstindi. Morrison II.
gat einungis búið þar, sem hann
sá yfir milljónaborgina eins og af
háum fjallstindi.
„Nú drekkum við einungis
kampavín í kvöld“, sagði Morrison
og drakk skál Helene úr fagur-
slípuðu krystalsglasi.
Þjónn gekk um beina hsegt og
hljóðlega. Hann hvarf eitir bend-
ingu húsbóndans.
„Þú hefur haft mikil áhrif á
vini mína“, sagði Morrison upp úr
eins manns hljóði.
„Líka ungfrú Ryan?"
„Já, bersýnilega líka á ungfrú
Ryan. Hún hefur þegar sett mér
úrslitakosvi“.
„Ú rslitakosti ?“
.,Hún hefur krafizt þesg að þér
yrði vikið úr staríinu tafarlaust.
Ég hefði búizt við meiri rá#-
kænsku hjá henni. Hún var ást-
kona mín i þrjú ár. Hún ætti að
vita, að það er alveg tilgangslaust
að ætla að setja mér einhverja úr-
slitakosti“.
Ilelen lagði frá sér hnífinn og
gaffalinn og horfði á Morrison,
þvert yfir borðið. Bjarminn frá
kertaljósunum á borðinu lék um
hárlaust höfuð hans. Breitt, hold-
ugt andlitið virtist einkennilega
gulf á litinn. Samt var hann nú
aftur hinn mikli Morrison. Morri-
son II. Hann talaði um ástkonu
sína. Hann talaði um úrslitakoati
sem enginn maður gat sett honum.
Nú var hann hvorki viðkvæmur ná
vorkunnarverður.
Hann tók ekki eftir geðshrær-
ingu hennar, en hélt áfram máli
sínu: — „Vinir mínir álíta að þú
ættir að taka virkan þátt i stjórn-
málabaráttunni“.
Ilún greip aftur til hnífapar-
anna: — „Hvað áttu við?“
„Ruth Ryan hefur mjög litla
möguleika í Kaliforniu. Demokrat-
ar hafa boðið Dorothy Snyder
fram á móti henni“.
.,Rithöf undurinn ?“
„Rithöfundurinn og eiginkona
leikarans Clark Tudors. Þar að
auki er hún ung og lagleg. Hún
hefur það sem menn kalla kyn-
þokka. Ef Republikanski flokkur-
inn vissi að Morrison-blöðin stæðu
á bak við þig, væri hægt að fá
hann til að bjóða þig ,;-am á móti
Sr yder“.
aitltvarpiö
Föstudagur 16. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Barnatími: Merkar uppfinn-
ingar (Guðmundur M. Þorláksson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt
ir. -—- Tónleikar. 20,20 Daglegt
mál (Árni Böðvarsson kand.
mag.). 20,25 Bókmenntakynning:
Verk Þórbergs Þórðarsonar
(Hljóðritað í hátíðarsal Háskólans
7. f.m.). 22,10 Lög unga fólksins
(Haukur Hauksson). 23.05 Dag-
skrárlok.
Liiugardagur 17. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndíg
Sigurjónsdóttir). 14,00 Laugar-
dagslögin. 16,30 Miðdegisfónninn.
17.15 Skákþáttur (Baldur Möller).
18,00 Tómstundaþáttur bama og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga barnanna: „1 landinu.
þar sem enginn tími er til“ eftir
Yen Wen-ching; V. (Pétur Sumar
liðason kennari). 18,55 1 kvöld-
rökkrinu; — tónleikar af plötum.
20,20 Leikrit: „í leit að fortíð“,
eftir Jean Anouilh. — Leikstjóri
og þýðandi: Inga Laxness. Leik-
endur: Ævar Kvaran, Arndís
Björnsdóttir, Indriði Waage, Inga
Þórðardóttir. Baldvin Halldórs-
son, Edda Kvaran, Inga Laxness,
Þorgrímur Einarsson og Gunnar
Kvaran. 22,20 Danglög (plöturj.
24,00 Dagskrárlok.