Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 16 Ian 1ÖR?)
MORGVNBLAÐIÐ
9
•T'
Ingibjörg
Minning
F. 3. 9. 1904. — D. 10. 1. 1959.
I DAG er til moldar borin sæmd-
arkonan Ingibjörg Sveinsdóttir,
sem í rúml. 31 ár stjórnaði heimili
sinu og maka síns, Björns Jóns-
sonar, að Bræðraborgarstíg 12, af
mikilli prýði og með miklum
myndarbrag.
Ingibjörg var fædd að Hálsi í
Eyrarsveit við Grundarfjörð, 3.
september 1904. Hún ólst upp í
föðurgarði og dvaldist þar til 18
ára aldurs, og naut í ríkum mæli
umönnunar og leiðbeiningar for-
eldra sinna, en þau voru Sveinn
Sveinsson frá Skógum á Skógar-
strönd og Guðný Anna Eggerts-
dóttir frá Miðgörðum í Kolbeins-
staðahreppi, en þau hjón létu sér
mjög annt um uppeldi barna
sinna, og ólu þau upp í guðsótta
og góðum siðum.
Til Reykjavíkur kom Ingibjörg
árið 1922. Hún kynntist eftirlif-
andi manni sínum árið 1923;
kynni þessi urðu til þess að þau
feldu hugi saman, og giftust 20.
ágúst 1927. Þeim Ingibjörgu og
Birni varð þriggja sona auðið, en
þeir eru: Sveinn verzlunarstjóri,
giftur Áslaugu Jónsdóttur; Jón
prentsmiðjueigandi, giftur Höllu
Guðbjörnsdóttur, og Guðmundur
Ingi, í föðurgarði.
Eins og að ofan greinir stjórn-
aði Ingibjörg heimili sínu af mik-
illi prýði, en það var hennar
heimur eins og svo margra góðra
og nýtra húsmæðra. Hún
skapaði eiginmanni sínum og son-
um dásamlegt og fallegt heimili,
og munu minningar lifa hjá eft-
irlifandi eiginmanni um ástríka
og góða eiginkonu, og hjá sonum
hennar um ástríka og góða móð-
ur.
Ingibjörg vakti stöðugt yfir vel
ferð heimilis sins, eiginmanns og
sona, en henni voru þeir mjög
kærir.
Ingibjörg var listhneigð kona,
hún unni fögrum listum, fyrir
auga og eyra, hún hafði mikið
yndi af fallegum litum og fögrum
tónum, og fór þar saman smekk-
ur Ingibjargar og Björns, en eins
og þeir er til þekkja, vita, er
Björn mikill áhugamaðurum hina
æðri tónlist. Var honum mikill
styrkur að áhuga eiginkonunnar
í þeim efnum.
Oft var gestkvæmt á heimili
þeirra hjóna, og nutu gestir þá
gestrisni þeirra hjóna í ríkum
mæli.
Ingibjörg ótti hin síðari ár við
mikla vanheilsu að stríða, sem
hún bar með mikiili þraut-
seigju, og vissu eigi aðrir en
þeir sem bezt til þekktu, hvernig
líðan hennar var oft. Hún lézt sl.
laugardag, 10. janúar.
Blessuð sé minningin um góða
eiginkonu, móður, ömmu, tengda-
móður, systur, mágkonu, frænku
og vin.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir ailt og
allt.
C. H. Sv.
Á
í DAG verður gjörð útför Ingi-
bjargar Sveinsdóttur, húsfreyju
að Bræðraborgarstíg 12 hér í bæ.
Hún andaðist, eftir langvarandi
veikindi, laugardaginn 10. þ. m.
Ingibjörg var fædd að Hálsi í
Sveinsdóttir
Grundarfirði 3. sept. 1904 og voru
foreldrar hennar hjónin Sveinn
bóndi Sveinsson og Guðný Egg-
ertsdóttir, sem þar bjuggu. Ingi-
björg dvaldist í foreldrahúsum til
18 ára aldurs og naut æsku sinn-
ar í fríðum systkinahópi og fögru
héraði. Munu þau áhrif æskuár-
anna mest og bezt hafa mótað
skapgerð hennar, þannig að hún
æ síðar var einlægur unnandi
fagurra lista, allt til æviioka.
Þegar Ingibjörg var 22 ára
giftist hún eftirlifandi manni sin-
um, Birni Jónssyni, framkvæmda
stjóra Tónlistarfélagsins. Þau
reistu bú saman á föðurleifð
Björns, í húsinu nr. 12 við
Bræðraborgarstig, og hafa búið
þar í farsælu hjónabandi allan
sinn búskap. Eignuðust þau þrjá
syni, hina gervilegustu menn.
Þeirra elztur er Sveinn, kaup-
maður, kvæntur Áslaugu Jóns-
dóttur og eiga þau 2 börn. Þá er
Jón, prentari, kvæntur Höllu
Guðbjörnsdóttur. En yngstur er
Guðmundur Ingi, nemandi, sem
enn er í foreldrahúsum.
Ingibjörg var glæsileg kona,
fríð sýnum og íturvaxin. Hún var
vel verki farin og húsmóðir svo
af bar.
Þetta er hin ytri umgjörð um
lif þessarar lótnu konu. En innan
þeirra marka var líf hennar lit-
auðugt og lífshamingjan oft
mikil. Hún unni öðri. fremur tón-
list og málaralist. í sambúðinni
við hinn ágæta bónda sinn tók
hún virkán þátt í tónlistarlífi
þjóðarinnar og það voru ekki
margir hljómleikar hér í bæn-
um, sem hún sótti ekki, jafnvel
eftir að heilsan tók að bila. Inn-
lendir og erlendir listamenn
voru tíðir gestir á heimili hennar.
Fyrst og fremst tónlistarmenn, en
einnig málarar, en myndir þeirra
prýddu stofur hennar. Að taka á
móti gestum og vera veitandi,
það var henni rík þörf og tján-
ingarháttur manngæsku hennar.
Það var því gæfa hennar að
tengjast Birni Jónssyni í ást, hjú-
skap og starfi. Þar fundu þau
bæði hamingju sína.
Ég veit að Ingibjörgu væri það
lítt að skapi, að á hana látna
væri borið oflof eða ófmæli höfð
um ævistarf hennar. En hitt veit
ég líka að vinarkveðju þiggur
hún fúslega að leiðarlokum. Þess
vegna þakka ég henni, fyrir hönd
okkar félaganna í Tónlistarfélag-
inu, falslausa tryggð hennar og
fúslega veittan beina og árna
henni góðs farnaðar.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi“.
Ólafur Þorgrímsson.
Stúlkur
Nókkrar stúlkur vanar saumaskap, geta fengið vinnu
nú þegar, eða í febrúar. Upplýsingar ekki gefnar í
síma.
SPARTA
Borgartúni 8.
Dómkirkjan
Aðalfundur Dqmkirkjusafnaðarins fyrir árið 1958
verður haldinn í Dómkirkjunni, sunnud. 18. þ.m.,
kl. 2 e.h.
Góðir safnaðarmenn og konur mætið vel og stund-
víslega.
Safnaðar st jórnin.
Hestur í óskilum
Hjá lögreglunni í Reykjavík er í óskilum jarpur hest-
ur, mark: Biti aftan hægra og blaðstýft framan
vinstra. Upplýsingar gefur Skúli Sveinsson, lögreglu-
þjónn. Símar 1-4818 og 1-6023.
Starfsstúlka
óskast að mötuneytinu við Efra-Sog. Upplýsinga'
á vinnustað eða skrifstofu vorri Túngötu 7
EFRAFALL
JAZZKLÚOBUR - JAZZKLÚBBUR
STOFNFUINIDUR
að fyrirhuguðum klúbbi fyrir jazzáhugafólk, verður
haldinn í Framsóknarhúsinu, laugardaginn 17. þ.m.
Undirbúningsnefndin
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu
Skriistohistúlko
Fyrirtæki í Miðbænum vill ráða duglega
stúlku (ekki yngri en 19 ára) nú þegar
til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Tilboð
með uppl. um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist afgr. Morgnblaðsins fyrir
18. þ.m. merk: „Rösk—4162“.
Æskilegt að mynd fylgi.
Aðalfundur
Skíðafélags Keykjavíkur, verður haldinn að Café
Höil, þriðjudaginn 20. jan. kl. 8,30.
STJÖRNIN
LOKAÐ í DAG
vegna jarðarfarar frá kl. 12,30 til 3,30. e.h.
VERZL,. PÉTUR KRISTJÁNSSON S/F.
Ásvallagötu 19.
2 stúlkur óskast
til verksmiðjuvinnu. Upplýsingar í síma
23986.
íbuar í Skerjarfirði
Grímstaðarholti og Hógiinum
kl. 4 í dag opnum við nýja fiskbúð að
Dunhaga 18
í stað fiskbúðarinnar á Fálkagötu 19.
Kappkostum að hafa nýjan og góðan fisk. — Fljót
og góð afgreiðsla. — Sími 13443.
Fiskhöllin
Sýnishornaskápar
til sölu
ÓLAFUR GÍSLASON & Co. h.f.
Hafnarstræti 10—12. —Sími 18370
verð frá kr. 95,00
MARKABBBIMIN
lafnarstræti 5