Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1959, Blaðsíða 11
Föstudaerur 1G. }an. 1959 MOROVNBLAÐIÐ 11 Aldarminning Jóns Magnússonar forsœtisráðherra ,,Hans stjórnaraöferð var eins og fljóts ins, sem starfar án Jbess aö strita" 1 DAG eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Magnússonar, for- sætisráðherra. Hann var fæddur 16. jan. 1859 í Múla í Aðál- dal, sonur Magnúsar Jónssonar, síðast prests í Laufási, og Vilborgar Sigurðardóttur. Hann varð stúdent 1881, kand. júr. 1891. Þá var hann skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum, varð síðar landshöfðingjaritari og skrifstofustjóri í 1. skrif- stofu stjórnarráðsins (1904). Árið 1908 varð hann bæjarfó- geti í Reykjavík. Forsætis- og dómsmálaráðherra 1917—1922 og aftur 1924. Hann sat á Alþingi 1902—1913 sem þingmaður Vestmannaeyja, 2. þingmaður Reykjavíkur var hann 1914— 1919 og landskjörinn þingmaður 1923 og þar til hann lézt 1926 Hann var forseti sameinaðs þings 1912—1913. Hér verða á eftir dregnar upp nokkrar svipmyndir af þessum merka stjórnmálaleiðtoga: O, sei, sei, nei það þurfti bara lempni Jón Magnússon ÞEGAR þess var farið á leit við mig, að ég skrifaði eitthvað um heimili þeirra Jóns Magnússonar forsætisráðherra og Þóru konu hans játti ég því strax. Mér hefir lengi fundizt að of hljótt hafi verið um minningu þeirra, þau hafi ekki hlotið þá viðurkenningu, sem þau áttu skilið, og nú gefst mér tækifæri til að greiða ofurlítið upp í þá skuld, sem ég stend í við þau fyrir ævilanga trúfesti og vin- áfSu til handa mér og mínu heimili. En ég fann ferátt að með þessu loforði hafði ég verið að reisa mér hurðarás um öxl. Ég er hrædd um að mér takist ekki með þessum sundurlausu minningum að gera öðrum Ijósa þá mynd af þesssu fyrirmyndar- heimili, sem ég sjálf ber í brjósti. Við höfum xýlega haldið há- tíðlegt 40 ára afmæli fullveldis- ins, og nú fyrst virðist vera far- ið að rofa fyrir skilningi á því hversu mikinn þátt Jón Magnús- son átti í því að samningar tók- ust giftusamlega 1918. Sjálfur var hann maður mjög hlédrægur, og lét sér í léttu rúmi liggja þótt aðrir hlytu heiðurinn af því, sem í raun og veru voru hans verk. Menn gera sér tæplega grein fyrir því, hvílíkur reginmunur er á þvi nú og var fyrir 40 ár- um fyrir ríkisstjórnina að taka á móti tignum gestum. Þegar danska samninganefndin kom hingað 1918 var ekkert hótel til í bænum, sem hægt væri að láta hana gista i. Formann nefndar- innar prófessor Christopher Hage tóku forsætisráðherrahjónin inn á sitt eigið heimili. Hinum nefnd- armönnunum var fengin til um- ráða íbúð þeirra Sturlu og Frið- riks Jónssonar frænda frú Þóru. Ég spurði hana hversvegna hún væri að leggja það á sig að hafa prófessorinn í stað þess að láta hann búa með hinum nefndar- mönnunum. ■— Blessuð vertu, sagði hún, það er ekki pláss fyrir hann þar, og svo er hann svo fínn með sig: hefir þjóninn sinn með sér, til að hirða fötin sín. Hann var líka mikill sælkeri, og ég held að hún hafi ekki trú- að neinum fyrir því nema sjálfri sér að dekra við hann í mat. Einn dag þegar samninganefnd irnar höfðu starfað þó nokkurn tíma, kom ég í bæinn frá Vífils- stöðum. Þóra frænka, eins og við kölluðum hana, bauð mér að borða með þeim miðdegisverð. Þegar ég kom var próf Hage kominn heim, en Jón ekki, var hann enn á þingfundi. Meðan við biðum eftir honum gat ég ekki stillt mig um að spyrja próf. Hage hvort samningarnir gengju ekki vel. Hann spratt upp úr sæti sínu ,fór að ganga um gólf og sagði ákafur: — Nei, þeir ganga ekki vel, ég hefði aldrei tekið að mér formennsku í þess- ari nefnd, ef ég hefði vitað hvað íalendingar eru ósveigjanlegir. Ég er hræddur um að það sé verr farið en heima setið. Rétt í þessu kom Jón Magnússon heim og var eklci meira minnzt á. stjórnmál. Við borðið varð eitthvað tilrætt um víntegundir, án þess þó að vín væri haft um hönd, því að bannlögin voru enn í gildi. Þóra frænka hafði orð á því að hún hefði ekkert vit á víni, — það þykir mér ótrúlegt sagði prófess- orinn; því að frúin hefir svo ó- venjulega góðan smekk fyrir mat. Flaug mér þá í hug að ef ein- hver snefill af sannleika væri í máltækinu um að leiðin að hjarta karlmannsins lægi í gegn um magann ætti Þóra frænka líka sinn þátt í væntanlegum samningum! Nokkrum dögum seinna var svo allt fallið 1 Ijúfa löð með sambandslagasamninginn. Ég sagði þá við Jón Magnússon að mér hefði skilizt á Hage að samningar væru komnir í strand. — O, sei, sei, nei, sagði hann. Það þurfti bara svolitla lempni. Og þetta var ekki í eina skiptið sem hann kom sínum málstað í höfn með „svolítilli lempni". Frú Þóra viS „minningaborðið" sltt Dr. Jón Helgason biskup seg- ir í minningargrein um Jón Magnússon, að það hafi verið mál manna að hann hafi verið mest- ur lagamaður sinnar samtíðar. Og Indriði Einarsson lætur svo um mælt: — Þegar Jón Magnús- son var orðinn bæjarfógeti, kvað að jafnaði við í stjórnarráðinu um hvert vafamál: „Hvað ætli Jón Magnússon segi um þetta?“ Ótal sinnum var hann spurður svo að stjórnin fékk að vita hvað hann sagði. Grein sína endar Indriði Einarsson á þessuín orð- um: Enginn maður hafði betri þekkingu á íslenzkum stjórnar- störfum e Magnússon, og það held .llir hafi viður- kennt, þegar nann var orðinn ráð herra. Hans stjórnaraðferð var eins og fljótsins, mundi Confús- íus hafa sagt, — sem starfar án þess að strita, og vinnur eða tekur þátt í afgreiðslu málanna áh þess að nokkur maður finni til þess. Dr. J. H. segir ennfremur: Það stendur enginn framarlega í ís- lenzkri stjórnmálabaráttu, sem ekki verður að vera við því bú- inn, að höggvið sé til hans, og því óþyrmilegar, sem hann stendur framar. Þetta fékk Jón Magnús- son að reyna ekki síður en aðr- ir. En hann lét slíkt furðulítið á sig fá. Málefnin voru honum fyrir öllu. Honum var ljúft að leggja sig í sölurnar fyrir hvert það málefni, sem hann áleit gott og til heilla þjóð og einstaklingum og alltaf var hann fús að styðja slík mál, eins þótt þau væru flutt af römmustu andstæðing- um hans. Mér er persónulega kunnugt um sannleika þessara ummæla. Jón Magnússon hafði þá föstu reglu að svara aldrei árásar- greinum hversu ósanngjarnar sem þær voru. Og oft þótti okk- ur, konu hans og mér, tómlæti hans í þeim efnum fullmikið. Hinsvegar þótti honum verra, ef vinir hans- urðu fyrir aðkasti hans vegna, sérílagi þegar það voru útlendingar, vinveittir landi og þjóð. Þóra frænka spurði stundum áður en hún tók sér blað í hönd, hvort í því væru skammir um manninn sinn, því að þá ætlaði hún ekki að lesa það. Henni var miklu þyngra í skapi til andstæðinga en honum. Jón Magnússon var ákaflega sögufróður, sérstaklega var Sturlunga eftirlæti hans. Ég held að hann hafi lesið hana á hverj- um vetri ,emda mun hann hafa haft í hyggju að skrifa um ís- lenzka löggjöf á þrettándu öld, og var búinn að viða að sér mikl- um fróðleik um það efni, en því miður entist honum ekki aldur til að ljúka því verki og er það mikill skaði íslenzkum fræðum. Ingibjörg Magnúsdóttir, syst- ir Jóns, hefir sagt mér að heima í Laufási og á Skorrastað hafi hann ævinlega verið málsvari lítilmagnans og þeirra, sem ekki gátu sjálíir borið hönd fyrir höfuð sér. Seinna átti hann ríkan þátt í að koma á bættri fátækra- og sveitarstjórnarlöggjöf. Ég hefi áður lítillega vikið að því að risna ríkisstjórnarinnar, móttaka erlendra og innlendra gesta fór að mestu eða öllu leyti fram á heimili forsætisráðherr- ans. Þar voru haldnar veizlur fyrir alþingismenn, erlenda sendi herra, embættismean ríkisiiip og fleiri. Kom sér því vel, að frúin var fyrirmyndarhúsmóðir og að hjónin voru samvalin í því að kunna vel að taka á móti gestum. Að vísu var forsætisráðherra ætlað nokkurt fé til risnu.-í ráð- herratíð Jóns Magnússonar mun það hafa verið 4000 kr. á ári, en sú upphæð hrökk skammt. Það sem umfram var borguðu hjónin úr eigin vasa. Við valdatöku næstu ríkisstjórnar var upphæð þessi tvöfölduð. Þassum veizlu- höldum fylgdi líka ýmislegt um- stang, sem nú er hægt að spara sér. Nú er t.d. hægt að fara í næstu blómabúð og kaupa blóm til að skreyta veizluborð. Þá þurfti að senda fólk út um allan bæ til manni MAGNÚS PÉTURSSON, fyrrum héraðslæknir, kynntist Jóni Magn ússyni ungur. Þeir voru af öðrum og þriðja og því náskyldir. Sum- ir segja, að Magnús sé talsvert líkur frænda sínum í útliti, þótt hann sé hærri maður. að kaupa rósir. Var mesta furða hvað hægt var að safna með þessu móti, en margar voru þó rósirnar ærið leggstuttar af því að konurnar tímdu ekki að klippa nema lítið af hverri plöntu. I veizlu, sem þau forsætisráð- herrahjónin héldu fyrir konungs fjölskylduna og fylgdarlið henn- ar árið 1921, hafði konungur haft orð á því hvað borðið væri smekk lega skreytt. En þá hafði líka verið smalað rósum bæði í Reykja vík og Hafnarfirði. Þeim hjónum varð ekki barna auðið ,en systurdóttir og nafna Þóru, var kjördóttir þeirra. Var mikið ástríki með þeim og þung- bær missir, er hún lézt í spænsku veikinni 1918, en þá voru þau fjarverandi, stödd í Kaupmanna- höfn, en þangað hafði Jón farið til að fá undirskrift konungg undir lögin, sem gerðu ísland að fullvalda ríki. Síðasta stjórnarstarf Jóns Magnússonar var að annast um konungsmóttöku 1926. Þá fluttu þau hjónin úr húsi sínu og létu konungsfjölskylduna búa þar. Að lokinni dvöl hér syðra sigldu konungsskipin kringum land. Hafði konungur boðið forsætis- ráðherrahjónunum með í þá för. Á Seyðisfirði skildu leiðir, kon- ungsskipið lét í haf en herskipið Geysir átti að flytja hjónin til Reykjavíkur. í leiðinni var komið við á Norðfirði. Ætluðu þau að nota tækifærið til að koma á æskustöðvar Jóns. Klukkan 10 um kvöldið fer hann í land, glað- ur og reifur til að panta hesta til fararinnar að Skorradal dag- inn eftir. Tveim stundum síðar er hann fluttur um borð liðið lík. Hvernig á hún að geta trúað því að þetta sé satt. Ég gleymi því aldrei þegar hún tók í hönd- ina á Sigurði, manninum mín- um og bróður Jóns, leiddi hann að líkbörunum og sagði: Held- urðu ekki að það sé nokkur von? Harmur hennar var slíkur að líkara var að samvistunum hefði verið slitið í brúðkaupsferð en eftir 34 ára hjónaband. Að endingu vil ég taka upp kveðjuorð Guðmundar Björns- sonar landlæknis, þau eru svo falleg og sönn: „Það var sagt við mig I dag, að ég muni hafa þekkt Jón Magn- ússon einna bezt þeirra manna, sem unnu með honum undanfarin 30 ár. Kann satt að vera. Og svo var ég spurður: „Hvað segið þér um manninn — um mannkosti Jóns Magnússonar?* Ég segi þetta: Hann var — nei, ég deili ekki við neinn um það, hver hefir verið mestur maðurinn hér á landi undanfarinn mannsaldur, en Jón Magnússon var, að mínu viti, gætnasti og vandaðasti mað- urinn, hann var einn heiðarleg- asti og bezti maðurinn, þess vegna var hann lánsmaður. Þess vegna var því líkast, sem þjóðinni yrði i allt það til gæfu, sem hann lagði á gjörva hönd, og það var bæði margt og mikið". Sigríður Jónsdóttir Magnússon. — Er það ekki rétt? — Jú, það er sagt svo. — Þér munið auðvitað vel effc- . ir Jóni, frænda yðar. — Já, hvað haldið þér. Annars get ég lítið sagt um hann. Þótt hann væri merkur maður og ein- arður stjórnmálaleiðtogi, er eink- * Frh. af bls. 11. > Tvær svipmyndir af samvizkusömum bæjarfógeta og kænum stjórnmála-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.