Morgunblaðið - 17.01.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 17.01.1959, Síða 1
16 siður ug Lesbók 46. árgangur 13. tbl. — Laugardagur 17. janúar 1959 Prentsmiðja Morgu'iblaðsins „Bretar þurfa islenzka fiskinn" Sjómenn á brezkum togurum hafna mótmælaverkfalli FÉLAG brezkra togarasjómanna hefur neitað að eiga nokk- urn þátt í verkfalli til að mótmæla fisklöndunum úr ís- lenzkum togurum í Bretlandi. Ástæðan til þess að félagið vill ekki þvinga fram löndunarbann á íslendinga er sú, „að Bretland þarf nauðsynlega að fá íslenzka fiskinn.“ Frá þessu var í gær skýrt í skeyti frá Reutersfréttastof- unni. Þar var sagt frá því, að þriðji íslenzki togarinn, Karls- efni, hefði landað afla sínum í Grimsby í gær. Er nú kominn upp ágreiningur í brezka sjávarútveginum um það, hvort heimila skuli íslend- ingum slíkar fisklandanir. Eins og frá var skýrt í Mbl. í gær hefur félag skipstjóra og stýri- manna á brezkum togurum sam- þykkt að hefja verkfall 12. fe- brúar til að mótmæla fisklönd- unum íslendinga í BretJandi. Hins vegar vekur það athygli að togaraeigendur hafa lýst því yfir, að þeir muni virða Parísar- samkomulagið 1956 um fiskland- anir Islendinga í Bretlandi. Og eins og að ofan segir vilja hásetar á togurunum engan þátt eiga í verkfalli. Ályktun félags skipstjóra og stýrimanna á brezkum togurum er svohljóðandi: „Ef löndun á íslenzkum fiski, þar á meðal kassafiski er ekki stöðvuð innan eins mánaðar frá 12. janúar að telja, og ef ekki er sýnilegur neinn vilji af íslands hálfu til að gefa eftir í kröfum sínum um 12-mílna landhelgi, þá munu engir meðlimir fólags- ins frá höfnunum, Hull, Grimsby og Fleetwood sigla né aðstoða við siglingu á nein um togurum til hafs fyrr en samkomulag hefur náðst“. Samband brezkra togaraeig- enda birti eftirfarandi ályktun: „Eins og nú er ástatt ætl- ar samband brezkra togaraeig enda að halda í heiðri sam- komulag það sem gert var í Vinsæll söngleikur sýndur í Svíþjóð STOKKHÓLMUR, 16. jan. (NTB) Oscars-leikhúsið í Stokkhólmi hefur ákveðið að hefja sýningar á bandarísku óperunni „My Fair Lady“ þann 14. fberúar. Það er nýjasti eiginmaður Ingrid Berg- man, Lars Schmidt, sem hefur beitt sér fyrir þessum sýningum og samið við Breta og Banda- ríkjamenn um lán á leiktjöldum. Nú þegar er uppselt á fjórar sýn- ingar. Mikojan rœðir við þing- menn og tvisvar við Dulles WASHINGTON, 16. jan. (NTB) — Mikojan varaforsætisráðherra Sovétríkjanna átti í dag 2 Vz klst. langan fund með Dulles utan- ríkisráðherra. í lok fundarins var það skyndilega ákveðið að Miko- jan skyldi hitta Dulles aftur að kvöldi, ræða við hapn og snæða með honum kvöldverð í einka- klúbb í Washington. Á morgun mun Mikojan ræða við Eisen- hower. Ekkert hefur verið gefið upp um efni viðræðna þeirra Dulles og Mikojans, en milli þessara tveggja viðræðufunda sat Miko- jan veizlu hjá Theodore Green, hinum níræða formanni utanrík- ismálanefndar öldungadeildar- innar. Einn nefndarmanna, Hubert Humphrey hefur sagt frá því helzta sem bar á góma í veizlu öldungadeildarinnar. Hann segir að Þýzkalandsmálin hafi helzt verið til umræðu, en ekki hefði neitt nýtt komið fram í því máli hjá Mikojan, Hinn rússneski valdamaður var spurður, hvers vegna Rússar vildu ekki fallast á frjálsar kosn- ingar í Þýzkalandi sem undir- stöðu að sameiningu landsins Mikojan svaraði því einu til, að íbúar Austur-Þýzkalands styddu austur-þýzku stjórnina. Mikojan sagði að Rússar styddu tillögu Rapackis utanrík- isráðherra Póllands um kjarn- vopnalaust svæði í Mið-Evrópu. En Rússar vildu jafnvel ganga enn lengra. Þeir vildu að allt herlið yrði flutt á brott af svæði sem væri 800 km sitt hvoru meg- in frá Saxelfi. Sovétríkin eru jafnvel fús að ræða enn frekari vopnleysi Evrópu. Hubert Humphrey kveðst þó telja af ummælum Mikojans, að hann hafi ekki verið eins harður Berlínarmálinu eins og Sovét- stjórnin hefur verið til þessa. Virðist sem Mikojan sé nú orðið fullljóst, að öll bandaríska þjóð- in stendur sameinuð að baki þeirri stefnu, að Vestur-Berlín skuli ekki ofurseld kommúnist- París 1956 milli íslenzkra og brezkra togaraeigenda og sem batt endir á fjögurra ára deilu við ísland um fjögurra mílna landhelgina. Núverandi deila við ísland er deila milli ríkis- stjórnanna og Samband brezkra togareigenda mun halda áfram að styðja brezku stjórnina í tilraunum hennar til að ná samkomulagi. Við getum ekki gefið yfirlýsingu varðandi ákvörðun yfirmanna á togurunum fyrr en við höf- um haft tækifæri til að ræða málin við þá, eins og þeir hafa líka stungið upp á“. Meginþorri allra norskra fiskimanna vill víkkun landhelginnar NILS Lysö fiskimálaráðherra Noregs hefur fyrirskipað norsku landhelgisgæzlunni að fylgjast með því, hvort erlendum togur- um fjölgar á miðunum fyrir Norður Noregi. Telur hann að ef um aukinn ágang sé að ræða, verði ekki hjá því komizt að víkka norska landhelgi úr 4 í 12 sjómílur. Telur hann ástandið nógu slæmt í norskum sjávarút- vegi þótt aukinn ágangur er- lendra togara bætist ekki ofan á. Eins og kunnugt er hafa fiski- menn í Norður Noregi ítrekað sett fram kröfur um að landhelg- in þar verði víkkuð. Fiskimenn allt suður í Þrændalög hafa ein- dregið talið að víkka bæri land- helgina tafarlaust. Bretar hóta að auka landhelgishrot 12. febr. LUNDÚNAFRETTARITARI norska blaðsins Aftenposten skýrir frá því að brezkir tog- arar ætli að auka veiðar sín- Rússar mótmæla flugvallargerð á Svalbarða OSLO, 16. jan. — (NTB) — Sovétríkin hafa sent orðsend- ingu til Norðmanna þar sem þau mótmæla flugvallargerð á Sval- barða. Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Norðmanna, hefur lýst því yfir, að ekkert ákvæði í Sval barðasamningi Norðmanna og Rússa sé því til hindrunar, að flugvöllur verði gerður þar. Það er norska fyrirtækið Norsk Polar Navigasjon h.f. sem hefur fengið ieyfi tii að gera einkaflugvöll við Kvadehuken um 100 frá Nýja Álasundi, helzta bæ Svarðbarða. Nægilegt fjár- magn er fyrir hendi tii að vinna verkið og á flugvallargerðin að hefjast 15. júní n. k. ar undan íslandsströndum frá og með 12. febrúar n. k. ef ekki takist fyrir þann tíma að koma á samkomulagi í fisk- veiðideilunni. Að sögn Aftenposten er ætlunin að setja upp þrjú fiskveiðibelti frá 12. febrúar, en hvert þessara fiskveiði- belta verður 200 mílna breitt. Randaríkin gefa stórfé til heilbrigð ismála GENF, 15. jan. Reuter. — Banda- ríkin hafa lagt fram 3 milljónir dollara til Alþjóða-heil'brigðis- málastofnunarinnar í því skyni að uppræta mýrarköldu í heim- inum á þessu ári. Var upphæðin afhent í Genf í gær, og hafa þá Bandaríkin alls lagt fram 14V2 milljón dollara til baráttunnar við mýrarköldu síðan 1956. Starfið að upprætingu mýrar- köldunnar hefir borið furðu- góðan árangur. Þegar kemur suður á Mæri og Firði hafa fiskimenn hins vegar verið hikandi í afstöðu sinni. Þeir höfðu hagsmuni að gæta í sam- bandi við úthafsveiðar sínar í kringum ísland og Grænland. Nú hefur sú merkilega þróun orðið að fiskimennirnir suður á Mæri og Fjörðum eru komnir á þá skoðun að það beri að víkka landhelgina. Munu það vera síld- veiðarnar við Noregsströnd, sem þeir hafa í huga. Má þá heita að meginþorri norskra fiskimanna krefjist víkkunar. Nils Lysö fiskimálaráðherra sagði nýlega í samtali við Aften- posten, að vegna aukins ágangs útlendra togara verði æ örðugra fyrir norsk fiskiskip að athafna sig fyrir utan 4-mílna landhelg- ina. Nemur tjón norskra útvegs- manna af ágengni Breta hundr- uðum þúsunda króna. í sama blaði af Aftenposten og skýrt er frá þessu birtist enn ein fréttin frá Norður Noregi um það að útlendur togari hafi vaðið yfir veiðarfæri norskra sjómanna í Vesturálnum. Veiðarfæri að verð mæti 13 þúsund norskar krónur eyðilögðust. Þau voru öll glöggt og réttilega merkt. Ekki tókst að ná nafni né númeri hins útlenda togara. Mynd þessi var tekin viff setningu norska stórþingsins í þinghúsinu viff Karl Johannsgötu. Aff undanförnu hafa vífftækar breytingar og endurbætur farið fram á þinghúsinu og lítur þing- saiurinn út eins og nýr. — Ekki rætt mn þing S. Þ. í Möskvu NEW YORK, 16. jan. — NTB. — Hammarskjöld framkvæmda- stjóri S. Þ. sagði í dag, að hann væri gla'ður yfir því, að honum gafst tækifæri til að hitta Mik- oyan varaforsætisráðherra Rúss- lands í gær. Segist hann hafa rætt við hann almennt um mál, sem skipta S.Þ. Hins vegar var ekki rætt um þann möguleika að næsta Allsherjaarþing S. Þ. yrði haldið í Moskvu. Óeirðir í Leopold- ville? BRÚSSEL, 16. jan. (NTB). Lausa fregnir frá Leopoldville hermdu, að í dag hefði á nýjan leik komið til óeirða í borginni. Belgísk yf- irvöld og útvarpsstöðin í Leopold ville hafa þó algerlega neitað þessum orðrómi. Laugardagur 17. janúar. BIs. 3: Stjórnarkjör í Þrótti í dag of á morgun. Eimskip 45 ára. — 6: Alvarlegt ástand í Finnlandi. — 8: Ritstjórnargreinin: Sekir menn. Utan úr heimi: Undir ísbreið- unni í Grænlandi. — 9: Bókaþáttur: Gairgrimlahjólið eftir Loft Guðmundsson (sam). Hestamannarabb II: Fóðrun og hirðing reiðhesta. — 15 fþróttir. L E S B Ó K fylgir blaðinu í dag. Efni hennar er m.a.: Framtíðarlandið Alaska. Úr sögu skóganna á íslandi, eft ir Jón Jósep Jóhannesson, cand. mag. Nýtt afrek læknislistarinnar: Daufir fá heyrn. Úr ríki náttúrunnar: Bambus. Bridge, Fjaðrafok o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.