Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1959, Blaðsíða 2
2 MOitr.inyni. aðið Laueardaerur 17. ian. 1959 Nýr félagsskapur Vest- ur-íslendinga Canada- lceland Foundation í KANADA er um þessar mund- ir verið að stofna félagsskap, sem ber heitið Canada- Iceland Foundation. í vesturíslenzka blað inu Lögbergi 1. jan. skrifar Stefán Hansen grein, þar sem hann gerir grein fyrir hinu nýja félagi. Hér fer á eftir stuttur úr- dráttur úr henni: Meira en áttatíu ár eru nú liðin síðan fyrstu íslenzku land- námsmennirnir komu til Kanada, og á þeim tíma hafa frumherj- arnir ásamt afkomendum sínum lagað sig eftir kanadískum þjóð- félagsháttum. Vegna margs kon- ar samskipta og tengda við hér- lent fólk hafa þjóðareinkenni Vestur-íslendinga orðið smám saman óaðskiljanlegur hluti hinn ar kanadísku þjóðasamsteypu. Slíkur samruni hefir breytt þjóð- félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum viðhorfum vor- um. Þannig má segja, að sum þeirra málefna, sem félög hinna fyrstu íslendinga vestur hér létu til sín taka, hafi að nokkru leyti úrelzt..........Á hinn bóginn eygjum vér nú nýjar leiðir og ný málefni, sem hægt er að vinna að og til gagnsemdar mega horfa. Ætti slíkt að endurlífga áhuga vorn og virðingu fyrir því, sem verðmætast er í hinum íslenzka arfi vorum. Höfuðstefnuskráratriði Canada- Iceland Foundation eru sem hér segir samkvæmt stofnskrá félags ins: 1. Að efla menningarleg tengsl milli Kanada og íslands og auka gagnkvæman skilning þeirra þjóða, sem þessi lönd byggja. 2. Að efla virðingu manna fyrir skyldum menningarerfðum áðurnefndra tveggja þjóða, en þær erfðir birtast oss m.a. í lýðræðislegu stjórnarfari og virðingu fyrir lögum og rétti. 3. Að koma því til leiðar, að íslenzk tunga verði viður- kennd sem föst námsgrein í sambandi við æðra enskunám í kanadískum háskólum. 4. Að styðja stúdenta, sem stunda íslenzkunám við kana- díska háskóla, og veita þeim námsstyrki. 5. Að efla áhuga Kanadamanna af íslenzkum ættum á listum, bókmenntum og þjóðfélags- fræðum og styrkja þá til náms og starfs í þessum grein- um. 6. Að veita íslenzkum stúdent- um fjárstyrki til náms við kanadíska háskóla og greiða götu þeirra hér vestra á einn eða annan hátt. Að styðja á sama hátt kanadíska stú- denta, sem hafa í hyggju að stunda nám við Háskóla ís- lands. 7. Að stuðla að því, að íslenzkar bókmenntir verði þýddar á ensku og kanadískar bók- menntir á íslenzku. 8. Að koma á gagnkvæmum heímsóknum kanadískra og ís- lenzkra listamanna og stuðla að gagnkvæmri kynningu í list þeirra. Koma hér til greina sýningar á listaverk- um, leiksýningar, hljómleik- ar og útgáfustörf. 9. Að stuðla að söfnun og varð- veizlu listaverka, listmuna, bóka, tímarita, handrita og skjala, sem á einhvern hátt varða ísland eða íslendinga og fólk af íslenzkum uppruna. í fyrrgreindri stofnskrá hefir Canada-Iceland.Foundation áskil ið sér rétt til þess að styrkja fé- lög, útgáfufyrirtæki og annars konar stofnanir, sem stefna að svipuðum markmiðum og greind eru hér á undan í stefnuskrá fé- lagsins. Heiðursverndarar félagslns eru Vincent Massey, landstjóri Kanada og herra Ásgeir Ásgeirs- son forseti fslands. Meðal heiður- ráðgefenda eru utanríkisráðherr- ar beggja landanna biskup ís- lands, rektor Háskóla íslands og rektor háskólans , Alberta og meðal heiðursfulltrúa Thor Thors, rektorar ýmissa kanadíska háskóla o.fl. Forseti félagsins er W.J. Lindal dómari og varafor- seti Dr. P.H.T. Thorláksson. Huðmyndina að stofnun félags ins átti Walter J. Lindal, dómari, sem skipar forsæti innan sam- takanna. Hann hefir að verulegu leyti haft veg og vanda af því að koma málum vorum í núverandi horf. Um skipulagningar- og framkvæmdaratriði ýmiss konar hefir dómarinn notið stuðnings og hollráða þeirra manna, sem nú eru skráðir stofnendur félags- ins. ísland — Kandada-ráff Á íslandi hefur verið gengizt fyrir félagsstofnun, sem nefnist ísland—Kanada ráð. Starfar það ráð á svipuðum grundvelli og Canada-Iceland Foundation. Eft- irtaldir menn eiga þar sæti: Hall grímur F. Hallgrímsson, ræðis- maður Kanada á íslandi, Vil- hjálmur Þór, bankastjóri, próf. Þorkell Jóhannessón rektor, Ás- mundur Guðmundsson biskup, Gylfi Þ. Gíslason, mennta. málaráðherra, Guðm. I. Guðm mundsson, utanríkisráðherra, Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, Bjarni Benediktsson, rit- stjóri, Sigurður Nordal fyrrv. am bassador, Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir og Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri. Þrír hinir fyrstnefndu eru í stjórnarnefnd, en forsæti skipar Hallgrímur F. Hallgrímsson. Fyrst um sinn mun aðalverkefni ráðsins verða í því fólgið að láta í té stuðning og leiðbeiningar varðandi umsóknir frá íslandi um námsstyrki þá, sem Canada Council hefir auglýst samkvæmt grein nr. 8 í reglugerð þeirrar stofnunar. Þessi mynd er tekin í hinni nýju fiskbúff aff Dunhaga 18. — Fyrir innan búðarborðið standa (frá vinstri): Páll Pálsson, skrifstofustjóri Fiskhallarinnar, Steingrímur Magnússon, for- stjóri, og Halldót Sigurðsson, sem veitir hinni nýju búð forstöðu. Nýtízku fiskbúð opnuB í gœr að Dunhaga 18 HINN kunni fisksali hér í bæ, Steingrímur Magnússon, forstjóri Fiskhallarinnar, opnaffi í gær nýja fiskbúð að Dunhaga 18, í nýju húsi, þar sem fleiri verzl- anir mun hefja starfsemi innan skamms. Steingrímur Magnússon er, sem kunnugt er, einn af frum- herjum í fisksölumálunum hér í Reykjavík. Hann hóf fyrst verzl- un með fisk hér árið 1913. Hefur hann stundað þessa verzlun síð- an óslitið og smám saman fært út kvíarnar, þannig að hann rek- ur nú sjö fisksölubúðir í bæn- um, í ýmsum hverfum, auk þess, sem fyrirtæki Steingríms sér ein- um átta útsölustöðum að auki fyrir fiski. Þegar fiskbúðin nýja var opn- uð í gær — en þar voru viðstadd- ir fréttamenn blaða og útvarps, auk annarra gesta — lét Stein- grímur m. a. þau orð falla, að hann hefði aldrei gert neinn form legan samning um fisksölu á öll- um sínum verzlunarferli, utan einu sinni, — og sá hefði reynzt Brezkir síldveiðimenn vilja loka Norðursjónum BREZKIR síldarútvegsmenn krefjast þess að síldveiðar í Norðursjó verði takmarkaðar. Náist ekki samkomulag um veiðitakmarkanir óttast þeir að rússneskir og pólskir veiði flotar gereyði síldarstofninum á Norðursjó. Norska blaðið Aftenposten skýrir nýlega frá þessu. Tilefni þessara hugleiðinga er það, að vetrarsíldyeiðunum brezku er lokið. Vertíðin hefur brugðizt ár eftir ár, en aldrei hef- ur hún þó verið lakari en einmitt í vetur. Samtals voru lögð á land í Austur Anglia 61 þúsund mál. en það er um 50 þúsund málum minna en í fyrra, þegar vertíðin var þó léleg. Á síðustu sjö árum hefur tala síldarbáta í Lowestoft og Yarmouth lækkað úr 365 í 172. Þeim mun enn fækka eftir þessa útkomu. í næstu viku verður haldin í Lundúnum alþjóðleg fiskveiðiráð stefna og taka þátt í henni þau ríki sem undirrituðu sáttmála um fiskveiðar í Norðursjó 1946. Hafa síldarútvegsmenn haldið fundi með sér til undirbúnings þessari ráðstefnu. Þeir segja að hinn gamli sáttmáli nægi nú ekki leng- ur. Formaður síldarútvegsnefnd- ar Breta Mr. F.E. Catchpole segir meira að segja að það sé þýðing- arlaust að vera að setja reglur um möskvastærð, því að reynsla sé sú, að slíkar reglur séu ekki haldnar. Sagt er að strangt eftirlit sé með möskvastærð brezkra báta og hljóta þeir tafarlaust refsing- ar, ef þeir brjóta reglurnar. En rússnesku og pólsku togararnir, sem flykkjast í hundraðatali á miðin og sem hafa verksmiðju- skip með sér, halda engar reglur, heldur moka síldinni upp, af hvaða stærð sem hún er. Þessir risaflotar hafa samstarf sín á milli og ef þeir finna síldargöng- ur kemur fjöldi þeirra á vettvang og áður en við er litið hafa þeir gersamlega sópað síldartorfunni upp. Brezkir sjómenn kalla sildveiði flota Rússa og Pólverja „ræn- ingjaflotana". Þeir segja, að strax og brezkur bátur finnur síld á einhverjum stað í sjónum séu Rússarnir og Pólverjarnir komnir að þeim og byrjaðir að „sópa“. Bretar eru sannfærðir um að það sé ekki eini tilgangur þess ara „ræningja“ að fullnægja þörfum heimamarkaðar, heldur sé ætlun þeirra beinlínis að þurrka út brezkan sjávarútveg. Á í sambandi við þessa frétt er rétt að benda á það, aff sáttmálinn frá 1946 um fiskveiðar í Norðurjó fjallar um möskvastærð og minnstu- stærð veiddra fiska. En þær reglur ná ekki til síld og makrílveiða. , Það skal tekið fram að fisk- veiðar Rússa og Pólverja á Norðursjó fara fram á opnu hafi. Þær fara fram miklu lengra frá ströndinni en 12 milur. illa. Var á honum að heyra, að hann mundi ekki reyna slíkt í annað sinn. Þess virðist heldur ekki þörf, þar sem fyrirtækið hefur blómgazt svo sem raun ber vitni. að taka upp aðra viðskipta- háttu en tíðkazt hafa þar til þessa. Jafnframt því sem hin nýja fiskbúð var opnuð, hefur verið lögð niður búðin að Fálkagötu 19, sem þar hefur starfað um skeið í ófullkomnu húsnæði. — Aftur á móti er óhætt að segja, að i hinu nýja húsnæði, að Dunhaga 18, sé öll aðstaða hin bezta. — Búðin, ásamt geymsluherbergi á bak við, þar sem jafnframt er tekið á móti fiskinum, sem að berst, er um 50 fermetrar að stærð. Er þar hið bezta frá öllu gengið og inn- rétting mjög smekkleg. Verða þarna seldar allar þær tegundir fiskmetis, sem á mark- aði eru. í sama húsi verða auk þess í framtíðinni aðrar matvöru verzlanir, eins og fyrr er getið, þannig að segja má, að þarna verði „allt á sama stað“ fyrir hús- mæðurnar í Högunum og þar x kring. Mikið veiðaríæra- tjón OSLÓ, 16. jan. (NTB). — Norsk- þýzka togaranéfndin mun halda fundi í Tromsö í Norður-Noregi 20.—22. janúar. Nefnd þessi úr- skurðar um skaðabætur til norskra útvegsmanna fyrir skemmdir sem þýzkir togarar valda þeim á veiðarfærum. — Norsku útvegsmennirnir hafa aldrei gert jafnháar skaðabóta- kröfur sem nú. Nema þær milli 300 þús. og 400 þús. kr. norskum. Sýnir þetta aukinn ágang er- lendra togara. Óvíst er uin kjör- dag biskups SJÓRNARBLAÐÍD Alþýðublað- ið skýrir frá því í gær, að biskups kjör muni fram fara hér í marz- mánuði næstkomandi. Morgunblaðið hefur nú aflað sér nánari upplýsingar málið varðandi. Kom brátt í ljós, að þeir sem gjörst ættu það að vita, að sjálfum kirkjumálaráðherra slepptum, töldu að sjálf kjör- nefnd biskupskjörsins væri ekki búin að taka neina ákvörðun um kjördaginn. Þá spurðist Mbl. fyrir um mál- ið hjá formanni Prestafélags ís- lands, séra Jakobi Jónssyni. Hann vissi ekki til að ráðuneyt- ið væri búið að gefa neina til- kynningu um nýjan frest til biskupskjörs. Stjórn félagsins bíð ur einmitt eftir ákvörðun kirkju- málaráðuneytisins um það hvenær kjörið skuli verða, með tilliti til þess að hægt verði að ljúka þeim prófkosningum meðal presta landsins, sem gert er ráð fyrir að fram fari áður en sjálfar biskupskosningarnar fara fram. Ferð til Venusar og Marz undirbúin WASHINGTON, 16. jan. (NTB) — Bandaríski flugherinn hefur gert samning við Convair-flug- vélaverksmiðjurnar bandarísku, að þær smíði eldflaugahreyfil, sem verður nógu öflugur til að knýja eldflaug til Venusar eða Marz. Er þess vænzt að fyrsta geimfarið sem eldflaug þessi á að lyfta vegi 5 tonn. Ceylon verður lýðveldi Samvinnunefnd beggja deilda þykkt að leggja til að lýðveldi þjóðþings Ceylons hefur sam- verði stofnað á eynni, sem lúti þá ekki lengur hinni brezku drottningu, heldur hafi sinn eigin forseta. Hins vegar leggur nefndin til að Ceylon verði áfram innan brezka samveldisins. Tamil-flokkurinn sem er stærsti stjórnmálaflokkur Ceylon neitaði að starfa í nefndinni. Hann er flokkur þjóðernisminni- hluta Tamila á eynni. Kommúnistar í nefndinni voru samþykkir því, að Ceylon yrði lýðveldi. Þeir voru mótfallnir því að eyjan yrði áfram innan brezka samveldisins. Nefndarálitið fer nú fyrir sam- einað þjóðþing og þarf % hluta atkvæða til þess að ná samþykki. Ljóst þykir að nægur meirihluti fáist, þar sem allir stjórnmála- flokkar Ceylon utan Tamila- flokkurinn eru samþykkir stofn- un lýðveldis. Lokið rannsókn í þjófn- aðar- og skemmdaverka- málum drengja I SAMBANDI við innbrot þau í Drengirnir komust oftast suðvesturbænum að undanförnu, I á auðveldan hátt inn í íbúðirnar, sem rannsóknarlögreglan hefur haft til meðferðar, hafa 10 dreng- ir á aldrinum 11—14 ára verið kallaðir fyrir og hafa þeir allir reynzt meira og minna flæktir í málið. Það er ekki einasta um að ræða þessi húsbrot heldur og hnupl og þjófnaði í verzlunum. Tveir drengjanna hafa farið inn í 14 íbúðir hér í bænum. Þar hafa þeir ýmist stolið eða framið skemmdarverk. Hinir drengirnir átta, undir forustu 14 ára drengs, hafa geng ið í verzlanir og hnuplað ýmis konar varningi, sem þeir yfirleitt hafa eyðilagt. þar sem þær voru opnar og mann lausar, eða opinn gluggi. í aðeins fáum tilfellum var um að ræða innbrotsþjófnað á þann hátt að þeir hafi hreinlega brotizt inn í íbúðirnar. Foreldrar drengjanna voru með öllu grunlausir. Drengirnir gerðu þetta um hádagiim og ekkert óeðlilegt var við útivist þeirra eða hangs úti á kvöldin, er vakið gæti minnstu grunsemd- ir. Ekki er talið að drengirnir hafi leiðzt út í þetta í því skyni að auðga sig, heldur miklu frem- ur af algjöru dómgreindarleysi og barnaskap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.