Morgunblaðið - 20.01.1959, Qupperneq 1
20 SÍður
Aftökum er erm
haldið áfram á
Kúbu
HAVANA, 19. jan. (NTB) Fidel
Castro, foringi hinna sigursælu
uppreisnarmanna á Kúbu, hefur
lýst því yfir, að ekki verði tekn-
ir af lífi fleiri en 450 af fylgis-
mönnum Batista einræðisherra.
Pá var og tilkynnt í dag að rétt-
arhöldum yfir nokkrum háttsett-
ustu embættismönnunum yrði
frestað fram á fimmtiudag til þess
að gefa blaðamönnum frá öðrum
Ameríkuríkjum tækifæri til að
vera viðstaddir réttarhöldin.
Hefur 350 blöðum, útvarps-
stöðvum og sjónvarpsstöðvum í
Bandaríkjunum og í Latnesku
Ameríku verið boðið að senda
blaðamenn til að fylgjast með
réttarhöldunum, sem eiga að fara
fram í aðal-dómhöll Havana.
Nokkru áður en réttarhöldin
hefjast munu hundruð þúsunda
Kúbu-búa taka þátt í fjöldagöngu
að forsetahöllinni í Havana til
að sýna stuðning sinn við upp-
reisnarmenn og krefjast dauða-
dóma yfir fylgisveinum Batista.
Meðal fanganna sem nú sitja í
herfangelsi Havana-borgar er
Cantilla hershöfðingi, sem rak
Batista frá völdum um áramót-
in og afhenti uppreisnarmönnum
öll ráð á Kúbu. Hann er sakaður
um að hafa svikið samkomulag
er hann gerði við Fidel Castro
uppreisnarforingja, þar sem
hann hafði heitið því að láta
handtaka Batista. í stað þess
leyfði hann hinum hataða einræð-
isherra að sleppa úr landi.
Fidel Castro fór í gær í heim-
sókn til vestasta héraðsins á
Kúbu, sem nefnist Pinar del Rio.
Þegar hann sneri aftur til Hav-
ana lýsti hann því yfir, að þrátt
Framh. á bls. 2.
Hollendingar uggandi
yfir ofveiðinni í Norðursjó
Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum í bænum Santiago á Kúbu, þegar fjórir fyrrverandi
fylgismenn Batista einræðisherra voru leiddir fyrir herrétt og dæmdir til dauða.
FULLTRÚI hollenzka fiskimála-
ráðuneytisins hefur lýst því yfir'
að Hollendingar séu allkvíðandi
Stórar auglýsingar
í færeyskum
blöðum
KAUPMANNAHÖFN 11. jan.
(Frá Páli Jónssyni) — Berlingske
Tidende skýrir í dag frá því að
færeysku blöðin birti um þessar
mundir stórar auglýsingar frá ís-
lenzkum útvegsmönnum, þar sem
óskað er eftir starfsfólki til frysti
húsa og flökunarstöðva á fslandi.
Það fylgir með fréttinni, að ekki
séu taldar líkur á að þessi aug-
lýsingaherferð beri mikinn árang
ur, vegna 55% gjaldeyrisálagsins.
vegna yfirlýsingar Nils Lysö,
fiskimálaráðherra Noregs, um að
Norðmenn kynnu að vera til-
neyddir til að víkka landhelgi
sína úr 4 sjómílum í 12.
Hinn hollenzki fulltrúi segir,
að Hollendingar stundi að vísu
ekki fiskveiðar við Noregsstrend-
ur og því snerti landhelgisvíkk-
un þá ekki beint. Þeir óttast
hins vegar að þær þjóðir sem nú
stunda veiðar við Noreg muni
sækja þeim mun meir á miðin í
Norðursjónum og muni slíkt
valda hollenzkum sjávarútvegi
stórfelldu tjóni.
Hollendingar benda á það, að
ofveiði sé nú þegar í Norðursjón-
um og sé sízt á það bætandi.
Þarafleiðandi telja þeir útvíkkun
landhelginnar við Noreg á móti
sínum hagsmunum.
Allsherjarverkfall
líf og samgöngur í
En rikisstjórnin kveðst muni beita her-
valdi gegn ólöglegum verkföllum
BUENOS AIRES, 19. janúar. (NTB). Útlit var fyrir það í dag,
að allt athafnalíf í Argentínu myndi lamast fullkomlega í
allsherjarverkfaili, sem hreiðist út um landið, eins og logi á
akri. Útvarpsstöðvar landsins hafa í allan dag útvarpað að-
vörunum frá Frondizi forseta um það að ríkisstjórnin muni
ekki hika við að beita hervaldi til að bæla niður ólöglegar
aðgerðir, sem beinast gegn lögmætri ríkisstjórn landsins.
Allsher j ar verkf allið
lamar athafna-
Argentínu
er svar
verkalýðshreyfingarinnar við
þeim aðgerðum ríkisstjórnarinn-
Eisenhower leggur fram sparn-
aðar-fjárlög — Aukin út-
gjöld til eldflauga og geimflugs
WASHINGTON, 19. janúar. (NTB). I dag lagði Eisenhower forseti
fjárlagafrumvarp sitt fyrir bandaríska þjóðþingið. Forsetinn leggur
megináherzlu á það að takmarka útgjöldin og koma í veg fyrir
vaxandi verðbólgu. Hann áætlar heiidarútgjöld 77 milljarða doli-
ara, eða 4 milljörðum dollara lægri en í fyrra. Lækkunin kemur
einkum fram á útgjöldum til verklegra framkvæmda í Bandaríkj-
unum sjálfum. Útgjöld til landvarna og til aðstoðar við önnur lönd
haldast lítt breytt. Búizt er við að bandaríska þjóðþingið geri mikl-
ar breytingar á frumvarpinu, en ný fjárlög eiga að ganga í giidi
1. júlí og gilda til jafnlengdar 1960.
kjarnorkutilrauna, enda
Fjárframlög til landvarna eru
langstærsti liður fjárlagafrum-
varps Eisenhowers, eða 41 millj-
arður dollara. Til hernaðarað-
stoðar við önnur lönd er áætlað
1,8 milljarðar dollara eða 462
millj. dollara minna en s. 1. ár.
Til efnahagsaðstoðar við önnur
lönd eru áætlað 1,6 milljarðar
dollara, eða um 80 milljónum
dollara meira en sl. ár.
Til kjarnorkurannsókna er
áætlað að veita 2,7 milljarða doll
segir
Eisenhower að stjórn Bandaríkj-
anna hafi ákveðið að hætta til-
raunum með kjarnorkuvopn.
Eisenhower áætlar að verja
530 milljónum dollara til geim-
flugs. Spáir hann því að ekki
muni líða á löngu þar til menn
fljúga til tunglsins.
Hann ætlast til þess að útgjöld
til þjóðvega og íbúðarhúsabygg-
inga dragist saman. Þá áætlar
hann að skattar lækki, nema
en ekkert fé er veitt til póstgjöld, sem eiga að hækka og
afgjald af flugvéla-
sömuleiðis
benzíni.
Þetta fjárlagafrumvarp forset-
ans gengur þegar undir nafninu
sparnaðarfrumvarpið. Talið er að
með útbýtingu þess hefjist mikið
ófriðarbál í þingsölum Banda-
ríkjanna. Þannig er ástatt að eft-
ir þingkosningarnar í nóvember
sl., hafa stjórnarandstæðingar,
demókratar, meirihluta í báðum
deildum Bandaríkjaþings. Þykir
það nú víst að þingið sé miklu
eyðslusamara en forsetinn. Má
vænta þess að það samþykki til-
lögur um stóraukin útgjöld. Eink
anlega er talið að demókratar
leggi áherzlu á auknar opinberar
framkvæmdir á sviði heilbrigðis-,
mennta- og húsnæðismála.
Robert Anderson, fjármálaráð-
herra, átti í dag fund með blaða-
mönnum, þar sem hann útskýrði
fyrir þeim hið nýja fjárlagafrum-
varp. Hann sagði m. a., að fjár-
lögin undanfarin ár hefðu átt
sína sök á verðbólgunni. Taldi
hann það skyldu ríkisstjórnarinn
ar að leggja fram fjórlög með
fyllstu aðgætni.
ar að beita hervaldi gegn verk-
fallsmönnum í kjötiðnaðarmið-
stöð Búenos Aires sl. laugardag.
Höfðu um 5000 starfsmenn mið-
stöðvarinnar búið um sig á kjöt-
markaðnum til að mótmæla því
að verksmiðjan yrði færð úr
ríkiseign í einkaeign.
Á laugardaginn komu 1000 lög-
reglumenn og hermenn á vett-
vang og notuðu skriðdreka til að
brjótast inn á kjötmarkaðinn. —
Vörðust verkfallsmenn í 4 klst.
undir herópinu: „Peron“, en var
um síðir dreift með táragasi. Þá
þegar var engu líkara en Búenos
Aires væri hernumin borg. Her-
lið og skriðdrekar fóru um stræt-
in, en þegar fregnirnar af árás-
inni á verkfallsmenn bárust út
um borgina hófu starfsmenn í
kjötiðnaði og sláturhúsum sam-
úðarverkfall. Það eru fylgismenn
Perons, fyrrverandi einræðis-
herra, sem fyrst og fremst beita
sér fyrir mótmælaverkföllunum
Peron dvelst nú í útlegð í Domini
kanska lýðveldinu. Hafa Peron
istar notað tækifærið að efna til
óeirða einmitt nú, þegar Frondizi
forseti var að leggja af stað úr
landi í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna.
Stærstu verzlanir í Búenos
Aires urðu að loka í dag vegna
þess að afgreiðslufólkið gerði
verkfall. Sömuléiðis hafa allar
flugferðir til og frá landinu stöðv
azt. Strætisvagnar í borginni
hafa stöðvazt og járnbrautarverk-
fall er yfirvofandi.
Sagt er að í dag hafi 70 leið-
togar verkalýðshreyfingarinnar
verið handteknir. Sé það rétt
verður að aflýsa fundi, sem for-
ingjar verkalýðshreyfingarinnar
ætluðu að halda um framtíðar-
stefnu í verkalýðsmálum.
í dag var gefin út tilkynning
um að allir karlmenn í varalið-
inu, fæddir árið 1936, yrðu að
gegna herkvaðningu meðan ár-
gangarnir 1935 og ’34 eiga að
vera viðbúnir að gegna kalli.
★ v
Þá skýrði ríkisstjórnin frá því,
að búast mætti við að í kvöld
yrði gefin út tilskipun um að
kveðja allt starfslið strætisvagna
og sporvagna til opinberrar þjón-
ustu. Verður starfsliðið þá allt að
mæta til vinnu að viðlögðum
þungum refsingum.
Efni blaðsins m.a.:
Þriðjudagur 20. janúar.
Bls. 3: Vann 10 þús. kr. í útvarpsþætti.
— 6: Andlegur leiðtogi Norðmanna
látinn (Erl. yfirlitsgrein).
Læknisleysi, atvinnuleysi, vega
leysi (fréttabréf frá Ströndum).
— 8: Aldarminning sr. Bjarna Páls-
sonar í Steinnesi.
— 9: Búnaðarfélagshúsið nýja (frá
umræðum á Alþingi).
— 10: Forystugrein: Lýðræðisskylda
að kjósa.
Aprikósa en ekki epli. (Utan úr
heimi.
— 11: Hitaveita eða hitamiðstöð, eft-
ir dr. Benjamín Eiríksson.
— 13: Hlustað á útvarp.
Patreksfjarðarbréf.