Morgunblaðið - 20.01.1959, Page 2

Morgunblaðið - 20.01.1959, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriffiudagur 20. jan. 1959 Kommúnistar ógiltu tramboðslista Framsókn armanna í Dagsbrún ALÞÝÐBLAÐIÐ segir frá því sl. sunnudag, að k-ommúnistar í Dags brún hafi ógilt framboðslista Framsóknarmanna til stjórnar- kjörs i félaginu. Segir blaðið að listinn hafi verið gerður ógildur aðallega vegna skulda á félags- gjöldum. Dagana áður en framboðsfrest- ur var útrunninn til stjórnar- kjörs í Dagsbrún en það var sl. föstudag urðu Dagsbrúnarmenn þess varir að Framsóknarmenn voru að undirbúa uppstillingu í félaginu. Fóru sendimenn þeirra á fjölda vinnustaða í bænum og söfnuðu meðmælendur á fram- boðslista. Rétt um sex leytið á föstudag fóru svo fulltrúar Framsóknar- manna með listann á skrifstofu Dagsbrúnar og lögðu h »nn fram. En svo undarlega bregður við að síðan hefur ekki heyrzt um málið hvorki í Tímanum eöa Þjóðviljanum. Þjóðviljinn sagði frá því á laugardaginn að aðeíns tveir listar hefðu verið lagðir fram. þ. e. a. s. listi lýðræðissinna og listi kommúnista, en minntist ekki á lista Framsóknarmanna og það sem er enn undarlegra, Tím- inn steinþegir líka. Eins og kunnugt er hefur Fram- sóknarmönnum í Dagsbrún og öðrum stéttart'élögum verið skip- að að styðja kommúnista í öllum kosningum á undanförnum árum. Vitað er að ýmsir Framcóknar- menn voru óánægðir með þessa flokksskipun, en hafa samt látið beygja sig. Þangað til nú að þeir hófust handa um uppstillingu í Dagsbrún. En kommúnistar not- uðu þá aðstöðu sina í stjórn félags ins til að ógilda lista þessara fyrri stuðningsmanna sinna og ástæðan er talin sú, að svo marg- ir þeirra sem að listanum stóðu væru skuldugir, en auðvitað er það fyrst og fremst vanræksla af hálfu stjórnar Dagsbrúnar að innheimta ekki félagsgjöldin. Hvers vegna svo Tíminn þegir um þetta gerræði Dagsbrúnar- stjórnarinnar er lítt skiljanlegt nema það sé vegna þess að Fram- sóknarmenn í Dagsbrún hafi farið af stað með listann í óþókk for- ustumanna Framsóknarflokksins, sem ennþá eru sama sinnis um stuðning við kommúnista í einu og öllu og finnst ekki taka því að flokksblað sitt verji sína fylgis- menn þegar þeim er sýnt ofríki. íbúðarhúsið á Beitistöð- um brann fil ösku á klst. Engu bjargað af slapp áskaadað AKRANESI, 19. jan. — Á áttunða tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í íbúðarhúsinu á Beitistöð- nm í Leirársveit, og brann það til kaldra kola á tæpri klukku- stund. — Vindur var af norð- austri og gríðarlega hvasst, en sem betur fór stóð vindurinn af hlöðu og peningshúsum, sem bæði eru nýlega byggð, og varð því ekki tjón á þeim. Hjónin á Beitistöðum, Óskar Guðmundsson og Jóhanna Ólafs- dóttir, voru úti í fjósi að mjólka, er eldurinn kom upp. Voru þrjú af fimm börnum þeirra þar hjá þeim, en tvær ungar telpur voru inni í bænum. — Er þau hjónin höfðu verið að mjöltun alllanga hríð, bað Jóhanna einn drengj- anna að skjótast inn í bæ og huga að telpunum litlu. Dreng- urinn kom hlaupandi aftur að vörmu spori og kallaði, að húsið væri orðið fullt af reyk. Óskar bóndi brá þegar við og þaut inn í húsið, eins og hann Ipróttafréttamenn unnu KR 12:11 A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fóru fram að Hálogalandi tveir tví- sýnir og skemmtilegir kappleikir. Hinn fyrri var milli Hafnarfjarð- ar og úrvalsliðs Reykjavikur (án KR-inga) og endaði með jafn- tefli, 18 mörk gegn 18. Hinn síð- ari var milli íslandsmeistara KR (klæddir pokum) og liðs íþrótta- fréttamanna. íþróttafréttamenn sigruðu eftir afar tvísýnan leik með 12 mörkum gegn 11. Vegna rúmleysis verður frásögn að bíða. Dagskrá Alþing's í DAG er boðaður fundur í neðri deild Alþingis kl. 1,30. Fjögur mál eru á dagskrá. 1. Bann gegn botnvörpuveið- um, frv. — 3. umr. 2. Skipulagning samgangna, frv. — 2. umr. 3. Húsnæði fyrir félagsstarf- semi, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. 4. Búnaðarmálasjóður, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvæðagieiðsla). innbúi — en fólk ætti líf að leysa — sem og var. Greip hann báðar telpurnar í fang sér og eitthvað af sængur- fötum með og óð gegnum eld og reyk út aftur með börnin. Mátti það ekki tæpar standa, því að húsið fuðraði upp á skammri stundu, svo að ekki var viðlit að hætta sér aftur inn til þess að reyna að bjarga neinu. Voru sængurfötin, sem Óskar hafði gripið, því það eina af innbúi þeirra hjóna, sem bjargaðist úr eldinum. Á skammri stundu dreif að fjölda manns af næstu bæjum til hjálpar, en lítið var hægt að gera. Sótt var vatn í fötur niður I Leirá til þess að skvetta á eld- inn, en það kom að engu haldi. Magnaðist eldurinn svo skjótt, að talið var algerlega tilgangslaust að kalla á slökkvilið, enda brann húsið til grunna á tæpri klukkustund, eins og áður var sagt. Ibúðarhúsið á Beitistöðum var rúmlega tuttugu ára gamalt, ein hæð (3 herbergi og eldhús) með lágu risi, og kjallari. — Stendur nú aðeins reykháfurinn eftir upp úr brunarústunum. — Talið er líklegast, að kviknað hafi í út frá rafmagni, því eldurinn virtist eiga upptök sín uppi á loftinu. Hús og innanstokksmunir var hvorttveggja eitthvað vátryggt. Fjölskyldan á Beitistöðum hefur fengið húsrúm til bráðabirgða á næsta bæ, hjá Hafsteini bónda í Vogatungu. — Oddur. Stýrið úr sambandi - bíllinn út í flóa AKRANESI, 19. jan. — Síðastlið- inn laugardag bar svo við, að stýrið á mjólkurbílnum M-16 fór skyndilega úr sambandi, svo bíl- stjórinn missti alla stjórn á vagn- inum. Bíllinn var á nokkurri ferð á beinum vegi í Bæjarsveit, þegar óhappið vildi til, og rann hann stjórnlaus út af veginum og út í flóa. — Var kastið mjög mikið, og skekktist bíllinn allur og skemmdist að neðan — fjaðrirn- ar kubbuðust í sundur, og a. m. k. tvö af hjólunum rifnuðu und- an vagninum. — Hins vegar slapp bílstjórinn ómeiddur. Frönsk — ensk — frönsk Á laugardagskvöld snæddu dansmeyjar frá frægasta næturklúbb Parísar kvöldverð á Reykja- víkurflugvelli. Þær voru á vegum Loftleiða, komu með „Sögu“ til Reykjavíkur á leið til Banda- ríkjanna, þar sem þær munu dansa (m. a. „nektardansa") í Las Vegas í 10 vikur. — Ekki þótti blaðamanni Mbl. hópur þessi eins föngulegur og hann hafði búizt við, en þó var fallegt kvenfólk innan um. — Stúlkurnar eru frá Frakklandi, Hollandi, Bretlandi, Ástralíu og víðar. Hinar yngstu voru 16 eða 17 ára. — Á myndinni má sjá þær, sem vöktu einna helzt athygli Ijósmyndara Mbl. Glæsilegur sigur Friðriks í Hoilandi SKÁKMÓTINU í Beverwijk í Hollandi er lokið. Friðrik Ólafsson fór með glæsiiegan sigur af hólmi hlaut 7Vz v., tveim vinningum meir en sá er næstur kom, stórmeistarinn Eliskases. Þó Friðrik hefði þegar unnið mótið er hann settist andspænis Bent Larsen, gaf hann hvergi eftir og lagði Larsen að velli. Friðrik var sá eini er vann í síðustu umferð, jafntefli varð í hinum skákunum fjórum. Endanleg röð á skákmótinu varð þessi: Friðrik Ólafsson........ IVz Eliskases ........... 5Vz Donner ................. 5 O’Kelly .................. 4% Toran .................. 4’/2 van Sheltinga ............ 4% Barendregt ............... 4% Larsen ................. 4 van der Berg ........... 3 Langeweg ............... 2 Þegar umferðar- ljósin bila í SAMBANDI við litla frétta- klausu um umferðarljósin hér í bænum og umferðarrétt, undir þeim kringumstæðum að ljósin séu biluð, hefur átt sér stað meiriháttar misskilningur. Það var haft eftir rannsóknar- lögreglumanni, að ef umferðar- ljósin bili, t.d. á horni Pósthúss- strætis og Austurstrætis, þá gildi hin almenna regla, að bifreiða- stjóra beri að víkja fyrir öku- tækjum sem koma honum á vinstri hönd. Þetta gildir ekki á fyrrgreindu götuhorni, þar sem Austurstræti er aðalbraut, merkt sem slík. Hefur því bílaumferð um Aust- urstræti forgang framyfir Póst- hússtrætisumferð. Þannig er regl an alls staðar þar sem umferðar- Ijós eru á gatnamótum sem merkt eru aðalbraut, að bili Ijósin, þá er það aðalbrautin sem réttinn hefur að sjálfsögðu. Séu engin aðalbrautarákvæði við gatnamót þar sem umferðarljós bila, gilda að sjálfsögðu hinar almennu um- ferðareglur. Er blaðið hafði tal af Baldri Möller út af þessum síðasta skák- sigri Friðriks sagði hann m. a: Árangur Friðriks Ólafssonar á þessu móti, að verða efstur með 7y2 vinning, tveim vinningum fyrir ofan næsta mann, með 6 vinningsskákir og 3 jafntefli í 9 skákum, er mjög ánægjuleg stað- festing á hinni glæsilegu frammi- stöðu hans í Portoroz í Júgó- slavíu á sl. hausti. Keppinautar hans í Beverwijk voru auðvitað ekki jafnokar hinna efstu í Port- NAPÓLl, 19. jan. (NTB). _ Pietro Nenni vann í dag mikinn sigur á flokksþingi sósíalista- flokksins, þegar hann og 14 fylgismenn hans voru kjörnir í framkvæmdanefnd flokksins. — Enginn af kommúnistum innan flokksins náði kosningu. Nú er framkvæmdanefndin skipuð 47 fylgismönnum Nennis, 27 kommúnistum og 7 mönnum, sem standa í miðjunni milli vinstri og hægri arms flokksins. Af þessum úrslitum þykir það nú sýnt að sósíalistaflokkurinn muni hætta hinu nána samstarfi við ítalska kommúnista, eins og Nenni hefur stefnt að undanfar- ið. — Giuseppi Saragat, foringi jafn- aðarmanna, lýsti því þó yfir í dag, að sízt bæri að fagna þessum úrslitum, því að nú hygðist sósíal istaflokkurinn grafa undan Jafn- aðarmannaflokknum. — Hann myndi eftir sem áður verða und- irlægja kommúnista, þótt hann breýtti eilítið um ytra gervi. því að verða 2 vinningum fyrir ofan Eliksases og síðan Donner, O’Kelly, Larsen o. fl. í aðeins 9 skákum, hefði enginn hinna frá Portoroz, Tal, Gligoric, Petrosjan o. s. frv. getað búizt við fyrir- fram, ef þeir hefðu verið í spor- um Friðriks. (Friðrik auðvitað ekki heldur að óreyndu) Hinir liggja þó vissulega ekki á liði sínu heldur. Tal er eftir því sem fregnir herma í farar- broddi í Rússlandsmeistaramót- inu og Bobby Fisher orðinn Bandaríkjameistari (í jólafrí- inu?) í þriðja sinn í röð og það fyrir ofan Reshevsky sem fyrr og með vinning á móti honum. Ef einhverjir aðdáendur Frið- riks hér heima hafa þurft stað- festingu á því, að hann sé fulL gildur þátttakandi í keppninni um allra efstu sætin í kandídata-' mótinu næsta haust (og í heims- meistaraeinvíginu að ári) þá hafa þeir nú fengið hana. Að svo stöddu er rétt að bíða eftir úr- slitum hins mikla móts í Sviss á komandi vori til frekari spádóma, en ljóst er að Friðrik er á réttri leið. Við óskum Friðrik til ham- Jafnaðarmannaflokkur Sara- gats klofnaði út úr sósíalista- flokknum fyrir tólf árum af ó- ánægju vegna vináttu Nennis og kommúnista. Aftökum — Framhald af bls. 1. fyrir erlend mótmæli yrði af- tökum haldið áfram á eynni. Þó væri víst að ekki yrðu fleiri en 450 teknir af lífi. Hann bætti því við að öllum ákærðum yrði gef- ið tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. í Havana-blaðinu Crisol var í morgun viðtal við biskupinn af Havana, að nafni Alfredo Dull- er. Hann segir þar, að þótt kaþ. kirkjan sé mótfallin dauðadóm- um, séu aftökur þær sem nú fara fram á Kúbu óhjákvæmilegar. Fjöldi félagasamtaka á Kúbu hef- ur lýst yfir stuðningi við aftök- urnar. Stafar það af hatri sem lengi hefur verið innibyrgt. ui yjjLui x Friðrik hefur þarna sýnt, með ingju. — B. M. Nenni vinnur sigur í sósíalisfaflokki sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.