Morgunblaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. jan. 1959 MORGVTSBLAÐIÐ 11 Dr. Benjamin Eiriksson: Hitaveita eðo hitamidstöð NOKKRU áður en hafizt var handa um virkjun írafossstöðvar- innar við Sogið átti ég samtal við einn af fjármálamönnum þjóðar- innar. Hann var a móti þeirri framkvæmd. Ég færði fram þá röksemd að það vantaði rafmagn í Reykjavík. Hann sagði að það væri til nóg rafmagn, fólk eyddi því um of. Fóik væri hætt að slökkva þótt enginn væri í her- berginu. Ekki þyrfíi annað en hækka rafmagnsverðið, þá væri nóg rafmagn. Auðvitað er þetta rétt röksemd, svo langt sem hún nær, en ekki þótti mér hún full- nægjandi. í fyrsta lagi fannst mér hún í mótsögn við hið almenna viðhorf þjóðarinnar til átaka og velmegunar annars vegar eða værðar og nægjusemi hins vegar. í öðru lagi fannst mér hún bera um of svip þeirrar fátæktar, sem hér ber hátt, og kalla mætti skömmtunarhugsjónina. Skömmt, un er yfirleitt merki um skort eða fátækt, og getur því stund- um verið réttlætismál. En það sem nóg er til af þarf ekki að skammta. Ég minntist þessa samtals þeg- ar ég las viðtalið við forstjóra hitaveitunnar í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Hann boðar þar 5—6 millj. kr. fjárfestingu í fjar- stýrðum hitastillum til þess að hægt sé að loka fyrir næturrennsl ið hjá kaupendum heita vatnsins. Ég hefi verið á móti nætur- rennslinu. Ég held það sé óhollt að sofa í upphituðum húsum, og mér fellur bezt að sofa í hæfilega köldu lofti. Bretar, sem er hraust þjóð og þrautseig, sefur fyrir gal- opnum gluggum í óupphituðum herbergjum. Yfirleitt mun það óþekkt að sofið sé í upphituðum húsum. Ég er samt ekki sann- færður um að þetta sé eins rétt viðhorf hjá stjórnendum hita- veitunnar, og ræð það af viðtöl- um við fólk sem lætur renna hóf- lega á nóttunni. Það segir mér að íbúðin kólni þá aldrei að ráði, sé hlý að morgninum. Lítils háttar aukning á rennslinu að morgn- inum nægi. Fólkið bendir á að hinar miklu sveiflur í notkun heita vatnsins yfir sólarhringinn hverfi að mestu sé látið renna að nóttunni. Hin mikla aukning not- kunar vatnsins fyrir hádegi á daginn myndi hverfa að talsverðu leyti, ef þessi siður næði til allra. Þó virðist mér að myndj þurfa heldur meira heitt vatn en er til ráðstöfunar, til þess að þetta gæti farið vel. En það er ekki nokkur vafi að sveiflurnar á notkun heita vatnsins myndu verða miklum mun minni, ef menn létu íbúðina ekki kólna með öllu á nóttunni. En eins og ég sagði hér að framan er ég ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi, en það er af ástæðum óviðkomandi rekstri hitaveitunnar. Framanskráð er inngangsorð að hugleiðingu um hitunarmál Reykjavíkur. Eins og fleiri, sem í borginni búa, hefi ég oftlega hugleitt þetta mál. Bæði er það, að ég hefi oft orðið fyrir óþæg- indum vegna kulda i íbúðinni, og svo það, að ég hefi rekizt á ýmis- legt í sambandi við það mál, senf ég tel að lagfæra mætti og hefir almenna þjóðhagslega þýðingu. Það virðist liggja í augum uppi, að það hljóti að vera sérlega hag- kvæmt að taka vatnið, sem nátt- úruöflin hafa hitað handa okkur, og dreifa því til borgarbúa. Þetta sparar innflutt eldsneyti. Þetta sparar vinnu við kyndingu. Þetta eykur þægindi. f stað þess að bæta á eldinn þarf ekki annað en skrúfa frá krana. Þá þýðir þetta aukin þrifnað. Aska og sót minnk ar. Þessi hugmynd er rétt nefnd með nafninu Hitaveita Reykja- víkur. Þessi hugmynd (con- ception) er sú, að hitaveitan sé fyrirtæki til að dreifa heitu vatni sem fyrirfinnst í náttúrunni. Hug myndin er röng að mínu áliti. En á þessari hugmynd grundvallast lausn hitunarmála Reykjavík- inga. Samkvæmt þessari hugmynd er því heita vatni, sem leitt. er til bæjarins, eða sprettur þar upp, veitt um bæinn, og það hitar hý- býli manna og vinr.ustaði, að svo miklu leyti sem það hrekkur til. Nú er það ekki svo að hið heita vatn náttúrunnar fáist fyrir ekki neitt. Eftir því verður að bora, það þarf að leiða það langar leiðir, o. s. frv. Þótt ekki væri af neinni annarri ástæðu en þess- ari byggir þessi hugmynd um Hitaveitu Reykjavíkur á stað- reyndinni um ónógt heitt vatn úr náttúrunni til þess að hita alla Reykjavík árið um kring. Hita- veitan er hugsuð sem gagnleg og ódýr viðbót við eigin upphitun Reykvíkinga. Hún gerir ekki að- eins ráð fyrir að upphitunartækj- unum sé haldið við í gömlu hús- unum, heldur einnig að sett sé niður miðstöð í hverju nýju húsi, sem í flestum tilfellum þýðir í hverri nýrri íbúð. Til samanburðar við þessa hug- mynd Hitaveitu Reykjavíkur, ætla ég að setja aðra hugmynd. Hún er sú að Reykvíkingar komi upp hjá sér sameiginlegri mið- stöð, sem ég ætla mér að kalla Hitamiðstöð Reykjavíkur. Það liggur í hlutarins eðli að mið- stöðin verður að híta allt hús- næði í Reykjavík á öllum tímum árs, og það á þann hátt sem kaup- endur hitans segja til um. Hitann verða neytendurnir að fá, þegar þeir telja sig þurfa hans með og vilja greiða hann. Það fyrsta sem af þessu leiðir er að það þarf að skipuleggja og byggja mannvirki sem getur látið bæjarbúum í té heitt vatn að þörf. Sumt af þessu vatni myndi vera það heita vatn, sem náttúran nú lætur í té. Já, í raun- inni myndi þetta nægja meiri- hluta ársins.Þetta vatn mun nú nema yfir 350 lítrum á sekúndu. Það þyrfti því miðstöð sem gæti hitað sennilega um 100 1. á sek. miðað við útbreiðslu hitaveit- unnar nú, en að sjálfsögðu langt- um stærri miðstöð eftir að hún næði til allra húsa í Reykjavík. Og auðvitað ætti Hitamiðstöð Reykjavíkur að ná til allra Reyk- víkinga, ekki síður en rafmagn og kalt vatn. Við samanburð á þessum hug- myndum sjáum við að hitamið- stöðin hefur ýmislegt fram yfir hitaveituna. Hún er almenn, nær til allra íbúanna. Með henni nýt- ist hið náttúrlega heita vatn miklu betur hina hlýrri mánuði ársins. Þægindin ná til fleiri. Hún hlýtur því að spara miklu meiri innflutning eldsneytis en hita- veitan. Hún sparar alla vinnu við kyndingu á íbúðum og á vinnu- stöðvum. Hún eykur þrifnaðinn meir en hitaveitan, þar sem aska og sót er nú algjörlega útlægt. Þá sparar hitamiðstöðin mikil verðmæti fyrir íbúana þar sem eru skemmdir á húsum vegna frosta. Staðreyndin er sú, að þótt mönnum sé ætlað að hafa kynd- ingartæki og halda þeim við, þá er margt sem gerir að þetta er ekki alls staðar svo. Seinustu 15 árin hafa kyndingartækin í gömlum húsum gengið úr sér og ekki alltaf verið endurnýjuð. Kyndingarhúsnæði og jafnvel reykháfar hefir verið tekið til annarra nota. Húsum hefur verið breytt o. s. frv. Svo er það og, að það er dýrt að hafa kyndingar- tæki, sem Kannske þarf að nota örfáar vikur úr árinu. Fyrir utan þetta er svo allt umstang og ó- þægindi, sem fyigir því að sinn.a þessu fyrirtæki nokkra- daga úr árinu, svo brýnt sem það er þá. Þetta er eins og ef menn þyrftu að hafa einkarafstöð til notkun- ar 2—6 vikur á ári, eða ailan við- búnað til að notast við steinolíu- ljós þann tíma. í rauninni er þetta þannig, að Hitaveitan byggir á 10—12 þúsund toppstöðvum í Reykjavík. Og þá nokkurn veg- inn jafnmörgum kyndurum eldi- viðarstæðum, öskufötum o. s. frv. Hitamiðstöðin myndi aftur á móti vera sín eigin toppstöð.Fram Dr. Benjamín Eiríksson kvæmdin myndi í rauinni hefjast með byggingu miðstöðvarinnar, en henni ekki bætt við á eftir sem toppstöð. Seinní aðferðin byggist á hitaveituhugmyndinni. Hitamiðstöðin hefur einnig það frma yfir hitaveituna, að hún sparar sem svarar eitt (kjallara) herbergi á íbúð eða hús. Einn stærsti sparnaðurinn er samt sá, að ekki þarf einkamið- stöðvanna með. Þegar byggt er nýtt hús er að sjálfsögðu sett í hað hitalögn. En eins og nú er ástatt, er auk þess sett niður ketill og kyndingartæki, sem sennilega mun kosta kringum 18 þúsund krónur á íbúð (sumstað- ar minna, sumstaðar meira). Á síðastliðnu ári voru fullgerðar tæpar 1000 íbúðir í Reykjavík. Stofnkostnaður vegna ketils og kyndingartækja myndi sam- kvæmt þessu nema um 18 millj. króna. En nú eru að sjálfsögðu byggð hús til fleiri nota en íbúð- ar. Þau þarf einnig að kynda. Þótt stundum séu nokkrar íbúðir saman um kyndingu er samt aug- ljóst að um stóra fjárhæð er að ræða. Það er augljóst að hitamiðstöð- in myndi geta fengið talsvert fjár magn með því að láta greiða sér þennan stofnkostnað sem tenging argjald fyrir ný hús. Fyrir utan það, að flestir myndu vilja greiða meira en sem þessu næmi, til þess að fá hitunarvandamálið leyst fyrir sig í eitt skipti fyrir öll, og vera þar með laus allra mála. Þótt ýmis sparnaður, sem fylgja myndi hitamiðstöðinni, hafi verið talinn, þá er samt ýmis- legt ótalið. Má þar til dæmis benda á, að ekki svo fá hús eru komin með heitavatnsdælur. Þær kosta þúsundir króna (eins og kaldavatnsdælurnar, sem einnig eru komnar í sum hús). Menn reyna í vandræðum sínum að dæla heita vatninu til sín frá ná- grannanum. í þennan skrælingja brag fer því talsvert fjármagn. Þá er spurningin: er óhætt að leggj a niður einkatoppstöðvarnar V Það er rétt að þjónust hitamið- stöðvarinnar gæti truflazt, t. d. af völdum jarðskjálfta, svo eitthvað sé nefnt. En því er til að svara, að við þessu mætti nota lausa raf- magnsofna. í neyðartilfelli yrði að draga úr notkun rafmagns til annarra nota meðan verið væri að koma í lag dreifingu hitans frá hitamiðstöðinni, og svo er það að engum hefur dottið í hug, að hver íbúi ætti að hafa einkaraf- stöð, aðeins vegna þess að trufl- un verður stundum á dreifingu rafmagnsins, og gegnir þó raf- magnið miklu fjölbreyttara hlut- verki en heita vatnið. Ég held að það sé álitið, að hitagildi eldsneytisins myndi nýt ast' betur í sameiginlegri miðstöð heldur en í 10 til 12 þúsund einka miðstcvðum. Þ<»r við bætist .- /o hagnaðurinn af' nýtingu hins heita vatns i<at. úrunnar. En nve mikið á að sækja eftir því er Cjar- hagsatriði, því ein? og áður segir kostar fé að afla þess. Þar se:n toppnotkun s<endur aðeins brot úr árinu er það augljóslega úti- lokað að byggja hitamiðstöð á náttúrlegu lcita vatni, eins og raunar hitaveitan sannar. Með henni verður aldrei nægilegt heitt vatn kaldasta tímann, fyrst og fremst af fjárhagsástæðum. Hið heita vatn náttúrunnar er og verður alltaf of dýrt fyrir topp- notkunina. Ég er sannfærður um það. að auk alls þess sem telja má Hita- miðstöðinni til gildis, myndi hún reynast mjög arðvænlegt fyrir- tæki. Það liggur í hlutarins eðli að neytandinn verður að greiða það verð, sem þjónustan kostar. En það verð yrði áreiðanlega lægra en verðið sem helmingur bæjarbúa má nú greiða, og svarar til verðs á olíu og kolum. Þar sem hitaveitan er sameign bæjarbúa má segja að hér sé einnig um talsvert réuiætismál að ræða. Þegar byrjað var að framleiða bíla, litu menn svo á, að þeir væru að smíða einskonar hest- vagna með mótor. Smátt og smátt fór þeim að skiljast, að bíll er ekki hestvagn, og að önnur lög- mál gilda um byggingu hans. Eitt hvað svipað mætti kannski segja um hitaveituna. Hún er í fyrstu hugsuð sem dreifingarkerfi fyrir heitt vatn náttúrunnar. En nú er sú reynsla komin, sem ætti að nægja til að menn sjái að þessi skilningur hrekkur skammt til að leysa aðkallandi vandamál á þessu sviði. BÆ, Höfðaströnd, 14. jan. — Eins og getið hefur verið í fréttum, var bezta tíð í allt haust fram um 15. des. Kúm var meira að segja beitt nokkuð fram í nóvember, og er það óvanalegt á þessum slóðum. Um miðjan desember gerði hríðarskot, og tók að mestu fyrir jörð — og í Fljótum setti niður mikinn snjó. Hlákubloti kom þó rétt fyrir jól, svo að bíl- færi varð gott um jólin og fram undir áramót. Stillt var þá og gott veður hvern dag, enda óspart notað af fólki, sem heimsótti hvert annað. Síðan um áramót hefir snjóað meira og minna hvern dag, a. m. k. hér utarlega í firðinum. En nú að mestu jarðlaust fyrir allar skepnur. Eins og oft vill verða er víða for, en færi ólíkt þegar kemur inn fyrir Hofsós. Er nú tal- ið ágætt færi og mjög lítill snjór fram í firðinum, þó ekki sjái á dökkan díl hér ytra, enda finnst okkur stundum misskipt gæðum náttúrunnar. Skemmtanir Eins og gefur að skilja var góða veðrið og færið óspart not- að. Unga fólkið lét aka sér á Sauðárkrók, í Húnaver, og alls staðar þar sem dansleikir voru haldnir, var yfirfullt. Löggæzlu- menn höfðu vitanlega nóg að gera — en aðspurðir sögðust þeir þó stundum hafa séð það svartara. Eldra fólkið skiptist á heimboð- um og spilaði bridge, vist og hjónasæng langt fram eftir nótt- um, svo mörgum þóttu þetta víst skemmtileg jól. Atvinna En nú fækkar fólkinu, þar sem allir fara suður í atvinnu sem með nokkru móti eiga heimangengt. ! Um daginn fóru til dæmis úr litla Sumt af þessu, sem hér er skriN að, er byggt á persónulegri reynslu. Ég hefi ævinlega fundið að hitaveitustjóri væri reiðubú- inn að gera allt sem á hans valdi stæði til þess að leysa vandræðin hverju sinni. En ég held, að 5—6 milljónum króna til hitunarmál- anna væri hægt að verja betur en til hitastillanna. Þá mætti einnig segja mér að bæjarbúar væru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir heita vatnið en þeir gera, en vera í þess stað iausir við ýmsan annan kostnað, fyrir utan angur og umstang. Við höfum nýiega séð margra ára vandræði á vettvangi kalda vatnsins leyst að miklu leyti, á furðu skömmum tíma. Það virðist hafa átt sér stað einhver „um- mublering" í hugmyndaheimin- um. Er hugsanlegt að á vettvangi heita vatnsins vanti fyrst og fremst breytingu af sama tagi? Fagerholm forseti HELSINGFORS, 14. jan. — Fag- erholm úr flokki jafnaðarmanna var í dag kjörinn forseti finnska þingsins. Jafnaðarmaður og kommúnisti voru kjörnir vara- forsetar. Fagerholm hlaut kjör í annarri atkvæðagreiðslu þar eð enginn einn hlaut meirihluta at- kvæða í fyrstu umferð. Hann hef- ur áður verið þingforseti. NAPOLI, 14. jan. — ítalskl vinstri-jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Nennis, efnir nú til fjögurra daga flokksþings, sem hefst hér á morgun. Flokkur þessi er hinn þriðji stærsti á Ítalíu. Er þingið haldið til þes* að efla samstöðu flokksins gegn kommúnistum. sjávarþorpinu Hofsósi um 40 manns, enda finnst fólkinu sem eftir er dauft og tómlegt, en ann- að er ekki hægt, þar sem engin atvinna er hér að vetrinum. Afkoma fólks held ég að sé mjög sæmileg, a. m. k. hjá þeim sem ekki hafa lagt of mikið í kostnað, en framkvæmdir eru alltaf talsverðar. Vélakaup, húsa- byggingar og ræktun þarf alltaf að gera, hvernig sem allt velt- ist. Vegagerð til Siglufjarðar frá Hofsósi þokast alltof hægt, svo að með þvj áframhaldi sem var í sumar sem leið er ekki sjáan- legt að sú kynslóð sem nú lifir njóti þeirra hlunninda sem sá veg ur mun gefa. Er það þó almæli að a.m.k. Fljótunum sé það lífsnauð- syn að komast í öruggt vegasam- band sem fyrst. Nú að umliðnum áramótum er allt á kafi í fönn, þegar kemur út fyrir Hofsós, en vel greiðfært og góð sauðjörð, þegar fram í héraðið kemur, en sá vegarkafli sem þegar er kom- inn hér út frá Hofsósi að Keldum í Sléttuhlíð er alltaf greiðfær til umferðar. Sýnir það bezt að þó fannfergi sé töluvert á þessum slóðum muni hár upphleyptur veg ur að jafnaði gefa öruggar sam- göngur. Ekki er sjór neitt stundaður nú, þar sem flestallir sem sjósókn leggja fyrir sig eru farnir burt í atvinnu. Heilsufar Þó kvefpest og magakvillar séu alltaf á ferðinni, má víst heilsu- far teljast sæmilegt. Mislingar eru eitthvað að færast yfir, en eru að sögn ekki svæsnir. Fólkið unir við sitt — sinnir sínum daglegu störfum — og bið- ur og þreyir eftir vordögunum — sól og sumri. — B. Úr Austur-Skagafirði Ágætt tíðarfar — fólk leitar burt í atvinnu — vegegerð miðar seint

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.