Morgunblaðið - 20.01.1959, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.01.1959, Qupperneq 18
18 MORGl'lVfíLAÐIÐ Þriðjudagur 20. jan. 1959 — Búnaðarfélags húsið Framh. af bls. 9. sem heitir metnaður. Ég hefi hingað til ekki verið talinn öðr- um fremur ör á fé, en þegar metn aður bændastéttarinnar er á vog arskálinni þá skoða ég ekki í huga minn. — Fyrir mig sem bónda er það metnaðarmál, þegar bændastéttin hefst loks handa um að byggja yfir sigíhöfuðstaðn um, og á einum glæsilegasta stað bæjarins, þá sé það gert af þeim myndarbrag sem elztu stétt lands ins er samboðin og um leið af þeim stórhug, að ekki þurfi að klastra við bygginguna næsta áratuginn, þó að það kosti okk- ur bændur nokkra upphæð á ári næstu 4 árin. Jón Pálmason kvaddi sér næst- ur hljóðs. Kvaðst hann ekki hafa getað orðið sammála eða sam- ferða meirihluta landbúnaðar- nefndar um afgreiðslu þessa máls, eins og fram kæmi í nefnd- aráliti. Við það væri ekki miklu að bæta, en í tilefni ræðu vinar síns, frsm. meirihlutans, kvaðst hann þó vilja fara nokkrum orð- um um þetta stórmál. Það væri í samræmi við skoðun sína frá upphafi, að hann teldi það einhvern ósanngjarnasta og fráleitasta skattagrundvöll, sem farið væri inn á, að leggja pró- sentugjald á framleiðsluvörur eða umsetningu eins og sums stað ar væri gert. Hefði hann verið á móti þessari leið upphaflega þeg- ar búnaðarmálasjóðsgjaldið var sett á. Hið sama væri að segja um það þegar slíkt gjald væri lagt á sjávarafurðir, útflutningssjóðs- gjald, og hliðstætt þessu væri hið svokallaða veltuútsvar, sem lagt væri á án nokkurs tillits til þess, hvort atvinnureksturinn þyldi það eða ekki. Þó að með þessu frv. sé lof- að, að þetta gjald skuli ekki greitt nema fjögur ár, þá væru ekki miklar líkur til að eftir því yrði farið, ef gjaldið yrði á annað borð lögfest. Þegar búið væri að lögleiða skatta, væru þeir fram- lengdir í það endalausa. Þegar um væri að ræða húsbyggingu, sem vitað væri, að reksturshalli yrði á, þá þyrfti ekki að láta sér detta í hug að þetta skattgjald yrði afnumið. Það væri þess vegna alveg út í hött að tala um það við sig, að það væri í ósam- ræmi við annað er hann gæti ekki fallizt á þetta prósentugjald á af- urðir bændastéttarinnar. Þá vék Jón Pálmason að því, hvort bændastéttin væri með eða móti þessu frumvarpi. Það væri engin sönnun fyrir vilja bænda- stéttarinnar í heild þó meirihluti fengist á búnaðarþingi og stétt- arsambandsfundi fyrir þessu frv. í fyrsta lagi væru að miklu leyti sömu menn á báðum þessum stöð um og auk þess hefði verið mjög mikill ágreiningur, ekki sízt hjá stéttarsambandi bænda, sem hefði haldið sinn fund á s.l. hausti. Afstaða til þessa frv. hefði heldur ekki farið eftir flokkum. Mótmæli hefðu líka borist frá mörgum bændafélögum og bún- aðarfélögum. , Þá fór Jón nokkrum orðum um hina fyrirhuguðu byggingu, sem hann kvað að grunnfleti til tvisv ar sinnum stærri en Búnaðar- bankahúsið. Það væri ekki deilu- mál, að Búnaðarfélag íslands þyrfti á öðru húsnæði að halda, en á undanförnum árum hefðu verið mörg tækifæri og væru enn til að greiða úr því máli án þess að leggja í stórfyrirtæki eins og þetta. Fyrir nokkrum árum hefði Búnaðarfélagið átt þess kost að fá eina hæð í húsi Búnaðarbank- ans undir starfsemi sína og hefði mörgum fundizt það ákjósanleg lausn á málinu, en aðrir hefðu ekki viljað taka því. En það sem hér væri aðaldeilumálið, væri að stórkostlegri verzlunarbyggingu og hótelbyggingu væri blandað saman við skrifstofubyggingu Búnaðarfélagsins og Stéttarsam- bandsins. Hins vegar væri aðal- atriðið frá sínu sjónarmiði, ekki húsbyggingin, heldur hitt, að hann teldi skattlagningaraðferð- ina, sem hér væri farið fram á, algerlega óhæfilega. Jón Pálmason fór um það nokkrum orðum, á-hverri öfga- leið þjóðin væri hvað snerti byggingar, og sagði að ef nokkra byggingu ætti að stöðva, þá væri það þessi. Þætti sér hart, að marg ir af sínum stéttarbræðrum og þingbræðrum vildu leggja í margra tuga milljóna byggingu fyrir bændastéttina samtímis því, sem fjöldi jarða víðs vegar um landið væru ekki í vegasambandi, og rafmagns- mál sveitanna í óviðunandi ástandi. Hæstvirt fyrrverandi ríkisstjórn, sú eyðslusamasta, sem starfað hefði á þessu landi, hefði stöðvað margar raf- magnsframkvæmdir, sem áður hefðu verið samþykktar í raforku ráði og búið hefði verið að lofa af raforkustjórninni. Hefði verið miklu nær fyrir ríkisstjórnina að stöðva eitthvað af opinberum byggingum, heldur en að bera þarna niður. Af hálfu bænda- stéttarinnar væri meiri nauðsyn og meira áhugamál, að hraða raf- magnsframkvæmdum og bjarga þar með þeim þægindum, sem bændur legðu mest upp úr, held- ur en að hamast í því, að taka þátt í kapphlaupi um stórbygg- ingar í Reykjavík með þeirri hall arbyggingu, sem hér væri um að ræða. Þó ættu vega- og brúar- gerðir að vera í fremstu röð. Jón Pálmason sagði að lokum, að hann hefði enga tilhneigingu til að þræta um þetta mál. Hann hefði greint eindregið frá sinni skoðun á því og lagt til í nefndar- álitinu, að því yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá. Léti hann þetta því nægja, ef ekki gæfist sérstakt tilefni til annars. Næstur tók til máls Ingólfur Jónsson, 1. þm. Rangæinga — Hóf hann mál sitt með því að minna á, að við /yrstu umræðu þessa máls hefði hann lagt til að það yrði sent hreppabúnaðarfélög unum til umsagnar. — Bændur hefðu þá getað sagt til um það sjálfir, hvort þeir vildu taka á sig þann skatt, sem hér væri um að ræða. Þá skýrði ræðumaður svo frá, að það hefði komið í ljós, að þær tekjur, sem Búnaðarmálasjóður hefur nú, mundu nægja til að byggja myndariegt hús, en for- svarar þessa máls létu sér ekki nægja að byggja húsnæði, sem talið væn nægilegt í nútíð og náinni framtíð. Cl-rt væri ráð fyrir, að lögin, se.n iagt væri 'il í frv., að samþykkt yrðu, giltu í fjögur ár. Fjögurra ára tekjuöfl- un mundi þó ekki nægja til að koma höllinni upp, heldur mundi bændum gert að greiða þennan skatt um langa framtíð, til að standa undir byggingu húss, sem ættí að verða gróðafyrirtæki með því að leigja útverzlunarpláss, sýningarsali o. fl. Flytjendur þessa frv. teldu að þeir væru með því að berjast fyr- ir fagurri hugsjón, en að sínu áliti hefði bændastéttin sýnt það án þess að reisa þetta hús, að hún eigi fullan tilverurétt í þjóðfélag- inu. Þá vék Ingólfur Jónsson að Fiskifélagshúsinu, sem hann kvað enga hliðstæðu við bændahúsið, þó talsmenn frumvarpsins hefðu viljað halda því fram. Gjaldið til þeirrar byggingar væri ekki tekið af sjómönnum og ekki af verka- mönnum. Og hvernig ættu út- geiðarmenn að geta greir.t þennan styrk úr eigin vasa, þar sem út- gerðin er rekin með tapi eins og X<MO w/eN-6400-50 Hvítur 0IVI0 - þvottur þolir allan samanburð Þarna er hún að flýta sér í matinn. Hvað er það, sem vekur athygli þína? Kjóllinn, OMO-þveginn, auðvitað. Öll hvít föt eru hvít tilsýndar, en þegar nær er komið, sést bezt, hvort þau eru þvegin úr OMO. Þessi fallegi kjóll er eins hreinn og « verða má, hvítur, mjallahvítur. Þegar þú notar OMO, ertu viss um að fá hvíta þvottinn alltaf verulega hreinan, og mislitu fötin einnig. Láttu þvottinn verða þér til sóma, — iáttu ekki bregðast að hafa alltaf OMO í eldhúsinu Blátt OMO skilar yður hvitasta þvotti i heimi — einnig bezt fyrir mislitan! öllum er kunnugt? spurði Ingólf- ur. — Ég hygg að gjaldið til Fiski félagshússins sé greitt af hinn op- inbera, hélt ræðumaður áfram. Ef líku ætti að vera saman að jafna um þetta gjald og gjaldið til Búnaðarfélagshússins þá hefðu sjómenn og verkamenn átt að greiða gjaldið til Fiskifélagshúss- ins. Gjald bænda til Bunaðar- félagshússins væri ekkert annað en kauplækkun þeim til handa, sem ætlazt væri tii að Alpingi lögfesti. Hitt væri annað mái, ef bændur tækj.i þetta gjald á sig af fúsum og irjálsum rúja án þess að lagasetmng færi xram um þ-að á Alþingi.. Ef bændur vajru almennt nógu vel launaðir væri ekkert við því að segja þó þeim væri gert að greiða þetta gjald. Eri meirihluti bændastéttarinnar berðist í bökk- um og yrði að neita sér um þæg- indi, sem talin væru sjálfsögð hér í Reykjavík. Þá vantaði vélar, tæki og fé til bygginga og það væri þess vegaa, sem þeir hefðu ekki efni á að missa hlutí af tekjum sínum til þess að reisa óþarfa byggingu hér í bænum. PÉTUR OTTESEN tók næstur til máls. Vék hann fyrst að því, hvort gjald það, sem frv. gerði ráð fyrir, að bændastéttinni yrði gert að greiða, gæti talizt sam- bærilegt við það gjald, sem sjó- menn og útgerðarmenn hefðu lagt fram til byggingar á veg- um Fiskifélags íslands. í þessu frv. væri lagt til, að bændur legðu sjálfir fram fé til bygg- ingarinnar. Væri farið fram á það eitt, að Alþingi samþykkti, að ríkisvaldinu -væri falið að annast innheimtu þessa gjalds. Alveg eins hefði verið farið að með það fé, sem Fiskifélagið hefði haft til umráða. Kvaðst Pétur Ottesen hafa beðið fiski- málastjóra, 'að gefa á því skýr- ingu, hvernig þetta gjald á sjáv- arafurðir væri til komið og hvernig það væri innheimt. Sam- kvæmt skýrslu hans hefði 1946 verið ákveðið í löggjöf viss pró- senta af útflutningsgjaldi sjávar- afurða, sem ætti að renna til Fiskifélags íslands til bygging- ar í Reykjavík í þarfir sjávar- útvegsins. Þetta væri því alger- lega og nákvæmlega hliðstætt við það, sem hér væri farið fram á, að bændurnir leggi fram lít- inn skatt til byggingar búnaðar- félagshúss á vegum Búnaðarfél- ags íslands og Stéttarsambands bænda. Þá fór Pétur Ottesen nokkrum orðum um undirtektir þær, sem mál þetta hefði fengið hjá full- trúum bænda. Á búnaðarþingi hefði verið samþykkt með öllum atkvæðum gegn tveimur. að frum varp þetta skyldi borið fram á Alþingi, en á stéttarsambands- fundinum, þar sem fulltrúar hefðu verið eitthvað um 80 hefðu aðeins sex eða sjö greitt atkvæði móti málinu. Þeir fulltrúar, sem hefðu staðið með þessu máli á búnaðarþingi, hefðu allir verið endurkjörnir við nýafstaðnar kosningar til búnaðarþings og hefði þetta mál þó að sjálfsögðu verið rætt á búnaðarsambands- fundunum, þar sem þessi kosn- ing fór fram. Fæli þetta í sér samþykki og eindrægni bænda- stéttarinnar fyrir því, að þetta gjald skuli lagt á til að hrinda í framkvæmd þeirri byggingu, sem nú væri verið að reisa í Reykja- vík. , Pétur Ottesen kvað bæjarstjórn Reykjavíkur hafa sýnt þessu máli mikinn stuðning og hefið borgarstjórinn átt mikinn þátt í þvi, að bændastéttinni var út- hlutaður til byggingar einhver fegursti og bezti framtíðarstað- ur í þessum bæ. Á slíkum stað væri auðvitað alveg sjálfsagt að nota út í yztu æsar þá aðstöðu, sem þarna væri veitt til verzlun- arreksturs og gistihússreksturs. Væri áformað að fara svipað að með þessa byggingu og Fiskifélag ið efði gert, að leigja út þessar hæðir þegar þær væru fokheldar, gegn því að þeir, sem tækju þær á leigu, legðu fram fé til að Frainhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.