Morgunblaðið - 20.01.1959, Qupperneq 19
Þriðjudagur 20. jan. 1959
MORCVTSBLAÐIÐ
19
Stefnt til Monte Carlo
með fullri terð
MONTE CARLO 19. jan. (NTB)
Hinn árlegi Monte Carlo-kapp-
akstur hófst á sunnud. 322 bíl-
ar taka þátt í kepninni og leggja
þeir af stað frá 9 stöðum víðs-
vegar í Evrópu. Eftir fyrsta sól-
arhringinn voru 3 bílar úr leik.
Fyrsti bíllinn sem ók yfir
dönsk-þýzku landamærin við
Krusaa var norskur. Vegurinn
í Jótlandi var sæmilegur, dálítið
krap á honum sumsstaðar. Ekkert
óhapp kom fyrir Norðurlanda-
bílana, sem eru 86 að tölu og
komust þeir allir til Hamborgar
í tæka tíð. Fyrsti bíllinn var 2
kls. á undan áætlun.
Frá Varsjá í Póllandi lögðu 22
bílar af stað. Þeir komust allir
á réttum tíma yfir þýzk-pólsku
landamærin við Slubica. Eru
vegir ágætir þar.
Sextán bílar lögðu í gær af stað
frá Aþenu, höfuðborg Grikk-
lands. Fóru þeir yfir grísk-júgó-
slavnesku landamærin í nótt. Er
búizt við að fyrstu bílarnir komi
til Belgrad um kl. 8 síðdegis í
kvöld. ,
Frá Glasgow í Skotlandi, hófu
58 bílar keppnina. Þeir komust
allir tímanlega til Dover og eru
allir fluttir með sömu ferju yfir
Ermarsund. ,
Mest óheppni var með þeim
snjósköflum og ísingu í Vogesa-
fjöllum. Lentu tveir bílar, annar
frá Ghana og hinn frá Þýzka-
landi, í árekstri og urðu úr leik.
Af þeim bílum, sem lögðu af stað
frá París, komst einn ekki tíman-
lega í fyrsta áfanga í Chaumont í
Austur-Frakklandi. Þó höfðu
frönsku bílarnir fengið 85 mín.
framlengingu vegna þess að veg-
urinn var lokaður á einum stað,
sakir snjóa.
PARÍS 19. jan. (Seinustu fregn
ir af Monte Carlo kappakstrinum
herma að bílar þeir, sem lögðu af
stað frá París, Haag og Múnchen
eigi í örðuleikum vegna óvenju
mikilla snjóalaga í Vogesafjöllum
í Austur-Frakklandi. í kvöld
varð norskur bíll að hætta þátt-
töku skömmu eftir að hann lagði
af stað frá Hamborg. Vélin í hon-
um hafði bilað. Þá hafa tveir
franskir bílar og einn enskur sem
lögðu af stað frá Haag, orðið að
hætta af því að þeir voru á eftir
áætlunartíma og einn þýzkur bíll
sem lagði af stað frá Múnchen.
Þar með eru 7 bílar úr leik. ,
Bílar þeir, sem lögðu af stað
frá Lissabon, hafa verið heppn-
astir. Færðin á vegum Norður-
Spánar, hefur verið prýðileg.
Bílarnir fóru í kvöld yfir spænsk-
frönsku landamærin við Biarritz
hóp, sem lagði af stað frá Haag i Þeir munu fá lakari færð í Frakk
höfuðborg Hollands. Þeir lentu í > landi.
Athngosend við
ÞAÐ vakti mikla athygli og um-
tal á sínum tíma, er óflutt út-
varpserindi var gagnrýnt hér í
dagblaði. Bað blaðið síðan að
sjálfsögðu lesendur og erindis-
höfund afsökunar, en gagnrýn-
andinn sá sér vænlegast að rita
ekki framar um útvarpsefni.
Ekki veit ég hvernig almenn-
ingsálitið dæmir það nú, er Sig-
urður A. Magnússon gagnrýnir
í Morgunblaðinu sögu mína,
„Gangrimlahjólið" — án þess að
hafa lesið hana. Því ekki ætla ég
honum þá varmennsku — og
mundi engum ætla — að hann
rangfæri söguna og falsi efnis-
lega, vitandi vits.
Annar meginþáttur sögunnar
fjallar til dæmis ekki fyrst og
fremst um vélamenninguna og
„gangrimlahjólið“ er þar ekki
fyrst og fremst tákn hennar, eins
og hann vill vera láta, heldur
mun hver skyni borinn maður
sjá það við lestur, að þar er sögð
þróun þjóðfélagshátta og deilt á
ofskipulag og einræði. Gangrimla
hjólið á þar því ekki táknrænt —
fremur en tæknilega í veruleik-
anum — neitt skylt við venju-
legt vélarhjól, og skapar því eng-
in tengsl með þessum þætti sögu
minnar og tilnefndu leikriti
Thornton Wilders, eins og gagn-
rýnandinn gefur í skyn. Þá lætur
ungi maðurinn í hinum megin-
þætti sögunnar ekki í ljós neina
löngun til að fara á sjóinn, heldur
maðurinn með stimpilinn; þar
vinnur gagnrýnandinn það afrek
að gera eina persónu úr tveim.
Sanna bæði þessi dæmi, ásamt
fleiri rangfærslum, að gagnrýn-
andinn hefur ekki gert sér það
ómak að lesa söguna, er hann
dæmir; virðist aðeins hafa gripið
ofan í hana af handahófi og þó
ekki víða. Tölunum er ekki stráð
um lesmálið, hending hvergi lát-
in ráða kaflaskiptum og þættirnir
samdir samstætt; er mér engin
niðrun að játa að um tvö fyrri
atriðin hafði ég samráð við
menn, sem teljast munu gagn-
rýnandanum lærðari og reyndari
bókmenntamenn.
Hitt má reikna gagnrýnandan-
um til afsakanlegrar fáfræði, að
hann virðist álíta nýstárlegt, er
Th. W. fleygar tilnefnt leikrit
fortíðarsvipmyndum; þeirri
tækni hafa leikritahöfundar beitt
öldum saman, enda skiljanlega
auðveldara á sviði en í sögu.
Einnig er vélarhjólið þar marg-
notað tákn, — má t. d. benda á
leikritið „Hjólið“ eftir J. Corrie
því til sönnunar, er flutt var í
Ríkisútvarpið á sínum tíma.
Ekki veit ég hver verða við-
brögð þess dagblaðs, er hér á
hlut að máli, en hvað gagnrýn-
andann sjálfan snertir, þykir mér
ekki órökræn bjartsýni að
ætla að hann hafi mann-
dóm „fyrirrennara" síns. Að
endingu vil ég taka fram,
að ég hef aldrei svarað og
mun aldrei svara gagnrýni á verk
mín, en rangfærslur og efnislegar
falsanir eru ekki gagnrýni, hver
svo sem orsök þeirra er eða til-
gangur, og engin hæverska að
leyfa hverjum gikki að eyðileggja
með þeim verk, sem maður hef-
ur vandað og lagt í mikið starf
og erfitt. Og ég bið gagnrýnend-
um engrar vægðar, — en leyfi
mér hins vegar að ætlast til þess
af þeim, að þeir lesi fyrst og gagn
rýni síðan eins og efni standa til,
en rangfæri ekki og falsi eftir
hendinni.
Loftur Guðmundsson.
Athugasemd við athugasemd
Ef einhver skyldi taka mark á
þeirri fullyrðingu að ég hafi ekki
lesið „Gangrimlahjólið" áður en
ég skrifaði um það, vil ég benda
á að ritdómurinn er í Morgun-
blaðinu sl. laugardag. Við hann
hef ég engu að bæta.
Sigurður A. Magnússon.
Bændahús —
Framh. af bls. 18
koma þeim í það horf, sem teldist
fullnægjandi í sambandi við vænt
anlegan rekstur.
Jón Pálmason kvaddi sér aftur
hljóðs í gær þann 19. þ. m. og
flutti langa ræðu. Meðal annars
kvað hann hið umrædda gjald
ekki nema tvær milljónir króna
á ári miðað við núgildandi verð-
lag, en það hlyti þó að verða
miklu meira þegar hið mikla
gengisfall krónu okkar kæmi til
framkvæmda, sem liti út fyrir að
verða óhjákvæmileg afleioing af
þeirri glæframennsku, sem fyrr
verandi ríkisstjórn hefði leitt yfir
þjóðina. Þá kvað Jón Pálmason
á öðru meiri þörf hér í Reykja-
vík, en fleiri og stærri verzlunar-
húsum, veitingahúsum og gleði-
sölum, enda væru takmörk fyrir
því, hve lengi væri hægt að
græða á verzlun og veitingasölu.
Bændur hefðu líka annað og þarf-
ara við fjármuni sína að gera, en
að gerast miklir aðilar að sam-
keppninni á þessu sviði. Mætti
líka í þessu sambandi minna á
hve lítið hefði fengizt til vega-
og brúargerða á síðustu árum.
Þörfin á nýjum vegum, nýjum
brúm á árnar og rafleiðslum út
um landið, væri svo brýn, að það
væru áreiðanlega fieiri en hann
og fyrri þm. Rangæinga, sem
teldu meiri þörf á að bæta úr
því, en að leggja 40-—50 milljónir
króna í þessa hallarbyggingu hér
suður á Reykjavíkurmelum.
Jón Pálmason vék að því, hver
væri vilji bænda í þessu máli.
Kvað hann allar líkur benda til
þess, að meirihluti bænda í
Norðlendingafjórðungi væri því
andvígur og kvaðst hann eink-
um byggja það álit sitt á því að
á Stéttarsambandsfundi í haust
hefðu fjórir fulltrúar af sex úr
þremur sýslum (Húnavatnssýsl-
um báðum og Skagafjarðarsýslu)
verið á móti málinu, en tveir með
því. Eins hefðu bændafélögin í
Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar-
sýslu sent harðorð mótmæli gegn
þessu máli á sl. vetri.
'Þá kvaðst Jón Pálmason vilja
mótmæla því harðlega, að skatta-
álöguvald Alþingis væri notað
til að kúga þann hluta bændastétt
arinnar, sem væri á móti þessu
máli, til þess að leggja fram gegn
vilja sínum háar fjárhæðir til
hallarbyggingar ofan á öll önn-
ur sligandi útgjöld. Vald Alþing-
is ætti ekki að nota til þess, að
gera úpp deilumál innan bænda-
stéttarinnar á þann hátt, að ann-
ar helmingurinn gæti kúgað
hinn, ef ekki þá hitt, sem væri
allt eins líklegt, að minnihlutan-
um væri hjálpað til þess að
kúga meirihlutann.
Á þessum grundvelli hef ég
flutt mína rökstuddu dagskrá og
á þessum grundvelli vil ég mega
vænta þess, að meirihluti hv.
þingdeildarmanna samþ. hana,
sagði Jón Pálmason að lokum.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs,
og var umræðum þar með lokið,
en atkvæðagreiðslu var frestað.
LokaS á dag
vegna jarðarfarar.
Vélar og verkfærl h.f.
Guðmundur Jónsson h.f.
Skrifstofusfúlka
Fyriirtæki í Miðbænum vill ráða duglega
stúlku (ekki yngri en 19 ára) nú þegar
til skrifstofu og afgreiðslustarfa. Tilboð
með uppl. um aldur, menntun og fyrri
stö»rf, sendist afgr. Morgnblaðsins fyrir
23. þ.m. merkt „Rösk—4162“.
LokaÖ
í de* ’ egna jarðarfarar.
Hér með tilkynnist að
SIGURÐUR EYJÓLFSSON
frá Þorláksstöðum í Kjós,
andaðist á Elliheimilinu Grund aðfaranótt s.l. sunnudags.
Einar Ólafsson.
Jarðarför
GUÐRUNAR GlSLADÓTTUR
Hólavallagötu 7,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. þ.m. kl.
1,30 síðd. Blóm vinsamlegast afbeðin.
Anna Guðmundsdóttir.
Útför
JÓNS BJÖRNSSONAR
kaupmanns frá Þórshöfn,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. janúar
kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað.
F.h. vandamanna.
Jakob Guðjohnsen.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför föðursystir okkar
JÓNlNU AÐALBJARGAR JÓNSDÓTTUR
F.h. aðstandenda.
Páll Þorláksson.
Hjartanlega þökkum við allan þann mikla vinarhug og
samúð, sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför
mannsins míns og föður okkar
TORFA KR. GlSLASONAR
verkstjóra.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Kristinn Torfason, Sigurbjörn Torfason,
Gísli Torfason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för litlu dóttir okkar og systur.
Una Nikulásdóttir,
Óskar Kr. Sigurðsson og systkini,
Kirkjuveg 6, Hafnarfirði.
Öllum þeim fjölmörgu nær og fjær er aðstoðu og
sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og jarðarför
JÓHANNS MAGNÚSAR HELGASONAR
flytjum við hugheilar þakkir. Guð blessi ykkur ðll.
Kristín Jóhannsdóttir, Helgi Tryggvason,
María Helgadóttir, Lenharður Helgason,
Tryggvi Helgason,
Helga Helgadóttir, Sigþrúður Helgadóttir,
Marteinn Sigurðsson, Kristján Jónsson,
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför konu minnar
KRISTlNAR STEFANSDÓTTUR
Hítarnesi
Júlíus Jónsson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
ÓLAFS GUÐLAUGSSONAR
Ingibjörg Jónsdóttir og börnin
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður minnar,
FRÚ ÓLAFlU K. HANSDÓTTUR,
Garðastræti 4. Sérstakar þakkir flyt ég læknum og
hjúkrunarliði sjúkrahússins Hvítabandið, sem annaðist
hana af frábærri alúð í veikindum hennar
F. h. aðstandenda.
Kristín Kristjánsdóttir