Morgunblaðið - 20.01.1959, Síða 20
r
VEÐRIÐ
NA-kaldi, léttskýjað
8—12 stiga frost.
Hitaveita
eða hitamiðstöð — sjá bls. 11.
15. tbl. — Þriðjudagur 20. janúar 1959
Verkfall hófst á 48 Vest-
mannaeyjabátum á miðnætti
VESTMANNAEYJUM, 19. jan. —
Eins og kunnugt er, var gengið
frá allsherjarsamningum í
Reykjavík um fiskverð, sem nær
öll sjómannafélög eru nú búin að
samþykkja. Forustumenn sjó-
mannafélaganna hér í Eyjum und
irrituðu á sínuna tíma þetta sam-
komulag, en þó með einhverjum
fyrirvara, sem nánast var atriði
er snertir ríkisvaldið, en ekki út-
gerðarmenn hér í Eyjum.
Þegar komið var hingað heim
til Vestmannaeyja með þennan
samning til endanlegrar sam-
þykktar í sjómanna- og vélstjóra-
félaginu, var samþykkt að taka
ekki afstöðu til fiskverðssamn-
ingsins, meðan ekki væri vitað
neitt um fyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálum. Hins
vegar var þá boðað verkfall frá
og með 20. þ. m., svo fremi að
ekki lægju fyrir frekari upplýs-
ingar varðandi efnahagsmála-
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar.
Nú hafa sjómannafélagið og
vélstjórafélagið tilkynnt að verk-
fall hefjist á morgun á bátaflot-
anum, þrátt fyrir eindregin til-
mæli útgerðarmanna hér í Eyj-
um, um að fresta því a. m. k.
þar til margumrætt efnahags-
málafrumvarp ríkisstjórnarinnar
lægi fyrir, er upphaflegt afstöðu-
leysi félaganna byggðist á. Þessu
var synjað í gær.
Útgerðarmenn hafa að sjálf-
sögðu boðizt til þess að undir-
skrifa þá þegar þá samninga, sem
undirritaðir voru af LÍÚ fyrir
þeirra hönd og fulltúrum sjó-
mannasamtakanna í Reykjavík á
dögunum. — Forustumenn sjó-
mannasamtakanna hafa nú hins
vegar farið fram á að útgerðar-
menn ábyrgist fast verð á fisk-
inum, án tillits til nokkurs verð-
lags og verðmyndunarbreytinga
í landinu. Útgerðarmenn telja sig
ekki geta fallizt á þetta sjónar-
mið, þar sem um er að ræða mál,
sem heyrir beint undir sjálfa
ríkisstjórnina.
Svona standa málin í dag. —
Þykir Vestmannaeyingum for-
ráðamenn sjómannasamtakanna
hafa tekið einkennilega afstöðu
til tilmæla útgerðarmanna um
frestun verkfallsins, þar sem vit-
að er að verðið til sjómanna á
slægðum þorski með haus, er
samkvæmt núgildandi vísitölu
191 eyrir pr. kg. og tilsvarandi á
öðrum fisktegundum, en var í
samkomulaginu við ríkisstjórn-
ina og LÍÚ 175 aurar, miðað við
vísitöluna 185. Fiskverðið hefur
þannig hækkað um 16 aura frá
því sem upphaflega var gert ráð
fyrir, nú í þessum mánuði. Sýn-
ist því flestum verkfallsboðunin
hefði mátt dragast a. m. k. meðan
fiskverðið til sjómanna fer hækk
andi.
Bátar eru í róðri í dag og afli
lélegur, enda slæmt sjóveður. —
Verkfallið mun stöðva 48 báta,
er það skellur á, á miðnætti.
Standa 20 báfar í Eyjum
uppi í vetur?
VESTMANNAEYJUM, 19. jan. —
Svo sem getið er á öðrum stað í
blaðinu, eru nú 48 bátar byrjaðir
róðra héðan.
Langflestir bátanna eru með
línu. Afli hefur verið mjög góður,
miðað við þennan árstíma. Munu
flestir bátar verða komnir með
yfir 60 tonn miðað við óslægðan
fisk. Aflinn hefur heldur minnk-
að síðustu daga og var tregur
hjá þeim bátum sem komnir voru
að klukkan 6 í kvöld.
Mjög erfiðlega hefur gengið að
manna bátana og enn mun vanta
á um 30 báta fleiri og færri menn.
Fullvíst er að fáist ekki færeyskir
sjómenn, þá muni allt að 20 bátar
standa uppi í vetur sökum mann-
eklu.
Fiskurinn sem kominn er á
land hér hefur að mestu verið
langa og nokkuð af keilu, en
þorskur og ýsa hefur þó verið að
glæðast í aflanum seinustu daga.
Ekki leit björgulega út hjá
hraðfrystihúsunum um áramótin
með vinnuafl, en seinustu daga
hefur þetta skánað mjög og fram
Lýðrœðissinnar töpuðu
Þrótti
UM síðustu helgi fór fram alls-
herjaratkvæðagreiðsla um stjórn
arkjör í Vörubílstjórafélaginu
Þrótti. Tveir listar voru í kjöri:
A-listi, er skipaður var lýðræðis-
sinnum, og borinn var fram af
fyrrverandi stjórn félagsins og
trúnaðarmannaráði, og B-listi
kommúnista og bandamanna
þeirra.
Úrslit urðu þau, að B-listinn
hlaut 129 atkvæði, en A-listinn
115 atkvæði. Stjórn félagsins er
nú þannig skipuð: Einar Ög-
mundsson, formaður, og með-
stjórnendur: Ásgrímur Ólafsson,
Gunnar S. Guðmundsson, Bragi
Kristjánsson, Árni Halldórsson,
Hákon Ólafsson og Ari Agnars-
son. B-listinn hlaut þess vegna
alla mennina kosna.
Fjölmennur fundur trúnuður-
mnnnu Sjúlfstæðisflokksins í
Eyjufirði og ú Akureyri
AKUREYRI, 19. jan. — Sl. laug-
ardag var haldinn fjölmennur
fundur stjórna fulltrúaráða og
trúnaðarmanna í félögum Sjálf-
stæðismanna í Eyjafjarðarsýslu
og á Akureyri. Fundurinn var
haldinn í Landsbankasalnum hér
í bæ.
Frummælandi var Magnús Jóns
son, alþm., framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins. Ræddi hann
ýtarlega stjórnmálaviðhorfið í
dag, tildrög stjórnarslita og mynd
un núverandi ríkisstjórnar. Þá
ræddi hann og tillögur um breyt-
ingu á kjördæmaskipun og kosn-
ingalögum og skýrði þær. Á eftir
urðu almennar umræður og komu
fram í þeim fyrirspurnir ýmsar,
sem Magnús svaraði í lok fund-
arins. Til máls tóku: Jón M. Jóns-
son Dunhaga, Jónas G. Rafnar
Akureyri, Karl Friðriksson Ak-
ureyri, Vignir Guðmundsson, Ak-
ureyri, Sveinn Bjarnason Akur-
eyri, Einar G. Jónasson Lauga-
landi, Gísli Jónsson Akureyri og
Árni Jónsson Akureyri.
Sem fyrr segir voru saman-
komnir óvenjumargir trúnaðar-
menn á þessum fundi, bæði úr
bæ og sýslu, m.a. frá Dalvík, Ár-
skógsströnd, Arnarneshreppi,
Glæsibæjarhreppi, svo og úr inn-
sveitum Eyjafjarðar.
Geta má þess að samgöngur
um sýsluna voru tregar sökum
fannfergis og vetrarhörku.
Fundarstjóri var Árni Jónsson,
formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna á Akureyri, en fund-
arritari var Gísli Jónsson, mennta
skólakennari. — vig.
boð aukizt, einkum er það kven-
fólkið sem komið hefur til
starfa. Vantar þó ennþá, að allar
stöðvamar séu fullmannaðar.
Einn af útilegubátunum héðan frá Reykjavík, Guðmundur
Þórðarson, kom úr veiðíför í gærdag með ágætan afla og land-
aði þá eftir 5 daga útivist. Var aflinn 43 tonn, allt slægður fisk-
ur með haus, þorskur og ýsa. — Ljósmyndari Mb!. tók þessa
mynd á bryggjunni.
Stórbruni í gærmorgun er
Hæli í Hreppum brann til ösku
Börnum var bjargað út um glugga —
Slökkvistarf reyndist vonlaust
STÓRBRUNI varð í gærmorgun
er bærinn Hæli í Gnúpverja-
hreppi, þar sem þeir búa bræð-
urnir Steinþór og Einar Gests-
synir, brann til kaldra kola og
einnig brann allt sem í bænum
var af innanstokksmunum í búi
þeirra bræðra. Eldurinn kom upp
á Hæli um klukkan 9 í gærmorg-
un. Steinþór bóndi var þá úti í
fjósi, en Einar bróðir hans var í
Reykjavík. Það heimilisfólk, sem
ekki var klætt er eldurinn brauzt
út, bjargaðist út fáklætt. Úti var
gaddur og hvassviðri.
Frú Steinunn Matthíasdóttir,
kona Steinþórs, var niðri í kjall-
ara hússins að kveikja upp í mið-
stöð hússins. Þá heyrði hún brak
að ofan. Fór hún upp í eldhúsið
til þess að athuga þetta nánar.
Er hún opnaði hurðina sá hún að
eldhúsið var allt fullt af reyk.
Steinþór sagði Mbl. í gær, að
er hann kom út úr fjósinu, út á
hlaðið rétt eftir að eldurinn kom
upp í húsinu, hafi eldurinn ver-
ið orðinn svo magnaður í eldhús-
inu, að rúðurnar voru að springa
vegna hiíans frá eldinum og
reyknum. Það var ekki ráðrúm
til eins eða neins, sagði Stein-
þór. Fyrst var að koma heimilis-
fólkinu út, en móðir mín öldruð
var ekki komin á fætur. Einnig
voru börnin mín og börn Einars
ekki komin framúr. Hvasst var
af norðaustri og 8—10 stiga frost.
Eldurinn flögraði á svipstundu
um allt húsið, en við braéðurnir
sem byggðum þetta hús árið 1936,
bjuggum í sitt hvorum enda þess.
Húsið byggðum húsið árið 1936.
Það voru engin tök fyrir okkur
að hafast neitt að til þess að
hefta útbreiðslu eldsins. Munu
vart hafa liðið meir en svo sem
10 mín. þar til húsið var allt orð-
ið alelda. í því vetraríki, sem
hér hefur verið, voru engin tök
á því að ná í vatn til slökkvi-
starfa. Fólk dreif fljótt að. Vind-
ur stóð þannig, að gripahús og
önnur útihús voru ekki í hættu,
vegna brunans. Slökkvilið Sel-
foss kom á vettvang um það bil
1 klst. eftir að eldurinn kom upp,
en þá var bæjarhúsið að Hæli
hrunið að hinum steinsteypta
grunni sem undir því var. Síð-
degis í gær logaði enn í rústun-
um í kjallaranum. Það
mest 1 bókasafninu okkar, sagði
Steinþór. Þetta safn var allstórt
og þar margt góðra bóka. Það
var Gestur á Hæli sem komið
hafði bókasafninu á fót, en við
það hafði bætzt allverulegur bóka
kostur. Einnig fóru forgörðum
í bruna þessum nokkrar vatns-
litamyndir er Ásgrímur Jónsson
Samnmgarnir
samþykktir
HAFNARFIRÐI — Á sunnudag-
inn fór fram atkvæðagreiðsla
meðal bátasjómanna um fisk-
verðið og kjarasamningana, og
voru þeir samþykktir með 15
atkvæðum gegn 14 einn seðill
var auður.
Fram að þessu hafa aðeins
tveir bátar með línu komið hing- ir
að inn daglega og tveir verið í
útilegu, en næstu daga munu
fleiri bætast í hópinn. Aflabrögð
hafa verið allsæmileg, t. d. kom
Fiskaklettur hingað inn á laugar-
dag með um 45 lestir eftir 5
lagnir.
Togarinn Ágúst kom af Ný-
fundnalandsmiðum á sunnudag
með fullfermi. Aðrir togarar eru
á veiðum. — G. E.
listmálari
daga.
hafði málað í gamla
í heimilum þeirra Steinþórs og
Einars bróður hans eru konur
þeirra, Steinunn Matthíasdóttir
og Halla Bjarnadóttir hvor með
fimm börn í heimili. Nú eru tvö
börn heima, en hin eru að heim-
an í skóla. Þá er í heimili Stein-
þórs öldruð móðir þeirra bræðra,
Margrét Gísladóttir ,ekkja Gestt
á Hæli. Loks eru þrír vinnumenn
hjá þeim bræðrunum. Alls eru
þetta 18 manns, en um þessar
mundir er heimilisfólkið alls 12
manns.
En það, sem mest er um vert,
sagði Steinþór, er að við erum öll
ómeidd. Tjónið er skiljanlega
mikið og tilfinnanlegt fyrir okk-.
ur. Margt af því sem eyðilagðist
er með öllu óbætanlegt, þótt vá-
tryggt hafi verið, t.d. bókasafnið
svo nokkuð sé nefnt.
Sveitungum okkar vil ég biðja
Mbl. að færa þakkir fyrir
hjálpsemi þeirra við slökkvistarf-
ið. Þeir hafa einnig hlaupið und-
bagga með okkur, og opn-
að hús sín og heimili fyrir okkur.
Með vorinu munum við hefjast
handa á nýjan leik við að byggja
nýtt bæjarhús að Hæli, sagði
Steinþór.
Steindór sagði að lokum að
erfitt væri að gera sér grein fyr-
ir því hvað valdið hefði elds-
upptökum.
Brennandi bátur
dreginn til hafnar
SIGLUFIRÐI, 19. jan. — Um kl.
2,30 í dag kom vélskipið Gunn-
ólfur frá Ólafsfirði hingað inn
með vélskipið Baldvin Þorvalds-
son í togi. Höfðu skipverjar á
Gunnólfi farið bátnum til aðstoð-
ar úti á miðunum, en eldur hafði
komið upp í vélarrúmi Baldvins.
Skipverjar á Baldvini Þorvalds-
syni höfðu tæmt 3 handslökkvi-
tæki, án þess að fá við eldinn
ráðið. Síðan hafði vélarrúminu
logaði verið lokað. Ekki yfirgáfu skips-
menn þó hinn brennandi bát.
Þegar Gunnólfur hafði lagt
bátnum að bryggju stukku um
borð í hann brunaverðir úr
slökkviliðinu hér. Þeim gekk
greiðlega að ráða niðurlögum
eldsins. Talið er þó að báturinn
sé allmikið brunninn.
í vetur ætlaði Þráinn Sigurðs-
son útgerðarmaður, að gera mb.
Baldvin út en aflinn skyldi lagð-
ur í ísafoldarfrystihúsið hér í
bænum. — Stefán.