Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 1
20 síður og Lesbók 46. árgangur 19. tbl. — Laugardagur 24. janúar 1959 Prentsmið'ja MorrrunblaðsiM Ef verðbólguskriða vinstri stjórna rinnar verður ekki stöðvuð: Vísitalan kemst þá á einu og hálfu ári upp í 400 stig Myndi á nokkrum næstu mánuðum hækka upp í 270 stig (Jr ræðu Olafs Björnssonar alþm. á Alþingi í gær ÓLAFUR BJÖRNSSON, prófessor, flutti fróðlega ræðu á Alþingi í gær, þar sem hann skýrði efnahagsörðugleika þá, sem þjóðin á nú við að stríða og hætturnar sem fram undan væru, ef ekki tækist að stöðva verðbólguskriðuna. Hann minnti á það, að efnahagsmálasérfræðingar V-stjórnarinnar hefðu bent á það, að vísitalan myndi verða komin upp í 270 stig næsta haust, ef ekkert yrði að gert til að stöðva verðbólguna. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að verði ekkert að gert, er hætta á að yfir þjóðina skelli á næsta ári óðaverðbólga og vísitalan komist e. t. v. upp í 400 stig. Það er þessi kjarni efnahagsmálanna, sem Alþingi og þjóðin öll verður að gera sér grein fyrir. Ólafur Björnsson svaraði og í ræðu sinni þeim staðhæfingum kommúnista, að í efnahagsmálaaðgerðum þeim, sem nú væri verið að framkvæma, fælist allt að 10% kjaraskerðing fyrir launþega. En máigagn kommúnista, Þjóðviljinn, hefur að undanförnu birt út- reikninga, sem eiga að sanna þetta. Þessir útreikningar eru byggðir á hugsanaviliu, þar er augsjáanlega miðað við það að verðbólgan geti stöðvazt af sjálfu sér, án nokkurra sérstakra ráðstafana í verð- lags- og launamálum. Slíkir útreikningar eru ekki hagfræði heldur óraunhæfar fjarstæður og hugarórar. Því að sannleikurinn er sá, að el engar ráðstafanir væru gerðar í efnahagsmálunum, mun verð- bólgan fara ört vaxandi og myndi það hafa í för með sér stórkost- lega kjaraskerðingu almennings. Með þessum aðgerðum er einmitt verið að hindra slíka kjaraskerðingu og hrun. Hér fylgir útdráttur úr ræðu Ólafs Björnssonar: Ólafur Björnsson farandi ríkisstjórn þó ekki að finna botn sinn þar og kemur það mál nú til kasta Alþingis að slá botninn í bjargráðin frá því í fyrra, til þess að forða þjóðinni frá þeim voða, sem af því hlýzt óhjákvæmilega, ef óðaverðbólga Framh. á bls 2 Danski sósíalista- flokkurinn lagður niður KAUPMANNAHÖFN, 23. jan. — Sósíalistaflökkur Danmerkur hef- ur verið leystur upp, og hefur stjórn hans farið þess á leit við meðlimina að þeir taki höndum saman við hinn nýstofnaða Sósia- líska þjóðflokk, sem Aksel Lar- sen er leiðtogi fyrir. AUsherjarverkfaUinu í Argentínu lokið Verkalýðsleiðfogarnir óttuðusf bylfingu BUENOS AIRES, 23. janúar. — NTB-Reuter-AFP. — Fimm daga allsherjarverkfallið í Argentínu rann út í sandinn í dag, þegar verkamenn í kjötiðnaðinum tóku að nýju upp vinnu sína. Samtök kjötiðnaðarverkamanna ákváðu á fundi sínum í r.ótt að binda endi á verkfallið. Vinnufriður er hins vegar eng- an veginn tryggður, og leiðtogar iðnaðarverkamanna hafa gefið þá yfirlýsingu, að e. t. v. verði gefin út skipun um nýtt verkfall. í yfirlýsingu þeirra verkalýðs- samtaka, sem lúta stjórn Peron- ista og kommúnista segir, að verkfallinu háfi verið aflétt til að koma í veg fyrir, að slík ringul- reið skapist í landinu að lífi manna og eignum sé hætta búin. Víxlverkun vísitölunnar er hættuleg í byrjun ræðu sinnar ræddi Ólafur Björnsson um það, hverj- ar væru orsakir veiðbólgunnar. Hann sagði m. a.: Að mínu áliti er sannleikurinn sá, að hér hafa tvær grundvallar- orsakir verið að verki, meiri fjár- festing en hægt hefur verið að afla fjár til með heilbrigðum hætti og víxlverkun kaupgjalds, vísitölu og vq^ðlags landbúnaðar- afurða. Ef árangur á að nást í barátt- unni gegn verðbólgunni, verður að taka fyrir báðar þessar upp- sprettur hennar. Hvort fjárfestingin sé hér or- sök og vísitöluskrúfan afleiðing, finnst mér ófrjótt að deila um. Ég held það sé hliðsætt því að um það væri deilt, ef maður of- kældist og fengi lungnabólgu, hvort það sé heldur ofkælingin eða lungnabólgusýklarnir, sem séu hin raunverulega orsök sjúk- dómsins. Botninn vantaði í bjargráð V-st jórnarinnar Kjarni þeirra ráðstafana í efnahagsmálum, sem gerðar voru á sl. vori var raunverulega gengis felling. Almenn yfirfærslugjöld voru hækkuð úr 16% í 55% og á brýnustu nauðsynjar og náms- og sjúkrastyrki voru lögð 30% yfir- færslugjöld. Þannig var fram- kvæmd nokkurn veginn hlutfalls lega sambærileg hækkun á öllum yfirfærslugjöldum, en það er ein- mitt þetta sem skeður, þegar gengið er lækkað. Þessar ráðstaf- anir voru að vísu ekki kallaðar gengislækkanir af þeim, sem að þeim stóðu, en það var aðeins angi af þeim skollaleik, sem þá- verandi ríkisstjórn taldi sér henta að leika gagnvart þjóðinni við meðferð þessara mála. Það ætti að vera öllum ljóst, að svo veruleg gengislækkun sem í rauninni var framkvæmd á sl. vori, hlaut að leiða til skefja- lausrar verðbólgu nema gerðar væru sérstakar ráðstafanir til þess að fyrirbyggja slíkt, hélt Ólafur Björnsson áfram. Þegar gripið hefur verið til gengislækk- unar að undanförnu, svo sem 1939 og 1950, voru sérstakar ráð- stafanir að sjálfsögðu gerðar í sambandi við þá lagasetningu, sem ákvað gengislækkunina. En þetta vantaði í bjargráða- löggjöf V-stjórnarinnar. Það var og í rauninni viðurkennt af þeim, sem að henni stóðu, að hún væri að þessu leyti botnlaus. Botninn átti ekki að slá í að svo stöddu, heldur skyldi hans leitað á næsta hausti, að vísu ekki suður í Borg- arfirði, heldur á stéttaþingum þeim, er halda átti sl. haust. Eins og kunnugt er, tókst frá- Bandaríkjastjórn of fálát um styrk Rússa — segir bandarískur öldungardeildar þingmaður WASHINGTON, 23. jan. Reuter. — í dag urðu snörp orðaskipti í hermálanefnd Bandaríkjaþings milli demókrata og fulltrúa ríkis- stjórnarinnar. Var deilt um stöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að því er snerti langdræg flug- skeyti. Fulltrúi demókrata í nefndinni, Stuart Symington, sem eitt sinn var flugmálaráðherra, sagði að áætlanir Bandaríkjanna á þess- um vettvangi viðurkenndu þá staðreynd, að árið 1961 mundu Rússar eiga fjórum sinnum fleiri langdræg flugskeyti til hernaðar en Bandaríkjamenn. Þessi stað- hæfing kom fram tæpum sólar- hring eftir að MeElroy landvarna ráðherra hafði lýst því yfir, að fréttir um styrk Rússa á þessu sviði væru stórlega ýktar. Symington sagði, að Bandarík- McElroy öruggur um varnir Bandaríkjanna WASHINGTON, 23. jan. NTB- AFP. — Bandaríski landvarna- ráðherrann, Neil McElroy, sagði í dag á fundi í fjárveitinganefnd Bandaríkjaþings, að fjárhags- áætlun forsetans, sem nemur 40945 milljónum dollara til land- varna á fjárhagsárinu 1959—60, mundi tryggja æskilegar varnir Bandaríkj anna. Hann sagði að Bandaríkin væru þess fyllilega reiðubúin að mæta þeim ógnum, sem að þeim steðjuðu, og lagði áherzlu á að orðið hefðu stórstíg- ar framfarir í þróun eldflauga, varna gegn eldflaugum og not- kun kafbáta í hernaði. í gær sagði McElroy frétta- mönnum, að ekki væru sjáanleg nein merki þess, að Rússar stæðu Bandaríkjamönnum framar í smíði langdrægra eldflauga. Hann kvað Bandaríkjamenn ráða yfir mun fjölbreyttari og með- færilegri eldflaugum en Rússa. in ættu e. t. v. á þessu ári síðasta tækifæri sitt til að-auka svo fram- leiðslu sína á flugskeytum að þau stæðust Rússum leik í lofti. — Framkvæmdastjóri samtaka málmiðnaðarverkamanna tjáði fréttamönnum í dag, að áfram- haldandi verkfall hefði getað leitt til byltingar. Rannsókn á orsökunum Aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn verkfallsmönnum er haldið áfram, og herdómstólar hafa kveðið upp dóma yfir verka- mönnum, sem neituðu að hlýðn- ast herkvaðningu. Herinn hefur enn byggingu verkalýðssamtak- anna á valdi sínu, og yfirvöldin hafa fyrirskipað gaumgæfilega rannsókn á raunverulegum or- sökum verkfallsins. Lögreglan hefur handtekið sex fylgismenn Perons, eftir að upp komst um verksmiðju í bænum Cordoba sem framleiddi sprengi- efni á ólöglegan hátt Sprengjurn ar voru notaðar tii að hræða bæjarbúa. Utanríkisráðuneytið í Argen- tínu hefur tilkynnt, að 149 starfs- menn í sendiráðum landsins víðs vegar um heim verði kvaddir heim. Er það ein af sparnaðarráð- stöfunum stjórnarinnar. — Með þessu móti verður starfsliði utan- ríkisráðuneytisins í öðrum lönd- um fækkað um 28%. Bldðkrabbatiliellum fjölgar Ceislavirkt ryk talið meginorsökin HEYWOOD, 23. jan. Reuter. — Undanfarið hefur farið fram læknisfræðileg rannsókn til að ganga úr skugga um það, hvort nokkur dauðsföll úr hvítblæði undanfarið í Heywood-héraði standi í sambandi við slys, sem varð í kjarnorkuverinu í Winds- cale árið 1957. Á almennum borgarafundi nú í vikunni kom það fram, að all- margt fólk hefði látizt úr blóð- krabba undanfarið. Þegar slysið varð í Windscale, ofhitnaði ofninn, sem framleiddi plutonium, með þeim afleiðing- um að geislavirkt ryk barst um nágrennið. í neðri málstofu brezka þings- ins sagði Sir Ian Horobin, full- trúi heilbrigðismálaráðuneytisins að slysið hefði ekki leitt af sér neina hættu fyrir líf manna. Dr. James Brook heilbrigðisfulltrúi í Heywood, sagði hins vegar, að sérfræðingar væru að rannsaka i málið. bandi við aukningu þá á blóð- krabbatilfellum, sem orðið hefði í Heywood. Formælandinn benti á, að svip- Framh. á bls. 2 Tekur mörg ár Formælandi brezka heilbrigð- ismálaráðuneytisins sagði í Lon- don í dag, að hvorki magn hins geislavirka ryks, sem féll í Hey- wood, né hinn stutti tími síðan slysið varð, renndu stoðum undir þá tilgátu, að slysið stæði í sam- Efni blaðsins er m.a.: Laugardagur 24. janúar Efni blaðsins *r m.a.: Bls. 3: 77 millj. kr. auknar útflutnings- uppbætur (frá Alþingi.) — 6: Franskir landnemar í Alsír æf- ir út í de Gaulle. (Erl. yfirlits- grein.) — 8: Fölsun að miða kjaraskerðingu við kaupmátt launa 1. des. (Frá Alþingi.) — 9: Eðvarð og nöfnin á klækjun- um (Dagsbrúnarmaður skrifar). — 10: Forystugreinin: Vanskilavíxill Hermanns. Þegar flugvél Mikoyans nauð- lenti (Utan úr heimi). * — 11: Samtöl við 4 Dagsbrúnarverka- menn. — 12: „Delerium bobonis“, leikrit Leikfélags Reykjavíkur. — 18: íþróttafréttir. L E S B Ó K fylgir blaðinu í dag. Efni hennar er m.a.: Höfundar Njálu. Leitin langa. Passíusálmarnir á ensku. Hörundsflúr. Stærsti loftbelgur heims.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.