Morgunblaðið - 24.01.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 24.01.1959, Síða 3
Laugardagur 24. jan. 1959 MORGVNBLAÐIÐ Hin nýja mjólkur- stöð M. B. F. tekur til starfa í dag SNEMMA í dag verður byrjað að taka á móti mjólk í hinni nýju mjólkurstöð Flóamannabúsins á Selfossi. Er mjólkurbú þetta eitt af þremur stærstu á Norðurlönd um, og mun það geta tekið á móti 300 þúsund lítrum af mjólk á dag. Þetta nýja mjólkurbú, sem byrj að var að byggja haustið 1952, er allt mjög nýtízkulegt, og er hér um að ræða fyrirtæki upp á tugi milljóna króna. Sem fyrr greinir, eru afköst mjólkurstöðvarinnar miðuð við 300 þús. lítra á dag, en nú munu berast í Mjólkurbú Flóamanna um 85 þús. lítrar að meðaltali á dag. — Annað dæmi um mikla afkastagetu mjólkurbúsins nýja má nefna: f því eru tveir smjör- strokkar; getur annar tekið 7 þús. lítra, en hinn 3 þúsund. Dag- leg smjörframleiðsla strokkanna getur orðið 4 tonn af smjöri. Fyrstu mjólkurbílarnir, sem flytja mjólk að hinu nýja mjólk- urbúi, eru væntanlegir í stöðina um kl. 8 árdegis í dag. Frá bíl- unum eru mjólkurbrúsarnir flutt ir á færibandi. Mun útbúnaður þess vera þannig, að sjálfvirkar vélar taka lokin af brúsunum og hvolfa úr þeim. Færibandið mun enn skila brúsunum áfram inn í þvottastöð, þar sem sjálfvirkar vélar þvo þá, og enn skilar færi- bandið brúsunum út að bílunum aftur. Danskur verkfræðingur hefir haft yfirumsjón með uppsetningu véla í hinni nýju mjólkurstöð. — Hafði hann í gærkvöldi flutt fyr- irlestur fyrir starfsfólk stöðvar- innar, þar sem hann gerði grein fyrir gangi framleiðslunnar. Norræni ráðherra- fundurimi KAUPMANNAHÖFN, 23. jan. — Norræni raðherrafundurinn, sem átti að fara fram 20. des sl., en var frestað vegna finnsku stjórn- arkreppunnar, hefst í Osló á morgun. Fundinn sitja forsætis-, utanríkis-, verzlunar- og efna- hagsmálaráðherra Norðurlanda. Búizt er við að rætt verði m. a. um fund Kekkonens við Krúsjeff í Leningrad, heimsókn Mikojans til Kaupmannahafnar og væntan- legt boð til Krúsjeffs um að hann heimsæki Norðurlönd. Megin- áherzla verður hins vegar lögð á efnahagssamstarf Norðurlanda. Myndin er tekin í dómkirkjunni í Osló, þegar Eivind Berggrav var jarðsunginn. Við kistuna standa frá vinstri: Arne Fjelberg rektor, Johannes Smemo biskup og Jon Johnson sóknarprestur. Konungsfjölskyldan er hægra megin á myndinni fyrir framan prestahópinn. 77 millj. kr. auknar útflutningsbætur Ganga aðeins til greiðslu á auknum frandeiðslukostnað RÍTílSSTJÓRNIN lagðl í gær fram á Alþingi frumvarp til laga umsem allmörg hinna stærri frysti- breytingu á lögunum um útflutningssjóð. Felast í frumvarpi þessu ákvæði um hinar auknu uppbætur, sem útvegurinn fékk um síð- ustu áramót samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar við útvegs- menn. Nemur heildarhækkun bótanna, sem hinir nýju samningar gera ráð fyrir, um 77 milljónum króna. Eru þá allar áætlanir um hækkun bóta miðaðar við sama aflamagn og á árinu 1958. í greinargerð frumvarpsins er birt sundurliðun á hinni áætluðu útgjaldaaukningu útflutningssjóðs vegna útflutningsatvinnuveg- anrtíT á árinu 1959. Fer hún hér á eftir: Sjóvátryggingariðgjöld báta........................ 25.0 millj. kr. Bráðafúatryggingariðgjöld báta fyrir árið 1959 .... 7.3 — — Bráðafúatryggingariðgjöld báta fyrir árið 1958 .... 4.0 — — Sérbætur til vinnslustöðva ........................ 20.5 — — Niðurgreiðsla á beitu .............................. 1.2 — — Bætur til báta, togara og vinnslustöðva vegna kaup- greiðsluvísitölu 202 í janúar................... 6.8 — — Hækkun bóta á síld, sem veidd er á tímabilinu 1. janúar til 15. maí........................... 0.7 — — Hækkun bóta á sumar- og haustsíld umfram greiðslu trygginga fyrir bátana (áætlað) ....... 5.5 — — Hækkun bóta á útfluttar landbúnaðarafurðir........ 6.5 — — húsa hafa fengið. í greinargerð frumvarpsins er á það drepið, að bætur þær til útflutningsatvinnuveganna, sem ákveðnar voru með „bjargráðun- um“ á síðastliðnu vori, hafi ekki nægt til þess að tryggja rekstur framleiðslunnar. Nýjar kauphækkanir og vaxandi verðbólga hafi aukið tilkostnað hennar að miklum mun og gert nýjar ráðstafanir nauðsynlegar. — Fraumvarp þetta um auknar útfliutnings- uppbætur er því enn ein afleið ing þcirrar verðbólguöldu, sem reis undir forystu vinstri stjórnarinnar. Meginreglan samkvæmt því samkomulagi, sem gert hefir ver ið við útvegsmenn, er sú, að aðal- útflutningsuppbæturnar á sjávar afurðir haldast óbreyttar. Þannig er 80% uþpbótin á útflutnings- verðmætin óbreytt. Hins vegar hækka þær sérbætur, sem greidd ar hafa verið, t.d. á smáfisk, báta fisk, saltfisk, skreið og togara- ViðrœSum Kekkonens og Krúsjeffs lokið LENINGKAD, 23. jan. — NTB- FNB. — Viðræðum þeirra Kek- konens, Finnlandsforseta, og Krúsjeffs, forsætisráðherra Sov- étríkj anna, var haldið áfram í Leningrad í morgun. Seinna í dag fór Krúsjeff aftur til Moskvu, en þangað var von á Mikojan, vara- forsætisráðherra, í dag eftir för hans til Bandaríkjanna og við- ræðurnar í Kaupmannahöfn. Kekkonen fer ekki heim til Finnlands fyrr en á suhnudags- morgun. Búizt er við sameiginlegri yfir- lýsingu um viðræðurnar síðar, samkvæmt opinberum heimild- um, en ekki er vitað með vissu hvenær það verður. Minningartafla um Lenin í dag heimsótti Kekkonen Kirov-verksmiðjurnar í Lenin- grad, og á morgun á hann að af- hjúpa minningartöflu í vinnu- stofu Lenins í Smolna-stofnun- inni, en þar undirritaði Lenin á sínum tíma hina opinberu viður- kenningu Sovétríkjanna á sjálf- stæði Finnlands. Upprunalega var svo ráð fyrir gert, að þessi athöfn færi fram í dag. Aukin viðskipti Eftir viðræður Karjalainens, verzlunarráðherra Finna, og Fato litsjevs, ráðherra fyrir utanríkis- verzlun Rússa, í morgun, var send út stutt yfirlýsing, þar sem m. a. segir, að þegar í stað skuli hefjast samningsumleitanir um aukin viðskipti Finna og Rússa, og eiga þær að fara fram í Moskvu. Segir þar ennfremur, að í vor eigi að fara fram viðræður um margra ára viðskiptasamn- inga ríkjanna. Samtals 77.5 millj. kr. fisk, veiddan í salt eftir 14. maí. Hækka þessar sérbætur til vinnslustöðva samtals um 20,5 millj. króna. Gengur öll til að greiða kostnaðaraukningu I greinargerð frumvarpsins kemur það fram, að öll hækkun útflutningsuppbótanna gengur til þess að greiða kostnaðaraukn- ingu útvegsins vegna kauphækk unar hlutasjómanna, togarasjó- manna og verkamanna. Þá kemur það einnig fram, að frystihúsun- um í aðalverstöðvunum er ætlað að komast af án bótahækkana og greiða sjálf þá kauphækkun, sem orðið hefir. Er talið að þeim sé það mögulegt vegna hinnar auknu tækni, sem felst í notkun hinna stórvirku flökunarvéla, Forstjórar Kgl. leikhússins biðjast lausnar KAUPMANNAHÖFN, 23. jan. — Henning Brönsted forstjóri Kon- unglega leikhússins í Kaupmanna höfn baðst í dag lausnar vegna alvarlegs ósamkomulags við starfslið og stjórnendur ballett- deildar leikhússins. Aðstoðarfor- stjórinn, Henning Rohde, baðst einnig lausnar. Stjórnarkjöri lýkur í dag HAFNARFIRÐI — Undanfari'ð hefir farið fram stjórnarkjör í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar og lýkur því á hádegi í dag. Eru menn hvattir til að fjölmenna á kjörstað og neyta atkvæðisréttar síns. Skrifstofan er að Vestur- götu 6. V-Þjóðverjar setja toll á kol BONN, 23. jan. NTB-Reuter. — Vestur-þýzki efnahagsmálaráð- herrann, Ludwig Erhard, sagði á fundi við fréttamenn í dag, að ríkisstjórnin hefði samþykkt að leggja 20 marka toll á hvert tonn af kolum, sem flutt verður til Vestur-Þýzkalands frá löndum, sem standa fyrir utan kola- og stálsamba.idið, en í því eru sex ríki. Sambandsþing Vestur-Þýzka- lands fær málið til meðferðar í þessum mánuði, og lögin um toll- inn taka gildi 16. febrúar. Erhard sagði, að leyfður yrði frjáls innflutningur á því magni af kolum sem næmi helmingi inn- flutningsins á árunum 1950—1958. Ákvörðun stjórnarinnar um þenn an toll er afleiðing offramleiðsl- unnar í kolanámum Vestur- Þýzkalands, sem hefur m. a. leitt af sér styttri vinnutíma fyrir kolanámumenn. STAKSTEIMAR Framsókn og kauphækkanirnao* Síðasta hálmstrá Framsóknar- manna í vörn þeirra fyrir gjald- þrotastefnw Eysteins og Her- manns í efnahagsmálunum, er að Sjálfstæðismenn hafi eyðilagt efnahagsráðstafanir V-stjórnar- innar með því að beita verka- lýðssamtökunum gegn stjórn- inni og láta þau knýja fram kauphækkanir. Þessu er fyrst því að svara, að Framsókn réttlætti stjórnarsam- vinnu við kommúnista með þvJ að þeir réðu verkalýðsfélögun- um. Ómögiulegt væri þess vegna að stjórna islandi án þeirra. Frum skilyrði þess að geta ráðið nið- urlögum verðbólgunnar, væri að hafa náið samstarf við komm- únista, sem réðu launþegasam- tökunum. Nú, þegar vinstri stjórnin er fallin á sínu eigin getuleysi og svikum, finna Framsóknarmenn það allt í einu upp, að Sjálfstæð- ismenn hafi ráðið verkalýðsfél- ögunum og notað þau til þess að knýja fram kauphækkanir, sem síðan hafi eyðilagt viðleitni vinstri stjórnarinnar til þess að halda verðbólgunni í skef jum. Dæmið stendur þá þannig, að árið 1956 segja Framsóknar- menn, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin áhrif í verkalýðs- hreyfingunni. f árslok 1958 er hinsvegar svo komið að Sjálf- stæðismenn eru sagðir þar ein- ráðir ! í Þannig aka Tímamenn seglum eftir vindi í málflutningi sín- um. SÍS reið á vaðið Annars er það mála sannast, að Samband íslenzkra samvhinu- félaga varð fyrst til þess að beita sér fyrir kauphækkunum á valda skeiði vinstri stjórnarinnar. Á sama tíma, sem stjórnin gekkst fyrir kaupbindingu, haustið 1956 hækkaði SÍS laun starfsmanna sinna um 8%. Það voru vissulega ekki Sjálf- stæðismenn, aem stjórnuðu þá því fyrirtæki. Hinsvegar er og var Eysteinn Jónsson þar helzti ráðamaður. Það er líka athyglisvert, að á s.l. hausti sendi Eysteinn Jóns- son, einn nánasta samverkamann sinn og flokksbróð'ur á fund í bæjarstjórn Reykjavíkur, til þess að flytja þar tillögu um að Reykjavíkurbær féllist þá þegar á 12% hækkun verkamanna- launa, enda þótt Dagsbrúnar- menn hefðu aldrei ætlað sér svo mikla kauphækkun. Þannig mætti rekja fjölda dæma, sem sýna forystu Fram- sóknarmanna um kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. Bræðravíg Fyrsta umræða um efnahags- málaráðstafanir minnihlutastjórn ar Alþýðuflokksins, bar fyrst og fremst svip bræðravíga milli flokka vinstri stjórnarinnar sál- ugu. Einkum voru það þó komm- únistar og Framsókn, sem átt- ust við. Kommúnistar sökuðu Framsókn um að hafa „falsað“ fjárlögin. Fleiri orðaleppar flugu um borð milli hinna fornu „vinstri vina“. Gefst almenn- ingi þannig enn kostur. á að kynnast þeim botnlausu óheilind- úm, sem samstarfið um vinstri stjórnina byggðist á. Hvernig átti slík stjórn að geta ráðið fram úr nokkrum vanda? Hún átti ekkert sameiginlegt ncma óttann við Sjálfstæðismenn og hatrið á þeim. Það var aumur grundvöllur undir stjórnarsam- starf, enda varð árangurinn eftir því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.