Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 6

Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 6
6 MORCVlSfíLAÐlB Laugardagur 24. jan. 1959 Franskir landnemar í Alsír æfir út í de Gaulle En tekst honum oð vinna traust Serkja ? AÐIJINS eitt missiri og varla það, er liðið siðan almennt var litið svo á, að Frakkar væru búnir að tapa orustunni um Alsír. Síðastliðið sumar voru serk- nesku uppreisnarmennirnir orðn- ir öflugri en þeir höfðu verið nokkru sinni fyrr. Þeir voru bún- ir að koma sér upp skipulögðum her í fjöllunum. Nú stefndu þeir niður í byggðir. Orusta stóð í marga daga um 100 km suðaustur af Algeirsborg milli 3000 upp- reisnarmanna og fransks fall- hlífarherliðs. Meginþorri serk- neskra íbúa landsins virtist styðja uppreisnarmenn, nvort sem það var af þjóðerniskennd eða ótta. Heima í Frakklandi var styrj- aldarkostnaðurinn að sliga efna- hag landsins. Serknesk neðan- jarðarhreyfing hafði verið skipu- lögð í París og öðrum borgum landsins og framkvæmdi daglega morð og stórfelld skemmdarverk. Menn voru farnir að segja að augljóst væri hvert stefndi með Alsír. Það myndi fara eins og í Indó-Kína. Frakkar yiðu á er.d- anum að gefast upp. Jafnvel gæti sá dagur komið, að ein milljón franskra landnema í Alsír yrði að hypja sig á burt með allt sitt hafurtask og flýja norður yfir Miðjarðarhafið heim til Frakk- lands. Wm Messali Hajds, stjórnmála- foringi Serkja, sem nú kveðst styðja de Gaulle. Ástandið var svo ískyggilegt, að allar leiðir virtust lokaðar. Franska þjóðfélagið var að liðast í sundur og blóðug borgara- styrjöld að brjótast út. Franskir landnemar í Alsír gerðu byltingu gegn ríkisstjórn- inni. Þeir óttuðust að hún væri að gefast upp í stríðinu við Serki og ætlaði að framselja þeim Norður-Afríku. Landnemarnir kröfðust þess, að Alsír yrði ram- einað Frakklandi uin aldur og ævi og serkneska uppreisnin bæld niður með hörku og vopnavaldi, hvað sem það kostaði. Til þessa treystu landnemarnir aðeins einum manni, de Gaulle hershöfðingja. Þeir heimtuðu að hann tæki við völdum. Borgara styrjöld varð forðað og de Gaulle hefur síðan haft alræðisvöld í Frakklandi. Síðan er það lika staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að ástandið er orðið allt annað í Alsír, en það var á upplausnartímunum sl. vor. Nýtt öflugt Frakkland með styrkri ríkisstjórn mætir nú örð- ugleikunum. Þróttinn hefur dreg ið úr uppreisnarsveitum Serkja. Vopnaflutningar þeirra frá Túnis hafa að mestu verið stöðvaðir. Bardagar hafa að vísu blossað upp við og við í fjöllunum. En það sem skiptir þó mestu máli er að Sjálfstæðishreyfingin nýtur ekki jafn óskoraðs trausts serknesks almennings og hún gerði áður. ★ Það merkilega við þessi veðra- brigði er það, að de Gaulle hefur farið allt aðrar leiðir í Alsír- málunum, en landnemarnir höfðu ætlað. í stað þess að lýsa yfir sameiningu Alsír og Frakklands og beita Serki ósveigjanlegri hörku hefur hann gefið þeim nýja von. Hann heíur heitið þeim póli- tísku og efnahagslegu jafn- rétti við hvítu landnemana. Lof- orð hans til Serkja hafa verið svo vegleg, að frönsku landnemunum í Alsír þykir nóg um. Kurr er farinn að heyrast meðal þeirra um að de Gaulle ætli að svíkja þá. Hann ætli einmitt að framkvæma það sem hann skyldi forðast, að framselja landið á vald Serkja. Enn hefur de Gaulle þó ekki tekið Alsír-málið föstum tökum. Hann þurfti í sumar að glíma við stjórnarskrármálið og nú um ára- mótin var hann að framkvæma nauðsynlegar en óvinsælar að- gerðir til lækningar á efnahags- meinum Frakklands. Næsta verk- efni hans sem valdamikils forseta landsins verður .Alsír-máHð. £n hinir ofstækisfullu landnemar í Alsír vænta orðið emskis góðs af því. Þvert á móti eru þeir hræddir við að forsetinn stefni að því að rétta hlut Serkjanna. En landnemunum er ekki verr við neitt annað. ★ Fyrir um viku dró svo nokkuð til tíðinda. Á fyrsta ríkisráðs- fundi er de Gaulle sat sem ný- kjörinn forseti þann 13. janúar gaf hann út tilskipun um sakar- uppgjöf 7000 serkneskra upp- reisnarmanna, sem hafa setið í herfangabúðum í Alsír. Síðan til- skipunin var gefin út hefur dag- lega verið sleppt úr fangabúðun- um 200—300 föngum og mun það halda áfram fram í febrúar. 200 dauðadæmdir iángar hafa verið riáðaðir og loks hefur einum af foringjum serkneskra þjóðernis sinna Messali Hajd verið sleppt úr haldi en fangavist fimm ann- arra verið linuð verulega. Þeirra á meðal er Ben Bella, sem var útnefndur varaforsætisráðherra útlagastjórnar Serkja, enda þótt hann dveldist þá í Santé-fang- elsinu í París. Þegar fregnir af þessum sakar- uppgjöfum bárust til Algeirs- borgar varð uppnám þar. Hópar landnema sem stofnuðu bylting- arráð í öllum héruðum Aisir sl. vor hafa komið saman til funda og fordæmt einróma þessar að- gerðir de Gaulles. Mótmælaálykt- unum frá Alsír hefur rignt yfir forsetann. Félag stríðsekkna sendi t. d. ályktun, þar sem sak- aruppgjöf Serkja var hörmuð. Benda ekkjurnar á það, að menn þeirra hafi fallið i viðureigninni við þessa hættulegu Serki, sem nú hafi verið leystir úr haldi og geti haldið áfram sinni fyrri iðju að myrða og limlesta franska landnema í Norður-Afríku. Ýmis samtök franskra landnema í Al- sír hafa jafnvel gengið svo langt að lýsa þvi yfir að de Gaulle hafi glatað trausti þeirra. ★ Enn er ekki séð til fúlls, að hverju de Gaulle stefnir í Alsír- málunum. Þó er það víst að hann ætlar sér að skapa serkneskum íbúum Norður-Afríku mannsæm- andi lífsskilyrði og pólitísk rétt- indi, hvað sem hinir hvítu land- nemar segja. Það þýðir að sér- réttindi landnemanna verða af- numin, en þeir verða þo ekki ofurseldir Serkjum. Til þess verð- ur tryggt samband landanna og stefnt að samstarfi evrópskra manna og serkneskra um lands- stjórn. Be Gaulle telur það ó- þarft að þessar þjóðir berist á banaspjót. Jarðargæði í Alsír séu það mikil að báðir geti lifað vel af þeim. Nú hefur það líka bætzt við að miklar olíulindir hafa fundizt í Sahara og munu þær skapa Alsír fjárhagslegan Táknræn mynd af síðustu atburðum í Frakklandi. De Gaulle sleppir úr fangclsi foringjum Serkja, þeim Messali Hajd og Ben Beila, meðan fulltrúar landnema, Massu og Soustelle, þóttust gæta fangamúranna. styrk. Það vekur mesta athygli í sam- bandi við sakaruppgjafirnar að undanförnu, að serkneska stjórn- málaforingjanum Messali Hajd er sleppt úr haldi. Hann hefur verið í haldi í rúm tvö ár á afskekktri eyju Belle Ile við Bretagne-skaga. Nú má hann ferðast hvert sem hann vill um sjálft Frakk.and en ekki snúa heim til Alsír að svo komnu máli. Þegar Messali steig á land á franska meginlandinu fyrir nokkru, lýsti hann því yfir að hann vildi styðja með ráðum og dáð núverandi stefnu de Gaulles í Alsírmálunum. I þrjá áratugi hefur þessi I | . . Wk skrifar úr daglega lífínu Simanúmerum manna breytt. SÍÐAN í september í haust hefur farið fram skipt- ing á um 800 símanúmerum í bæn um. Hefur þetta valdið sumum símanotendum talsverðum óþæg- indum og þeir látið í ljós óánægju sína. Sem dæmi má taka mann nokkurn, sem býr í leiguhúsnæði inni við Langholtsveg, en ætlar að flytja í vor eða sumar vestur í bæ. Fyrir fáum dögum var gamla númerið tekið af honum og honum fengið númer frá Grensásstöðinni. Sama sagaii verður svo að endurtaka sig, þegar hann flytur úr hverf- inu. Verst þykir honum, að síma- skrár koma ekki út nægilega oft til að fólk geti flett upp þessum nýju númerum hans, strax og hann er búinn að fá þau. Fleiri eru óánægðir af svipuðum ástæð- Nauðsynlegt af tæknileg- um ástæðum. VELVAKANDI ræddi málið við fulltrúa bæjarsímastjóra. Sagði hann að af tæknilegum ástæðum væri ekki hægt að hafa þetta öðruvísi. Forsaga þessa máls er sú, að 1957 var bætt við bæjarsímann 6000 númerum, og nægði það ekki. Var þá sett upp önnur stöð í Grensásnum, og út- hlutað frá henni 1500 númerum. Hefur þeim öllum verið ráðstaf- að, þ.e.a.s. 350 þeir síðustu fá til- kynningu um nýju símana á næst unni. Þessi símanúmer er aðeins hægt að nota á ákveðnu svæði, austan Bústaðavegar, Stakka- hlíðar og Laugarnesvegar. Þar sem á þessu svæði búa nú margir með númer, sem hægt er að nota á vestursvæðinu, en þar vantar númer, þá hefur verið tekið það ráð að fá símanotendum á Grens- ássvæðinu eingöngu númer frá Grensásstöðinni, til að geta ráð- stafað hinum, þar sem þeirra er þörf. Ýmsir verða fyrir óþægind- um af þessu og er gremja beirra skiljanleg, en þar sem hvergi nærri eru til nægilega mörg númer til að fullnægja eftir- spurn, er óhjákvæmilegt að nota þau sem til eru á eins hagkvæm- an hátt og unnt er. Sagði full- trúi bæjarsímstjóra, að vanta mundi 1500—1600 númer, og að nú stæði á leyfum til efniskaupa. Ennfremur gat hann þess að af- greiðslufrestur á slíku efni væri um 2 ár. Við sjáum þá aS óþæg- indin af númeraskiptíngunni eru ekki alvarlegasti þátturinn í þess um málum: Símaleysið verður áður en langt um líður ennþá bagalegra. Draga verður úr óþæg- indum. AÐ sjálfsögðu verður að draga eins mikið eg hægt er úr óþægindunum, sem þessi númera- skeggjaði garpur verið stofnandl og leiðtogi serkneskrar þjóðernis- hreyfingar og er hann nú sextug- ur að aldri. Hann hefur þegar komið sér upp bækistöð í bænum Chantilly í nágrenni Parísar. Virð ist nú útlit fyrir að hann kljúfi sjálfstæðishreyfingu Serkja. Það er álitið, að de Gaulle hafi vonazt til að sakaruppgjafirnar myndu milda útlagastjórn og uppreisnarher Serkja. Áttu fuli- trúar frönsku stjórnarinnar við- ræður við fulltrúa útlagastjórnar- innar um vopnahlé, en samningar fóru út um þúfur. Enn verður þvl haldið áfram að berjast i Alsir en de Gaulle heldur sínu striki. skipting veldur hinum einstöku símnotendum. Enda hefur það verið reynt. T. d. lætur bæjar- síminn svara frá mælaborðinu á stöðinni heila viku_ í slíkt núm- er. Eru þá gefnar upplýsingar um það hvaða númer hefur kom- ið í staðinn, en að vísu aðeins fyrstu vikuna. Er þetta til mikilla þæginda, því flest eru númerin í heimahúsum og þangað hringja að sjálfsögðu oft hinir sömu. Eins fékk ég þær upplýsingar, að þeir sem vissu hvert þeir flyttu í vor og væru ákveðnir í að flytja, fengju að halda sín- um símanúmerum þangað til, ef þeir færu þá á svæði þar sem þau eru notuð. Miðað er að því, að öll númer verði komin á sinn stað, þegar símaskráin kemur út um mánaða mótin apríl—maí. Úr því minnzt er á símaskrána, má geta þess, að hún verður í sama broti og síðast, upplagið verður 45.000 og nú verður sú nýbreytni tekin upp, að númerin verða á eftir nöfn- unum og punktalína á milli, en ekki fremst í dálkinum, eins og í þeirri skrá, sem nú er í notkun. Þetta virðist allt liggja ljóst fyrir. Þó er það óneitanlega galli, hve sjaldan skráin kemur út, ekki sízt þar sem fólk er neytt til að skipta um númer, um ieið og það flytur milli bæjarhluta. Mætti ekki bæta úr þvi, með þvi að gefa oftast út viðbæti við skrána? Ritgerða- safn eftir Jakob Jóh. Smára BLAÐINU hefur borizt ný bók eftir Jakob Jóh. Smára, og nefn- ist hún „Ofar dagsins önn“. Hef- ur bókin að geyma ýmsar ritgerð- ir, sem skáldið hefur skrifað á umliðnum árum, og eru flestar þeirra frá árunum 1917—1935. Ritgerðirnar fjalla um ýmis efni eins og nöfn þeirra benda til: Söngvatregi, Hugljómun, Fjarlægir reykháfar, Óleyfileg mök við framliðna menn, Grótti, Hvernig ferðu að yrkja? Einvera, Hugleiðingar um skáldskap, Sál- rækt, Nokkur orð um Nietzsche, Börnin, Skýjaborgir, María, guðs móðir, Sumarhugsanir, Margir heimar, „Eftir sinni mynd“, Ský, Brot úr trúarsögu minni, Um bækur og Kvöld hjá „Hernum“. í formála kveðst höfundur hafa gefið Sálarrannsóknafélagi ís- lands handritið til að greiða ögn af þeirri þakkarskuld, sem hann standi í við sálarrannsóknirnar um nálega fimm áratuga skeið. Bókin er gefin út af Sálarrann- sóknafélagi Islands. Hún er 160 bls., prentuð á slæman pappír.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.