Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ taugardagur 24. jan. 1959 Fölsun aö miöa kjaraskerö- ingu viö kaupmátt launa l des Frá umræöum um r stjórnarinnar c FUNDUR var settur í neðri deild Alþingis kl. 1,30 í gær. Fyrsta málið á dagskrá var framhald fyrstu umræðu um niðurfærslu- frumvarp stjórnarinnar. Eins og daginn áð*ur var hvert sæti skip- að á áheyrendapöllum deildar- innar og fylgzt með máli þing- manna af miklutn áhuga. Fer hér á eftir nokkurt yfirlit yfir umræðurnar, en ræða Ólafs Björnssonar, 9. landskjörins þm., er birt á öðrum stað í blaðinu. Hannibal Valdimarsson, 7. þm. Reykvíkinga, tók fyrstur til máls. Fór hann fyrst um það nokkrum orðum, hvernig blöð hefðu sagt frá niðurfærslufrumvarpinu, eink um Alþýðublaðið, sem ekki hefði einu sinni beðizt afsökunar á frv., um leið og það sagði frá því. Hefði verið því líkast samkvæmt Alþýðublaðinu, sem Alþýðuflokk urinn væri ekki aðeins að bjarga landi og þjóð með þessu frv., heldur að frelsa allan heiminn. í stórri fyrirsögn hefði staðið eftir- gjöf tíu vísitölustiga, en í undir fyrirsögn hefði staðið, að kaup- máttur launa hækkaði. Lét Hanni bal í ljós undrun sína yfir að vísi talan skyldi ekki skert um 20 stig til þess að hækka kaupmátt launanna enn meira. Meginefni frumvarpsins kvað Hannibal, að gefin væru eftir 10 vísitölustig án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. Rakti hann síðan hver áhrif þessi vísitölu- skerðing hefði á kaupgjald, og kvað niðurgreiðslur á matvörum ekki svara nema til hluta þeirrar tekjurýrnunar. Lækkanir á húsa leigu, sem vikið væri að í 2. og 3. gr. frv. mundu aldrei verða ann- að en dauður bókstafur. Þá kvað ræðumaður það ákvæði vanhugs- að, að breyta verðlagi á landbún- aðarvörum allt að fjórum sinnum á ári til samræmis við vísitölu. Ákvæði frv. um lækkun á þjón- ustu og vörum til samræmis við lækkað kostnaðarverð vegna kauplækkunar, taldi hann lausleg og haldlítil. Þá vék hann að því, að um leið og talað væri um að allt ætti að lækka, væri tilkynnt 50% hækkun á afnotagjaldi af út varpstæk j um. Hannibal Valdimarsson taldi fjárhagsgrundvöll frumvarpsins úr lausu lofti gripinn. Að því stæði aðeins 8 manna þingflokk- ur Alþýðuflokksins. Að sjálf- sögðu væri trúlegt, að Sjálfstæð- isflokkurinn stæði með þeim kauplækkunum, sem frv. gerði ráð fyrir, en það væri ekki eins víst að Sjálfstæðismenn stæðu með verðlækkununum. Kvaðst hann ekki treysta þessari ríkis- stjórn til að færa niður allt verð- lag. Hun hefði kannske vilja til þess, en „góð meining enga ger- ir stoð“. Hannibal kvað andstæðinga þessa frv. ekki vilja verðbólguna upp úr öllu valdi og væri skemmst að vitna til samþykkt- ar ASÍ í því sambandi. Við samn- ingu þessa frv. hefði ekkert sam- ráð verið haft við verkalýðs- hreyfinguna. Hann kvaðst vilja undirstrika það, að kauplækkan- irnar væru ekki það versta við þetta frv., heldur hitt, að í því fælist árás á samningarétt verka lýðsfélaganna. Ríkisstjórn Al- þýðuflokksins hefði ráðizt á þennan helga rétt með því að lög festa kauplækkun án samráðs við verkalýðsfélögin. Þá kvað ræðumaður gæðum misskipt með frv. þegar teknar væru 77 milljónir af almanna- fé og réttar að útgerðarmönnum til viðbótar við þann hágnað, sem þeir hlytu vegna lækkaðs kaup- gjalds. Hannibal Valdimarsson sagði að lokum, að það væri hörmulegt að hugsa til þess, að verkalýðs- iöurfærslufrumvarp Alþingi i gær flökkur skyldi taka að sér það hlutverk, að bera fram frv., sem bryti svo í bága við hagsmuni Hannibal valdimarsson allrar alþýðu. Löngu eftir að þessi harmleikur væri horfinn af sviðinu, mundi enginn gleyma hver hefði farið með hlutverk Ketils, né hver hefði farið með hlutverk Skuggasveins að baki Katli. Ræöa Gylfa Þ. Gislasonar Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, tók næstur til máls. Sagði hann Hannibal Valdimars- son hafa byrjað ræðu sína með því að lesa úr blöðum og kvaðst hann ætla að gera það líka. Vildi hann lesa hér grein úr nóvem- berhefti Vinnunar 1958 eftir Hannibal Valdimarsson, og kvaðst vonast til þess, að Hanni- bal yrði ekki óánægður, þó að svarið við ræðu hans yrði þetta. Kvaðst Gylfi Þ. Gíslason bera það hlýjan hug til Hannibals Valdimarssonar eftir 2V2 árs sam starf í ríkisstjórn og margra ára samstarf í Alþýðuflokknum, að hann vildi gjarnan að í þingskjöl- um geymdust betri minningar um hann en komið hefði fram í ræðu hans um þetta frumvarp. Grein Hannibals í Vinnunni í upphafi greinarinnar segir •svo: „Nú hefur reynslan sýnt, svo að ekki verður um villzt, að efna- hagsmálaaðgerðirnar, sem gerðar voru síðastliðið vor, hafa reynzt ósvikin blóðgjöf fyrir framleiðslu atvinnuvegi þjóðarinnar.“ Síðar í greininni er lýst þeim voða sem við blasi og að lokum komizt svo að orði um ráðin til að mæta þessum voða: „Aðstaðan til að leysa málið nú, er öll hin ókjósanlegasta. Verðlag erlendra vara á heims- markaðinum er stöðugt. Verðlag íslenzkra afurða heldur hækk- andi. Öll okkar framleiðsla selst eftir hendinni. Framleiðsla okk- ar er meiri en nokkru sinni fyrr. Nú þarf að deila byrðunum á bök allra fslendinga. Fram- leiðslan getur sjálf tekið á sig nokkurn hluta byrðarinnar. Ríkissjóður á að sýna nokkra við- leitni til sparnaðar, og auk þess getur hann vel staðið undir nokk- urri niðurgreiðslu nauðsynja- vara. Álagningu í heildsölu og smásölu á að færa aftur í sömu prósentutölu og s.l. ár. Ríki, sveit arfélög og einstaklingar eiga að draga nokkuð úr fjárfestingu á næsta ári. Bændur eiga að lækka framleiðsluvörur sínar um nokk- ur vísitölustig — og með því eykst sala þeirra — og því eiga verkamenn að svara með því að falla frá nokkrum vísitölustig- um af kaupi sínu. Nýja vísitölu á að taka upp í stað þeirrar gömlu. Takmarkið með þessu öllu á að vera það, að kaupgjald og verð- lag nemi staðar, þar sem það nú er, svo að atvinnulífið geti hald- ið áfram án nýrrar tekjuöflunar eftir þessa aðgerð — og þjóðar- tekjurnar geti haldið áfram að vaxa, eins og þær gerðu á þessu ári. Það er raunar það eina, sem tryggt getur varanlegar kjara- bætur“. Gylfi Þ. Gíslason kvað ræðu Hannibals Valdimarssonar full- svarað með upplestri þessarar greinar. Þó kvaðst hann vilja fara nokkrum orðum um þá kjara- skerðingu, sem ræðumaður hefði talið að frumvarp þetta leiddi yf- ir launþega. Öllum væri ljóst, að ekki hefði verið hægt að halda þeim kaupmætti, sem laun höfðu 1. desember, því afleiðing þeirr- ar kauphækkunar, sem þá varð, hefði hlotið að koma fram í hækk uðu verðlagi og hefði sú káup- hækkunin því öll étizt upp á næstu 5—6 mánuðum og eftir 12 mánuði, hefði ástandið verið orð- ið óhagstæðara launþegum en það var fyrir 1. desember ef ekk- ert hefði verið að gert. Væri því Gylfi Þ. Gíslason fullkomin fölsun að miða kjara- skerðinguna við kaupmátt laun- anna 1. desember. Þá vék ræðumaður að ummæl- um Hannibals Valdimarssonar um hækkun á afnotagjaldi á út- varpstækjum. Kvaðst hann undr- andi yfir, að fyrrverandi ráð- herra Hannibal Valdimarsson skyldi hreyfa þessu máli hér, þar sem honum hefði átt að vera kunnugt um gang þess. í ágúst í sumar hefði Ríkisútvarpið far- ið þess á leit við Menntamála- ráðuneytið að fá að hækka af- notagjald útvarpstækja og hefði verið samþykkt í byrjun des- ember að það skyldi hækka um 100 kr. og hefði öll- um ráðherrum átt að vera kunnug þessi samþykkt. Vegna þess frumvarps, sem nú væri bor- ið fram, kvaðst menntamálaráð- herrann hinsvegar hafa ák - 5ið að þessi hækkun, kæmi ekki til framkvæmda og mundi sú til- kynning birtast í blöðum á morg- un Ræðumaður vék að því, að þeg- ar stjórnarmyndun hefði verið komin á úrslitastig hefði Alþýðu- bandalagið látið í það skína, að það væri reiðubúið til 6 stiga eftirgjöf á vísitölu og ef til vill meira, ef bændur fengjust til svipaðrar eftirgjafar. Tillögur Alþýðubandalagsins um málið, hefðu að vísu ekki verið skýrar, en á úrslitastundu hefðu fulltrú- ar þess flokks verið reiðubúnir að ræða nákvæmlega það sama og þetta frumvarp gerði ráð fyr- ir. Andstaða Alþýðubandalags- manna við frumvarpið, stafaði því fyrst og fremst af því, að þeir væru í stjórnarandstöðu og væri því ekki ástæða til að taka gagnrýni þeirra alvarlega. Þá vék ræðumaður að því, sem 2. þingmaður Sunn-Mýlinga hefði sagt, að hlutur útvegsins hefði verið bættur verulega frá því í fyrra og hefði þó hlutdeild út- vegsins í þjóðartekjunum verið nóg áður. Þessi staðhæfing væri alröng. Sjávarútvegurinn hefði ekki fengið neitt í sinn hlut um- fram það, sem hann þyrfti til að greiða kauphækkanir, sem orðið hefðu síðan í fyrra. Aukin launa- útgjöld útvegsins í heild yrðu 66 millj. kr. en það væri einmitt sama upphæð, og gert væri ráð fyrir að úthluta til útvegsins framyfir það, sem áður hefði verið. Ræöa Einars Olgeirssonar Umræður í neðri deild um frumvarp ríkisstjórnarinnar um stöðvun verðbólgunnar héldu áfram klukkan 5 síðdegis í gær. Tók þá fyrstur til máls Ólafur Björnsson prófessor og flutti skil- merkilega ræðu um orsakir verð- bólgunnar og þær hættur, sem vofa yfir þjóðinni, ef ekki tekst að stöðva hana, en hún magnast og breytist á skammri stund í óðaverðbólgu. Er ræða Ólafs rakin á öðrum stað í blaðinu. Því næst tók til máls Einar Ol- geirsson, þingmaður kommún- ista. Hann mælti vísitölunni bót, sagði að hún hefði verið praktísk og væri trygging fyrir því að launþegar fengju að halda ó- skertum launum. Hann sagði, að vísitalan væri ekki orsök verð- bólgunnar, heldur lægju aðrar ástæður fyrir henni. Nefndi hann sem dæmi fjárfestingarstefnu rík isstjórnarinnar, sem hefði verið úrslitaorsök verðbólgunnar. Ann- að kvað hann einnig hafa sína þýðingu. Það væri skorturinn á aðhaldi. Það hefði viðgengizt lengi að þegar kaupgjald hækk- aði almennt, þá veltu atvinnu- rekendur því jafnskjótt yfir á almenning í hækkuðu vöruverði. Þetta, sagði Einar, að ætti ekki að láta viðgangast, annað hvort ættu atvinnurekendur að greiða þetta af sínum gróða eða þá, ef gróðinn væri ekki fyrir hendi, að skipuleggja fyrirtækið svo að þeir gætu greitt kauphækkan- irnar. Einar Olgeirsson Framsókn kom í veg fyrir úttekt Annað dæmi um skort á að- haldi væri það, að opinberar skýrslur vantaði um ríkisrekstur- inn og ástandið í efnahagsmálun- um. Þegar vinstri stjórnin var mynduð var mælt svo fyrir, sagði Einar, að úttekt skyldi fara fram En þetta var aldrei gert, það var staðið í vegi fyrir því. Bjarni Benediktsson beindi þeirri fyrirspurn til ræðumanns, hver það hefði verið innan ríkis- stjórnarinnar sem staðið hefði í vegi fyrir því að úttekt færi fram. Einar Olgeirsson svaraði: Það var alveg sérstaklega Framsókn- arflokkurinn. Einar Olgeirsson sagði, að það væri ekki réttmætt að lækka laun almennings og benti hann á aðrar leiðir, svo sem gróða auðfélag- anna, alveg sérstaklega olíufélag- anna. Kommúnistar væru búnir að sitja 2 ár í stjórn og þó væri ekki enn búið að rannsaka gróða olíufélaganna né þjóðnýta þau. En kjarni málsins sagði hann þó að væri sparnaður í ríkisrekstr- inum og breytt stefna í banka- málunum. Og ómögulegt væri að þjóðin eyddi meiru en hún afl- aði, það þyrfti því að auka fram- leiðsluna. Einar Olgeirsson kvað ekki réttlátt að gera þá kröfu til ís- lenzks verkalýðs, sem frumvarpið felur í sér. Kæmi þá til greina, hvort verkalýðssamtökin væru sá máttur í landinu að þau gætu hrint þessari kröfu frá. Fram- sóknarflokkurinn hefði fengið nokkra reynslu af þessu. Hann hefði lagt fyrir í fyrrverandi ríkis stjórn að tekin skyldi upp gengis- lækkun, sem hefði þýtt 15% lækkun á kaupi. Alþýðubanda- lagið hefði hins vegar getað knúið fram, að horfið hefði verið frá þessu ráði. Kvað Einar Olgeirsson það hafa fallið í sinn hlut að vara Framsóknarflokkinn við að fylgja ekki þessari kröfu sinni með of miklu offorsi. Nú kvaðst hann vilja vara Sjálfstæðismenn við, en þeir væru það afl eitt saman, sem gæti komið frarn þessu frumvarpi. Einar Olgeirsso* kvaðst hrædd ur um að Alþýðuflokkurmn æt+i eftir að verða fyrir því sama hjá Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið hefðu orðið fyrir hjá Framsókn í síðustu stjórn. En þar hefði Framsókn ein viljað ráða öllu. fslenzkur verkalýður mundi ekki þola að vera gerður hornreka en hann væri það sterkur að hann gæti hrint órétti af höndum sér. Þegar búið yrði að festa kaupið fram í september, yrði væmtan- lega gripið til gengislækkunar eftir síðari kosningarnar, en það ráð mundi fyrirhugað af Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæðismenn mundu hafa aðstöðu til þess að knýja gengislækkunina fram, því Framsóknarmenn yrðu óðir og uppvægir að fara í stjórn næsta haust til að framkvæma gengis- lækkunina. Einar Olgeirsson kvaðst orðinn leiður á þeirri þvælu að hrun væri framundan. Allt hruntal væri holtaþokuvæl. Nú væru sendir út hálærðir hagfræðingar til að prédika það fyrir lands- lýðnum, að eina leiðin til að bjarga þjóðarbúskapnum sé að lækka gengið. En engum þeirra hefði dottið í hug að hægt væri að bjarga nokkru við að auka framleiðslu landsins. Og raunar hefði verið erfitt að koma sjálf- um ráðherrum Framsóknarflokks ins í fyrrverandi stjórn í skilnir.g um þetta. Það væri helzt rétt fyrir kosningar, sem þeir sæu, að hægt væri að hafa gagn af togur- um. Einar Olgeirsson sagði að lok- um, að frumvarpið væri stríðs- yfirlýsing á hendur íslenzkum verkalýð. En það sem islenzka þjóðin þyrfti í dag væri ekki stríð á milli stéttanna heldur friður. En það yrði enginn friður saminn af hálfu verkalýðsins. Ræöa Eysteins Jónssonar Eysteinn Jónsson Eysteinn Jónsson, 1. þingmaður Sunnmýlinga tók fyrstur til máls. á kvöldfundi sem hófst kl. 9. Kvað hann umræður þessar hafa verið mjög lágkúrulegar og vék í því sambandi að því atriði úr umræðunum í fyrradag, að sér- fræðingar fjármálaráðuneytisins hefðu talið að með óbreyttum innflutningi mætti hækka tekju- áætlun fjárlaga um 83 milljónir króna. Kvað hann tekjuáætlun fjárlaga eina vandasömustu á- Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.