Morgunblaðið - 24.01.1959, Blaðsíða 10
10
MORCIJTSBLÁÐ1Ð
Laugardagur 24. jan. 1959
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viei>'
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: A(ðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VANSKILAVIXILL HERMANNS
EIR, sem fylgzt hafa með
umræðunum á Alþingi
um stöðvunarfrumvarp
ríkisstjórnarinnar undanfarna
daga, geta ekki undrazt þó að
illa tækist til um samstarf
V-stjórnarinnar og hún fengi
þann endi, er raun ber vitni.
Hitt hlýtur þá að furða, að hún
skuli ekki hafa haft sómatilfinn
ingu til að segja af sér löngu fyrr,
svo ósammála, sem hún var um
allt það, er máli skiptir. Ef hóp-
ur ferðalanga kemur sér aldrei
saman um stefnuna, er halda
skal, heldur hringsólar fram og
aftur þangað til hann situr fast-
ur í keldu, er auðskiljan-
legt, að hann nái ekki settu
marki.
Samkvæmt hinum gagnkvæmu
ásökunum Eysteins Jónssonar og
Lúðvíks Jósefssonar, hefur V-
stjórninni aldrei komið sér sam-
an um, hvort meginorsakar vanda
efnahagsmálanna, væri að leita í
sífelldum kauphækkunum og
víxiláhrifum kaupgjalds og verð
lags eða í lélegri fjármálastjórn.
Eysteinn Jónsson hélt hinu fyrr-
talda fram, en Lúðvík Jósefsson
kenndi fjármálastjórn Eysteins
um. Sannleikurinn er þó vitan-
lega sá, að hvorttveggja hefur
úrslitaáhrif.
' ★
Hlutlaus athugun sýnir, að
hærra kaupgjald en atvinnu-
vegirnir þola, hlýtur að horfa
til vandræða. Á seinni árum
var fyrst stefnt í algert óefni
af þessum sökum í verkfallinu
mikla 1955. Það var af pólitísk-
um rótum runnið. Kommúnistar’
lýstu því beint yfir, að til þess
væri efnt í því skyni að koma
þáverandi ríkisstjórn frá. Til
þess nutu þeir stuðnings Hanni-
bals Valdimarssonar, sem um
það bil enn taldi sig í Alþýðu-
flokknum og leiddi hann með
sér út í þetta ævintýri, og Her-
manns Jónassonar, sem með þessu
vildi sprengja samstarf Fram-
sóknar- og Sjálfstæðismanna. Þá
skildi Eysteinn Jónsson hver voði
var á ferðum, en Hermann þekkti
á honum lagið, og áður en langt
um leið brotnaði Eysteinn.
Þegar V-stjórnin komst á lagg-
irnar, var eitt fyrsta verk hennar
að stöðva hin hættulegu víxl-
áhrif kaupgjalds og verðlags.
Þau lög giltu þó aðeins fáa mán-
uði. Hinn fyrsti til að sniðganga
þau var Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga, þar sem Eysteinn
Jónsson er valdamesti maðurinn.
Þau samtök veittu starfsmönnum
sínum 8% kauphækkun á meðan
aðrir héldu að kaupið væri fest.
★
Síðan hafa kommúnistar í sinn
hóp sagt, að eftir þessa reynslu
væri ekki þorandi fyrir þá að
taka á sig kaupbindingu í einu
eða öðru formi í samvinnu við
Framsókn. Kaupbindingarlögin
í ágúst 1956 sýna þó, að Lúðvík
Jósefsson talar gegn betri vit-
und, þegar hann nú lætur svo
sem sífeldar kauphækkanir, án
tillits til getu atvinnuvegana,
séu þýðingarlausar eða a. m. k.
litlar í viðureign við verðbólg-
una.
Alveg á sama veg sannar kaup
hækkunin hjá SÍS, að eitthvað
vantar á heilindin hjá Eysteini
Jónssyni, þegar hann kennir
kauphækkunum fyrst og fremst
um hvernig komið er. Enda var
deildarstjóri hans sendur á fund
bæjarstjórnar Reykjavíkur í
haust, til að heimta þar hærra
kaupgjald handa Dagsbrúnar-
mönnum en vitað var, að þeir
sjálfir gerðu ráð'fyrir. Og við
setningu bjargráðanna í vor
beitti Eysteinn Jónsson sér sjálf-
ur fyrir að lögbjóða 5% grunn-
kaupshækkun, þó að enginn ætti
að vita betur en hann, að grund-
völlur þeirra var sá, að kaup
væri þegar of hátt.
Frammistaða V-stjórnarherr-
anna í kaupgjaldsmálum, sýnir
raunar, að valdhyggja og henti-
semi hefur mjög ráðið afstöðu
hvers og eins hverju sinni. En
sízt bætir úr skák, þegar slík
óheilindi koma til viðbótar þeim
meginskoðanamun, er þeir Eyn-
stein Jónnson og Lúðvík Jósefs-
son nú túlka á Alþingi.
★
Um hitt meginatriðið, fjár-
málastjórnina og þátt hennar í
verðbólgunni, var almenningi að
vísu allkunnugt áður, en þó hafa
nú komið fram upplýsingar, sem
sýna, að myndin er ljótari en
menn höfðu gert sér grein fyrir.
Emil Jónsson, forsætisráðherra,
skýrði frá því, að gögn væri
fyrir, að Eysteinn Jónsson hefði
vanáætlað tekjur á fjárlaga-
frumvarpinu fyrir 1959, sem hann
undirbjó, um 83 milljónir kr.
Þegar Lúðvík Jósefsson heyrði
þetta, sagðist hann að vísu fyrr
hafa verið blekktur af félaga
sínum, hinum fyrrverandi fjár-
málaráðherra, en að hann hefði
verið blekktur svo, að Eysteinn
lumaði þarna á 80 milljónum,
vildi hann ekki trúa að óreyndu!
Öllum má ofbjóða.
Lúðvík hafði þó allra manna
sízt ástæðu til að láta sér þessa
„reikningslist“ koma að óvörum,
því að sjálfur hafði hann skýrt
frá því, að greiðsluafgangur
ríkisjóðs 1958 væri 60—70 millj.
króna og þar til viðbótar kæmu
63 milljón kr., sem ríkissjóði
hafði áskotnazt að óvörum, eft-
ir því sem áheyrendum skildist.
Minna má gagn gera á einu
ári. Einkum þegar eyðslan hefur
verið gegndarlaus.
Því verður ekki neitað, að slík
fjárstjórn hlýtur að hafa áhrif
á vöxt verðbólgunnar. En það
en sízt til afsökunar Lúðvík
Jósefssyni og félögum hans. Þeir
hafa einmitt tekið ábyrgð á
þessari málsmeðferð. Þeir sögðu
sig ekki úr stjórninni vegna lé-
legrar fjárstjórnar Eysteins.
Heldur skamma þeir einmitt Ey-
Stein Jónsson fyrir að hafa rofið
stjórnarsamstarfið, manninn, sem
að þeirra dómi er sekastur allra
um ófarnað verðbólgunnar.
Sem betur fer er stjórnarferli
þessara manna nú lokið, en
óreiðuskuldirnar skilja þeir eftir.
Almenningur verður nú að borga
vanskilavíxilinn, sem ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar lét honum
eftir. Stöðvunarfrumvarp minni
hlutastjórnar Alþýðuflokksins
er aðeins fyrsta afborgunin.
Erfitt er að taka á sig slíkar
skuldbindingar, en til þess eru
vítin að varast þau. Þjóðin hef-
ur nú fengið þann lærdóm af
stjómarháttum þessara flokka,
sem hún gleymir ekki.
Mikoyan og lífverðir hans. Hávaxnir, hörkulegir menn fylgdu varaforsætisráðherranum fast eft-
ir, hvert sem hann fór.
Flugfreyjcm dró gluggatjaldib
fyrir, og Mikoyan brosti til
hennar með þakklætissvip
FLUGFREYJAN Turid Borge
gekk fram eftir fyrsta farrými í
SAS-flugvélinni Braga Víkingi.
Það var mikill eldur í ytri hreyfl-
inum vinstra megin. — Flugfreyj
an stanzaði, þar sem Mikoyan og
hinir rússnesku fylgdarmenn
hans sátu og fylgdust athugulir
með eldinum úti fyrir. Flugfreyj-
an teygði sig yfir þá félaga og
dró gluggatjöldin fyrir — og
rússneski varafcrsætisráðherr-
ann brosti til hennar með þakk-
lætissvip. Hann hreyfði ekki
gluggatjöldin til þess að líta út,
fyrr en hin bilaða flugvél var
lent heilu og höldnu á Argentia-
flugvellinum.
— Hvað er þetta, erum við þeg
ar lent? spurði Troianovsky, túlk
ur Mikoyans, með undrunarsvip,
þegar hann hrökk upp af værum
blundi við það, að hinn þungi
Bragi Víkingur, lenti. Hann hafði
sofnað rótt strax eftir kvöld-
verðinn, og Mikoyan hafði ekki
hirt um að vekja hann til þess
eins að tilkynna honum, að hann
væri í lífshættu.
— Þetta voru elnhverjir þeir
beztu farþegar, sem ég get hugs-
að mér, sagði Turid Borge, flug-
freyja, síðar; þeir tóku þessu ó-
happi af mikilli ró, og ég varð
varla vör við minnsta ótta hjá
nokkrum manni.
Brytinn, Evert Tangred, sem
er norskur, og sænski flugþjónn-
inn, Gaston Nássman, staðfestu
orð flugfreyjunnar. — Þegar
Yngvi Víkingur, flugvélin, sem
flutti farþega hinnar biluðu vél-
ar frá Nýfundnalandi, var komin
til Kaupmannahafnar snemma á
fimmtudagsmorguninn, stóðu
þessi þrjú öll saman við land-
ganginn og kvöddu farþega sína.
Enginn þeirra hafði óskað eftir
að halda áfram ferðinni öðru vísi
en í flugvél. Og með Mikoyan í
broddi fylkingar kvöddu þeir
með mestu virktum áhöfnina,
sem ásamt þeim hafði skömmu
áður lent í bráðri lífshættu.
Danski flugstjórinn Ole Grönn-
ing flaug Yngva Víkingi til Kaup
mannahafnar, en með honum í
flugstjórnarklefanum var einnig
hinn sænski starfsbróðir hans,
Carl Arne Schultzberg, flug-
stjóri, sem hafði stjórnað Braga
Víkingi, þegar óhappið vildi til.
Eftir lendinguna gaf hann stjórn
SAS í Stokkhólmi þegar skýrslu
sína, en að því búnu átti hann
viðtal við danska blaðið B. T.
★
— Ég hafði rétt fengið leyfi til
þess að hækka flugið úr 21 þús-
und fetum í 23 þúsund fet, þegar
þjapparinn á 4. hreyfli bilaði. Við
vorum búin að ná venjulegum
hraða í hinni nýju hæð, þegar ég
neyddist til að stöðva hinn bilaða
hreyfil og gera nauðsynlegar var-
úðarráðstafanir.
Við tókum skurðinn af skrúfu-
blöðunum, jafnskjótt og hreyfill-
inn var stöðvaður, en þrátt fyrir
það kom upp eldur í hreyflinum.
Ég kallaði upp næstu flugstöðvar
og tilkynnti þeim um óhappið og
bað um upplýsingar um veðrið.
Og veðurútlitið var alls ekki
sem bezt yfir úfnu Atlantshaf-
inu, svo ég ákvað að snúa aftur
til Gander á Nýfundnalandi.
Er við lækkuðum flugið aftur
niður í 21 þúsund fet, kviknaði
einnig í hreyfli nr. 1 — þeim ytri
vinstra megin. — Þegar svo var
komið, var ekki nema um eitt að
gera — að leita til næstu flug-
hafnar, sem var Argentia.
Með tilliti til öryggis farþeg-
anna, varð ég að gera allar þær
ráðstafanir, sem nauðsynlegar
eru taldar þegar slíka hættu ber
að höndum. Ég lýsti neyðar-
ástandi um borð og bað allar nær-
Talið frá vinstri: Norski brytinn Evert Tangred, norska fiug-
freyjan Turid Borge og sænski flugþjónninn Gaston Nássman.
liggjandi flugstöðvar að vera viS-
búnar til hjálpar, ef með þyrfti.
— Urðu menn að fara í björg-
unarvestin? spyr blaðamaðurinn.
■— Já, það var ekki um annað
að gera, eins og komið var. Við
urðum að vera viðbúnin því
versta.
— Hvernig tóku farþegarnir
þessu?
— Þeir virtust vera rólegir.
— Gátu farþegarnir séð, að
kviknað hafði , mótorunum?
—■ Þeir gátu ekki komizt hjá
að sjá það. Brytinn og flugfreyj-
an sáu fljótlega, hvað var á seyði.
Gegnum gluggana sáu þau, að
eldtungurnar stóðu út úr mótor-
unum. Þau komu fram í stýris-
klefann og vöruðu okkur við að-
eins örskammri stund eftir, að
við höfðum séð, að hverju
stefndi.
Flugvélin tók þegar að „missa
hæð“, er tveir mótorar höfðu ver
ið stöðvaðir. Ég varð að reyna að
láta hana lækka eins hægt og
mögulegt var. Það var um að
gera að hlífa mótorunum tveim-
ur, sem voru í lagi.
— Hversu langt var til Argen-
tia, er þér ákváðuð að nauðlenda
þar?
— 100—120 sjómílur, held ég.
— Ef kviknað hefði í mótorun-
um t. d. tveimur klukkustundúm
síðar, hvað hefði þá gerzt?
Schultzberg flugstjóri hikaði
við. Síðan hristi hann höfuðið og
yppti öxlum.
— Væri að jafnaði ekki hægt
að ná til næstu flughafnar, ef
flugvélin væri yfir miðju Atlants
hafinu?
— Fræðilega séð ætti að vera
hægt að fljúga á tveimur hreyfl-
um, hversu lengi, sem vera skal.
En ekki má gleyma því, að mjög
reynir á tvo mótora, sem eiga að
knýja flugvél, sem fjórum mótor-
um er ætlað að knýja.
— Umboðsmenn SAS segja, að
það hafi aldrei áður komið fyrir,
að tveir mótorar hafi bilað í senn
á DC-7.
— Ég hef a. m. k. aldrei orðið
fyrir því.
— Hvað verður nú um Braga
Víking?
— Tveir nýir hreyflar verða
sendir til Argentia. Biluðu hreyfl
arnir verða sendir til Stokk-
hólms. Þeir hafa verið innsiglað-
ir, því að sérfræðingarnir vilja
geta gengið úr skugga um, Kvað
hefur valdið biluninni.
★
Eftir fregnum frá Argentía að
dæma fullyrða bæði danskir og
sænskir sérfræðingar, að bilunin
sé enn eitt óhappið í sögu hreyfl-
anna á DC—7. Hvers konar sögu-
Framl á bls. 17