Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 11

Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 11
Laugardagur 24. jan. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 11 Lýðrœðissinnaðir verkamenn, sameinizt um B-listann í Dagsbrún í DAG OG Á MORGUN fara fram stjórnarkosningar í verkamannafélaginu Dags- brún. Eru tveir listar í kjöri, A-listi, borinn fram af núver- andi stjórn Dagsbrúnar, og B-LISTI, sem borinn er fram af andstæðingum kommún- ista. Er mikill hugur í lýð- ræðissinnum að fella nú hina óvinsælu stjórn kommúnista í Dagsbrún. í tilefni af kosningunum kom Morgunblaðið að máli við nokkra Dagsbrúnarverka- menn og lagði fyrir þá spurn- inguna: „Hvers vegna kýst þú lista lýðræðissinna í Dags- brún?“ — Fara svör þeirra hér á eftir: Dagsbrún hefir of lengi verið flokksfélag kommúnista KRISTINN J. ÁRNASON, Forn- haga 17, er verkamaður hjá Reykjavíkurbæ og heíur um sex ára skeið verið félagsmaður í Dagsbrún. Hann sagði, m. a.: — Eins og allir vita eru það kommúnistar, sem ráða stjórn Dagsbrúnar, og þar sem ég er andvígur kommúnismanum í einu og öllu, get ég ekki með atkvæði mínu stutt þá til áfram- haldandi valda í félaginu, þó ekki væri öðrum ástæðum til að dreifa. Kommúnisminn er blóði drifin öfgastefna, og kemur hið rétta „andlit“ hennar æ betur í ljós með hverju árinu sem líður. Flestir ættu nú að vera búnir að gera sér grein fyrir því, að kommúnistar virða einskis rnanns rétt eða hagsmuni, ef þeír eru ekki í samræmi við „línuna" — sé staðfest milli vinnuveitandans og vinnuþegans — og beri verka- manninum nánast að líta á at- vinnurekandann sem svarinn óvin. — Þetta er hættulegur boð- skapur. Það þarf einmitt að stefna að því að koma á sem nánustu samstarfi vinnuvega og vinnu- veitenda. Míri skoðun er sú, að gagnkvæmur sk.lningur þessara aðila mundi orka meiru til hags- bóta fyrir verkamenn en mörg stórverkföllin hafa gert. Þetta er það sem koma skal, að mínu áliti — en bað vinnst ekki á meðan kommúnistar ráða íerð- inni. Lýðræðissinnar eru í sókn í Dagsbrún, og það verður að halda áfram baráttunni. Þá mun sigur vinnast. — Verkamenn, fylkið ykkur fast um lista lýðræðis- sinna, B-listann, og tryggið með því, að Dagsbrún verði ekki leng- ur flokksfélag kommúnista — hún hefur þegar of lengi verið það. Réttlætismál, sem Dagsbrúnatr st j órnin hefir hindrað ÁGÚST GUÐJÓNSSON, Hólm- garði 13, hefur verið bifreiðar- stjóri hjá Vegagerð ríkisins í 30 um gæfu til að veita þeim nú hvíld frá stjórnarstörfum. Og við höfum einfalt ráð til þess, verkamenn, að leysa rauðu stjórnina frá störfum — við þurf- um ekki annað en fylkja okkur einhuga um B-listann. Þurfum að þvo hinn pólitíska stimpil af félagi okkar GUÐMUNDUR SIGUR JÓNSSON, Baldursgötu 28, hefur starfað hjá Eimskipafélagi íslands um tutt- ugu ára skeið og verið félags- Kristinn J. Árnason og að það er varhugaverí og hættulegt að fela þeim forystu- hiutverk á nokkru sviði. Þetta ættu verkamenn í Dags- brún að gera sér fyllilega ljóst. Kommúnisíar eru sannarlega bún ir að sitja þar við stjórn nógu lengi— og mál til komið að veita þeim hvíld. — Ég segi „sitja“ við stjórn, því að þeir hafa sann- arlega ekki staðið við stjórnvöl- inn eins og góðum skipstjórum sæmir, heldur setið í hægu sæti, með hangandi hendi á stýrinu — og ekki þekkt neina átt nema austur. -— Það er einmitt hin pólitíska „línustarfsemi" komm- únista, sem Dagsbrúnarmenn þurfa að hrinda af höndum sér, því að það er eina sviðið, sem þeir vinna ötullega á — að halda félaginu í flokksviðjum sínum. —• Hagsmunir flokksins eru þar yf- irleitt settir ofar hagsmunamál- um verkamannanna. Eitt vil ég leggja áherzlu á í þessu sambandi. Kommúnistar hafa ávallt reynt að koma því inn hjá verkamönnum, að mikið djúp Ágúst Guðjónsson ár og lengst af þeim tíma ver- ið félagi í DagsHSrún. — Ég kýs B-listann, vegna þess, sagði Ágúst, að mér hefur fundizt núverandi stjórn Dags- brúnar vinna slælega á ýmsum sviðum og félagsmenn fá ekki að fylgjast með störfum hennar að neinu gagni — og ég tel þá pólitísku einsýni, sem ávallt hef- ur einkennt störf hennar, algjör- lega óviðunandi í slíku stéttar- félagi, sem að réttu lagi á að vera algjörlega óháð öllum stjórn málaflokkum. Það er svo með mig og mína samstarfsmenn, bílstjóra og véla- menn, að okkur hefur þótt lin- lega á okkur málum haldið og lítils skilnings gæta hjá stjórn Dagsbrúnar á hagsmunum okk- ar og sérstöðu innan félagsins að ýmsu leyti. Þess vegna hefur því mjög verið hreyft af okkar hálfu, að við fengjum að mynda sér- deild innan Dagsbrúnar, sem við teljum, að hafa mundi marga kosti í för með sér. — Líkt mun vera farið um ýmsa aðra starfs- hópa innan félagsins. Btjórnin hefur oft látið svo, sem hún væri því fylgjandi að slík deildaskipting kæmist á, en þar hefur staðið við orðin tóm. — Einhvern veginn er það svo, að hinir kommúnísku stjórnar- herrar í Dagsbrún virðast ekki hafa sérstakan áhuga á þessu réttlætismáli, og grunar mig, að þeir séu hræddir um að missa eitthvað af pólitískum tökum sínum, ef slíkt skipulagsbreyting yrði gerð í félagi okkar. Ég geri ráð fyrir, að þetta rétt- lætismál — og fjölmörg önnur, sem kommúnistaforsprakkarnir í Dagsbrún hafa hundsað — nái fram að ganga, ef við bara ber- Guðmundur Sigurjónsson maður í Dagsbrún álíka lengi. Hann sagði: — Ég kýs lista lýðræðissinna í Dagsbrún vegna þess, að ég er oánægður með núverandi stjórn og treysti þeim mönnum, sem skipa B-listann betur til þess að stjórna félagi mínu. Forysta kommúnista í Dags- brún hefur verið einhiiða — fiokksleg. Flokkurinn hefur alltaf setið þar í fyrirrúmi, og komm- únistaherrarnir hafa beitt þessu stærsta stéttarfélagi landsins sem póltísku vopni sínu, hvenær sem þótt hefur henta. En ötulleikinn hefur verið sýnu minni, þegar um hagsmunamál verkamanna hefur verið að ræða. Pólitískir andstæðingar komm- únistaforystunnar hafa hreiniega verið útilokaðir frá öllum áhrif- um á stjórn félagsins — þeir, sem ekki eru á hinni einu ,.réttu línu“ eru dæmdir óhaiíir til starfa, og á þá er ekki hlustað. Hefur jafnvel kveðið svo rammt að til skamms tíma, að andstæðing- um stjórnarmnar hefur raun- verulega verið varnað máls á fé- lagsfundum, því að þaulæfðir öskurkórar kommanna hafa hrein lega komið í veg fyrir, að mál þeirra heyrðist. — Raunar er nú nokkur breyting á þessu orðin. Andstæðingar kommúnista eru nú komnir í svo mikla sókn í félaginu að ekki þykir þorandi að beita slíkum bolabrögðum leng- ur að nokkru ráði. Enda þótt „öskuraparnir“ hefji enn ein- staka sinnum upp sinn gamla söng, er hann nú mun veiklu- legri en áður. — Ég get um þetta til þess að týna, hversu umhug- að kommúnistum hefur verið að kveða niður raddir andstæðinga sinna. Það er hin austræna að- ferð. En það er ekki hægt að stjóina verkalýðsfélagi með óp- um og óhljóðum — og hagsmunir verkamanna verða ekki tryggðir með slíkum aðferðum Við viljum ekki liávaðasama s.jáJlbyrginga í stjórn Dagsbrún- ar — við viljum ábyrga athafna- menn, menn sem hafa bæði vilja og getu til þess að berjast fyrir hagsmunum verkalýðsins — án þess að láta nokkur annarleg sjónarmið villa sér sýn. — Við þurfum að þvo hinn pólitíska stimpil af félagi okkar. Ég ætla að stuðla að því, að svo megi verða — með því að kjósa B-listann. Gerum það allir. Rósmundur Tómasson Ala á sundrungu og úlfúð með verkamönn- um og vinnuveitendum RÓSMUNDUR Tómason, Laugar- nesvegi 66, er starfsmaður hjá Steypustöðinni h.f. Hann hefur verið félagi í Dagsbrún um margra ára skeið. — Eftir margra ára slæma reynslu af hinni kommúnísku stjórn Dagsbrúnar, þarf ég ekki að skoða hug minn um það, hverja ég vil styðja við stjórnar- kjör það, sem nú fer fram, segir Rósmundur. Ég kýs B-listann, lista þeirra, sem vilja binda endi á setu kommúnista í stjórn fé- lagsins. Raunar er það svo, að ekki er gott að átta sig á ýmsum atrið- um varðandi stjórn Dagsbrúnar, því að verkamenn fá yfirleitt ákaflega lítið að vita um, hvað er að gerast á hverjum tíma, hins vegar vita þeir það af rr'-r.í i- unni, að iltið gerist — að slæ- lega er unnið hjá forystunni og sofið á verðinum. — Finnst mér því tími til kominn að kveðja nýja menn til forystu í félaginu. Það væri hægt að eyða löngum tíma í að telja upp ávirðingar núverandi Dagsbrúnarstjórnar. — En höfuðatriðið er að sjálfsögðu það, að hér er um einhliða póli- tíska stjórn að ræða, sem auðvit- að á ekki að eiga sér stað í slík- um stéttarfélögum. — Af því leiðir, að farið er í pólitískt manngreinarálit í flestum mál- um. Allar tillögur, sem bornar eru fram af mönnum ai dsnúnum kommúnistum, eru miskunnar- laust kveðnar niður, og inenn verða jafnvel að þola personu- legar árásir og svívirðingar, ef þeir dirfast að bera fram einhver mál á félagsfundum, sem ekki „falla í kramið“ hjá stjórninni. Munu þó flestir sæmilega rétt- sýnir menn geta orðið sammála um, að það sé hverri félagsheild styrkur, að sem flest sjónarmið fái að koma fram, og ættu þeir, sem til forystu veljast að örva félagsmenn til að láta í ljós skoð- anir sínar, en setja þeim ekki stólinn fyrir dyrnar í þeim efn- um, eins og tíðkast þar sem kom- múnistar eru í valdaaðstöðu. Kommúnistar ala stöðugt á úlf- úð með verkamönnum og vinnu- veitendum. Þetta tel ég hið hættu legasta framferði. Vinnuþeginn og vinnuveitandinn eiga ekki að vera andstæðingar, heldur sam- herjar í því að reka þjóðarbúið á sem hagkvæmastan hátt. Það þarf að bætg sambúð pessara aðila, en ekki ala á sundrungu og úlfúð. Þá mun margt betur fara og verða komizt hjá margs kon- ar árekstrum, sem engum er til góðs. — Þetta heitir sjálfsagt undirlægjuháttur“ og „atvmnu- rekendasmjaður" eða eitthvað slíkt á.máli kommúnista, en það skiptir engu. Hér tel ég þörf breyttrá vinnubragða. Ég get Sagt hér eitt lítið dæml um „heiðarleikann" í starfshátt- um Dagsbrúnar-kommúnistanna, þegar kosningar eru annars veg ar. Við síðustu kosningar tii Al- þýðusambandsþings gerðu þeir mér þann „heiður“ að setja nafn mitt á framboðslista sinn, en um það vissi ég ekkert fyrr en á síð- ustu stundu. Þeir voru svo sem ekki að hafa fyrir því að spyrja mig að því, hvort ég hefði nokk- uð við það að athuga að vera á listanum — nei, slíkt hefði ekki verið í samræmi við önnur vinnu brögð þeirra! Verkamenn. Við höfum fengið næga reynslu af núverandi stjórn Dagsbrúnar — hún fer varla batnandi héðan af. Við kjósum B-listann. Kommúnistar tryllost vegna 1 Dagsbrónorkosninganna s KOMMÚNISTAR láta nú sem óðir menn og er allt fram- ^ ferði þeirra, frá því að þeir hrökkluðust úr ríkisstjórn, sem S þeir hafi misst ráð og rænu. ^ M. a. virðast þeir ekkert muna eftir því, sem þeir sögðu V og gerðu, meðan þeir voru í ríkisstjórn og er því ekki úr ^ vegi að hressa örlítið upp á minni þeirra. s Þegar 6 vísitölustigin voru gefin eftir haustið 1956 > sagði Þjóðviljinn m. a.: v „Takist að stöffva dýrtíffarölduna, er raunverulega S um kjarabætur aff ræffa fyrir vinnandi fólk, en ekki; kjaraskerffingu“. — Þjóv. 8. 9. ’56. S Og ennfremur: ^ „Því hefur veriff margsinnis lýst yfir af forustu- S mönnum verklýffssamtakanna í undanförnum kjara- ^ deilum aff verkalýffurinn kysi fremur stöffvun effa s LÆKKUN DÝRTÍÐARINNAR“. — Þjv. 5. 9. ’56. i Um álögurnar í árslok 1956, jólagjöfina, sagði Þjóð- s viljinn: i „Eina leiffin til aff binda enda á þetta öngþveiti, v þetta síendurtekna vandamál um hver áramót, er aff S stöffva verffbólguskriffuna. Og þar er einmitt aff finna ; veiluna í ráðstöfunum núverandi stjórnar. Neyzlu- S skattar þeir, sem hún hefur ákveffiff, geta hækkaff | verfflag á ýmsum vörum allverulega, og þar kann aff S vera fólgiff upphaf aff nýrri dýrtíffarbylgju". • — Þjv. 20. 12. ’56. \ Ef menn bera svo þessi skrif saman við það. sem Þjóð- i viljinn segir þessa dagana, skýtur heldur skökku við, og \ þarf ekki lengi að leita að ástæðunni: í viðbót við það að i vera lausir úr stjórnarbúrinu, standa þeir í stjórnarkosningu i í Dagsbrún og svífast einskis til að reyna að halda þar fylgi i sínu. Ólíklegt er hins vegar, að hringsnúningur þeirra og ^ æsingaskrif afli þeim mikils fylgis verkamanna. S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.