Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. jan. 1959
N Ý SENDING
Svissneskar
vefrarkápur
Stærðir: 9, 11, 13,15 og 17.
Útgerðarmenn
Rétt stilling á dieselolíuverki
og toppum tryggir öruggan
gang bátsins. Önnumt við-
gerðirnar með fullkomnustu
tækjum og af æfðum fag-
mönnum.
BOSCH umboðið á lslandi.
BRÆÐURNIR ORMSSON H.F.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.
Aukastarf
Velþekkt og vinsælt tímarit óskar eftir áskrifta-
söfnurum, fyrst og fremst í Reykjavík, en annars
víðs vegar um landið. Lysthafendur sendi nafn,
heimilisfang og símanúmer í póst, þannig áritað:
Áskriftir, Pósthólf 594, Reykjavík, og verða þeim þá
gefnar allar nánari upplýsingar.
Skrifstofustúlka
Stúlka vel að sér í lagerbókhaldi og statestic óskast.
Vinnutími frá kl. 2—6,30 e.h. Tilboð með mynd
(sem endursendist) og uppl. um menntun og fyrri
störf óskast send í pósthólf 825 merkt: „Bókhald
— 542“.
Leikfélag Reykjavikur:
,Delerium bubonis'
Leikstjóri Lárus Pálsson
GAMANLEIKUR eftir Jón
Múla og Jónas Árnasyni. —
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum-
sýndi sl. miðvikudagskvöld
gamanleikinn „Delerium bubon-
is“ eftir þá bræður Jón Múla
og Jónas Árnasyni. Höfundana
þarf ekki að kynna, því að þeir
eru báðir þjóðkunnir menn, þótt
ungir séu, — Jón fyrir margþætt
starf um langt skeið á vegum
Ríkisútvarpsins og Jónas fyrir
vel ritaðar og vinsælar bækur,
sem komið hafa út eftir hann á
undanförnum árum og skemmti-
lega útvarpsþætti.
„Delerium bobonis“ var flutt
í útvarpið hér fyrir jól 1954 og
þótti þá hin bezta skemmtun.
Síðan hafa höfundarnir endur-
samið leikinn, lagað hann eftir
kröfum leiksviðsins, breytt efni
hans að nokkru, bætt við nokkr-
um persónum og fjölgað söngv-
um, enda er tónlistin í leiknum
þar verulegt atriði. Hefur Jón
Múli samið tónlistina, sem er
mjög athyglisverð í prýðilegum
hljómsveitarbúningi Carls Bill-
ich, og staðfestir það, sem reynd-
ar var áður vitað, að Jón er
músikalskur í bezta lagi.
Leikurinn er, sem áður segir,
gamanleikur, allfarsakenndur og
deila höfundarnir þar óspart á
margt það er þeir telja að miður
fari í íslenzku þjóðlífi. Öll er
ádeilan næsta opinská og um-
búðalaus, en þó gamansöm og oft
bráðsnjöll. Beina höfundar skeyt-
um sínum fyrst og fremst að
viðskipta- og stjórnmálalífinu,
sem þeir Ægir Ó. Ægis, forstjóri,
mágur hans, jafnvægismálaráð-
herrann og Einar í Einiberja-
runni eru hinir ákjósanlegustu
fulltrúar fyrir. Þá deila höfund-
amir einnig skemmtilega á allt
það tildur og þann innantóma
hégómaskap, sem siglt hefur í
kjölfar peningaflóðs síðustu ára-
tuga og birtist holdi klætt í per-
sónu forstjórafrúarinnar, Pálínu
Ægis. Og ennfremur leiða þeir
fram á sjónarsviðið eitt alþekkt
fyrirbæri, og ekki óskemmtilegt,
— hið skeggjaða atómskáld, sem
telur sér það öðru fremur til
gildis, að hann hafi ráðið niður-
lögum allra lestrarmerkja, að
punktinum einum undanskildum.
Af því, sem nú hefur verið
sagt, má sjá, að höfundarnir hafa
telft fram í leiknum miklu mann-
vali, og eru þó ýmsir ótaldir, svo
sem Leifur Róberts, tónskáld,
fóstursonur ráðherrans, Guðrún
Ægis, listdansari, dóttir Ægis
forstjóra og unnusta Leifs, Sigga
vinnukona og síðast en ekki sízt,
Gunnar Hámundárson, leigubíl-
stjóri, er verst öllum ásóknum
vel og drengilega eins og nafni
hans forðum, en verður þó, eins
og hann, að láta í minni pokann
áður en lýkur.
Það segir sig sjálft, að þar sem
slíkt fólk fer, sem nú hefur ver-
ið nefnt, hljóta mikil átök og ör-
lagaríkir atburðir að eiga sér
stað, en eigi þykir hlýða að rekja
þá sögu hér. Þess skal þó getið
að hinir þrír skeleggu fulltrúar
viðskipta- og stjórnmálalífsins
sameinast að lokum í eiginhags-
munastreitunni, af illri nauðsyn
þó, enda halda þeir þá öllum
þráðum hinnar blygðunarlausu
fjárplógsstarfsemi í höndum sér.
Og frú Ægis tekur aftur gleði
sína fyrir atbeina Einars í Eini-
berjarunni og Gunnars bílstjóra
Hámundarsonar.
Leikstjórinn, Lárus Pálsson,
hefur unnið hér mikið starf og
gott. Bar hinn ágæti heildarsvip-
ur leiksins þess augljóst vitni að
leikstjórnin hefur verið nákvæm
og hvert atriði vel yfirvegað,
enda hafa sumir leikendanna
aldrei sýnt jafngóðan og örugg-
an leik og að þessu sinni. Hið
eina sem að mætti finna, er að
nokkuð slaknar á leiknum þegar
einsöngurinn fer fram við píanó-
ið, en það mun þó veftða að skrifa
á reikning höfundanna.
Aðalhlutverk leiksins, Ægi 0.
Ægis forstjóra, leikur Brynjólfur
með „Baby“ strauvélinni.
BÁBY er einasta borðstrauvélin,
sem stjórnað er með fæti og því
hægt að nota báðar hendur við að
hagræða þvottinum.
Takmarkaðar birgðir
fyrirliggjandi.
T-fekla
Austurstræti 14
Sími 11687
Jóhannesson. Forstjórinn er kald
rifjaður fjárplógsmaður, en ekki
að sama skapi hygginn, enda
úrræðafár þegar á reynir, og því
lítt til þess fallinn að standa
einn í stórræðunum, hvort sem
um er að ræða duttlunga eigin-
konunnar heima fyrir eða ref-
skák kaupsýslunnar. — Bryjólf-
ur leikur forstjórann af miklu
fjöri og skemmtilegum svip-
brigðum og látbragði og er nú,
sem endranær „svifléttur og
sífjaðurmagnaður“ eins og tvítug
ur unglingur þrátt fyrir sín
sextíu og tvö ár!
Pálínu Ægis, konu forstjórans,
leikur Sigríður Hagalín. Túlkar
hún þessa innantómu og treggáf-
uðu tildurskjóðu af glöggum
skilningi og með skemmtilegri
kímni í framsögn og látbragði.
Hefur Sigríður aldrei leikið
jafnvel og að þessu sinni.
Guðrúnu Ægis, dóttur forstjór-
ans leikur Kristín Anna Þórar-
insdóttir. Guðrún er fulltrúi
ungu kynslóðarinnar nú á dög-
um, sveimhuga, ásthneigð,
„dramatísk" og með alls konar
listagrillur, en þó heilbrigð inn
við kjarnann. — Kristín Anna
túlkar þessa ungu stúlku af mik-
illi nærfærni og næmum skiln-
ingi í tilbrigðaríkum og örugg-
um leik. Þá var og söngur henn-
ar við píanóið einkar viðfelld-
inn.
Karl Sigurðsson fer með hlut-
verk jafnvægismálaráðherrans,
mágs Ægis Ó. Ægis og samverka-
manns hans í fjárplógsstarfsem-
inni. Ráðherrann er jafnoki
mágs síns í viðskip+aklækjunum
og vel það og notar sér óspart
pólitíska aðstöðu sina sér til
persónulegs ávinnings, þó að ekki
dugi til að þessu sinni. Gervi
Karls í hlutverki þessu er prýð-
isgott og leikur hans öruggur.
Steindór Hjörleifsson fer með
hlutverk Leifs Róberts, fóstur-
sonar ráðherrans og unnusta
Guðrúnar Ægis. — Leifur er
hressilegur ungur maður og tón-
skáld að auki, sem semur við-
kvæm lög til unnustunnar. Er
leikur Steindórs eðlilegur og
sannur. — Guðmundur Pálsson
leikur atómskáldið Unndór And-
mar. Er þetta ærið skringileg per-
sóna frá hendi höfundanna, bæði
að ytri og innri gerð, en kemur
þó kunnuglega fyrir. Fer Guð-
mundur laglega með hlutverkið,
af góðri kímni og þó öfgalaust.
Gísli Halldórsson leikur Einar
í Einiberjarunni, sem gerir þá
Ægi forstjóra og ráðherrann.
heimaskítsmát í refskák fjár-
glæfranna og neyðir þá til að
gera hann að hluthafa í fyrir-
tækjum þeirra. Túlkar Gísli vel
og skemmtilega þennan kald-
hæðna og slungna náunga. —
Árni Tryggvason leikur Gunnar
Hámundarson. Hlutverkið er
ekki mikið en Árni nær vel þess-
ari heimóttarlegu og þrjózku
manngerð. — Nina Sveinsdóttir
leikur Siggu vinnukonu á heim-
ili Ægis forstjóra og fer laglega
með það litla hlutverk.
í leiknum eru sungin mörg
ljóð og eru þau flest vel gerð
og smellin. Carl Billich stjórnar
hljómsveitinni sem leikur undir
söngnum og ferst það af sinni
alkunnu smekkvísi. Erik Bidsted
hefur aðstoðað við söngatriðin.
Magnús Pálsson hefur gert
leiktjöldin og ráðið búningunum.
Hafa leiktjöld Magnúsar oft vak-
ið hrifningu áhorfenda, en að
þessu sinni taka þau öllu fram,
sem hann hefur áður gert og er
þá mikið sagt. Einkum kom það
áhorfendum skemmtilega á óvart,
er skrifstofa Ægis breyttist í
borðstofu fyrir opnu tjaldi. Fögn-
uði áhorfendur því með miklu
lófataki.
Leikhúsgestir tóku leiknum af-
bragðsvel og hylltu höfundana,
leikstjóra og leikendur með
blómum og dynjandi lófataki að
leikslokum, enda var sýningin
hin skemmtilegasta. Þykir mér
líklegt að leikurinn eigi eftir að
hljóta góða aðsókn og miklar
vinsældir.
Sigurður Grímsson.