Morgunblaðið - 24.01.1959, Síða 13
Laugardagur 24. jan. 1959
MORGUNBLAÐ1Ð
13
— Alþingi
Frh. af bls. 8
kvörðun se^_ fjármálaráðherra
tæki og hefði hann aldrei heyrt
þess getið, að ráðherra velti þess-
ari ábyrgð af sér yfir á embætt-
ismenn.
Þá minntist Eysteinn Jónsson
á greiðsluafgang frá fyrra ári,
sem sumir þingmenn hefðu talið
allt að refsiverðan. Enn kvað
hann ekki vitað, hve mikill þessi
greiðsluafgangur yrði, en veru-
legur hluti hans færi til að greiða
greiðsluhalla fjárl. ársins á und-
an. Á síðasta ári hefði verið ó-
venjumikill innflutningur fyrir
lánsfé og þjóðartekjur mjög góð-
ar. Ef ekki hefði orðið greiðslu-
afgangur við þessi skilyrði, hefði
ekki verið hægt að gera sér von
um hallalaus fjárlög í meðalári.
Eysteinn Jónsson vék að ræðu
Lúðvíks Jósefssonar frá deginum
áður. Hann hefði lýst sig mótfall-
inn þeim kenningum að afnema
bæri vísitöluna. Ekki væru þó
nema nokkrir mánuðir síðan fyrr
verandi ríkisstjórn hefði gefið
það út að það væri gjörsamlega
vonlaust að stöðva verðbólgu-
hjólið, ef vísitalan væri notuð
áfram. Nú virtist Lúðvík Jósefs-
son alveg vera búinn að skipta
um skoðun. Þá hefði sami ræðu-
maður talað um of mikla eyðslu
í rikisrekstrinum, en kommúnist-
ar byggju ekki yfir neinum töfra
meðulum, sem horfa til sparn-
aðar í þeim efnum. Þeir vildu að
vísu minnka löggæzlu í landinu,
leggja niður sendiráðið hjá
NATO og sendiráðin á Norður-
löndunum og skera niður verk-
legar framkvæmdir í landinu.
Þá vék Eýsteinn Jónsson að
ræðu Einars Olgeirssonar og
kvað hann einan hafa lýst á
hendur sér vígi fyrrverandi rík-
isstjórnar. Kvaðst hann ekki viss
um að allir stuðningsmenn Ein-
ars væru jafn ánægðir með þetta
Og hann væri sjálfur.
Lúðvík Jósefsson hefði í ræðu
sinni minnzt á sjávarútvegsmál
og sagt, að óhæfilegu miklu fé
hefði verið varið til útgerðarinn-
ar. Væri fróðlegt að heyra frá
honum, hverjir hann teldi að
hefðu fengið of mikið, hvort það
væru kannske fiskimenn. í fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði hann
lýst því yfir, að hæfilegt væri að
útflutningsframleiðslan fengi 39
milljónir.
Þá vék Eysteinn Jónsson að
ræðu Bjarna Benediktsonar, sem
hann sagði að hefði fjargviðr-
ast mjög um vanskilavíxla og ó-
skaplegt sukk úr tíð fyrrverandi
stjórnar. Þá sagði hann, að með
þessu frumvarpi væru Sjálfstæð-
isflokkurinn að senda þjóðinni
reikning og innheimta það sem
hann hefði blekkt með í sumar.
Það væri alrangt að Framsókn-
armenn hefðu átt nokkurn þátt
í kauphækkunarbaráttunni og
væri ekki annað en slúðursaga,
er Bjarni Benediktsson hefði
sagt frá því að varabæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins hefði lagt
til á bæjarstjórnarfundi í sept.
að umsvifalaust yrði fallizt á
12% hækkun til verkamanna.
Kvað hann samhengi í þessu máli
það, að það hefði verið ætlun
Sjálfstæðismanna að skilja Dags
brún eftir, þegar aðrir fengju
kaup sitt hækkað. En tillaga
bæjarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins hefði hinsvegar verið til þess
eins lögð fram að hindra það að
Dagsbrúnarmenn yrðu útundan.
Er Eysteinn Jónsson hafði lok-
ið máli sínu, laust fyrir kl. 11
var gert hlé á þingfundi til kl.
11,30. en gert var ráð fyrir að
1. umræðu um niðurfærslufrum-
varp
nótt.
ríkisstjórnarinnar lyki í
Dagsbrúnarfundur i gærkveldi
Verkamenn hafa fengið
af þjónkun
kommúnista
nog
við
Dagsbrúnarstjórnin fór mjög
fyrir vægðarlausri gagnrýni stuðnings-
manna B-listans
félagsstj.
i ríkisstjórn
halloka
í GÆRKVÖLDI var haldinn
fundur í Verkamannafélaginu
Dagsbrún. Var hér um að
ræða hinn venjulega kosninga
fund. Fjölmenni var á fund-
inum og urðu umræður all-
Dauðarefsing afnumin á
Kúbu eftir aftökurnar
sagði Castro frétfamönnum
Havana, 23. jan. Reuter. — Fidel
Castro foringi uppreisnarmanna
á Kúbu fór i dag áleiðis til Cara-
cas, höfuðborgar Venezuela, til að
taka þátt í hátíðahöldum í til-
efni af flótta Perez Jimenez ein-
ræðisherra í Venezuela í fyrra.
Þegar Castro steig upp í flugvél-
ina á flugvellinum i Havana, var
honum fagnað af miklum mann-
fjölda. Hann var mjög þreytu-
legur. Þetta er fyrsta utanför
Castros síðan Batista einræðis-
herra var steypt af stóli á Kúbu.
Dauðadómur
í dag var liðsforingi úr her
Batista dæmdur til dauða fyrir
að pynda og drepa 108 manns.
Réttarhöldin fóru fram á leik-
vangi í Havana að viðstöddum
um 17.000 manns. Liðsforinginn,
Jesus 'Sosa Blanco, er 50 ára gam-
all. Hann var jafnframt ákærður
fyrir að brenna um 200 bænda-
býli í Oriente-héraði.
Réttarhöldin eru fyrstu „stríðs-
glæparéttarhöldin“ á Kúbu eftir
byltinguna.
Það tók dómstólinn 12 V2 tíma
að kveða upp dóminn. Verjandi
Blancos kvaðst mundu skjóta
málinu til hins nýja hæstaréttar
Kúbu, en hinir fimm dómarar
hans hafa ekki enn verið til-
nefndir.
í gær átti Fidel Castro fund
með 350 erlendum blaðamönnum,
sem hann hafði sérstaklega boðið
til Kúbu. Fór fundurinn fram í
hinu glæsilega Riviera-hóteli, þar
sem Castro er búsettur.
Ekki kommúnisti
Hann lagði ríka áherzlu á, að
hann væri ekki kommúnisti, en
hins vegar mundu kommúnistar
á Kúbu ekki verða ofsóttir. Hann
kvaðst óska eftir vináttu og að-
stoð Bandaríkjamanna, en kærði
sig ekki um íhlutun þeirra. Hann
kvað viðskiptaheimildir erlendra
fyrirtækja á Kúbu verða ógildar,
ef þær væru ekki í samræmi við
lögin.
Castro bjóst rið að um 400
„stríðsglæpamenn" yrðu teknir
af lífi, en af þeim hefðu þegar
verið líflátnir um 250 menn. í
Havana er enn mikil byltingar-
ólga, og hvarvetna eru gerðar
háværar kröfur um hefndir á
fylgismönnum Batista.
Castro upplýsti, að þegar
hættulegustu og illræmdustu
stríðsgiæpamennirnir hefðu vcr-
ið teknir af lífi, mur.di dauða-
refsing verða afnumin á Kúbu.
Hann sýndi fréttamönnum mynd-
ir af limlestum likum, sem hann
kvað hafa fundizt i skrifstofum
Batistastjórnarinnar, og sagði að
hún hefði látið drepa 20.000 karla,
konur og börn.
heitar. Svo
hafa koniið
í Dagshrún
sem kunnugt er
fram tveir listar
við stjórnarkjör
Ljósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, tók pessa mynd niðri við höfn d dögunum. — Þar
hefir oft undanfariö mátt sjá skip búin kaldri klakabrynju stafna milli, eins og þetta, sem
myndin er af. —
það, sem fram fer nú um
helgina.
Fyrsti ræðumaður fundarins
var • Eðvarð Sigurðsson, ritari
Dagsbrúnar, og talaði hann fyrir
hönd A-listans, eða lista komm-
únista. Ræða Eðvarðs var mjög
lituð þeim áróðri, sem kommún-
istar hafa nú helzt á takteinunum
í umræðum um aðgerðir núver-
andi ríkisstjórnar í efnahagsmál-
um. Var það helzt inntak ræðu
hans, að hinar ýmsu aðgerðir fyrr
verandi ríkisstjórnar í efnahags-
málunum, svo sem vísitölufölsun,
kaupbinding, skattaálögur o. m.
fl. hefðu á engan hátt rýrt kjör
launþeganna. Var að þessu sinni
óvenjumikið um falsanir á tölum
og tilvitnunum í ræðu Eðvarðs
og þegar hann vefengdi niður-
stöðutölur hins nýja frumvarps,
þá var það með þeim orðum, að
hann væri „næstum alveg viss
um að þetta væru of lágar töl-
ur“. Ástæður dýrtíðarinnar kvað
hann að miklu leyti vera „þá
verðhækkun, sem bændur stálu
í haust“. Um hinar nýju ráðstaf-
anir almennt sagði Eðvarð að
svar verkalýðshreyfingarinnar
yrði að verða það, að skera upp
herör gegn þeim.
Jón Hjálmarsson, formanns-
efni B-listans, lista lýðræðissinna
í Dagsbrún, talaði næstur. Hann
hóf mál sitt með stuttu yfirliti yf
ir þá óheillaþróun sem hefði orðið
í efnahagslífi þjóðarinnar sl. 2'/2
ár. Hvað hann það mætti vera
hverju mannsbarni ljóst að það,
sem fyrir lægi nú, væri að finna
ráð til þess að stöðva þá verð-
bólguöldu, sem fyrrverandi ríkis-
stjórn hefði skellt yfir þjóðina.
Á því væri engin vafi að vísi-
talan myndi við þá breytingu,
sem fyrirhuguð væri verða í mun
réttara hlutfalli við verðlagið
heldur en hún hefði nokkurn-
tíma verið í valdatíð fyrrv. ríkis-
stjórnar. Enda væri það óvé-
fengjanleg staðreynd að kaup-
máttur launa myndi við aðgerð-
þessar aukast um 1,6%. Eðvarð
hefði rætt um aðgerðir þær,
sem fyrrverandi ríkisstjórn
hefði framkvæmt haustið 1956
þegar hún afnam 6 vísitölu-
stig óbætt, og sagt að þær
hefðu verið allt annars eðlis
heldur en það, sem nú væri
verið að gera. Já, mikið rétt,
sagði Jón, Þá fylgdu í kjölfarið
stórfenglegir skattar og mikil
hækkun vöruverðs, sem rýðri
kjör launþega stórlega til viðbót-
ar því, sem þeir misstu við ráhið
á 6 vísitölustigunum. En þá hétu
þessar aðgerðir allt öðru nafni.
Þá voru það „bjargráð" þegar
kommúnistar voru að stórauka
greiðslurnar til atvinnuveganna
— og samt var þá ekki um að
ræða neinar kauphækkanir hjá
launþegum. Verkamenn vilja
kauphækkanir. en þær verða að
vera raunhæfar, sagði Jón, og
rifjaði upp vinnubrögð Dagsbrún
arstjórnarinnar á s.l. hausti, þeg-
ar hún fékk Lúðvík Jósefsson,
þáv. sjávarútvegsmálaráðherra,
til þess að gera baksamning við
vinnuveitendur, samning, sem
heimilaði þeim að taka þá kaup-
hækkun, sem verkamenn fengu
aftur, í hækkuðu verðlagi og því-
umlíku. Það var hin mikilvæga
aðstoð Lúðvíks, sem Þjóðviljinn
gumaði svo mikið af á þeim tíma.
Síðan ræddi Jón um ýmislegt
það er snertir félagsmálin, sva
sem breytingar á skipulagi fél-
agsins, innheimtu félagsgjalda og
aukameðlimakerfið, sem hann
kvað réttilega vera byggt á rang.
lætinu einu saman. Hvatti Jón að
lokum félagsmenn til þess að
standa þétt saman gegn verð-
bólgustefnu kommúnísta. B-list-
inn er listi lýðræðissinna, sagði
hann, listi þeirra, sem vilja stuðla
að því að reynt verði á raunhæf-
an hátt að hamla gegn flóðbylgju
dýrtíðarinnar,-
Guðmundur J. Guðmundsson
hellti úr sér flóði persónulegra
svívirðinga um andstæðinga sína
í félaginu og þá ekki hvað sízt
um Jón Hjálmarsson og Jóhann
Sigurðsson, og níddi þá báða allt
hvað hann gat. Síðan sagði hann:
„Ég skora á Jón Hjálmarsson, að
hætta rógi sínum og ósannindum
um þá menn sem eru í stjórn
Dagsbrúnar“, og gátu þá margir
ekki stillt sig um að brosa að
Guðmundi!
Jóhann Sigurðssen varafor-
mannsefni B-listans talaði næst-
ur. Var ræða hans málefnaleg og
rökföst. Rakti hann svik fyrrv.
ríkisstj. við verkalýðshreyfing-
una og þá verðbólguöldu sem hún
velti yfir þjóðina. Og nú þegar
fram koma raunhæfar tillögur til
þess að royna að stemma stigu
við þeim ófögnuði sem fyrrv. rík-
isstjórn vakti upp, þá verða
kommúnistar alveg óðir af illsku
og hafa allt á hornum sér, sagði
Jóhann og spurði: Vilja nú ekki
verkamenn heldur þessar tillögur
núv. ríkisstjórnar, sem fela í sér
eftirgjöf á 10 vísitölustigum,
hverskyns verðlækkanir, án þess
þó að leggja verði á þjóðina
aukna skatta, vilja menn ekki
þetta heldur en ráðstafanir komm
únista 1956, þegar þeir afnámu 6
vísitölustig, hækkuðu verð á aT.ri
nauðsynjavöru og lögðu 350 millj.
kr. nýja skatta á þjóðina? Hvort
álíta nú Dagsbrúnarmenn raun-
hæfara, hvort hagstæðara? Og
við skulum hafa það hugfast að
við þessar ráðstafanir mun kaup-
máttur launa aukast um 1,6 prós-
ent. Mér virðist svo sem að með
þessu frumvarpi sé stjórnin að
stíga fyrsta skrefið gegn vágest-
inum mikla: verðbólgunni. Þá
ræddi Jóhann nokkuð um hina
stórfelldu skuldaaukningu í tíð
fyrrv. ríkisstjórnar. en í valdatíð
hennar varð skuldaaukningin
500 millj. kr., þ. e. 200 millj. kr.
á ári. Kommúnistum er mjög
órótt núna, sagði Jóhann, þeir
berjast heiftúðlega gegn hvers
konar ráðstöfunum, sem beitt er
gegn dýrtíðinni, en það er stað-
reynd að fyrir síðustu áramót
voru þeir reiðubúnir til hvers sem
var, aðeins til að halda sætum
sínum í ríkisstjórninni. Þá skipti
það þá engu máli hvort 10 eða 15
vísitölustig voru afnumin algjör-
lega bótalaust, stólarnir voru
þeim allt. En verkamenn hafa,
sagði Jóhann að lokum fengið
nóg af þjónkun félagsstjórnarinn-
ar við kommúnista í ríkisstjór.i.
Það var ríkisstjórn þeixra sem
samþykkti æ ofan í æ stórfelldar
kjaraskerðingar fyrir launþega.
Verkamenn munu nú um helg-
ina fylkja liði um B-listann, þeir
munu kjósa sér til forystu menn,
sem berjast gegn aukinni verð-
bólgu i landinu, þá sem vilja
ekki minnka kaupmátt launanna
heldur auka hann.
Fundinum var ekki lokið þeg-
ar blaðið fór í prentun í gær-
kvöldi.