Morgunblaðið - 24.01.1959, Side 16
16
MORCUlVfíLAÐlÐ
Laugardagur 24. jan. 1959
nvim
T1
H
J
fíinir fagnandi fldkksfélagar,
fréttaritarar, 1 jósmyndarar, 100-
dollara-gestir fylgdu henni til
lyftunnar. Lyftudrengurinn átti
erfitt með að stjaka fólkinu frá
lyftudyrunum.
Dyrnar á íbúðinni hennar stóðu
opnar.
Þegar hún kom inn í herbergið,
reis „Bill gamli“ upp úr einum
djúpa hægindastólnum. Hann gekk
á móti henni og faðmaði hana að
eér. Hann var með tárin í augun-
um. Til þess að leyna viðkvæmni
sinni, klappaði hann henni kumpán
lega á öxlina.
„Þetta var sannarlega vel af sér
vikið_ Helen. Takið þér nú káp-
una' yðar — við förum ra'kleitt
til Morrisons. Kampavínið hefur
þegar verið sett í ís“.
Hún hikaði.
Hann kveikti í pípunni sinni.
„Jæja, sjáið þér nú bara til —
nú er óttinn flóginn út í veður
og vind. Sennilega vitið þér alls
ekki lengur hvers vegna þér voruð
hrædd. Þannig er það alitaf eftir
unninn sigur........ Hafið þér
annars nokkuð að segja mér í frétt
um frá Berlín?"
Hann hjálpaði henni í kápuna.
„Nei“, sagði hún — „nei, nú I
finn ég ekki til neinnar hræðslu
lengur. Yið, Skulum þá koma. Ég
veit raunverulega ekki hvaða frétt
ir ég ætti að geta sagt yður frá
Berlín. . . .“
5.
Vikum saman var Helen á
stanzlausu ferðalagi milli Kali-
forníu og New York. 1 Kaliforníu
varð hún að kynnast kjósendum
sínum. Mikilvægari en kjósendura
ir var þó hin pólitíska starfsemi.
Hún hafði sjálf verið kjcsandi til
þessa og vissi ekki hvað það þýddi
að vera virkur þátttakandi í stjórn
málabaráttunni. Þarna var eig-
andi sveitablaðs nokkurs í
Sacramento. sérvitur piparsveinn
aem hataði konur. Helen varð að
heilla hann. Svo var það ekkja í
Pasadena, sem stjórnaði stóru og
voldugu kvenfélagi. Þ. e. a. s. fé-
lagskonurnar kusu eins og „frú
formaðurinn“ ákvað. Helen varð
að sitja stundum saman með
henni að tedrykkju. Svo var það
fyrrverandi þingmaður í Los
Angeles, sem nokkur hluti af
gcmlu fylgismönnunum fylgdi enn
í blindni. Helen varð að vinna
hann til fylgis við sig. Þá var það
einn stórbóndi á búgarði sínum
sem stjómaði sálum og sannfær-
ingu smábændanna í nágrenninu.
Helen varð að sannfæra hann um
það að hún bæri hagsmuni bænd-
anna mjög fyrir brjósti.
Á meðan þessu fór fram, var
verið að æfa leikritið hennar í
,,©ort Theatre" á Broadway í New
York. Ted Leser, hinn frægi leik-
stjóri krafðist ráða hennar og leið
beininga og umboðsmaður hennar,
hinn litli hr. Ross hringdi til henn
ar við hvert tækifæri. Leikarinn
sem fór með aðalhlutverkið vildi
ráðgast við höfundinn um skiln-
ing sinn á hlutverkinu. Þar sem
leikurinn fór .að mestu leyti fram
í Þýzkalandi varð hún að aðstoða
bæði leiktjaldamálarann og bún-
ingateiknarann. þar sem hvorugur
þeirra hafði nokkru sinn komið til
Evrópu. Á einum stað var kraf-
izt smávægilegrar útstrikunar í
handritinu og annars staðar varð
að bæta nokikrum setningum inn í
það. Málafærslumaðurinn færðist
undan að taka á sig ábyrgð eins
eða annars umsamins atriðis. Og
aftur og aftur varð Helen að sker
ast í leikinn.
Helen lifði tvílífi. Kannske var
það m. a. s. líf kamelljónsins, sem
tekur stöðugt á sig lit umhverfis
síns. í New York var hún hin efni
lega, unga skáldkona, sem bjó á
„Hotel Waldorf-Astoria“ og um-
gek'kst blaðafólk, leikara, leik-
stjóra og rithöfunda. 1 Kaliforníu
var hún hins vegar rétt og slétt
lyfsaladóttir, sem skyldi svo vel
málefni og afstöðu alþýðunnar. I
annan stað var hún hin fina hefð-
arkona, sem gat rætt við bankaeig
endur og iðnrekendur. Þá var hún
aftur átrúnaðargoð Morrison-
hringsins. sem naut pólitískrar
aðstoðar hins volduga blaðakóngs
sjálfs. Oft á hverjum degi, spurði
Helen sjálfa sig: „Hver er ég eig-
inlega?“ Henni fai.nst stundum
líkast því sem hún væri að gTata
sínum raunverulega og sanna per-
sónuleika.
Hún hefði ekki verið hreinskilin
við sjálfa sig, ef hún hefði sagt
að hún væri óhamingjusöm. — 1
fyrstu reis hún upp á móti hverri
tilslökun, hverri hræsni, bverjum
ósannindum. En svo tókst henni
að sannfæra sjálfa sig betur og
betur um það, að hver tilslökun,
hver hræsni og hver ósannindi
þjónuðu hinum ,.góða tilgangi".
Þegar hún væri komin á þing,
yrði hún aðeins að segja sannleik-
ann, fylgja einungis réttlætinu
að málum. Ef leikritið hennar
fengi góðar undirtektir á Broad-
way, þá gæti hún skrifað eins og
henni þóknaðist sjálfri og það sem
hún gæti borið ábyrgð á. Nú varð
hún að framkvæma. Nú hafði hún
engan tíma til umhugsunar. Lífs-
vél hennar æddi áfram með 180
kílómetra hraða. Á svo mikilli ferð
var ekki hægt að hugsa mikið. —
Maður hafði nóg með að gæta þess
að missa ekki sjónar af brautinni
og halda öruggu taki á stýris-
hjólinu. —
Hún sá Morrison aðeins sjald-
an. Stundum hvarflaði það að
henni hversu undarlegt þetta væri.
Hún var tvær fullvaxta manneskj-
ur. Hún var frjáls. Hún var stað-
ráðin í því að giftast, en varð þó
að halda öllu slíku næstum
leyndu, eins og ung stúlka, sem
óttast foreldra sína. „Foreldrar“
hennar: það var almenningur. það
voru kjósendurnir, leikhússgest-
irnir og f. o. fr., allt starfsfólkið,
karlar og konur hjá Morrison-blöð.
unum. Það mátti ekki fréttast of
snemma að frambjóðandinn frá
Kalifoi-níu, Broadway-skáldkonan,
væri heitmey Morrisons.
Þegar hinum pólitísku fundar-
höldum lauk, oft ekki fyrr en kl.
eitt eftir miðnætti, hélt Helen ekki
til gistihússins, heldur skýjakljúfs
ins við Park Avenue. Stundum á
laugardagskvöldin leiddust þau
um íbúðina, sem gnæfði hátt yfir
þök New York borgar og töluðu
um það. hvernig breyta skyldi her-
bergjunum eftir giftinguna.
En næsta morgun varð Helen
að vera komin heim í hótel-her-
bergið si'tt aftur, þar sem hún tók
á móti leikstjórum og öldunga-
deildarþingmönnum, kosningaer-
indrekum og leikurum. Þau gengu
aldrei út saman. Þau voru á stöð-
ugum flótta undan fréttasnötum
mótstöðublaðanna, sem hefðu allt
of fúslega styrkt hvern minnsta
orðróm um hið nána samband
milli blaðakóngsins og fyrrverandi
fréttaritara hans.
Svo nálgaðist 12. febrúar. Þann
dag átti að halda frumsýningu í
„Cort Theatre" á sjónleiknum
„Karlmenn" eftir Helen Cuttler".
Fyrirboðarnir voru hagstæðir.
1 Ameríku var ekki auðvelt að
fá leikrit sviðsett á Broadway. —
Broadway-framleiðslan kostaði of-
fjár. Sviðsetning eins einasta
leikþáttar kostaði hundrað þús-
und mörk. Þá reið á að vera var-
kár. Þess vegna voru leikritin
þrautreynd í tveimur eða þremur
sveitabæjum — í Philadelphiu eða
New Haven, í Baltimore eða
Boston. Menn kölluðu það „Try-
out“. Dögum og jafnvel vikum
saman eftir slíka frumsýningu
var svo leikritið athugað og endur
skoðað. Það var „lagað“ eftir við-
brögðum áhorfenda og þeirri gagn
rýni sem það fékk. Flest leikritin
„óóu á strætinu", þau komust alls
ekki til New York.
Viðbrögð áhorfenda og gagn-
rýnin ,.á strætunum", þ. e. a. s. í
sveitabæjunum, hafði verið hag-
Handsetjari
Getur fengið atvinnu
hjá oss, við umbrot nú þegar
stæð. Nú stóð frumsýningin á
Broadway fyrir dyrum.
Allan síðari hluta dagsins hafði
Helen dvalið í íbúð Morrisons
við Park Avenue. Hún hafði allt-
af eitt af þremur gestaherbergj-
unum til umráða. Það var eins og
tákn um tvítilveru hennar: 1
Park Avenue geymdi hún alltaf
eitthvað af fötum og snyrtivörum.
1 þetta skiptið var hún í nýja,
skrautlega kvöldkjólnum, sem
Morrison hafði sjálfur gefið
henni í tilefni dagsin3. Kjóllinn
var nýjasta meistaraverk frá
Dior í París, síður með mjög
flegnu hálsmáli, úr glansandi
gulu silki. Hún átti enga ekta
skartgripi og hún vildi ekki nota
neinar falskar eftirlíkingar. I hin-
um flegna kvöldkjól jók hvít nekt
hále og axla mjög á æskuþokka
hennar.
„Kamelljónið", hugsaði hún með
sér. meðan hún athugaði sjálfa
sig í speglinum. — „1 þetta skipt-
ið: Hin unga skáldkona“.
Morrison beið hennar inni í
salnum, niðursokkinn í lestur við-
skiptaskýrslna. Hann var í smok-
ing, sem með hreiða, hvíta flibb-
anum fór honum mjög vel. Hann
leit undrandi upp frá lestrinum.
„Þú lítur dásamlega út“, sagði
hann. — ,.Þú hefðir átt að leika
aðalhlutverkið sjálf“.
„Líka leikkona?" sagði hún hlæj-
andi. — „Það væri nú helzt til
mikið. Auk þess er svo guði fyrir
að þakka, að ég hef ekki skrifað
neitt kvenhlutverk". Hún sneri sér
í hring, eins og á tízkusýningu. —
„Finnst þér kjóllinn minn falleg-
ur?“
.,Er þetta sá nýi?“
„Veiztu ekki að þú gafst mér
hann sjálfur?" Hún leit snöggt á
úrið. — „Við verðum að fara. .“
„Þú verður að fara“, svaraði
hann. — „Þú verður að fara fyrr
en ég. Mér liggur ekkert á“.
Hún stóð kyrr fyrir framan
hann.
.,Verðum við ekki samferða ?“
„Þú veizt að það getur ekki
gengið".
1 fyrsta skipti veittist henni
erfitt að leyna vonbrigðum sínum.
„Það er rétt“, sagði hún. — „Ég
gleymi því bara alltaf".
Hann greip um axlirnar á
henni: ,.Þú verður að /era þolin-
móð“, sagði hann.
„Verður það nokkurn tí'ia öðru
vísi“, sagði hún ært. — „Þú hefur
aldrei neinn tíma fyrir mig og
munt aldrei hafa“.
,.Ég er nú hræddari um að það
vcrði þú, sem ekki færð neinn tíma
til að sinna mér“.
„Það kemur alveg í sama stað
niður. Ég syndi einungis vegna
þess að þú hefur kastað mér út í
vatnið“. Hún leit beint í augu
hans. — „Ertu raunverulega elck-
ert hræddur um að ég kynni að
svíkja þig?“
Undrunarsvipur kom á hið
breiða og nánast mongólska and-
lit hans.
„Menn svíkja mig ekki. Það sem
ég á. læt ég ekki af hendi við einn
eða neinn". Hann brosti, en það
var ógnandi hreimur í rödd hans.
Hann kyssti hana á ennið. — „Ég
bíð svo eftir þér í stúkunni".
Hann fylgdi henni yfir að lyft-
unni. Hún athugaði útlit sitt enn
einu sinni í lyftu-speglinum. —
„En hvað ástríða hans er fljót að
dvína og fjara út“, hugsaði hún
með sér. „Það er aðeins eitt sem
hann þráir með óslökkvandi
ástríðuofsa og það er ástasigur-
inn. Hann elskar það sem hann
1) ,.Þakka þér fyrir kaffið,' fari að reyna að gvo svolitið“. —i 2) „Jón, þú ert svo sterkur. —i vefðu vírunum saman og settu
▼arðstjóri, Það er víst bestt að é*r| „Ég líka, góða nótt“. | Réttu úr þessum herðatrjám, I krók á annan endann".
• 3) Skömmu seinna.
hefur náð á sitt vald en aðeins
vegna þess að hann á það og ræð-
ur yfir því“.
Hún bað dyravörðinn að kalla
á bifreið fyrir sig. Dyravörðurinn
staðnæmdist á gangstéttarbrún-
inni og blés, eins og allir dyra-
verðir fínustu gistihúsanna í New
York, í litlu flautuna sína.
Það snjóaði. Stórar, hvítar
flygsur féllu niður yfir New York,
líkt og pappírsræmurnar, sem
menn stráðu yfir veg tiginna heið-
ursgesta. „Nú fer ég á frumsýn-
ingu leikritsins míns“, hugsaði
hún með sér. — .,Og í Kaliforníu
verð ég kannske kosin á þing. Og
á hverjum degi kemur mynd af
mér í blöðunum. Og einhvern góð-
an veðurdag verð ég frú Morrison.
En nú stend ég fyrir framan gisti-
hús á Park Avenue og bíð eftir
leigubifreið, því að hér er enginn
sem vefur mig örmum og spyr,
hvort ég hafi hjartslátt. Hún hugs
aði um Jan Möller. Hún fann koss
hans á vörum sér. Fyrsti kossinn,
sem var sá síðasti.
Fyrir framan „Cort Theatre"
tíorgaði hún bifreiðarstjóranum
ökugjaldið.
„Þér komið óþarflega snemma,
Lady“, sagði bifreiðarstjórinn.
Hún kinkaði kolli. Hún vildi
ekki skýra. það út fyrir honum
hvers vegna hún þurfti að koma
fyrr til leikhússins en aðrir sýn-
ingargestir.
Fyrir ofan innganginn á leik-
húsinu tilkynnti stór. lýsandi fer-
hyrningur nafn leikritsins og nöfn
leikstjóra og leikara. Þar fyrir
ofan stóð nafnið hennar. Helen
Cuttler. Hún taldi bókstafina og
uppgötvaði nú í fyrsta skipti á
ævinni, að það voru tólf stafir í
nafninu hennar. Hún mundi eftir
því að einu sinni í æsku hafði hún
séð í draumi nafn sitt fyrir ofan
dyr eins Broadway-leikhússins. —-
Oft rættust draumarnir — en á
allt annan hátt en maður hafði
gert ráð fyrir. Snjóflyksurnar
féllu niður á ljósaauglýsingarnar.
Allt var hljótt í hliðarstræti Bi-oad
ways. —
En þeim mun meiri ys og um-
stang var að tjaldabaki í „Cort
Theatre“. Henni hafði verið feng-
ið eitt búningsherbergið til um-
ráða og á hverju andartaki var
kunnugt og ókunnugt fólik að
koma inn til hennar.
„Við höfum mjög óstýriláta
frumsýningargesti“, tilkynnti hr.
Ross, umboðsmaður hennar. Sök-
um einskærrar geðshræringar
hristust svörtu skringilegu nef-
klömbrurnar á nefinu á honum. —-
„Kvikm yndast j örnu r, ráðherrar,
þingmenn, milljónamæringar. —
Marlene Dietrich er þarna. Hún
lætur sig aldrei vanta á neina
frumsýningu. Með Erick Maria
Remarque í fremstu röð. Barbara
Hutton með nýja manninn sinn,
Cary Grant... .“
Rétt í þessu kom Ted Leser,
leikstjórinn, æðandi inn í búnings-
herbergið. Hann var ungur maður
með menntamannsleg hornspang-
SPtttvarpiö
Laugardagur 24. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 íþrótta-
fræðsla (Benedikt Jakobsson). —
14,15 Laugardagslögin. 16,30 Mið-
degisfónninn. 17,15 Skákþáttur
(Guðmundur Arnlaugsson). 18,00
Tómstundaþáttur bama og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps
saga barnanna: „1 landinu þar
sem enginn tími er til“ eftir Yen
Wen-ching; VII. (Pétur Sumar-
liðason kennari). 18,55 1 kvöld-
rökkrinu; tónleikar af plötum. —
20,25 Leikrit: „Nína“ eftir André
Roussin, í þýðingu Slgriðar Péturs
dóttur. — Leikstjóri: Indriði
Waage. Leikendur: Herdís Þor-
valdsdóttir, Valur Gíslason, Bald-
vin Halldórsson. Indriði Waage
og Steindór Hjörleifsson. — 22,10
Niðurlag leikritsins „Nínu“. —■
22,45 Danslög, þ. á. m. leikur
hljómsveit Jónatans Ólafssönar
gömlu dansana (endurtekið frá
gamlárskvöldi). 01,00 Dagskrár-
lok.