Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 20
VEÐRIÐ
AHhvast með snjókomu
og síðar rigningu
itnMá
Dagsbrúnarfundur
í gærkvöldi — Sjá bls. 13.
19. tbl. — Laugardagur 24. janúar 1959
Var grafinn sjö klst. í snjóflóði
— 30 kindur fórust i þvi
mms
FJÁRMAÐURINN á Arnórsstöð-
um á Jökuldal, Jón Þorkelsson,
var hætt kominn með fé sitt í
fyrrakvöld undir svokölluðum
Loðinshöfða, er snjóflóð féll yfir
hann og fjárhóp, sem hann rak
á undan sér.
Þetta gerðist um nónbil á
fimmtudaginn. Var Jón að reka
Breytt veður
í dag
í GÆRKVÖLDI var yfirleitt
6—10 stiga frost um allt land,
nema á Vestfjörðum, þar var hiti
um frostmark og snjókoma nokk-
ur. Hér í Reykjavík var 10 stiga
frost, logn og hreinviðri klukkan
8 í gærkvöldi. En samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar mun
veður hér taka að breytast í dag.
— Djúp lægð var í gærkvöldi
tekin að nálgast vestan yfir sunn-
anvert Grænland, og mun hún
valda suðlægri átt hér þegar í
dag. Taldj Veðurstofan, að all-
hvasst mundi vera orðið um há-
degið, og mundi fylgja nokkur
snjókoma, er síðan breyttist í
slyddu og loks rigningu.
Þess má geta í sambandi við
þessa væntanlegu veðrabreyt-
ingu, að segja má að frost og
stillur hafi verið samfleytt í rúm
an mánuð, a. m. k. hér um suð-
vestanvert landið.
féð heim. — Loðinshöfði er um
einn kílómetra frá Arnórsstöðum;
er hann snarbrattur. Mikill snjór
var í höfðanum, laus ofan á
harðfenni. — 'Svo snögglega skall
snjóflóðið á Jón og fjárhópinn
ofan úr hlíðum höfðans, að engr-
ar undankomu var auðið, og
grófst hann í flóðinu, þar sem
hann stóð. Mun hann aðeins hafa
borizt stuttan spotta með því.
Jón missti meðvitund, en
hversu lengi hann lá í öngviti
veit hann ekki. Er hann komst
aftur til meðvitundar, áttaði hann
sig fljótlega á því, að hann hafði
grafizt djúpt í fönnina. Með hægð
tókst honum smám saman að
losa um sig, um hendur sínar og
fætur. Hver klukkustundin leið
af annarri. — Hvíldarlítið hélt
hann áfram að krafla sig upp úr
flóðinu.
Heima á Arnórsstöðum var
Jóns ekki saknað, og enginn vissi,
hvað fyrir hann hafði komið. Þar
taldi heimilisfólkið víst, að hann
væri á næsta bæ. Á ellefta tíman-
um um kvöldið kom Jón heim
á sokkaleistunum, berhentur og
þjakaður nokkuð og sagði frá því,
sem fyrir hann hafði komið undir
Loðinshöfða. — Hafði hann verið
um sjö klst. að brjótast út úr
flóðinu. Við það hafði hann misst
báða vettlinganna, skóna og sokk
ana af öðrum fætinum, en svo
heppinn var hann að vera í
tvennum sokkum, og þurfti því
ekki að ganga berfættur heim í
hríð, sem á var og tíu til tólf
stiga gaddi.
Það er síðan af Jóni Þorkels-
syni að segja, að honum hefir
ekki orðið meint af volkinu, en
nokkuð var hann lerkaður í gser,
svo sem voníegt er. — Jón er
maður á fimmtugsaldri. Þykir
hann hafa sýnt frábært þrek og
stillingu, sem vafalítið hefir
bjargað lífi hans í þessum kring-
umstæðum.
í fjárhópi þeim, sem Jón var
með, er snjóflóðið skall á hann,
voru 30 kindur, og fórst hver
einasti þeirra. Átti hann kindurn-
ar sjálfur.
Kjósid
B-listann
Kristínus
Magnús
Tryggvi
Gunnar
Dagsbrúnarkosningarnar:
B-listinn tryggir verkamönn-
um lýðræðislega forystu
Kona fannst örend við
Seljalandsveg í gœr
t GÆRDAG, klukkan að ganga
tvö, fannst kona örend úti á
víðavangi austarlega hér í bæ,
, O • r
;u í Sjo-
mannafél. Hafnar-
f jarðar lýkur í dag
HAFNARFIRÐI — Frá 25. nóv-
ember hefir staðið yfir stjórnar-
kjör í Sjómannafélaginu og lýkur
því á hádegi í dag. Eru tveir listar
í kjöri, listi, sem lýðræðissinnar
standa að og er A-Iisti, og B-listi,
sem er borinn fram af kommún-
istum.
Á A-listanum eru eftirtaldir
menn í kjöri: Einar Jónsson
formaður, Halldór Hallgrímsson
ritari, Kristján Sigurðsson gjald-
keri, Kristján Kristjánsson vara-
formaður, Oddur Jónsson vara-
gjaldk. og Hannes Guðmundsson
og Sigurður Pétursson meðstjórn-
endur. Einnig verður kosið í trún
aðarmannaráð.
Eru lýðræðissinnar hvattir til
að fjölmenna núna fyrir hádegi
til að kjósa, því að eftir hádegi
er það of seint, kosningu lýkur
kl. 12.—G.E.
Varðarkaffi i ValhÖll
í dag kl. 3-5 s.d.
eða nánar tiltekið við afleggjara
nokkurn á Seljalandsvegi. Er
fremur fáförult á þessum slóðum,
en maður nokkur, sem átti leið
þarna um, fann konuna. Lá hún
rétt hjá skúr nokkrum, sem
þarna stendur. Tilkynnti mað-
urinn lögreglunni þetta þegar.
Mbl. gat litlar upplýsingar
fengið hjá lögreglunni um atburð
þennan í gærkvöldi, en hér mun
hafa verið um að ræða 48 ára
gamla konu, Elinborgu Ólafsdótt-
ur, Sigtúni 45 hér í bæ.
Ekki vissi lögreglan til, að nein
ir áverkar hefðu verið sjáanlegir
á líkinu.
Kommúnistar hafa ofboðið verka-
mönnum með pólitiskri misnotkun
félaginu
smm a
Listi lýðræðissinna í Dags-
brún er skipaður eftirtöld-
um mönnum:
Jón Hjálmarsson, formað-
ur, Ingólfsstræti 21A; Jó-
hann Sigurðsson, varaform.,
Ásgarði 19; Kristínus Arn-
dal, ritari, Heiðargerði 35;
Daníel Daníelsson, gjald-
keri, Þingholtsbr. 31; Magn-
ús Hákonarson, fjármálarit-
ari, Garðsenda 12; Tryggvi
Gunnlaugsson, Digranesveg
KEFLAVÍK, 23. jan. — Bátarnir
voru ekki á sjó í gær, þar eð all-
hvasst var. — í dag réru aftur á
móti nær þrjátíu bátar héðan, en
afli þeirra var fremur lélegur,
hjá flestum frá fjórum og upp í
sex lestir. Einn bátur var með 8
lesta afla.
Einn bátur hefur stundað hér
veiðar á handfæri; er það Ver.
Afli hjá honum hefur verið frem-
ur tregur,
35; Gunnar Sigurðsson, Bú-
staðavegi 105.
Varastjórn:
Guðmundur Jónsson, Bræðrab.
st. 22; Sigurður Þórðarson, Fossag
14; Karl Sigurþórsson, Miðtúni
68.
Stjórn Vinnudeilusjóðs:
Sigurður Guðmundsson, Freyjiu
Blað kommúnista
á Lsafirði
með kjördæma-
brcytingunni
„BALDUR“, blað kommúnista
á fsafirði lýsir sl. laugardag
yfir fylgi sínu við hina fyrir-
huguðu kjördæmabreytingu.
Kemst blaðið þannig að orði
að „allir stjórnmálaflokkarn-
ir, nema Framsóknarflokkur-
inn, sóu breytingunni sam-
þykkir. Hér er lika um full-
komið réttlætismál að ræða“,
segir „Baldur“ að lokum.
Hækkun afnotagjaldsins
kemur ekki til greina
Hún var ákveðin i tið V. stjórnarinnar
menntamálarAðherra,
Gylfi Þ. Gíslason, lýsti því yfir á
Alþingi í gær í sambandi við
frv. ríkisstjórnarinnar um efna-
hagsmálaráðstafanir, að ákvörð-
unin um 50% hækkun afnota-
gjalds Ríkisútvarpsins hefði ver-
ið tekin í tíð vinstri stjórnarinn-
ar. I byrjun desember sl. hefði
verið ákveðið að heimila útvarp-
inu að hækka afnotagjöld sin
úr 200 kr. á ári í 300 kr. Skyldi
þessi hækkun koma til fram-
kvæmda 1. apríl nk.
Kemur ekki til framkvæmda
Menntamálaráðherra lýsti
því jafnframt yfir, að þar sem
núverandi ríkisstjórn legði allt
kapp á að stöðva vöxt verð-
bólgunnar og hækkanir á
hvers konar þjónustu, þá hefði
hann ákveðið að láta fyrr-
greinda hækkun afnotagjalda
ekki koma til framkvæmda,
eins og ráðgert hafði verið.
Mótmæli Sjálfstæðismanna
í útvarpsráði
I framhaldi af þessu má geta
þess, að hinn 13. janúar sl., var
frá því skýrt á fundi í útvarps-
ráði, að ráðherra hefði ákveðið
50% hækkun afnotagjalda frá 1.
apríl nk. Hafði álits útvarpsráðs
ekki verið leitað um þá ráðstöf-
un. Sigurður Bjarnason bar þá
þegar fram mótmæli gegn hækk-
uninni fyrir hönd fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins í útvarpsráði. —
Benti hann á, að þessi mikla
hækkun á þjónustu Ríkisútvarps-
ins við almenning væri í algeru
ósamræmi við þá stefnu, sem
þjóðin væri hvött til þess að sam-
einast um, stöðvun verðbólgunn-
ar með niðurfærslu kaupgjalds
og verðlags.
Útvarpsstjóri upplýsti á þess-
um fundi að afnotagjald útvarps-
ins hefði ekki verið hækkað sl.
7 ár.
götu 10A; Guðmundur Nikulás-
son, Háaleitisv. 26; Sigurður Sæ-
mundsson, Laugarnesc. 30.
STJÓRNARKOSNING í verka-
mannafélaginu Dagsbrún fer
fram um þessa helgi og mun
standa yfir frá kl. 2 e. h. í dag
til kl. 10 e. h. og á morgun frá
kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. Kosið
verður í skrifstofu félagsins í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu. —•
Tveir listar hafa komið fram, og
er B-listinn listi lýðræðissinna.
Við síðustu stjórnarkosningar
kom fram greinileg óánægja
verkamanna með núverandi
stjórn félagsins. Var andúðin
augsýnilega vegna pólitískrar
misnotkunar kommúnista ó félag-
inu og algjörs afskiptaleysis
þeirra í almennum félagsmálum.
Algjör undirlægjuháttur komm
únista í verkalýðshreyfingunni
gagnvart forystu Sósíalistaflokks-
ins kom bezt í ljós sl. 2Vi ár,
meðan þeir áttu ráðherra í ríkis-
stjórn, en bezt sást þó skilyrðis-'
laus hlýðni kommúnistanna í
Dagsbrún við forustuliðið í sam-
bandi við kjaramál félagsins á sl.
sumri, þegar dregið var langt
fram á haust að semja. En þegar
það loksins var gert gerði Lúðvík
Jósefsson leynisamning við at-
vinnurekendur um það, að taka
mætti af verkamönnum kaup-
hækkunina með hækkuðu verði
á vörum og þjónustu. Voru þau
vinnubrögð algjört einsdæmi í
kaup- og kjarasamningum hér-
lendis.
Dagsbrúnarmenn verða nú um
helgina að sameinast um það að
velta af sér þessu oki kommún-
ista. Ofbeldislegt einræði þeirra
í félaginu og það hvernig þeir
halda V4, hluta félagsmanna á
aukameðlimaskrá ætti að opna
augu manna fyrir því af hverj-
um heilindum þeir starfa í verka-
lýðshreyfingunni.
Verkamenn! Tryggið félagi
ykkar lýðræðislega forystu! —
Tryggið því framfarir í félags-
málum og farsæld í kjarabarátt-
unni! Kjósið lista lýðræðissinna
í Dagsbrún, B-listann.
Kosningoskrifstofa B-listans
s
s
s
s
s
Skrifstofa B-listans í Dagsbrún verður í Breiðfirðinga- í
búð (efri hæð). Símar: 15411 og 17343. ;
s
SJÁLFBOÐALIÐAR ■
Þeir verkamenn, sem vllja veita B-Iistanum aðstoð sína S
í þcssum kosningum, eru beðnir um að hafa samband við;
skrifstofuna í Breiðfirðingabúð. s