Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur jan. 1959 Ekki er eins erfitt og margar halda að sauma yfirhafnir á börn Hafiö þér reynt aö búa til síldarsalat á þann hátt aö nota mayonnese í staöinn fyrir hina venjulegu uppbökuðu sósu? Þaö er mjög Ijúffengt. Út í stífa mayonnese er blandaö rauö- rófum, spœgistld, kartöflum, hráum eplum og dál. fínt skorn- um lauk. Athugiö aö láta renna vel af rauörófunum og síld- inni og þegar allt er komiö út í er salatið kryddaö meö sinnepi, pipar, allrahanda, salti, sykri og rauörófusafa. Ef salatiö veröur elcki nœgilega rautt má lita þaö meö rauðum ávaxtalit. KARRÝSÍLD: Kryddsíldnrflök eru látin liggja í bleyti í 3—Jf klt. í köldu vatni, síðan látiö Xeka af henni, og síöan komiö fyrir á fati meö mayonnese, sem hrærö hefur verið þunnt út meö ediki og krydduö meö karrý og salti. Þetta er skreytt með harðsoðnum eggjum og svolitlu grœnu. SHERRÝSÍLD: Kryddsíldarflökin eru nú lögö í bleyti í Jf—5 tíma í lög úr ediki og sykri og þegar henni hefur verið raðaö á fat er hellt yfir tómatsósu, sem áður er hrœrð út rneð sherrý. Eatiö skreytt meö gróft hökkuðum lauk. Danir borða fisk á nýársdag MARGAR íslenzkar húsmæður sauma kjóla á dætur sínar og föt á synina þangað til þeir þurfa að fara að fá jakkaföt. Hins veg- ar veigra margar hverjar sér við að sauma yfirhafnir á börnin af ótta við að eyðileggja dýr efni. í>að er þó ekki ýkjamikið meiri vandi að sauma fóðraðar kápur eða frakka heldur en annan fatnað. Þá eru aðeins fáein atriði, sem taka verður til athugunar. Fyrst er að velja efnið. Bezt er að nota mjúkt ullarefni. Það er erfiðara að pressa hörð þéttofin efni og vandasamara með þau að fara. Þá er það sniðið. Heppilegast er að sniðið sé sem einfaldast fyr- ir byrjendur, vasarnir séu t.d. saumaðir utan á. Hægast er að hneppa yfirhöfninni alveg upp í háls og setja á hana lítinn flatan kraga. Eigi flíkin að vera vel hlý, er bezt að hún sé tvíhneppt. Það fer líka vel, bæði á drengjum og telpum. Á tveggja til þriggja ára nægir að hafa fjóra hnappa (tvo og tvo) ofarlega á boðanginum, en sex hnappa fyrir þau stærri (4—8 ára). Áður en efnið er klippt, er bezt að næla bréfsniðið saman með títuprjónum og máta það á barnið *g minnka það á réttum stöðum, sé það of stórt. Þó má það vera vel riflegt, svo að barnið eigi hægt um allar hreyfingar. Einnig verður að taka tillit til þess, ef setja á í flíkina þykkt fóður. Gæta ber þess að klippa ekki handveginn og langt inn í boðangana og bakið. Bæði er það ljótt og barnið á þá erfiðara með að hreyfa handlegginn. Pressunin er mjög mikilvægt atriði við tilbúning yfirhafna. Hvern saum verður að pressa um leið og hann er saumaður. Séu saumarnir ekki pressaðir fyrr en síðast, verður flíkin aldrei falleg. Auðvitað verður að gera ráð fyrir djúpum faldi bæði að neðan og neðan á ermarnar. Þann saum á að pressa léttilega, annars kemur það manni í koll, þegar tímabært verður að síkka. Þegar yfirhöfnin er komin sam an og vasarnir á, er bezt að pressa hana aftur og láta hana síðan hanga og „jafna sig“ á herðatré um stund, áður en fóðrið er sett í. Fóðrið getur verið ýmist úr ull eða silki. Sé kápuefnið ekki mjög þykkt, er ágætt að fóðra efri hlutann og ermarnar með vind- þéttu-efni fyrst (poplíni) og fóðra síðan alla yfirhöfnina með venju- legu fóðursilki. Þá er mjúkt og þægilegt að fara í hana. En ef til vill er barnið bezt varið vetrar- kuldanum sé yfirhöfnin fóðruð með hlýju ullarefni. Bezt er að sníða fóðrið um leið og yfirhöfnina sjálfa og alveg eins, Gæta verður aðeins þess að sníða bakið nokkrum sentimetr- um víðara, svo efni sé í svolitla fellingu í mitt fóðurbakið. Þegar yfirhöfnin sjálf er búin er fóðrið lagað til eftir henni og saumarnir í því saumaðir í vél. Þá er fóðrið þrætt í og yfirhöfnin mátuð. Gæta ber þess að fóðrið sé nægilega vítt að neðan. Fóðrið er saumað við í hend- inni alla leið. Margir sauma þó ekki faldinn á fóðrinu við kápu- faldinn ,heldur láta hann liggja lausan. Áð lokum er ermafóðrið saumað saman, það saumað við faldinn á kápuerminni og loks við handveginn. Á 1—2 ára þarf 50 gr. af fjór- þættu ullargarni, 4 sokkáprjóna nr. 2% og venjulega prjóna nr. 3. Slegið upp á 150 lykkjur á þrjá sokkaprjónana (60—60—30). — Prjónaðar 6 umferðir, slétt og snúið. Næsta umferð: 30 lykkjurnar settar á hjálparprjón og geymd- ar. Hinar 120 settar á prjón nr. 3. Síðan: 1. prjónn: (lsnúin, 3 rétt ar, 1 snúin) endurtekiðO prjón- inn út. 2. prjónn: (1 rétt, 3 snúnar sam an, 1 rétt) endurtekið () prjón- inn út. 3. prjónn: (1 snúin, í næstu lykkju eru prjónaðar þrjár rétt- ar, 1 snúin) endurtekið () prjón inn út íslendingum þætti víst lítið til um, ef þeim væri borinn soðinn þorskur á nýársdag, en það er al- gengur siður meðal Dana að hafa þorsk á borðum fyrsta daginn á nýja árinu. Þorskur er þar hinn mesti hátíðamatur, enda er nýr þorskur dýr matur á þeirra mæli- kvarða. Frosin þorskflök munu þó vera eitthvað ódýrari. Danir framreiða þorskinn á ýmsan hátt. Þessi uppskrift birt- ist nýlega í dönsku blaði: Þorskurinn verður bragðbeztur sé hann bakaður í ofni. Fyrst er hann skafinn vandlega, skolað- ur vel og síðan núið á hann salti bæði að utan og innan. Látinn liggja með saltinu í stundarfjórð- ung. Þá er hann skolaður aftur og látinn í eldfast fat með svo- litlu vatni. Salti stráð yfir og lok sett á fatið eða þorskurinn er vafinn í aluminiums-pappír. Fatið sett í heitan ofn. Meðal- stór þorskur (fyrir 4—6 manns) Þessir fjórir prjónar mynda munstrið og munstrið er endur- tekið 10 sinnum. Næsti prjónn: 35 lykkjur felld- ar af, munstrið prjónað áfram, prjóninn út, á næsta prjóni eru aftur felldar af 35 lykkjur. Þá eru 50 lykkjur eftir. Munstrið prjón- að á þær enn 9 sinnum. Þá eru baksaumarnir tveir saumaðir saman. Þá eru teknar upp 35 lykkjur beggja vegna, þær settar á sokkaprjónana 3 ásamt þessum 50 lykkjum sem eftir voru og 30 lykkjunum á hjálparprjóninum, í allt eru þá 150 lykkjur á sokka- prjónunum þremur. Prjónið slétt og snúið 10 sm. Þá er kominn kraginn. Fellt laust af. þarf að vera þrjá stundarfjórð- unga í ofninum. Úr safanum sem rennur úr fiskinum má búa til ágæta sinnep-sósu, sé mjólk eða rjóma bætt út í. Fatið sett inn á borðið skreytt steinselju. Einnig má bera með þorskinum brætt smjör eða kalda sinnep- sósu, skál með klipptri steinselju og rifna piparrót ásamt salati úr smáttskornu hráu hvítkáli og „grape“-bitum. Börkinn af grape-ávextinum má nota til að skreyta með fatið, helmingarnir látnir á hvolf og í þá stungið litlum prjónum með smjörkúlum, sem ýmist eru blandaðar steinselju eða rifinni piparrót. Til leigu Gott herbergi til leigu í Hög- umim. Reglusemi áskilin. — Uppl. í síma 14308 í kvöld og annað kvöld. að auglýsing 1 stærsta og útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest — Nú þegar eggin eru orðin svo dýr að enginn getur leyft sér að báka (nema hann eigi hœnur), mætti e. t. v. notast við eftir- farandi x staðinn fyrir tertu með kvöldkaffinu: Gamlar hveitibrauðssneiðar (ekki of haröar samt) eru smurðar og eldfast fat er klœtt innan með þeim, smjörið látið snúa að glerinu. Fatiö síðan fyllt upp meö steinlausum, útbleyttum sveskjum, hráum eplasneiðum og sundurskornum, útbleytt- um apríkósum. Þetta er látið til skiptis ofan í með púöur- sykri og kanél, nokkrum skeiðum af brœddu smjörliki er hellt yfir og púðursykri stráð ofan á. Fatið síðan látiö í heitan ofn og bakað í % klst. Þetta má síðan framreiða hvort heldur er heitt eða kalt með þeyttum rjóma. Einfált og hentugt snið . . . hvort heldur er fyrir dreng eöa telpu. Hlý húfa á barnið 4. prjónn: (1 rétt, 3 snúnar, 1 rétt ,endurtekið () prjóninn út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.