Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 12
12
MORGVISBLAÐIÐ
Miðvikudagur
jan. 1959
V-stjórnin fleygöi efnahagsmáí-
unum frá sér óafgreiddum
BótagreiÖslur tóru 7 millj. fram yfir
lagaheimild í tíö Lúövíks
Frá umrœðum um útflutningssjóðsfrum-
varpið á Alþingi í gœr
FUNDUR var settur í neðri deild
Alþingis kl. 1,30 í gær. Var haidið
áfram fyrstu umræðu um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um
breytingu á lögum um útflutn-
ingssjóð o. fl. Fyrstur á mæl-
endaskrá var 2 þm. Sunnmýl-
inga, Lúðvík Jósefsson.
Vék hann fyrst að þeim um-
mælum Bjarna Benediktssonar,
frá deginum áður, að heppilegra
hefði verið, að afgreiðsla efna-
hagsmálanna lægi fyrir í einu
írumvarpi. Hefði hann viljað
reyna að afsaka þann hátt, sem
hér væri á hafður, með því, að
vegna tímaskorts hefði ekki ver-
ið unnt að koma öðrum vinnu-
brögðum við og ef ekki hefði
verið samið strax við útgerðina,
kynni flotinn að hafa stöðvazt.
Kvað Lúðvík engan hafa að því
fundið, að samið hefði verið við
útgerðina og flotanum komið af
stað. Hins vegar væri um það að
ræða, hvort rétt hefði verið að
leggja þetta frv. fram, sem gerði
ráð fyrir greiðslum, en engum
tekjum á móti. Hefði að sinu
áliti verið réttara að láta þetta
frumvarp bíða unz gengið hefði
verið frá tekjum á móti greiðsl-
unum, jafnvel þótt það hefði
dregizt fram í maímánuð.
önnur afsökun 1. þm. Reyk-
víkinga hefði verið sú, að Lúð-
vík Jósefssyni og öðrum úr fyrr-
verandi ríkisstjórn færist ekki að
gagnrýna þessi mál, því svona
hefði þetta gengið til í tíð fyrr-
verandi stjórnar. Loforðin hefðu
verið gefin um áramót, en tekn-
anna aflað í maí. Hér kvað Lúð-
vík Jósefsson öllu snúið öfugt.
Málin hefðu staðið þannig um
áramótin 1957 til 1958, að útflutn-
ingssjóður hefði ekki skuldað
nema 24 milljónir, en útgjalda-
aukningin ekki numið nema 25
milljónum. Hefði því ekkert leg-
ið á eins og málin stóðu þá um
þau áramót.
Dylgjur um togarafélög
Lúðvík Jósefsson kvað Bjarna
Benediktsson hafa farið með
furðulegar dylgjur í sambandi
við tiltekin togarafélög og hefði
ekki verið gott að átta sig á því
hvers vegna hann hefði vakið
máls á því atriði. Kannske hefði
það verið vegna þeirra ummæla
sinna, að útkoma togaraútgerð-
arinnar hefði verið góð á síðasta
ári. Það væri að vísu rétt, að
togarinn á Seyðisfirði hefði leg-
ið um skeið og greiddar hefðu
verið rúmai 800 þúsundir af rík-
isfé vegna togarans Gerpis í
Neskaupstað, en það vissu allir,
sem eitthvað þekktu til togara-
útgerðar, að enda þótt útkoman
væri góð almennt séð, þá væru
þó alltaf undantekningar. Það
væri m. a. erfitt fyrir Austfjarð-
artogara að stunda veiðar á Ný-
fundnalandsmiðum, því lengri
sigling væri fyrir þá á miðin en
aðra togara. Hvað snerti þessar
800 þús. kr., sem greiddar hefðu
verið úti í Þýzkalandi vegna
Gerpis, kvaðst ræðumaður ekki
vita betur en afborganir og vextir
aí erlendum lánum hefðu verið
greidd fyrir alla íslenzka tog-
ara. Hins vegar hefði það gerzt
með Gerpi, sem ekki hefði gerzt
með neinn annan togara, að hann
hefði greitt hiuta af sínum lán-
um sjálfum. Að vísu hefði Bæj-
arútgerð Reykjavíkur endur-
greitt fyrir sína togara.
Emil Jónsson, forsætisráð-
herra, tók næstur til máls. Vék
hann fyrst að fyrirspurnum, sem
l. þm. Sunnmýiinga hafði beint
til hans daginn áður og sagði
m. a. í því sambandi, að útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðaraf-
urðir yrðu í meginatriðum þær
sömu og verið hefði. Þá hefði 1.
þm. Sunnmýlinga haft áhyggjur
út af bréfi ríkisstjórnarinnar til
LÍÚ og fleiri aðila um að út-
vegsmenn gætu fengið bætta þá
hækkun á rekstrarkostnaði, sem
leiddi af breytingum á grunn-
kaupi. Hefði ræðumaður virzt
hafa af því áhyggjur, að hér
skyldi vera atriði, sem gert væri
ráð fyrir endurskoðun á.
Sjö millj. kr. aukning i
tíð Lúðvíks
Það væri hins vegar ekki nýtt,
að ákvæði um endurskoðun væri
sett í slíka samninga. Slíkt á-
kvæði hefði verið í samningunum
við fyrri áramót eins og 2. þm.
Sunnmýlinga hefði lýst í þessum
umræðum. Hefðu bótagreiðslur
vegna þeirra samninga verið
hækkaðar frá því sem lögin gerðu
ráð fyrir um alls sjö millj. kr.
Ekki hefði verið leitað samþykk-
is rikisstjórnarinnar allrar um
þessar viðbótargreiðslur.
Gat forsætisráðherra þess, um
eina af þessum auknu greiðsl-
um, uppbót á saltfisk seldan til
Jamaica, að ráðherrar Alþýðu-
flokksins í fyrrverandi rikis-
stjórn hefðu ekki haft hugmynd
um þessar greiðslur, sem námu
alls 1,3 millj. kr. Varðandi þess-
ar greiðslur hefði verið um að
ræða einhliða ákvörðun fyrrver-
andi sjávarútvegsmálaráðherra
og hefði þetta ekki verið borið
undir rikisstjórnina alla. Slik
endurskoðun væri ekki óeðlileg
í sjálfu sér, en það væri óeðli-
legt að hún færi fram án þess
að nokkur vissi um. Nú létu fyrr-
verandi ráðherrar sér þó sæma
að finna að því einu að gert væri
ráð fyrir endurskoðun vissra
atriða í samningnum.
Ekkert ákveðið um lánið
Fyrsti þm. Sunnmýlinga hefði
haft þungar áhyggjur af þvi,
hvernig dæmið leystist og hvern-
ig bilið milli gjalda og tekna
yrði fyllt. Kvaðst Emil Jónsson
hafa lýst því nokkuð í umræð-
unum í fyrri viku, en um þessi
atriði hefði ekkert verið samið
og enn væri ekki gengið frá því
hvernig tekna yrði aflað. Reynt
yrði að fá tekjuáætlun fjárlaga
gerða eins rétta og unnt væri,
en ekki gert í því, að gera áætl-
unina miklu lægri en reynslan
hefði sýnt. Fyrirhugaður væri
nokkur niðurskurður á útgjalda-
hliðinni, en um það væri ekki
samið. Kvaðst forsætisráðherra
vænta þess, að þingmenn styddu
heldur þá leið, en að stuðla að
því að auka þurfi álögur.
Ræðumaður vék að því, að Ey-
steinn Jónsson hefði talíð að
hann hefði gert ráð fyrir 6 millj.
dollara láni í Bandaríkjunuöi í
sínum málflutningi. Um þessar
lántökur væri ekkert ákveðið,
hvorki hvort leitað yrði eftir lán-
inu né hvort það yrði tekið. —
Gengið væri út frá, að innflutn-
ingur yrði svipaður og 1958 og
gæti verið mögulegt að afla tekna
án þess að til þessarar lántöku
þyrfti að grípa.
Birgðasöfnun og bættur hagur
Tvö atriði kæmu til greina,
sem gæti verið að kæmu í veg
fyrir að lánið væri nauðsynlegt.
Birgðasöfnun hefði verið meiri
1958 en undanfarandi ár. Fisk-
birgðir hefðu verið 70 milljónum
króna meiri að verðmæti í árs-
lok 1958 en í árslok 1957, eða
228 í stað 158. Þetta væru 70
milljónir í fobverðmætum og
jafngilti fjórum og hálfri milljón
dollara. Þá hefði staða útflutn-
ingssjóðs batnað verulega á síð-
asta ári. I árslok 1957 hefðu
skuldir hans numið 34 milljón-
um, en ekki 24 milljónum eins
og 1. þ.m. Sunnmýlinga hefði
haldið fram. í árslok 1958 hefði
eign sjóðsins hins vegar verið
3,3 milljónir. Þetta tvennt kvaðst
forsætisráðherra nefna til að
sýna að við þyrftum ekki að vera
komnir upp á erlendar lántök-
ur. —
Eysteinn Jónsson hefði spurt
hvort samkomulag hefði orð.ð
við nokkra aðila um niðurstöð-
ur á fjárlögum. Svo væri ekki,
en eftir því yrði leitað. Fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði fleygt
efnahagsmálunum frá sér óaf-
greiddum. Desembermánuður
hefði farið í tilraunir til stjórn-
armyndunai', en í desemberlok
kvaðst forsætisráðherra hafa
freistað þess að koma á lausn
efnahagsmálanna og Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði heitið að víkja
frá vantrausti á ríkisstjórnina.
Nú væri um það að ræða, hvort
Alþingi gæti fallizt á að fara þá
leið, sem hér væri lagt til að
farin yrði, eða hvort það vildi
gefast upp við lausn efnahags-
málanna. Niðurfærsla á útgjalda-
hlið fjárlaga væri eitt af því, sem
Alþingi yrði að taka afstöðu til.
Emil Jónsson kvað ekki samið
um að nota greiðsluafgang fyrra
árs til jöfnunar á fjárlögum, en
leitað mundi samkomulags um
þetta atriði. Eysteinn Jónsson
hefði talið óráð að kasta þessu
fé i verðbólguhítina. Ríkisstjórn
in væri honum ósammála um
þetta atriði, og réttara væri að
orða þetta svo, að með því að
nota greiðsluafganginn ekki til
jöfnunar á fjárlögum, væri fénu
kastað í verðbólguhítina. Tillaga
Eysteins hefði verið að byggja
hús fyrir þetta fé, en sú ráðstöf-
un væn til að auka verðbólguna
en ekki til að draga úr henni.
Ekki hægt að biða
Eysteinn Jónsson hefði talið
að í þessu frv. væri í fyrsta skipti
blandað saman greiðslum útflutn
ingssjóðs og ríkissjóðs. Kvaðst
forsætisráðherrann ekki vita bet-
ur, en að nokkuð af tekjum út-
flutningssjóðs gengi nú til ríkis-
Emil Jónsson
sjóðs. — Sami þingmaður hefði
talið óheppilegt að fá þessi mál
í mörgu lagi og væri þá erfiðara
að taka ákveðna afstöðu, er efna-
hagsráðstafanirnar lægju ekki
fyrir í heild. Kvaðst ræðumaður
sammála honum og 1. þ.m. Reyk-
víkinga um þetta atriði, en lausn
þessara mála hefði borið svo
brátt að, að ekki hefði verið hægt
að bíða, ef bátaflotinn hefði ekki
átt að stöðvast. Með þessu frv.
væru samningarnir við sjávarút-
veginn lagðir fyrir Alþingi, eins
og áður hefði verið gert.
Tal Lúðvíks út í hött
Næst vék Emil Jónsson að
ræðu Lúðvíks Jósefssonar frá deg
inum áður. Hefði hann gert mik-
ið úr þvi, að hagur útgerðar-
manna og fiskvinnslustöðva hefði
verið stórbættur með síðustu
samningum. Hann hefði sagt, að
fyrningarafskriftir hefðu verið
lækkaðar við þessa samninga, en
þær hefðu verið hækkaðar við
fyrri samninga eða í hans stjóm-
artið og væri tal hans um þetta
því út í hött. Þá hefði sami þing-
maður einnig viljað halda því
fram, að óeðlilegt hefði verið að
taka til greina kröfu um hækkun
veiðarfærakostnaðar, þar eð
netjakostnaður hefði ekki hækk-
að. Samningarnir væri ekki um
kostnað útgerðarinnar í heild
heldur væru línubátar teknir til
grundvallar og hvað kostnaður
þeirra hækkaði frá ári til árs. Því
mætti svo bæta við, að kröfur
útgerðarmanna um hækkun veið
arfærakostnaðar hefðu ekki ver-
ið teknar til greina.
Forsætisráðherra sagði, að það
hefði gengið eins og rauður þráð-
ur gegnum alla ræðu Lúðvíks Jós
efssonar, að þeir menn, sem unn-
ið hefðu að samningum í ár, væru
ekki eins vel heima í þessum mál
um og þeir sem unnið hefðu að
samningunum í fyrra. Eini mun-
urinn á samningsaðilum nú og
þá væri sá, að hann hefði komið
í stað Lúðvíks Jósefssonar, og
væri því þingmaðurinn að upp-
hefja sjálfan sig á sinn kostnað.
Næst vék Emil Jónsson að því,
að erfitt ef ekki ómögulegt hefði
verið að afgreiða öll atriði efna-
hagsmálanna samtímis. Ef orðið
hefði að bíða eftir fjárlögum,
hefði alltaf orðið að bíða í nokkr
ar vikur.
Næst vék ræðumaður að því
sem Lúðvík Jósefsson hefði sagt
um afkomu togaraútgerðarinnar
á Austfjörðum. Kvaðst hann
aldrei hafa heyrt það áður, að
það væri tæpast gerlegt að gera
út togara frá Austfjörðum til Ný-
fundnalandsmiða. Akureyringar
stunduðu þessar veiðar að stað-
aldri, enda hefði siglingin á mið-
in ekki mest að segja, og ætti því
ekki að vera nein frágangssök að
stunda þessar veiðar frá Aust-
fjörðum.
Þarna gæti því ekki verið að
finna skýringu á því, að svo mikl
ar skuldir hefðu hlaðizt á Seyð-
isfjarðartogarann að hann kæm-
ist elcki úr höfn. Næmu skuldir
fyrirtækisins allt að 2 millj.
króna og væri mál þetta í athug-
un hjá ríkisstjórninni en ekki
fyllilega frá því gengið. Þá hefði
Lúðvík Jósefsson talið að 800
þúsund króna greiðsla fyrir tog-
arann Gerpi væri svipuð fyrir-
greiðsla og gert hefði verið viS
aðra togara áður.
Þá kvaðst ræðumaður vilja
benda á, hvers vegna þessi fyrir-
spurn Bjarna Benediktssonar
hefði komið fram. Meðan togar-
arnir töpuðu hefðu margir þeirra
fengið slíka fyrirgreiðslu, sem
hér væri um að ræða, en hagur
útgerðarinnar hefði batnað veru-
lega á árinu 1958 og því væri
eðlilegt að menn spyrðu, hvera
vegna þyrfti nú að greiða þetta.
Þá kæmi það undarlega fyrir
sjónir, ef halda þyrfti þessum
greiðslum áfram.
Emil Jónsson sagði að lokum,
að ríkisstórnin hefði ekki talið
unnt að haga afgreiðslu þessara
mála með öðrum hætti. Þegar
búið væri að fallast á samning-
ana við sjávarútveginn, væri
tekjuþörf útflutningssjóðs ákveð-
in. Kvaðst hann hafa lýst þvf,
hvernig hann hefði hugsað sér
að þessi mál yrðu leyst, en það
væri Alþingis að skera úr því,
hvort sú leið væri farin. Ef það
fengist ekki samþykkt, yrði að
leita annað. Ríkisstjómin vildi
afla teknanna þannig, að komizt
yrði hjá því að auka álögur.
Takið lánið
Eysteinn Jónsson, 1. þm. Sunn-
mýlinga tók nærstur til máls. Vék
hann að þeim ummælum for-
sætisráðherra, að ekki væri
ákveðið, hvort leitað yrði eftir
iáninu í Bandaríkjunum. Sagði
hann í því sambandi, að fyrrver-
andi ríkisstjórn hefði leitað eftir
láninu og undirtektir verið
býsna góðar. Hefði verið ákveðið
að ráðstafa fénu til ræktunar-
sjóðs, fiskveiðasjóðs og til raf-
orkuframkvæmda. Kvaðst hann
eindregið vænta þess, að ríkis-
stjórnin héldi áfram við þessar
lántökur. En þetta mál virtist nú
meira á reiki en hann hefði hald
ið.
Þá kvaðst Eysteinn Jónsson
fullyrða, að það væri hrein yfir-
skinsástæða, er „stjórnarflokk-
arnir“ segðust ekki geta komið
sér saman um niðurskurðinn.
Þeir vissu að þeir væru að stefna
efnahagsmálunum út í kviksyndi,
út í þann stórfelldasta hallarekst
ur, sem nokkurn tíma hefði ver-
ið á íslandi. Það væri ekki nema
vorkunn í sjálfu sér, þó þeir
vildu draga sem lengst að upp-
lýsa, hvað þeir hefðu ákveðið í
þessu efni. Eysteinn Jónsson
kvað þessi mál vera að verða dá-
lítið skopleg, eins og margir al-
varlegir hlutir væru, sem kæmi
til af því að hver hlutur hefði
tvær hliðar. Ríkisstjómin væri
stöðugt að finna einhverja af-
ganga og nú síðast hefðu þeir
fundið afgangsfisk, en þetta ætti
allt að éta út. Það væri betra en
að taka lán. Alþýðuflokkurinn
hefði þó sagt í desember s.l., að
það væri í lagi að taka þetta
lán.
Eysteinn Jónsson sagði að lok-
um, að forsætisráðherra hefði tal
ið, að það mundi auka verðbólg-
una, ef fé væri lánað til ibúða-
bygginga. En heldur ráðherrann
að það hafi engin áhrif á verð-
bólguna, ef stjórnin söðlar ekki
um? bætti hann við.
Er hér var komið umræðum
var þeim frestað og málið tekið
út af dagskrá.
S e I j u m m á I v e r k, s i I f u r o g antikmuni
Látið vita sem fyrst um það, sem þér viljið selja á næstunni.
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar.
Austurstræti 12 — Sími 1-37-15