Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 10
1C MORGUNBLAÐIfl Miðvikudagur jan. 1959 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm > Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. A=kriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. SKRÍPALEIKURINN MEÐ VARNARMÁUN UTAN UR HEIMI Berlín: Tvlskipt borg Loftbrúin gerbi stórt og óvænt strik í reikning Rússa II INS og kunnugt er sam- I þykktu allir hinir svo- -Á kölluðu vinstri flokkar tillögu um það hinn 28. marz 1956, að varnarsamningnum við Bandaríkin skyldi sagt upp og varnarliðinu, sem hér hefur dvalizt vísað úr landi. Að þessari samþykkt stóðu Framsóknar- menn, kommúnistar, Alþýðu- flokksmenn og Þjóðvarnarmenn í bróðurlegri einingu. Sjálfstæðis- menn einir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Síðan vinstri flokkarnir sam- þykktu brottrekstur varnarliðsins eru nú senn liðin 3 ár. Nær allan þennan tíma hefur setið vinstri stjórn. Eitt af aðalfyrirheitum þeirrar stjórnar var að fram- kvæma samþykktina um brott- rekstur varnarliðsins. I sjálfri málefnayfirlýsingu stjórnarinnar var m. a. komizt að orði á þessa leið: „Ríkisstjórnin mun í utanríkis- málum framfylgja ályktun Al- þingis 28. marz sl. um stefnu ís- lands í utanríkismálum og með- ferð varnarsamningsins við Bandaríkin“. Bctrgum í dollurum! En ekki leið á löngu áður en það kom í ljós, að samþykktin frá 28. marz 1956, var af litlum heilindum gerð. Þegar um haust- ið 1956 samdi vinstri stjórnin við Bandaríkjamenn um áframhald- andi dvöl varnarliðsins um ó- ákveðinn tíma. Mjög í sama mund og þessi samningur var gerður og ákveðið að varnarliðið fengi að vera hér áfram, fékt vinstri stjórnin myndarlegt dollaralán hjá Bandaríkjunum. ÞaS sem hafði gerzt var hvorki meira né minna en það, að vinstri stjórnin sporð- renndi á fyrsta misseri valda sinna loforðinu um brott- rekstur varnarliðsins og lét x leiðinni borga sér fé fyrir vikið. Aumlegri gat framkoma vinstri stjórnarinnar ekki verið. Það var ekki aðeins að hún sviki sam- þykkt stjórnarflokkanna frá 28. marz og sjálfan málefnasamning- inn, þar sem brottrekstri hersins hafði verið lofað. Vinstri stjórnin gerði meira. Hún gerði öryggis- og utanríkismál þjóðarinnar að hreinni verzlunarvöru, lét borga sér dollara fyrir að leyfa áfram- haldandi dvöl varnarliðsinsH Þar með var öllum landslýð orðið það Ijóst, að samþykktin frá 28. marz var ekkert annað en kosningabrella. Framsóknarflokk urinn og Alþýðuflokkurinn hik- uðu ekki við að taka höndum saman við kommúnista og þjóð- varnarnefnd í ábyrgðarlausum skrípaleik um öryggismál þjóðar- innar. Er óhætt að fullyrða, að fjölda lýðræðissinnaðs fólks í Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum hafi ofboðið þau óheil- indi, sem komu í Ijós í allri með- ferð þessa máls. Allir lýðræðis- flokkarnir höfðu staðið saman um mótun hinnar íslenzku utan- ríkisstefnu og uppbyggingu varna landsins. Nú voru þessi mál allt í einu orðin að pólitísku bitbeini og tilefni auvirðilegra hrossa- kaupa og yfirborðssamþykkta. Þáttur kommúnista Kommúnistar höfðu allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar barizt trylltri baráttu gegn hvers konar þáttöku íslendinga í varn- arviðleitni vestrænna þjóða. En yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar taldi það íslandi lífs- nauðsynlegt að vera með í varn- arbandalagi lýðræðisþjóðanna og taka á sig þær skuldbindingar, sem því fylgdu. Kommúnistar þóttust nú hafa himin höndum tekið, þegar Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn gengu til bandalags við þá, fyrst um samþykktina frá 28. marz og síð- an um myndun ríkisstjórnar, sem lofaði að reka varnarliðið úr landinu. En kommúnistar hreyfðu hvorki legg né lið þegar utan- ríkisráðherra vinstri stjórnarinn- ar samdi í rólegheitum um áfram haldandi dvöl varnarliðsins haust ið 1956, aðeins rúmlega hálfu ári eftir að vinstri flokkarnir höfðu allir heitið því að reka varnar- liðið burtu. Kommúnistar sátu hinir rólegustu í ráðherrastólum sínum og enginn varð þess var að nokkuð verr færi um þá Lúð- vík og Hannibal eftir en áður. Ráðherrar kommúnista tóku þannig á sig fulla ábyrgð á áframhaldandi dvöl varnarliðs- ins. Svo leið tíminn. Vinstri stjórn- in sat að völdum í rúmlega IVz ár, án þess að hreyft, væri við varnarliðinu. Stjórnin fékk hvert dollaralánið á fætur öðru og flokkar hennar voru hinir ánægð- ustu. Vinstri stjórnin féll að lok- um án þess að hafa gert minnstu tilraun til að framkvæma hina frægu samþykkt um brottför varnarliðsins frá 28. marz 1956. Hámark hræsninnar En nú, þegar kommúnistar eru komnir úr ríkisstjórn, flytja þeir allt í einu tillögu til þingsálykt- unar um „endurskoðun og upp- sögn varnarsamningsins frá 1951“. Allir 8 þingm. flokksins flytja þessa tillögu. Nú á að reka af sér slyðruorðið. Kommúnistar eru enn á ný orðnir hinir ske- leggu baráttumenn fyrir brottför varnarliðsins frá íslandi! Myndin lítur þá þannig út, að í hálft þriðja ár sem kommún- istar eru í vinstri stjórninni, hreyfa þeir ekki legg né lið til þess að láta varnarliðið fara. Þeir taka ábyrgð á samningum um áframhaldandi dvöl þess um ó- ákveðinn tíma. Þeir taka við dollaralánum sem beinni greiðslu fyrir að ríkisstjórn íslands hætt- ir við að framkvæma margendur- tekna yfirlýsingu flokka sinna um fyrirhugaðan brottrekstur varnarliðsins. Svo koma kommúnistar nokkrum vikum eftir að þeir eru farnir úr ríkisstjórn og flytja nýja tillögu um brott- rekstur hersins. Þar með hef- ur hræsnin og yfirdrepsskap- urinn náð hámarki. En hver getur tekið mark á slíkum mönnum? Áreiðanlega enginn ábyrgur og hugsandi íslend- ingur. Þann 20. okt. 1946 fóru fram borgarráðskosningar fyrir alla borgina — hinar fyrstu og síð- ustu, sem haldnar voru í þessari mynd eftir stríð. Tveir stærstu flokkarnir, sem þátt tóku í kosn- ingunum, voru sósíal-demókrata- flokkurinn (SPD) og sameining- arflokkur sósíalista (SED). Sam- einingarflokkurinn naut eindreg- ins stuðnings Sovétstjórnarinnar, og helzti bragðbætir kosninga- áróðurs flokksins voru loforð um, að send yrðu matvæli frá Sovét- ríkjunum og þannig tekið fyrir yfirvofandi skort, sem stafaði þó framar öllu af afskiptum Sovét- ríkjanna af vöruflutningum bandamanna. En þegar atkvæð- in voru talin, kom í ljós, að sósíaldemókratar höfðu unnið hreinan meirihluta. íbúar Berlín- arborgar, jafn í austurhlutanum sem í vesturhlutanum, sýndu þannig, að þeir stóðu fast sam- an í andstöðunni gegn kommún- ismanum, jafnvel — eða einkum — eftir að hafa búið við sovézkt hernám og áróður í rúmt ár. Svar Sovétstjórnarinnar var kalt stríð gegn samheldni borg- arbúa, og baráttuaðferðir hennar voru handtökur og brottflutning- ur óteljandi borgara, óendanleg frestun kosninga ýmissa fulltrúa og skipulagðar múgæsingar í borgarþinginu, sem þá kom sam- an í gamla þinghúsinu í austur- hlutanum. Að lokum fór svo, að borgarráðið varð að láta í minni pokann fyrir þessum ruddalegu ofsóknum. Það var flutt til Sch- oneberg Rathaus í bandaríska borgarhlutanum. Næstu kosning- ar ,sem haldnar voru 5. des. 1948, náðu aðeins til íbúa vesturborg- arinnar; Rússar höfðu þegar kom ið á laggirnar einráðri kommún- istastjórn í sínum borgarhluta. Skipting borgarinnar í austur- og vesturhluta var orðin að veru- leika. Fyrr á sama ári kom hvað ljósast fram sú ákvörðun Rússa að undiroka Berlín. Það var í júní, þegar flutningsbannið hófst □---------------------□ Siðari hluti □---------------------□ fyrir alvöru, og öll umferð með lestum og öðrum farartækjum til og frá borginni var stöðvuð. Af- leiðingin af því var loftbrú bandamanna, sem allir kannast við. Ári síðar, eða í maí 1949, var flutningsbanninu aflétt, og var þá ljóst, að það hafði algjörlega misheppnazt. Sovézkir ráðamenn höfðu búizt við, að tiltæki þeirra myndi heppnast á nokkrum vik- um, og þeir höfðu jafnvel hand- bæra áætlun um stofnun austur- þýzks lýðveldis. Loftbrúin gerði stórt og óvænt strik í reikning Rússanna, enda var hún eitthvert athyglisverðasta og sérstæðasta afrek í sögu síðari tíma. Upp frá því hefur gengið á ýmsu í kalda stríðinu _um borg- ina, það hefir ýmist magnazt eða dregið úr því, en mjög lítil breyt- ing hefur orðið á hinni hættulegu stöðu Berlínar. f vesturhluta borgarinnar hefur þróunin verið ör og stefnt í þá átt að koma efna hagsmálunum í fast horf og full komna endurreisnarstarfið. Borg- arstjórnin hefur haft mikið frjáls ræði ,og yfirleitt hafa störf henn ar verið til farsældar. Austur- hluti Berlínar varð stjórnarað- setrið fyrir allt Austur-Þýzka- land. Fjöldi einkennisklæddra hermanna virtist þar stundum svo mikill, að venjulegir borgarar hurfu bókstaflega í þvögunni. __i__i_ En merkin um samtöðu Berlín- arbúa halda enn áfram að skýr- ast. Karlar og konur úr austur- borginni laumast vestur yfir markalínuna og biðjast hælis. sem flóttamenn. Þetta fólk flytur með sér fullvissu um það, að Þjóðverjar í Austur-Þýzkalandi varðveita ennþá vonarneista frelsisins. Átakanlegasta sönnun þess var þegar verkfallsverka- menn við stálverksmiðjuna í Henningsdorf nálægt Berlín gengu fylktu liði til Austur- Berlínar í júní 1953 til þess að mótmæla lífskjörum sínum, sem sífellt fóru versnandi. Uppreisn þessi hafði ekki verið skipulögð fyrirfram. Unga fólkið, sem orð- ið hafði að starfa í æskulýðsfylk- ingum kommúnista, talaði máli frelsisins. Vörubílstjóri klifraði upp í Brandenborgarhliðið og reif niður rauða fánann ,en þúsundir illa haldinna manna lögðu til at- lögu gegn sovézkum herjum og skriðdrekum. Vitanlega fór svo, að hermennirnir miðuðu byssum sínum á mannfjöldann og hleyptu af, og fáeinum dögum síðar fór fram dapurleg fjöldajarðarför. En rödd Henningsdorfverkamann anna hafði heyrzt um gervallan heim. Þetta var, að því er við bezt vitum, í fyrsta en ekki síð- asta skipti ,sem fólk austan járn- tjalds veitti niðurbældri reiði sinni útrás. Svipaðir atburðir gerðust síðar í Poznan, því næst í Varsjá og loks í Búdapest. íbú- ar Berlínar treysta því, að ein- hvern tíma í framtíðinni verði hin glæsilega borg þeirra á einn eða annan hátt sameinuð í eina heild undir frjálsri lýðræðis- stjórn. Enginn atburður hefir haft jafnmikil áhrif á íbúa Vestur- Berlínar allt frá skiptingu borg- arinnar og loftbrúin. Vesturhluti borgarinnar með samtals 2.250 þús. íbúa var rofinn úr öllum tengslum við hinn vestræna heim. Nokkrum árum áður hefði það þótt fjarstæða, að hægt væri að sjá borgarbúum fyrir vistum eingöngu með loftflutningum, og árið 1948 efuðust jafnvel margir um, að það væri mögulegt. Þegar loftflutningarnir til borgarinnar stóðu sem hæst, komu flugvélar til Berlínar og fóru þaðan á 30 sekúndna fresti. Hershöfðinginn Lucius D. Clay, yfirmaður bandaríska herliðsins í Berlín, hefur lýst þessum við- burði þannig: „Flugvélarnar, sem lentu á Tempelhofflugvelli, flugu beint yfir, þar sem ég bjó í Berlín. Hávaðinn frá þeim var mikill og látlaus, en ég var far- inn að venjast honum svo, að á nóttunni svaf ég vært og vakn- aði ekki nema ekkert heyrðist til flugvélanna. Ég furðaði mig þá jafnan á, hverju það sætti“. Þúsundir Berlínarbúa höfðu sömu sögu að segja og lofuðu guð fyrir flugvéladyninn. Þegar flutnings- banninu var aflétt, höfðu flugvél arnar flutt allt að því 1.500.000 smálestir af matvælum, kolum og öðrum vistum til Berlínar. Loftbrúin var lífæð borgarbúa. Sjálfir lögðu Berlínarbúar af mörkum það að viðhalda frels- isandanum og vilja til að bjóða alvarlegum hættum byrginn. Þessa daga fundu Berlínarbúar og Bandaríkjamenn, að þeir virtu hvor annan mikils og báru jafn- vel einlægan hlýhug í brjósti hvor til annars. Erfiðar aðstæður urðu Berlínarbúum hvatning, enda þótt það skelfdi þá einnig, — en það var Bandaríkjamönnum Frh. á bls. 1". Frá uppreisninni í Austur-Berlín í júní 1953.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.