Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 18
18
MORGVNBLAÐIh
Mlðvikudagur 28. jan. 1951
H an.dkn.attleiksm.enn vilja hafa
Birgi fyrirliba /neð í förina
50 krónur í Birgis-bauk
EFTIR rúma viku heldur lands-
liðið í handknattleik utan í erf-
iða keppnisför, en liðið leikur
landsleiki við landslið Danmerk-
ur, Noregs og Svíþjóðar. Frá því
að liðið var upphaflega valið hef-
ur á orðið ein breyting sem gera
varð er Birgir Björnsson fyrir-
liði liðsins fingurbrotnaði í kapp-
leik.
í Þegar sýnt var að Birgir gat
eigi leikið með var Reynir Ól-
afsson KR valinn. Hann átti þá
eigi heimapgengt og var þá Matt-
hías Ásgeirsson ÍR valinn í skarð
ið.
! Landsliðinu er mikill missir að
Birgi. Hann hefur um árabil ver-
ið driffjöður Hafnarfjarðarliðs-
ins sem ekki hefur átt síztan þátt
;j í hraðri framför handknattleiks-
liðsins hér. Fyrirliði var hann í
för landsliðsins á heimsmeistara-
i keppnina á s.l. ári og var frammi
staða hans þar mjög rómuð.
Handknattleiksmönnum sjálf
; um er bezt ljóst hversu mikið
j liðið hefur misst er hann ekki
j leikur með. Þeir hafa því átt
[frumkvæði að þeirri hugmynd að
' fá Birgi með út til ráða og sam-
j vistar. Því hófu þeir söfnun til
I þess að hann kæmist með, því
; HSÍ getur ekki fjárskorts vegna
tekið aukamenn með í förina.
Settu handknattleiksmenn upp
í bauk einn mikinn í bókabúð
Lárusar í Vesturveri og vænta
þeir skjótra viðbragða hollvina
handknattleiksins. Samskonar
söfnun á sér stað í bókabúð Óli-
vers Steins í Hafnarfirði.
— Ræða Björns
Ólafssonar
Framhald af bls. 3
skorti, þar sem Bretland hafði
sérstakan dollaragjaldeyrissjóð
fyrir Sterling-svæðið.
i En íslendingar þurftu aldrei að
nota þann gjaldeyrissjóð og nú
þegar Bretland hefur gefið
frjálsa sölu á dollurum til allra
annarra en þegna Bretlands og
þegna þeirra landa sem eru á
Sterlings-svæðinu taldi Björn að
kominn væri tími til að fsland
segði sig úr Sterling-svæðinu.
Meira en þjóðarnauðsyn.
s Björn Ólafsson sagði, að a'.iir
væru sammála um að stöðvun
verðbólgunar væri þjóðarnauð-
syn. Jafnvel kommúnistar þætt-
ust vera á þeirri skoðun.
En stöðnunin er að mínu áliti,
sagðí hann, meira en venjuleg
þjóðarnauðsyn. Hún er skilyrði
fyrir því að íslenzkt þjóðfélag
liðist ekki í sundur í nálægri fram
tíð vegna efnahagslegrar brjál-
semi. En það kvað ræðumaður
efnahagslega brjálsemi, þegar
allt væri að fara úr böndunum
vegna deilu um það, hvað væri
rétta leiðin, þegar útflutnings-
framleiðslan þyrfti allt að 500
millj. kr. styrk til þess að fram-
leiða verðmæti fyrir 1000 millj.
kr., þegar ríkissjóður þarf sem
svarar mestallri útflutningsfram
leiðsluni til sinna þarfa og þeg-
ar eitthvert mesta góðæri, sem
yfir þjóðina hefur gengið til lands
og sjávar, leiðir af sér mestu
gjaldeyriskreppuna, sem yfii
þetta land hefur gengið. Svo
eitthvað væri bogið við þetta allt
saman.
Persónulegar skoðanir um lausn
vandamálsins.
Ræðumaður sagði, að flestir
væru sammála um, að ekki
yrði komizt hjá að gera bráða-
birgðaráðstafanir í svipinn til
þess er svo aðkallandi, að þetta ár
inu, en megin vandamálið væri
óleyst eftir sem áður. En lausn
þess er aðkallandi, að þetta ár
má ekki líða svo að efnahags-
og atvinnulíf landsmanna komist
ekki að verulegu leyti á traustan
og heilbrigðan grundvöll.
í þessu sambandi kvaðst hann
vilja minnast á þrjú meginatriði,
sem taka yrði til greina og leysa
á réttan og raunhæfan hátt, það
væru vísitalan, gengið og útflutn-
ingsafurðirnar.
Tók Björn Ólafsson það skýrt
fram, að þar sem lausn þessara
þriggja atriða myndi valda deii-
um, þá væri það sem hann hér
segði, hans persónulegu skoðanir.
Fyrst ræddi Björn um víxláhrif
vísitölunnar, sem hafa ef svo má
segja matað verðbólguna. En
þjóðin ætti nú að fara að skilja,
að hættulegt er, að láta kvörnina
mala lengur.
Ég hygg, að óhætt sé að full-
yrða, að þau lönd Evrópu og
Ameríku, sem nú búa við ö'rugg-
án fjárhag, stöðugt verðlag og
frjálsa verzlun, hafa aldrei farið
inn á þá braut, að láta fram-
færsluvísitöluna ákveða sjálf-
krafa kaupgjald og framleiðslu-
kostnað. Fyrir þjóðir, sem þurfa
að byggja tilveru sína að veru-
legu leyti á útflutningi, eins og
íslendingar, er 'slíkt sama og að
bjóða óstöðvandi verðbólgu heim
En hvaða leiðir eru hugsanleg-
ar til þess að losna við þessi
víxláhrif verðbólgunnar. Launa-
stéttirnar í landinu og bænda-
stéttin, sem nú fá hækkuð laun
sín eftir því, sem vísitalan hækk-
ar, munu ógjarnan vilja gefa upp
þennan mælikvarða á launatekj-
ur sínar. Það er ekki nema mann
lfegt, sérstaklega þegar verðlag
er á hverfanda hveli, sagði Björn
Ólafsson.
Mér sýnist þess vegna, að af-
nám víxláhrifa vísitölunnar, sem
er grundvallarskilyrði fyrir heil
brigðu efnahagslífi í framtíðinni,
verði ekki framkvæmt fyrr en
gerðar hafa verið aðrar ráðstaf-
anir fyrst, sem miða að og koma
á heilbrigðu jafnvægi í efnahags
kerfinu og endurreisa traust al-
mennings á verðgildi krónunnar.
Þegar það hefur verið gert og
ró færist yfir verðsveiflurnar, er
tíminn kominn til að nema burt
gerilinn, sem nú veldur viðvar-
andi hitasótt í efnahagskerfinu.
Kommúnistar samþykkja
gengislækkun.
Þá vék ræðumaður að þeirri
miklu blekkingu, sem kommún-
istar reyna að ala á, að hægt sé
að hækka kaup, eins og ástæður
eru nú hér á landi, án þess, að
kauphækkunin sé sótt jafnóðum
í vasa almennings í hækkuðum
álögum.
Kommúnistar hafa ennfremur
valið sér þá rökvana stefnu í
efnahagsmálunum, að telja al-
menningi trú um að gengislækk-
un væri glæpur gagnvart þjóð-
inni, glæpur sem sporna þyrfti
við, hvað sem öllu öðru liði.
En þeir eru í þessu sem öðru
ekki sjálfum sér samkvæmir. Þeir
hafa sjálfir samþykkt, með þátt-
töku og stuðningi við síðustu rík-
isstjórn, stórkostlega gengisskerð
ingu krónunnar beint og óbeint,
með sérstökum skatti (55%) á
gjaldeyrissölu og nýjum aðflutn-
ingsgjöldum. Allt er þetta auð-
vitað gert til að leiðrétta gengi
krónunnar, því engin þjóð sem
nokkur viðskipti hefur við út-
lönd getur lengi haldið uppi mjög
ranglega skráðu gengi og verður
því að leiðrétta það opinberlega
eða á grímuklæddan hátt.
Um það stoðar ekki að deila,
hvernig sem reynt er að dylja
staðreyndirnar, að gengi krónunn
ar er faliið stórlega og allt sem
gert er til þess að leyna þeirri
staðreynd, er aðeins aðgerðir til
bráðabirgða.
Rétt gengi er bráðnauðsynlegur
þáttur í heilbrigðu efnahags- og
atvinnulífi. Mikið af þeim örðug
leikum sem nú steðja að í efna-
hagsmálunum hafa sprottið af því
að gengi krónunnar hefur ekki
verið rétt skráð.
Ástæðan fyrir því er að mínu
áliti tvenns konar. Annars vegar
óttinn við póiltískar óvinsældir
meðal almennings af beinni geng
islækkun. En hins vegar skortur
á pólitískri og efnahagslegri und
irstöðu sem gengisbreytingin
verður að byggjast á, ef hún á
að koma að gagni.
Gengisbreyting, þótt hún sé
bráðnauðsynleg, er tilgangslaus
og jafnvel skaðleg ef hún er jafn
óðum gerð gagnslaus með sam-
svarandi hækkun á kaupgjaldi
og verðlagi.
Þess vegna þarf annað hvort
að gerast, að öruggt sé að gengis
lækkunin mæti fullum skilningi
hjá þjóðinni, eða að hún sé gerð
í áföngum til þess að verðbreyt-
ingin valdi ekki svo mikiili og
skyndilegri trufluu á lífskjörum
þjóðarinnar, að hún snúist til
virkrar andstöðu.
Hvað sögðu erlendu
sérfræðingarnir?
Þá vék Björn Ólafsson að því,
að þegar V-stjórnin var að fást,
við efnahagsmálin, kvaddi hún
hingað erlenda sérfræðinga frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sér
til ráðuneytis. En aldrei var upp-
lýst, hvað þessir erlendu sév-
fræðingar hefðu lagt til um
lausn vandamálsins. Stjórnin var
margspurð um þetta. En út úr
henni fékkst ekki orð. Hvers
vegna?
Vegna þess, að það hentaði ekki
stjórnarflokkunum að fara eftir
ráðum erlendra sérfræðinga. Þeir
lögðu til, að framkvæmd yrði
bein gengislækkun til þess að
leiðrétta það misvægi, sem kom-
ið var í efnahagskerfið.
Enn benti ræðumaður á, að
Efnahagssamvinnustofnun Ev-
rópu hefði nýlega gefið út skýrslu
um efnahagsástandið hér á landi,
en niðurlagsorð hennar hljóða
svo:
„Það er mjög æskilegt, að eins
fljótt og auðið er verði mismun-
andi útflutningsbóta og innflutn-
ingsgjalda kerfi lagt niður og í
staðinn tekin upp einföld og raun
hæf gengisskráning."
Björn Ólafsson sagði, að í sín-
um huga gæti það ekki valdið
neinum deilum, að rétt gengis-
skráning væri eitt höfuðskilyrð-
ið fyrir því, að efnahagsmálin
kæmust í heilbrigt horf. En til-
gangslaust væri þó að gera slíka
ráðstöfun fyrr en nauðsynlegur
grundvöllur hefði verið lagður,
svo að ráðstöfunin bæri tilætl-
aðan árangur. Því lengur sem
það dregst, því meir eitrar óviss-
an og tortryggnin allt efnahags-
lífið.
Versta tegund ríkisrekstrar
Næst vék ræðumaður að út-
flutningsuppbótunum:
Það einkennilega fyrirbrigði
er nú að verða árlegur viðburður
í þessu þjóðfélagi, að allur fiski-
floti landsmanna verður að
semja við ríkisstjórnina um það
hvaða fiskverð hann eigi að fá
greitt yfir vertíðina.
Ef samningar nást ekki við
„vinnuveitandann" sem er ríkis-
sjóður, gerir flotinn verkfall eins
og hver önnur launastétt.
Þetta er versta tegund ríkis-
rekstrar á atvinnuvegum, sem
hægt er að finna. Og í kapítal-
istisku þjóðfélagi, sem er byggt
upp á frjálsum atvinnurekstri og
eignarrétti einstaklingsins, stend-
ur þetta fyrirkomulag sem fleinn
í því efnahagskerfi, sem byggt
er upp til að starfa á gerólíkan
hátt.
íslenzkt atvinnulíf og fjárhags-
kerfi verður ætíð sjúkt og
brenglað meðan aðalútflutnings-
atvinnuvegur landsins fær ekki
að standa á eigin fótum en er
í þess stað gerður að styrkþega
af almannafé og verður að heyja
baráttu á hverju ári sem ein af
launastéttum þjóðfélagsins til
þess að geta lifað.
Þetta ástand lagast ekki fyrr
en tekin hefir verið upp rétt
gengisskráning, sem byggist á
traustu efnahagsjafnvægi.
Þess vegna er rétt gengis-
skráning, byggð á nauðsynlegum
öryggisráðstöfunum, undirstaða
þess að efnahagslíf landsins kom-
ist á heilbrigðan grundvöll.
> Þess vegna verða allar ráð-
stafanir hér eftir að stefna að
því, að sjávarútvegurinn fái rétt
gengi fyrir gjaldeyrinn, rétt-
láta og heilbrigða hlutaskiptingu
— og að afnumdar verði allar
styrkveitingar. Eftir það á út-
vegurinn að sjá um sig sjálfur.
Björn Ólafsson sagði, að niður-
færslufrumvarpið væri aðeins
fyrsta skrefið til þess að lag-
færa hið alvarlega efnahags-
ástand sem nú ógnar öllu efna-
hagslífi þjóðarinnar. Ef vel gengi
gæti þetta stöðvað óheillaþróun
en meginþættir vandamálsins
væru enn óleystir.
Kvað hann ástæðu til að segja,
að ríkisstjórn Alþýðuflokksins
hefði sýnt lofsvert pólitískt hug-
rekki með því að leggja fram
þessar tillögur. Með því hefði
flokkurinn sýnt meira raunsæi
og ábyrgðartilfinningu en komm-
únistarnir hafa sýnt eða munu
sýna.
Kommúnistarnir leika nú þann
loddaraleik að reyna að telja al-
menningi trú um, að hag hans
sé bezt borgið með því að sundra
því efnahagskerfi sem öll afkoma
landsmanna byggist nú á.
Allir þjóðhollir menn munu
vænta þess, sagði Björn Ólafs-
son að lokum, að þetta fyrsta
spor verði undanfari annarra
nauðsynlegra ráðstafana, sem aft-
ur geti skipað okkur í flokk
þeirra landa ,sem hluttæk teljast
í efnahagssamvinnu frjálsra
þjóða.
Eskfirðinga- og Reyðfirðingafélagið í Reykjavík
IUunið árshátíðina
að Hlégarði á laugardaginn.
Pantið miða í dag, Þeir verða afhentir við bílana, en
ekki seldir við innganginn, eins og vengna misskiln-
ings stóð í áður birtri auglýsingu. — Fjölmennið.
Stjórnin
Átthagafélag Akraness
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn
29. jan. í Aðalstræti 12 kl. 8,30.
Félagar f jölmennið
Stjórnin