Morgunblaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur jan. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
11
Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni:
Danir búa sig undir „Jbofuö/c/-
inav/ með 22 /iæða gistihúsi
og breytingum á Kastrupvelli
SAS-hótelið, 22 hæða, sem risið er í hjarta Kaupm.hafnar.
ranghalar með glerveggjum. Far
þegarnir þurfa því ekki að ganga
út á flugvöll undir berum himni,
stundum í rigningu og stornu.
Þeir geta gengið innan húss frá
hægindastólunum í biðsölunum
til sætanna í flugvélunum.
Katrupflugvöllurinn hefur þá
kosti fram yfir marga aðra flug-
velli, að auðvelt er að leggja flug
brautirnar, þar sem þær eru á
rennisléttri eyju. En þessi eyja
er grænmetisgarður Kaupmanna
hafnar og hefur verið það öld-
um saman. Kristján 2. Danakon-
ungur kom því til leiðar, að nokkr
ir Hollendingar fluttust tii Dan-
merkur og settust að þarna á
Amager til þess að rækta græn-
meti og blóm.
Danir hafa gert sér far um að
haga lengingu fulgbrautanna
þannig, að sem minnst af rækt-
uðu landi eyðileggist. Lengsta
brautin, sem hefir verið 2300 m.
löng en á að vera 3300 m., verð-
ur því að lengd um meira en 500
m út í Eyrarsund. Lengra má
ekki fara út í sundið vegna skipa
ferðanna. Firmað J. G. Mourit-
zen hefur sogið 11 milljónir tónna
af sandi upp af hafsbotni norður
við Helsingjaeyri, flutt sandinn
til Kastrup og dælt honum inn á
flóðgirt svæði við ströndina.
Lengingu flugbrautanna er nú
að miklu leyti lokið, að þeim
tveimur undanteknum, sem lagð-
ar verða út á uppþurrkaða Eyr-
arsundssvæðið. Það er nefnilega
um tvær að ræða.
Nýja flughafnarbyggingin og
flugbrautirnar eiga að vera full-
gerðar í byrjun næsta árs. Þá
geta 90 flugvélar lent í Kastrup
eða farið þaðan á einni klukku-
stund. Það er meira en ein flug-
vél á mínútu.
Gert er ráð fyrir, að stækkun
flughafnarinnar fullnægi þörf-
inni þangað til 1970. Sumir óttast
þó, að hún reynist of lítil áður en
10 ár eru liðin.
í fyrra fór rúmlega 1,3 millj.
farþega um Kastrup, eða 11%
fleiri en árið áður. Þegar byrjað
var að stækka flughöfnina, var
áætlað, að farþegatalan kæmist
ekki upp í 1 millj. fyrr en árið
1960. Umferðin um Kastrup vex
þannig langtum örara en búizt
var við, og hún vex líklega enn
þá örar í framtíðinni, þegar þot-
urnar verða teknir í notkun og
ferðatiminn styttist stórkostlega.
Páll Jónsson.
Kaupmannahöfn í janúar 1959.
ÞETTA nýbyrjaða ár verður
merkisár í sögu SAS. Á kom-
andi vori fær þessi skandinaviska
flugvélasamsteypa fyrstu farþega
þoturnar. Danir búa sig því af
kappi undir þotuöldina.Hið mikla
22 hæða hús, „Hotel Royal“, sem
SAS lætur reisa á horninu milli
Vesturbrúargötu og Hammerichs
götu er komið upp í fulla hæð.
Um leið er stækkunin og um-
bæturnar á Kasírupflugvellinum
langt á veg komnar.
Fyrsta laugardaginn eftir ára-
mótin var reisugildi í „Hotel
Royal“. Hálfum mánuði seinna
opnaði SAS flugafgreiðslumið-
stöð í þessu nýja stórhýsi. Flug-
afgreiðslan er á götuhæðinni í
tveggja hæða álmu, sem snýr út
að Hammerichsgötu og nær alla
leið frá „Hotel Royal" til Vest-
erport. Þarna eru biðsalir, banki,
bar, farmiðasala, hvíldarherbergi
með sjónvaipstækjum o. m. fl. —
Auðvitað er ailt með nýtízku
sniði.
Á fyrstu hæð eru ýmsar skrif-
stofur, undir byggingunm er bíla
geymsla fyrir 200 bíla og á SAS
torginu við Vesterport verða bíla
stæði fyrir 60 bíla.
„Hotel Royal“ verður ekki full-
gert fyrr en að ári liðnu. Þegar
kemur fram í marz verður þetta
háa hús klætt grænum glerungs-
plötum að utan. Gert er ráð fynr
að gistihöll þessi verði tekin í
noktun um páskaleytið 1960. —
Verða þarna 275 herbergi og verð
ur hægt að hýsa nál. 500 manns.
Starfsfólkið mun verða 250 að
tölu. Finnst sumum það mikið
í samanburði við gestatöluna. En
á „Hótel Savoy“ í London er
starfsfólkið þrisvar sinnum fjöl-
mennara en gestirnir.
20 milljónir kílóa af sementi
og stáli hafa verið notaðar til að
byggja þetta stórhýsi, sem er
70 metra hátt og kostar 30 millj.
kr. í stormi sveiflast húsið 5
sentimetra. Getur varla hjá því
farið, að gestirnir verði þess
varir.
Svisslendingur Alberto Kapp-
enberger að nafni hefur verið
valinn forstjóri þessarar nýju
gistihallar. Hann hefur svo að
segja alla ævi fengist við gisti-
hússtörf, byrjaði rpeð því að
flysja kartöflur og bera farangur
gestanna á gistihúsi föður síns,
„Hotel Adler“ í Lugano, starfaði
seinna víðsvegar í Evrópu, m. a.
á „Hotel d’Angleterre“ í Kaup-
mannahöfn, og var forstjóri
„Hotel Vesuvio“ í Napoli, þegar
hann var ráðinn til Kaupmanna-
hafnar.
í Kastrup er sem kunnugt er
verið að byggja nýja flughafnar-
byggingu og lengja flugbrautirn
ar þannig að þær verði nægilegar
fyrir stóru farþegaþoturnar. Kast
rupflughöfnin er á síðustu árum
orðin ein af flugmiðstöðvunum í
Evrópu. Danska ríkið ver nú 200
milljónum kr. til að gera hana
þannig úr garði, að hún geti verið
það áfram á þotuöldinni. Um leið
er Kastrup, segir SAS í auglýs-
ingum sínum, „The Gateway to
Europe“, af því að þangað liggja
flugleiðir frá Los Angeles um
Grænland og frá Tókíó yfir Norð-
urpólinn til Evrópu.
Flughafnarbyggingin í Kastrup
er komin undir þak. Hún er 160
m löng og í alla staði hin ný-
tízkulegasta. Frá henni verða
gerðar þrjár bryggjur út á flug-
völlinn, fyrst um sinn þó ekki
nema tvær. Verður hver þeirra
300 m á lengd. Flugvélarnar leggj
ast að þessum bryggjum, 12 að
hverri þeirra, ef þörf gerist.
Skrúfuflugvélarnar verða næst
flughafnarbyggingunni, þoturnar
lengra frá henni, til þess að há-
vaðinn valdi sem minnstum óþæg
indum í biðsölunum. Bryggjurn-
ar verða yfirbyggðar, eins konar
Fréttabréf
sandshreppi
Veðturfar o. fl.
Árið 1958, verður hvað veður-
far snertir, minnistætt ár. Svo
má heita að einstök veðurblíða
hafi verið hér allt árið, að frá-
dregnum smá illviðris skotum,
fyrri og síðari hluta ársins. Vor-
ið var kalt framan af, og þurr-
viðra samt eins og sumarið varð
einnig. Tún brunnu því víða til
skaða, svo töðufengur varð víða
í lakara lagi, en nýttist vel. Marg-
ir bættu sér þetta upp með því að
fá slægjur á Rauðasandi, sérstak-
lega í Saurbæ en þar var gnægð
slægna, þótt bóndinn þar væri
búinn að heyja fyrir sínar 20 kýr.
Fallþungi dilka varð með betra
móti, svo telja má að varðandi
búsafurðir og heyfeng, hafi árið
orðið hagstætt.
í haust var úrkoma með fá-
dæmum mikil, svo vafasamt er að
slíkt steypiregn hafi hér komið
síðan á dögum Nóa gamla. En
þetta var gott fyrir hina skræl-
þurru jörð, þótt af því hlytust
víða skemmdir á vegum.
Miklar lagfæringar voru gerð-
ar á veginum, frá Patreksfjarðar-
botni og út á Patreksfjörð. Á
svæði var vegurinn gerður að
nýju. Tvær brýr voru gerðar á
þeirri leið, og tvær brýr í ör-
lygshöfn, auk þess gerðar smá
lagfæringar annars staðar. f
Kollsvík var ýtt upp undirstöðu
að vegi yfir víkina. Vegaverk-
stjóri á þessu svæði er Bragi
Thóroddsen.
úr Rauða-
Ræktun og bústofn
Þau flög sem sáð var í á síð-
astliðnu vori brugðust alveg,
vegna þurrka og hét ekki að neitt
þeirra gæfi gras. Á sl. tveim
árum hafa nýræktir og túna-
sléttur numið hér samtals um
30 hekturum. Bústofn hreppsbúa
var í ársbyrjun 1958, um 170 kýr,
kálfar og geldneyti, og um 2900
fjár. Hrossum fer ört fækkandi
og eru nú eftir 16.
Byggingar
Tvö hús risu af grunni, íbúð-
arhús í Kvígindisdal og kirkja í
Breiðavík. fbúðarhúsið var gert
fokhelt, en kirkjan steypt upp.
Auk þess var bætt við skepnu-
húsum í Kollsvík og á Stökkum.
Bygging kirkjunnar í Breiða-
vík verður mikið átak fyrir svo
fámennan söfnuð, en hann átti
fárra kosta völ. Gamla kirkjan
var upphaflega bændakirkja en
um 1930 eignaðist ríkið meiri-
hluta Breiðavíkur, og þá kirkj-
una með, og síðar Breiðavík alla,
þegar stofnsett var þar vist-
heimili.
Fyrir 20 árum taldi þáverandi
biskup og prófastur, Breiðavíkur-
kirkju ónothæfa, og varla við-
gerðarhæfa. Margar tilraunir
voru gerðar til að fá jarðar og
kirkju eiganda sem nú var ríkið,
til að byggja kirkju sem söfnuð-
urinn tæki svo við fullgerðri. Á
síðastliðnu ári voru svo þessum
fámenna söfnuði gerðir úrslita
kostir. Hann fengi kr. 200.000,00
til kirkjubyggingar í eití skipti
fyrir öll, og tæki þar með við
kirkjunni, eða fengi enga, um
ófyrirsjáanlegan tíma. Og hann
valdi kirkju, því kirkju vildi
hann eiga. Þetta var ekki stór-
mannlega innt af hendi við þenn
an fámenna söfnuð, sem er senni-
lega sá fámennasti á landinu. En
þó ber þetta að þakka og geri
ég það hér með.
Áætlað er að kirkjuhúsið sjálft
kosti ekki undir kr. 350.000,00,
eða kr. 150.000,00 umfram fram-
lagið, og svarar það því, að á
hvert nef sóknarbarna komi kr.
3.000,00. Eftir er þá að kaupa
hljóðfæri og aðra muni í kirkj-
una. Ef til dæmis Reykvíkingar
þyrftu að borga svipað til sinna
kirkna, væri það yfir 200 millj.
Enn söfnuðurinn trúir því að
þetta fari allt vel, og kirkjan
verði að mestu fullgerð á þessu
ári.
Vafalaust muna mörg burtflutt
sóknarbörn sína gömlu kirkju, og
það vegarnesti sem þau fengu
þar, og láta þessa njóta þess.
Áramót
Árið 1959 byrjar vel. Að vísu
hefir verið kalt síðan á áramót-
um, frá 6—10 stiga frost, en
hreinviðri og stillur. Vegir færir
um alla sveitina, en eru að lok-
ast sums staðar vegna svella. Fé
er víða nýlega komið á hús, þó
ekki ennþá á Látrum. Heilsufar
er gott. Þó hefir mislinga orðið
vart.
Skammdeginu er lokið að þessu
sinni, og hækkandi sól gefur bjart
ar vonir um gæfuríkt komandi ár.
Látrum 10. jan. 1959.
Þórður.
Þessi klukknaturn var vígður í kirkjugarði í Núrnberg í
Þýzkalandi hinn 2. janúar sl. til minningar um fólkið, sem
fórst í loftárásinni miklu á bœinn 2. jan. árið 19Jt5. Allir
þeir, sem fórust í þessari árás, 6,621 aö tölu, voru jarð-
settir í þessum sama garði.