Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. janúar 1959 MORCUNRLAÐIÐ 9 íslendingar í þýzkum háskóla SÍÐUSTU árin hefur leið fiestra íslenzkra stúdenta, sem nám stunda erlendis, legið til Þýzka- lands. Um þessar mundir munu dvelja þar um 150 íslenzkir stúd- entar. — Hvernig er líf þessara íslendinga þarna? Um það geta menn fræðzt eitthvað í eftirfar- andi grein. Þegar stúdent kemur þangað frá íslandi, er hann oftast harla fáfróður um það, hvað hann er að leggja út í. Hann er oftast að fara í fyrsta sinn út í heim og er því órótt innanbrjósts, þegar hann situr í járnbrautarlestum meginlandsins í fyrsta sinn á ævinni. Hann gistir vanalega á hóteli fyrstu næturnar í borg- inni, sem hann hefur valið sér að dvelja í að mestu léyti næstu árin. Fyrsta verk hans er að fá sér kort af borginni, sé hún stór, og fara í skólann til að tilkynna komu sína. Þar er troðið í hann á framandi tungu ýmsum hollum ráðum, sem oftast vilja auðveld- lega gleymast í önnunum, sem fyrir liggja, því nú skal leita sér að herbergi. Stúdentagarðar eru fáir og smáir við þýzka háskóla og rúma ekki nema örlítinn hluta þeirra, sem um herbergi þar sækja. Þvi er íslendingurinn sendur til húsa- leigumiðlara. Þar bíða oftast nokkrir, svo hann getur hlustað á dökkleita Araba kvarta undan frúm, sem skelli hurðum á neí þeim er þær sjá þá fyrir utan, á þýzka stúdenta, sem kvarta und- an dýrtíð og hækkaðri húsaleigu eða á frúr, sem ekki vilja leigja stúdentum, sem segja upp her- berginu sínu í hverju fríi og fara burt, svo þær sitja með það ó- leigt í nokkra mánuði. Loks er röðin komin að honum, og hann greiðir miðlaranum þóknunina, en fær í staðinn nokkur heimilis- föng. Nú getur stúdentinn hafið leit sína. Vegna þess hve hann er ókunnugur í borginni, eru fyrstu herbergin oftast þegar leigð, svo hann fer aftur til miðlarans til að fá nýjan forða af heimilis- föngum. Nú fer hann að verða fljótari í ferðum, svo hann fer að finna óleigð herbergi, en hann er vandlátur og skoðar því nokkur herbergi. Eitt er risher- bergi, ódýrt að vísu, en salerni er ekkert á hæðinni, og ennfrem- ur er ekki neitt tilhlökkunar- efni að bera kolin úr kjallaran- um upp á 5. hæð, því þetta her- bergi er hitað með kolaofni eins og næstum 95% þýzkra íbúða. Ef herbergi með miðstöðvarhitun eru fáanleg, verður að borga fyr- ir þau ein 100 DM á mánuði með ljósi, hita og gasi, og það er full- mikið fyrir stúdent. Loks velur stúdentinn sér lítið herbergi í nýju húsi, enda þótt það hafi kolaofn. Það er bezt að hann læri að kveikja upp. Hann flytur inn í nýja húsnæðið og byrjar strax að æfa sig í að tala þýzkuna við „kerlinguna sína“, en svo kalli stúdentarnir oft frúrnar, sem leigja þeim, og af þeim eru til margar tegundir, eins og stúdent- ar allra alda kannast við. íslendingurinn hefur innritazt í háskólann og ritað nafn sitt og aðrar upplýsingar á óteljandi eyðublöð. Nú eru fyrirlestrarmr að byrja. Hér ríkir akademiskt frelsi, svo að hann fær enga stundatöflu í hendurnar, sem hann verður að fara eftir. Sjálfur verður hann að ákveða hvaða fyrirlestra hann ætlar að hlusta á. Þegar hann hefur ákveðið það, leitar hann uppi svörtu töfluna, því þar hengir hver prófessor upp tilkynningu um það, hvar oyíive- nær hann byrjar að lesa fyrir Þetta er allt mjög erfitt í byrjun, og hver byrjandi þykist þá hepp- inn, er hann nær í einhvern eldri stúdent til að leiðbeina sér við val á fyrirlestrum og öðru. Hann byrjar nú að sækja fyrirlestrana, sem honum gengur illa að skilja í fyrstu. Hann kemst þó að því, að ekki er farið eftir neinni ákveðinni bók. Þegar til prófsins kemur, er ekki prófað eingöngu i þvi, sem prófessorinn hefur sagt. mikill maður, sem kom með ör úr sliku einvígi. Þessi siður mun nú niður lagður alls staðar. Önn- ur félög eru helzt kristileg félög, átthagafélög og pólitísk félög. sem eru hér nær áhrifalaus. í kosningum til stúdentaráðsins, stilla stúdentar einstakra deilda skólans upp listum, en engin fé- lög önnur skipta sér af kosning- unum, svo kosningarnar verða ekki pólitískar, þar sem keppnin stendur einungis á milli deilda um að koma sem flestum mönn- um inn í stúdentaráðið, sem er mjög fjölmennt. islendingar í Þýzkalandi taka fremur lítinn þátt í félagsstarfi stúdenta hér, en þeir hafa víðast hvar stofnað með sér íslendinga- félög. Innan þeirra ríkir vakandi áhugi á sérmálum Íslendinga er- lendis, en að minnast á þau öll væri efni i aðra grein. Læknisráð vikunnar: Hvers vegna verða menn áfengissjúklingar ? íslendingar á rabbfundi heldur er ætlazt til þess, að stúd- entinn hafi sjálfur viðað að sér þekkingu úr þeim bókum, sem einhvern tíma hafa verið skrif- aðar um efnið og viti skil á því almennt. Af þessu lærir stúdent- inn að bjarga sér sjálfur, að fletta upp í bókum og viða sjálf- stætt að sér þekkingu í stað þess að læra eins og páfagaukur, og þessi þroski, sem námsfyrir- komulag hins akademiska frelsis veitir, er einn stærsti kostur þess. Þetta frelsi gefur stúdent- um tíma til að sinna áhugamálum sínum meir en ella. En ef á annað borð skortir áhuga á sjálfu nám- inu, getur þetta námsfyrirkomu- lag leitt til þess, að stúdentar fara sér hægt við námið og verð- ur ekkert ágengt, vegna þess að aðhald í barnaskólastíl er ekkert. Vanalega fer stúdentinn á fæt- ur um 7 leytið. Hann klæðir sig og þvær sér úr köldu vatni, renn- andi vatni ef hann býr svo vel, annars úr þvottaskálinni, sem hann heliir í vatni úr postulíns- könnunni, sem var svo algeng á íslandi þar sem ekki var renn- andi.vatn. Á meðan hitar hann vatn í kaffið eða teið á gasvél- inni í eldhúsinu. Flestir stúdent- ar hafa eldhúsaðgang og hafa hjá sér brauð, álegg og annan mat. Mjólk er ekki mikið drukkin, enda á hún harða samkeppni við bjórinn, sem er svo mikil nauð- synjavara, að hann er alveg skatt frjáls, enda er hann seldur í hverri mjólkurbúð. Vissara er að vera kominn tímanlega í skólann, því þegar fer að nálgast 8:15 eru fyrirlestra- salirnir að fyliast, því þá byrja fyrirlestrarnir. Þeir eru margir hverjir mjög stórir og getur einn salur tekið allt að 600 nemendur í sæti. Þegar prófessorinn gengur inn, oft með aðstoðarmönnum sínum, bregður íslendingnum í fyrstu í brún, þvi allir stúdent- arnir í salnum taka að banka i borðin með hnefunum af miklum ákafa og verður af því talsvert hark. Heima var hann vanur þvi, að stúdentar stæðu upp í kveðju- skyni, en hér er það stúdenta- siður að banka í borðin. Þennan sið nota stúdentar á sama hátt og annað fólk notar lófaklapp. Ef þeim mislíkar eitthvað, þá sussa þeir og nudda fótunum við gólf- ið. Fyrst í stað kemur þessi siður einkennilega fyrir, en hann venst alveg. Allan morguninn standa fyrirlestrar yfir, og stúdentar eru oft á þönum úr einum saln- um í annan. Þá er gott að þekkja skólann vel, til að finna réttan sal í þessum háskólabáknum. — Stundum eru byggingar skólanna ekki á einum stað, svo að hend- ast verður á milli borgarhluta, og þá er gott að hafa reiðhjól eða annað farartæki. Fyrirlestrar eru aldrei milli klukkan 13 og 14, og þá er farið í „mensu“, mötuneyti stúdenta. Matur þar er ódýr, en ekki góð- ur, en fjárhagsins vegna verður stúdentinn að reyna að gera sér það að góðu, sem að honum er Maturinn er yfirleitt súpa og svo einhver réttur, oftast með kart- öflum, sem matreiddar eru á ýmsan hátt. Kjötskammtur er frá 5 grömmum upp í 100 grömm á mann. Oftast er hægt að gleypa hann í einum munnbita, en með tímanum lærir hann að skera hann svo smátt og treina sér hann svo lengi, að hann getur klárað allar kartöflurnar. Oftast kaupir hann sér mjólk með matn- um, því þarna eru seldir alls kon- ar drykkir, allt upp í brennivín, en það kaupir aldrei neinn. Stundum er nú farið heim til að lesa, en stundum halda timar áfram um eftirmiðdaginn. Yfir- leitt neyta stúdentar ekki mið- degiskaffis, en borða í þess stað kvöldsnarl í fyrra lagi, heima hjá sér eða í mensu. Kvöldunum ráðstafa stúdentar eftir eigin geðþótta. Þeir áhuga sömustu sitja heima hjá sér öll kvöld og lesá. Hinir bregða sér oft út á kvöldin ásamt félögum sínum, því ef margir landar eru í borginni, halda þeir mjög vei hópinn. Oft er þá farið í kvik- myndahús, leikhús eða á tónleika og einnig er mjög vinsælt að setjast inn á kaffihús eða bjór- stofu til að skeggræða þar heim- speki, pólitík, tækniframfarir, list og óteljandi margt annað, þvi að hugðarefnin eru eins mörg og mennirnir. Böll, eins og þau tíðkast á Islandi eru hér fátíð og lítið þangað að sækja, því oftast verður hver karlmaður að koma með sína dömu, ef hann viil dansa, og menn kvarta undan því hve erfitt sé að kynnast góðum þýzkum fjölskyldum. Stúdentafélög eru mörg, og mörg þeirra hafa eigin félags- heimili, þó aðallega þau elztu, sem eru þá oft leifar af gömlum félögum með margar hefðir og venjur. Fyrrum var það algeng- ur siður í þessum félögum, að er félagar höfðu lært þar skilming- ar og aðrar íþróttir í eitt ár, urðu þeir að heyja einvígi, og þótti sá ÁFENGI er nautnalyf, sem hægt er að misnota mjög. Flestir nota áfengi eingöngu sem nautnalyf og aðeins við einstöku hátíðieg tækifæri. En sumir aftur á móti misnota áfengi, verða „alkoholistar“. Menn, sem að staðaldri neyta áfengis í stærri eða minni skömmt um verða að lokum áfengissjúkl- ingar. Þeir geta fengið alkhol- krampa, séð sýnir, fengið „dele- rium tremens", gengið af göflun- um, svo nokkuð sé talið. En áð- ur en svo langt er komið hefur misnotkun áfengis valdið þeim og aðstandendum þeira margskonar tjóni. Það er dýrt að neyta áfengis. Ekki líður á löngu þar tjl menn skulda skatta og húsaleigu og reikningarnir vaxa hjá kaup- mönnunum og alls staðar. Þegar menn drekka, eiga þeir líka fullt í fangi með að stunda fasta vinnu. Menn verða sljóir og skeyíingar- lausir. Ef til vill missa menn at- vinnuna, og þá fer að halla niður á við. Engin efni verða til að kaupa hollan mat, föt eða sæmi- leg húsakynni. Það er ekkert undarlegt þótt sambandið við konuna og börnin verði stirt. Það er ómurlegt fyrir konuna að bíða eftir eiginmanninum á útborgunardeginum þegar hann á að færa henni peninga fyrir mat og húsaleigu og öðrum nauð- synjum. Bíða og bíða. Ef til vill kemur hann svo augafullur þegar komið er langt fram á nótt ... með tóma vasana ... ef til vill líka frekur og ruddalegur til að fela slæma samvizku sína. Hvers vegna verða menn áfeng issjúklingar? Eiginlega er ekki hægt að gefa neina skýringu á því í stuttu máli. Ástæðurnar geta verið svo margar. Sumir verða áfengissjúklingar svo að segja af vana. í fyrstu getur verið um að ræða heil- brigðan manri, sem upprunalega hefur enga tilbneigingu til að drekka mikið magn af áxengi, en sem samt xem áður kemst upp á þann vana vegna starfs síns. Fyrir sumum getur það t. d. verið erfitt að vera a'fgreíðslu- maður vínsölu, þjónn eða þess háttar, án þess að leiðast út i of- drykkju. Og sums staðar er ráð- andi „umgangs“-siðurinn. Ef 5 menn sitja saman á veitingahúsi, þá gefur hver einn „umgang“. Það þykir ekki kurteisi að segja nei takk eða neita að gefa „um- gang“. Þegar röðin er komin að manni. Og þannig leiðist sá sem í fyrstunni ætlaði aðeins að fá sér tvö glös, til að drekka 5. Annars mundi hann móðga hina. Sem betur fer er þetta þó ekki mikið útbreiddur siður hér. Af þessum 5 mönr.um er kannske einn sem er þannig gerð- ur að þegar hann hsfur fengið sér eitt glas, þá get.ur hann ekki hætt og þá heldur hann áfram að drekka þangað til síðasti eyrir er horfinn úr vasa hans. Þannig eru sumir gerðir. Stundum þarf ekki nema mjög lítið t'lefni til þess að úr því verðj langt og mikið fyllirí. Menn „lenda“ á fylliríi, skamm ast sín fyrir að hafa eytt viku- laununum eða mánaðarkaupinu, konan bíður (súr) heima auð- vitað. Menn ýta tilhugsuninni frá sér og fá sér einn í viðbót, þá skánar allt, lífið verður bara leikur aftur. Þá drekka menn dag og dag og síðan nokkra daga í einu og loks næstum alltaf. Þá eru til þeir sem eru tauga- veiklaðir, órólegir, fullir af kvíða. Þeir komast að þvi að ágætt ráð er að drekka svolítið Þá hverfur óróinn. menn fá frið innra með sér og jafnvægi. Það verður vani að drekka. En alkohól konungur er strangur húsbóndi. Oft fer svo að hann krefst meira og meira til að fá þá ró sem kom áður að- eins af einu eða tveimur glösum. Loks kemur að þvi að viðkom- andi þarf eina eða tvær flöskur ... og þá er alvara á ferðum. Alvara er líka á ferðum, þegar menn fara að „missa minni“. Mað urinn hagar sér ef til vill mjög sómasamlega meðan hann er undir áhrifum áfengisins, en hann man bara ekki eftir á neitt af því sem fram fór. Hvernig eiga menn að komast úr klónum á áfenginu? Síðar mun rætt um það í þessum dálki. Mexíkó og deila um Guafemala landhelgi Sfjórnmálasambandi slitið vegna skot- árásar á báta MEXÍKÓ hefur ákveðið að slíta ! stjórnmálasambandi við ná- I grannaríki sitt Guatemala, vegna ! þesS að á gamlársdag gerðu or- ustuflugvélar frá Guatemala skot árás á mexikanska rækjuveiði- báta, sem voru undan Champar- ico á strönd Guatemala. Þrír mexikanskir sjómenn létu lífið, 14 særðust og 11 voru skömmu síðar teknir höndum af varðskipi frá Guatemala, og með þeim fimm skip. Deila þessi sprettur af þvi að rétt, eftir að hann hefur staðið i misjafnlega langan tíma í bið- ríkið Guatemala lýsti nýlega yfir röðinni við matarafhendinguna. 112 mílna landhelgi, en Mexíkó hefur tregðazt við að viðurkenna þessa stækkun landhelginnar, vegna þess að innan hinnar nýju markalínu falla auðug fiskimið sem mexikanskir sjómenn hafa stundað. Þykir þar skjóta skökku við hjá Mexikönum, sem ætíð hafa verið fremstir í flokki latn- esk-amerísku ríkjanna í að krefj- ast stækkunar landhelginnar. Eiga Mexikanar nú í deilu við Bandaríkjamenn, sem ekki vilja viðurkenna 9 mílna landhelgi þeirra í Mexíkó-flóa. Árekstrar þeir sem nú urðu undan Champarico á Kyrrahafs ströndinni spretta þó ekki bein- línis af deilum um fiskveiðirétt- j indi, heldur segja stjórnarvöld Guatemala, að bátarnir, sem ráð- izt var á, hafi verið að smygla vopnum til Guatemala. Því hafi ekkert verið óeðlilegt að ráðast á þá með skothríð. Slíkt hefði ekki verið gert ef um einföld fiskveiðibrot hefði verið að ræða. Stjórn Mexíkó krafðist þess ný- lega að hinum handteknu mönn- um og bátum þeirra yrði skilað aftur skaðabætur yrðu greiddar fyrir manndráp og skemmdir. Stjórn Guatemala hefur lýst sig ■ ófúsa til að gera það en vill að málið verði lagt fyrir alþjóðlegan gerðardóm. Því svaraði Mexíkó með því að slíta stjórnmálasam- | bandi við Guatemala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.