Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. janúar 1959
MORcrn\nLAÐiÐ
19
Óskorað meirihlutafylgi innan
verkalýðssamtakanna fyrir því
að verðbólgan yrði stöðvuð
Niðurfærslufrumvarpið rætt á síðdegisfundi
í efri deild
NIÐURFÆRSLUFRUMVARP
ríkisstjórnarinnar var tekið til
íyrstu umræðu í efri deild Alþing
is á fundi, sem settur var um
klukkan tvö í gær. Emil Jónsson,
forsætisráðherra, fylgdi frum-
varpinu úr hlaði með stuttri
ræðu.
Hermann . Jónasson, þm
Strandamanna, tók næstur til
máls og flutti alllanga ræðu.
Rakti hann nokkuð þróun mála
í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og
vék m.a. að kaupbindingarlögun-
um haustið 1956. Kvað hann þá
lagasetningu hafa sýnt það, hvað
hægt væri að gera, þegar þeir
þrír flokkar, sem stóðu að fyrr-
verandi ríkisstjórn, væru sam-
taka. Þetta atriði kvað hann
einnig sýna, að sú kenning, að
andstæðir flokkar geti ekki unnið
saman, væri algerlega röng.
Mönnum varð starsýnt
á hækkanirnar
Þá fór ræðumaður nokkrum
orðum um lagasetninguna frá s.l.
vori, „bjargráðin“. Kvað hann
mönnum nokkuð hafa sézt yfir
það meginatriði þeirra laga, að
skapa jafnvægi í efnahagsmálun-
um. Hefði mönnum orðið star-
sýnna á og tíðræddara um þessa
eða hina hækkunina, sem komið
hefðu til framkvæmda með lög-
unum. Vegna þessara hækkana
hefði verið auðvelt að hefja áróð-
ur, sem hefði verið líklegur til að
ná eyrum fjölda margra á þessu
þessu landi.
Hermann Jónasson vék að þró-
un mála í nóvember s.l. og sagði
í því sambandi, að fyrrverandi
ríkisstjórn hefði fengið margend-
urtekin loforð um að ASÍ-þing
kæmi saman það snemma í nóv-
ember, að hægt hefði verið að
ganga frá efnahagsráðstöfunum
fyrir 1. des. Vegna veikinda
Hannibals Valdimarssonar hefði
setningu Alþýðusambandsþings-
ins verið frestað til 25. nóvember.
Hann kvað það oft hafa verið
talið fráleitt, að biðja Alþýðu-
sambandsþingið um frest þann er
um var beðið, en í sínum augum
hefði það bæði verið rétt og
skylt. Hefði sér ekki virzt neinn
efi í hugum samráðherra sinna
um að þessi frestur fengist.
Fulltrúar á Alþýðusambands-
þingi hefðu ekki talið sig hafa
umboð til að veita þennan frest,
en hins vegar hefðu þeir talið
sig hafa umboð til að hafna hon-
um.
Leiðrélting
í GREIN á 2. síðu í blaðinu í gær,
undir fyrirsögninni „Lúðvík seg-
ir eitt í dag og annað á morgun“,
hefur við setningu blaðsins fallið
niður lína í þriðju málsgrein.
Málsgreinin átti að vera svohljóð
andi:
Með málflutningi sínum er
Lúðvík Jósefsson sýnilega að
gera tilraun til að koma því inn
hjá fólki, að á sama tíma og verið
er að reyna að sporna við vax-
andi dýrtíð og öngþveiti í efna-
hagsmálum, m.a. með því að
leggja nokkrar byrðar á almenn-
íng, sé núverandi ríkisstjórn að
ívilna sjávarútveginum sérstak-
lega. Sannleikurinn er sá, að
samningar þeir, sem gerðir voru
við útvegsmenn og aðra fiskfram
leiðendur um s.l. áramót, voru
í aðalatriðum i samræmi við þær
athuganir á hag og afkomu þess-
ara aðila, sem gerðar voru á veg-
um fyrrverandi ríkisstjórner und
ir forystu Lúðvíks Jósefssonar.
Þá ræddi Hermann Jónasson
um efnahagsmálatillögur fyrrver
andi stjórnarflokka Alþýðuflokks
ins og Alþýðubandal. sem lagðar
voru fram í nóvemberlok. Kvað
hann tillögur þessar hafa verið
samdar af andstæðingum ríkis-
stjórnarinnar í báðum flokkum.
Hefði það sýnt sig þá, að þeir
menn hefðu náð undirtökunum
í Alþýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu, sem voru andvígir
stjórninni. Það væri athyglis-
vert, að sumir af þeim mönnum,
sem hefðu verið frakkastir að
loka öllum leiðum fyrir fyrrver-
andi ríkisstjórn, stæðu að þeim
ráðstöfunum, sem frumvarp það
gerði ráð fyrir, er hér væri til
umræðu.
Það sem nú ætti að gera væri
að taka aftur svo að segja allar
kauphækkanirnar, sem barizt
hefði verið fyrir á síðastliðnu
sumri. Það væri kannske mein-
laus pólitískur leikur, að fara
þannig með vinnustéttirnar, að
segja við þær nú: „Við sögðum
ykkur ósatt í sumar“. — Þá kvað
ræðumaður það mundu verða erf
itt verk að framkvæma þær lækk
anir, sem frv. gerði ráð fyrir.
Tuttugu og sex liðir ættu að
lækka og sagði Hermann, að sér
væri sem hann sæi það, þegar
ríkisstjórnin væri búin að snúa
þessum 26 hjólum gegn sjálfs-
hyggju hvers og eins.
Að lokum vék ræðumaður að
því misrétti, sem hann kvað land
búnaðinn verða fyrir. Kvaðst
hann ekki hafa lagt til að þessu
yrði breytt, nema af því, að sams
konar breytingar hefðu þegar
verið gerðar hvað aðrar stéttir
áhrærði svo sem útgerðarmenn
og sjómenn. Væri fráleitt að láta
eina stétt sitja þannig á hakan-
um.
Allir buðu betra en Framsókn
Björn Jónsson, 8. landskjörinn
þ.m., tók næstur til máls. Sagði
hann að Hermann Jónasson hefði
dæmt hart alla þá, er staðið
hefðu að kauphækkunum s.l.
sumar. Þá væri rétt að dæma alla
METZ, Frakklandi, 28. jan. —
Reuter. — Jean-Paul Probst, 55
ára gamall, var dæmdur í 20 ára
þrælkunarvinnu fyrir að skjóta
til bana mann, sem deildi við
hann um knattspyrnu.
Deilan stóð um það, hvorir
hefðu meiri sigurmöguleika í
heimsmeistarakeppninni í fyrra,
Skjndihúsleit
í sportvöruhúsum
í FYRRAKVÖLD gerðu rann-
sóknarlögreglumenn skyndihús-
leit í sportvörubúðum verzlun-
arinnar Goðaborg hér í bænum.
Hér var um að ræða húsleit
í sambandi við grun um smygl.
Voru bækur og bréf tekin. Verzl-
unareiganda var síðan gefinn
frestur til þess að gera grein fyr-
ir vörukaupum sínum.
Það er orðið nokkuð algengt
upp á síðkastið, að tollurinn hafi
um það forgöngu að skyhdileit
sé gerð í búðum hér í bænum,
þar sem tollgæzlan telur sig hafa
rökstuddan grun um að smygl-
varningur sé á boðstólum.
jafnhart, sem staðið hefðu að slík
um kauphækkunum. Framsóknar
menn hefðu beitt sér fyrir hækk-
un á kaupi vinnuliðs bænda og
nú síðast í vetur hefðu þeir stað-
ið fyririð fyrir kauphækkun til
opinberra starfsmanna. Um þess
ar kauphækkanir kvað Björn
Jónsson engan sakaðan, nema þá,
sem mestu hefðu ráðið, eða allt
of miklu um efnahagsráðstafan-
irnar, sem gerðar voru á s.l. vori.
Þá kvaðst ræðumaður vilja
gera það ranghermi þingmanns
Strandamanna að umtalsefni, er
hann hefði sagt að stjórnarsam-
starfið hefði rofnað vegna þess, -
að þau öfl hefðu orðið ofan á í Al-
þýðubandalaginu, sem hefðu vilj-
að stjórnina feiga. Sannleikurinn
væri sá, að Framsóknarmenn
hefðu sett úrslitakosti í ríkis-
stjórninni. Hefðu þeir farið fram
á að fá 15 vísitölustig gefin eftir
bótalaust, en það hefði jafngilt
8% kauplækkun. Þá hefðu þeir
viljað greiða 6 vísitölustig niður
og taka 150 milljónir króna í nýj
um álögum. Kvað Björn alla
aðra flokka hafa boðið hagstæð-
ari býti en Framsókn, er rætt
var um stjórnarsamstarfið.
Er Björn Jónsson hafði lokið
máli sínu laust fyrir klukkan
fjögur var fundi frestað til kl. 5.
Vantaði tölur á víxilinn
Fundur var aftur settur í efri
deild kl. 5. Fyrstur á mælenda-
skrá var Eggert G. Þorsteinsson,
4. þ.m. Reykvíkinga. Kvaðst hann
vilja rekja ýmis atriði, sem fram
hefðu komið við umræður um
þetta frumvarp. Því hefði verið
á lofti haldið, að samráðs hefði
ekki verið leitað við stéttarfélög-
in, en fulltrúum stéttarsamtak-
anna hefði einmitt verið gefinn
kostur á að kynna sér frum-
varpið 4 til 5 dögum áður en
það væri lagt fram. Þá kvað
Eggert Eysteini Jónssyni og
Hannibal Valdimarssyni hafa orð
ið tíðrætt um þá stefnubreytingu,
sem hjá sér hefði orðið frá því
á Alþýðusambandsþingi og þar
til nú. Sagði hann í því sam-
bandi, að hinn 20. nóv. s.l. hefði
hann verið kvaddur á fund Her-
manns Jónassonar þáverandi for-
sætisráðherra ásamt fleiri full-
trúum verkalýðssamtakanna. Þá
Frakkar eða Þjóðverjar. Auguste
Kohler, 42 ára gamall, var að
ræða um málið við borð sitt í
veitmgakrá og héit með Frökk-
um.
Probst, sem var að drekka við
borð skammt frá gekk yfir að
borði Kohlers og lýsti því yfir,
að hann tryði á sigur Þjóðverja
í knattspyrnukeppnjnni. Var hor.
um þá sagt að skipta sér ekki af
samræðum ókunnugra.
Probst fór heim, sótti riffil og
skaut Kohler fyrir utan knæp-
una.
Þegar kappleikurinn fór fram.
unnu Frakkar svo ieikinn' með 6
mörkum gegn 3.
Ensk kona sýnir
HÉR Á LANDI er stödd ensk
listakona Toni Patten að nafni.
Kennir hún dráttlist við Handíða
skólann. Um þessar mundir sýn-
ir hún 11 mynda sinni 1 Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg. Flestar
eru þessar myndir gerðar í Eng-
landi en þaðan er Toni Patten.
Myndir hennar verða þarna til
sýnis næstu daga að minnsta
kosti.
W
Ahugi á knattspyrnu
getur verið lífshœttulegur
hefði ekkert samkomulag verið
innan ríkisstjórnarinnar um
lausn efnahagsmálanna og eink-
um verið mikill skoðanamunur
milli Eysteins og Lúðvíks um
hvað gera skyldi. Neitun Alþýðu
sambandsþingsins og stéttarsam-
takanna hefði fyrst og fremst ver
ið vegna þessa. Það hefði verið
neitað að skrifa upp á víxil, sem
tölurnar vantaði á. Hins vegar
hefði verið óskorað meirihluta-
fylgi innan verkalýðssamtakanna
fyrir því, að verðbólgan yrði
stöðvuð.
Málinu stefnt í voða
Emil Jónsson forsætisráðherra
tók næstur til máls. Kvað hann
það fyrst og fremst hafa verið
ósamræmið í tillögum Framsókn
ar og Alþýðubandalagsins, sem
hefði valdið því, að slitnaði upp
úr stjórnarsamstarfinu. Þá vék
hann að þeim ummælum Her-
manns Jónassonar, að landbún-
aðurinn yrði fyrir misrétti af
þessari lagasetningu. Kvað hann
samning þann, er gerður hefði
verið í haust gilda fyrir árið eins
og slíka samninga almennt. Mörg
verkalýðsfélög gætu með sama
rétti og bændur farið fram á að
fá leiðréttingu, en hann kvaðst
vonast til að þau biðu samnings-
tímabilið út. Ef hér yrðu gerðar
undantekningar væri stofnað til
útgjalda fyrir ríkissjóð og mál-
inu stefnt í voða.
Nokkrar umræður urðu enn og
tóku þeir aftur til máls Her-
mann Jónasson, Björn Jónsson
og Eggert G. Þorsteinsson. Að um
ræðum loknum var frumvarpinu
vísað til 2. umræðu með 12 atkv.
gegn 2 og til fjárhagsnefndar
með 16 samhljóða atkv. Lauk
fundi um kl. 6,30 og var þá þegar
boðaður fundur í fjárhagsnefnd
deildarinnar.
Ykkur öllum, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu,
19. þ.m. með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum, þakka
ég af heilum hug og hrærðu hjarta.
Guð blessi ykkur öll.
KRISTlN GUÐMUNDSI»ÓTTIR
frá Efra-Seli.
Cermanía
Kvikmyndasýning verður í Nýja Bíó á morgun
laugardag kl. 14.
Sýndar verða þýzkar fræðslu- og fréttamyndir.
Aðgangur ókeypis.
fÉLAGSSTJÓRNIN
Símanúmer okkar
er 35760
T résntíðaverkstæðið
Síðumúla 23
Bróðir okkar
JÓN JÓNSSON
Valdasteinsstöðum,
andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt 29. janúar.
Systkini hins látna.
Eiginmaður minn
SNORRI JÓNSSON,
frá Eskifirði, andaðist þ. 28. þ.m. í Bæjarsjúkrahúsinu.
Stefanía Stefánsdóttir
Kvenðjuathöfn um
GEST JÓNSSON
frá Skeiði,
fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 31. þ.m. kl.
10,30 f.h. Jarðarförin fer fram frá Selárdalskirkju.
F. h. vandamanna.
GuSrún Þórðardóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar
HERGEIR ELlASSON
skipstjóri,
verður jarðsunginn frá Neskirkju laugardaginn 31. jan.
kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað.
Blóm vinsamlegast afbeðin.
Ragnheiðupr Þórðardóttir og börn.
Maðurinn minn
FRIDRIK TÓMASSON
Hringbraut 115, andaðist að morgni þess 29. þ.m.
Vigdís Jónasdóttir