Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. janúar 1959 MORGUlVfíLAÐIÐ n Sókn að nýjum markmiðum í efnahagsmálum Kjördæmaskipunin tryggi jafnvægi hyggðarlaga IJtvarpsræða Jóhanns Hafstein á Alþingi í fyrrakvóld Herra forseti! EINS og vænta mátti hafa þessar útvarpsumræður um frv. hæstv. ríkisstjórnar til þess að stöðva verðbólguna í landinu, verið nokkuð almenns eðlis. Ég átti þó ekki von á, að þm. mundu ræða nær eingöngu um einstök önnur mál, eins og háttv. fyrri þm. Sunn-Mýlinga, Eysteinn Jónsson, sem var að ljúka ræðu sinni um kjördæmamálið nú og talaði eingöngu um það mál í fyrri ræðu sinni. Ég vænti því að hæstv. forseti hafi ekki við það að athuga þó ég víki nú í upphafi sérstaklega að því máli, af þessu gefna til- efni. Jafnvægi byggðarlaga Hér þarf að leiðrétta margar rangfærslur þingmanna Fram- sóknarflokksins. Við Sjálfstæðis- menn höfum lagt á það áherzlu í undirbúningi tillagna okkar um nýja kjördæmaskipun, að sjálf stjórnskipun ríkisins verði að miðast við, að kjölfestan, það er hæfilegt jafnvægi í byggðum landsins, sogist ekki fyrir borð. Þrátt fyrir marga galla hinnar gömlu kjördæmaskipunar er það þó ríkt í eðlisfari íslendinga, að byggðarlögin hafi sína þing- menn Samfara sem jöfnustum kosningarétti einstaklinganna er því mikiivægt að hafa í huga jafnvægi byggðanna. En jafnvægi byggðanna er að sjálfsögðu auðvelt að tryggja, þó að sameinuð séu smærri kjördæmi, innan eðlilegra byggðarlaga með samstæða hagsmuni. Ranglætið bjargaði Framsókn í bili Eysteinn Jónsson sagði, að enn hefði þetta mál ekki náð fram að ganga og vitnaði til kosning- anna 1931, er Framsóknarflokk- urinn hefði hindrað kjördæma- málið með miklum kosningasigri. Hann hefði ekki átt að minnast á þetta. Það er rétt að þá hlaut Framsóknarflokkurinn 21 þing- mann kosinn af 36 kjördæma- kosnum þingmönnum, er kjósa skyldi. En flokkurinn hlaut að- eins 35.9% greiddra atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hins vegar 43.8% greiddra atkvæða, en aðeins 12 þingmenn. Fram- sóknarflokkurinn hlaut sem sé um 60% þingmanna á liðugan þriðjung atkvæða. Það er slíkt ranglæti, sem Framsókn vill halda dauðahaldi í. í síðustu alþingiskosningum hlaut Fram- sókn 17 þingmenn kosna á 12925 atkvæði, en Sjálfstæðisflokkur- inn aðeins 19 þingmenn, með nærri þrisvar sinnum fleiri kjós- endur, eða 35027 atkvæði. Til jafns við Framsóknarflokkinn ætti Sjálfstæðisflokkurinn að hafa 46 þingmenn. Þeir ættu að skammast sín, ‘þessir 17 dátar Framsóknarflokksins, er sitja hér á þingbekkjum í skjóli slíks rang- lætis. Og Framsóknarflokkurinn varð skamma stund höggi feginn, eftir kosningarnar 1931, sem Eysteinn vitnaði til, því að í næstu kosn- ingum að tveim árum liðnum, missti flokkurinn þriðjung þing- sæta sinna aftur! Betri aðstaða í strjálbýli Það er meginsjónarmið í til- lögum Sjálfstæðismanna í kjördæmamálinu, að nauðsyn- legar breytingar á kjördæma- skipuninni, fækki ekki þing- mönnum strjálbýlisins. Hefur heldur þótt rétt að fjölga þing mönnum nokkuð til þess að geta fylgt þessari reglu. I tillögum um hin stærri kjör dæmi, er síður en svo gengið á rétt fólksins í strjálbýlinu. Hitt er sönnu nær, að aðstaða þess batn- ar frá því sem nú er, a. m. k. í fjölmörgum tilfellum, til þess að hafa áhrif á og samband við þing- mennina, sem verða mundu 5—6 eða 7 fyrir hvert kjördæmi, i stað eins eða tveggja, eins og nú er, því að vitanlega verða þing- menn hinna nýju kjördæma að gæta jafnt hagsmuna sinna kjós enda, hvar sem þeir búa í kjör- dæminu. Ég er þeirrar skoðunar, að við- horf manna séu mjög breytt frá því sem áður kann að hafa verið varðandi sambúð og samband sveita og kaupstaða, eða strjál- býlis og þéttbýlis. Allar þjóðlífs- breytingar síðari ára stuðla að því. Gjörbyltingar í samgöngum og sambýli fólksins innan lands- hluta og milli landshluta segja *<yún. I dag skilst mönnum í vax- andi mæli, að velferð þjóðar- innar í heild veltur á auknu innbyrðis samræmi í þjóðfé- laginu — meira jafnvægi og festu — gagnkvæmum skiln- ingi milli stétta og starfs- greina — minni nágrannakrit, vægari flokkabaráttu og minni hreppapólitík. Hræðslubandalagið gerði breytingar óhjákvæmilegar Það er ólán Framsóknarflokks- ins, að gengi hans skuli alltaf velta á því í þessu máli, að við- halda ranglætinu! Páll Þorsteinsson, þm. Austur- Skaftfellinga, sagði áðan, að það væru eðlilegar leikreglur, að keppinautar standi jafnt að vígi, þegar keppni hefst. Þetta segir þessi háttv. þm. eftir alla rangs- leitni Framsóknar og misrétti, sem ég hef nokkuð lýst! En Framsókn hefur ekki nægt hið herfilega ranglæti og misrétti í núverandi kjördæmaskipun. Heldur tók þessi flokkur sér fyrir hendur fyrir síðustu alþingiskosningar að auka enn þá meira á ranglætið. Þá var stofnað Hræðslubandalagið. En fullvíst er það, að ekkert fremur en þau herfilegu kosn- ingasvik Framsóknar, gerir það nú óhjákvæmilegt að breyta kjördæmaskipun lands- ins, svo að útilokuð séu svik og ranglæti. Ég skal láta þetta nægja um kj ör dæmamálið. Stórhættiuleg þróun Ég vil þá næst snúa mér að vissum einkennum stjórnmála- þróunarinnar að undanförnu — í tíð vinstri stjórnarinnar, sem mér finnst öðrum fremur áber- andi, en þess eðlis, að mönnum ber að festa þau í minni, því að þau eru að mínum dómi mjög til viðvörunar, auk þess, sem mál það, sem hér liggur fyrir, er bein afleiðing af viðskilnaði fyrrv. ríkisstjórnar og þá ekki sizt fjár málastjórn Eysteins Jónssonar. Fólki hefir ekki verið sagt satt. Loforð hafa ekki verið efnd. Svo mikils hefir verið metið að fara með völdin í þjóðfélaginu, að valdhafarnir sjálfir hafa tapað áttunum og verið sjálfum sér sundurþykkir. Það hefir þar af leiðandi skort alla festu í stjórn- arframkvæmdir og stjórnarstefnu — og af þessu öllu hefir leitt, að allur almenningur hefir í vaxandi Jóhann Hafstein mæli átt erfitt með að átta sig á, hvað við mundi taka frá degi til dags. Þetta er stórhættuleg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hún veik ir ekki aðeins trú almennings á stjórnarforustunni í landinu — heldur stefnir beinlínis að því, að almenningur glati gjörsamlega trausti á Alþingi og ríkisstjórn, á stjórnmála- flokkum og hlutverki þeirra í þjóðfélaginu. Ekki samstaða um nein úrræði Vinstri stjórnin boðaði í upp- hafi „varanleg úrræði“ í efna- hagsmálunum. Hún vissi ekki um nein varanleg úrræði, þegar þessi boðskapur var látinn út ganga. Fyrstu viðbrögðin yoru 6 vísitölustiga kaupskerðing, sama eðlis og nú er lagt til, en komm- únistar fordæma í kvöld. Sam- tímis var því borið við í greinar- gerð fyrir fyrstu fjárlögum vinstri stjórnarinnar haustið 1956 að ríkisstjórninni „hefði þá ekki unnizt tími til að marka hina nýju stefnu“. Að ári liðnu, haustið 1957, var nýja stefnan ekki enn fundin og þá borið við, að ríkisstjórnin hefði ekki haft tækifæri til að hafa samráð við þingmenn stjórn arflokkanna! Svo var beðið eftir úrræðum fram að jólum — en engin úrræði. Og enn var beðið, — fram að páskum, fram yfir páska — og loks í lok maí sl. komu „bjargráðin". En þau voru þá ekki einhlít. Meira var boðað síðar. Um það átti að bíða sam- ráðs stéttarfélaga, eða fyrst og fremst þings Alþýðusambands fs- lands. Á meðan magnaðist verð- bólgan með ógnar hraða, svo að allir sáu að efnahagsmálin voru komin í meiri ófæru en nokkru sinni fyrr í tið þeirrar stjórnar, sem taldi sig myndaða til að leysa vandann. Þetta er nú al- kunn saga. Lokaorð hennar eru þessi hjá Hermanni Jónassyni, fyrrv. forsætisráðherra, þegar hann tilkynnti Alþingi, að ríkis- stjórn hans hefði gefizt upp: „Ný verðbólgualda--------er skollin yfir.---í ríkisstjórn- inni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínum dómi geti stöðvað hina háskalegu verðbólguþró- un, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um raunhæfar ráðstafanir“. Þetta má segja að sé í fullu samræmi við það, sem þáverandi forseti sameinaðs þings, núv. hæstv. forsætisráðherra, sagði, er Eysteinn Jónsson lagði fram þriðju og síðustu fjárlög vinstri stjórnarinnar í haust: „Öllum landsmönnum er nú ljóst orðið, að sú þróun, sem átt hefur sér stað að undan- förnu og fjárlögin eru á vissan hátt spegilmynd af, er í hæsta máta óheillavænleg og leiðir til hreinnar glötunar, ef ekki tekst á einhvern hátt að stöðva hana“. Staðfestuleysi og skrípaleikiur Ég skal nefna annað sýnishorn af staðfestuleysi vinstri stjórnar- innar. Samþykkt var að krefjast þess, að varnarliðið færi tafarlaust úr landi. Þetta var sett efst á stefnu- skrá fyrrverandi stjórnar — við hliðina á varanlegu úrræðunum 1 efnahagsmálum. f þessu máli eru öllum lands- mönnum líka ljósar efndirnar. Strax haustið 1956 var málinu skotið á frest. Um sama leyti var samið um 5 milíj. dollara lán frá ríkisstjórn Bandaríkjanna. Nú hefir allt þinglið kommún- ista haft geð í sér til þess — eft- ir að þeir eru komnir úr ríkis- stjórn — að bera fram þingsálykt unartillögu um það, að Alþingi álykti að efna ályktun sína um brottför hersins frá 28. marz 1956! En 29. marz sl. gaf Alþýðu- blaðið eftirfarandi upplýsingar um það, hvað kommúnistar hefðu verið skeleggir í þessu máli með an þeir voru stjórnarflokkur og áttu 2 ráðherra í ríkisstjórn. Þá segir þar: „Þeir tefla að vísu peðunum fram og hafa hátt, en ekki er vitað til, að ráðherrar þeirra hafi í eitt einasta skipti nefnt málið innan ríkisstjórnarinnar síðan hún var mynduð. Þeir virðast ekki telja það þess virði. Þvert á móti lýstu ráð- herrar þeirra yfir á Alþingi, að þeir væru samþykkir frestun á samningum um dvöl varnar liðsins í desember 1956 „i nokkra mánuði“ — en síðan ekki söguna meir. Þingmönn- um kommúnista virðist vera litlu meira alvara í málinu“. Þetta var vitnisburður eins stjórnarflokksins fyrrverandi um frammistöðu hins í því máli, sem einna mestur bægslagangur var þó í í síðustu alþingiskosningum svo sem alþjóð rekur minni til. Loforð og efndir Mig langar til að tíunda svo- lítið meira: Það var lofað samráði við svo- kallaðar vinnustéttir. Það reynd ist fals og blekkingar. Aldrei varð þetta ljósara en í haust á Al- þýðusambandsþingi, þegar leynt var tillögum stjórnarflokkanna í efnahagsmálum, sem nú er upp- lýst að lágu fyrir er þingið sat. Það var lofað vinnufriði i land inu, en uppskorið vinnudeilur og verkföll. Það var lofað 15 stórum togur- um — efndir engar. Það var lofað leiðréttingu á kosningalöggjöf og kjördæma- skipun. Það var svikið. Það var lofað nýju skipulagi á útflutningsverzluninni. Reynd- ist tómur hégómi. Það var lofað stórauknu fjár- magni til íbúðarbygginga. Þeir lánasjóðir eru tómir og liggur við, að fjöldi manna missi hálfgerð- ar íbúðir vegna svikanna, að því er Eysteinn Jónsson hefir upp- lýst. Það var lofað endurskoðun bankalöggjafarinnar, sem reynd- ist eintóm sýndarmennska, utan- þess, að 13 stjórnarliðum var komið fyrir í nýjum og gömlum stöðum bankastjóra og banka- ráðsmanna. Geigvænleg skuldasöfnun — Ég segi ekki, að fyrrv. hæstv. ríkisstjórn hafi verið mislagðar hendur á öllum sviðum. En ég hefi drepið á, hversu henni mis- tókst hrapallega þar sem mest lá við. Eins er þetta á fjölmörgum öðrum sviðum efnahags- og fjár- mála, sem blandazt hafa inn i þessar umræður nú. Ég skal nefna erlendu lántök- urnar. Háttv. fyrri þm. Sunnmýl- inga, Eysteinn Jónsson, er sí og æ við meðferð þessa máls að inna núverandi hæstv. ríkisstjórn eftir því, hvort hún ætli eða ætli ekki að taka eitthvert 5—6 millj. doll- ara lán, sem fyrrv. ríkisstjórn hafi verið með á prjónunum — áður en hún gafst upp. Enginn hefir hælzt um meir vegna hinna erlendu lána fyrrv. ríkisstjórnar en Eysteinn Jónsson. Samt er þetta e. t. v. skammarlegasti og um leið vafasamasti þáttur stjórn arferils vinstri stjórnarinnar. Að vera sí og æ betlandi um lánsfé hjá meðlimaríkjum Atlantshafs- bandalagsins, eftir það sem á und- an var gengið. Fyrst og fremst hjá Bandaríkjunum, einnig hjá Þýzkalandi og loks hjá öllum Atlantshafsríkjunum sameigin- lega, þegar beðið var um sam- skotalánið. Vafalaust hefir þetta allt átt að forða vinstri stjórn- inni frá því að þurfa að þiggja lán frá Rússum — en þó endaði Ííka með lántöku þar, 50 millj. kr. á sl. ári! Erlend skuldasöfnun hefir verið geigvænleg undanfarin ár. Á 2 Vz árs valdaferli vinstri stjórnarinnar hafa verið tek- in erlend lán á 7. hundrað millj. kr. Árlegar greiðslur (vextir og afborganir) af er- lendum lánum borið saman við gjaldeyristekjurnar eru 2.6% í árslok 1955, en 7,5% í árslok 1958. Greiðsliubyrðin af erlendum lánum hefir þannig nærri þrefaldazt á þessu timabili fyrir þjóðar- heildina. En hér er jafnframt að athuga, að þeir einstöku aðilar, sem skulda erlendu lánin verða, eftir gengislækkunina með niður- færslugjaldinu, að borga þær skuldir og vexti með 55% álagi. Og stærstu skuldararnir eru rík- ið sjálft og opinberir aðilar. Þannig eru umsamin föst erlend lán í árslok 1957 samtals 867 millj. kr., reiknað með jafnvirð- isgengi, (þ. e. einn bandarikja- dollar = 16,28 kr.), en verða með 55% yfirfærslugjaldinu, sem lög- boðið var í maí 1958 1344 millj. króna. Lifað á lánum Bent hefir verið á, að erl. lán- unum hafi verið varið til þarf- legra framkvæmda, eins og til Sementsverksmiðju, raforkufram kvæmda, Ræktunarsjóðs og Fisk- veiðasjóðs. Til allra þessara fram- kvæmda var varið álíka miklu fé í tíð stjórnar Ólafs Thors frá 1953—1956, þrátt fyrir sára litlar erl. lántökur, eða samtals á þeim tíma um 130 millj. kr. Þetta var hægt vegna hinnar öru spari- fjármyndunar þá, sem nam I heild um 700 millj. kr. á fjórum árum. En vegna hinnar geigvænlegu gjaldeyrisstöðu undanfarið, hefðu ekki aðeins umræddar fram- kvæmdir farið varhluta af fé, ef erlendu lánin hefðu ekki fengizt — heldur hefði vinstri stjórnina gjörsamlega rekið upp á sker að halda þjóðarbúskapnum gang- andi, það hefði skort gjaldeyri til almennra neyzluvörukaupa lands manna, ríkissjóður hefði misst hundruð millj. kr. tekjur vegna hinna geysihækkuðu tolla á inn- fluttum vörum fyrir hinn erlenda gjaldeyri og útflutningssjóður missti á sama hátt hundruð millj. í yfirfærslugjald á gjaldeyrinn. Það er því beinlínis rétt, að Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.