Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. janúar 1959
MORCIINBLAÐIÐ
13
* KV I K MY N D I R *
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
tækniþróun x kvikmyndagerð
verið ákaflega mikil og ör. Eru
kvikmyndaunnendur engan veg-
,inn á eitt sáttir um hvort hér
hefur verið um framfarir að
ræða með tilliti til listrænna
vinnubragða. Nýlega lýsti norsk-
ur kvikmyndagagnrýnandi skoð-
unum sínum varðandi breiðtjald-
ið og talmyndirnar og fer hér á
eftir stuttur úrdráttur úr grein
hans:
Allir vita, að tilgangur kvik-
myndafélaganna með kapphlaup-
inu um stækkun kvikmynda-
tjaldanna, þrívíddarmyndir og
alls konar nýjungar í hljómburði,
er ekki sá að ná listrænum áhrif-
um. Það eru fjármáladeildir
kvikmyndafélaganna, sem hafa
neytt alla aðra aðila til að taka
á þennan hátt upp baráttuna við
sjónvarpið. Gróðinn skiptir mestu
máli nú, eins og hann gerði á
þriðja tug aldarinnar, þegar tal-
myndirnar komu fyrst til sög-
unnar.
Talmyndirnar
Frá því fyrsta hefur persónu-
sköpunin fyrst og fremst skír-
skotað til kvikmyndahúsgesta.
Dramatísk atburðarás, ósvikið
heilsteypt kvikmyndadrama með
snöggri myndskiptingu og fín-
legri uppsetningu var strax það
sem máli skipti. Talmyndirnar
takmörkuðu, þegar þær komu til
sögunnar, möguleika kvikmynd-
anna til dramatískrar túlkunar.
Persónurnar fóru að segja hvað
þær gerðu og ætluðu að gera, í
stað þess að sýna það, og þetta
varð til þess að gera kvikmynda-
sýningarnar líkari leiksýningum.
Hið upprunalega, ósvikna kvik-
myndadrama missti við það
nokkuð af áhrifum sínum. Nú
halda vafalaust sumir, að ég vilji
að við tökum aftur upp gerð
þögulla kvikmynda. Því er alls
ekki þannig farið. Talið er list-
ræn túlkunaraðferð, en því að-
eins að listamaður beiti því.
Framsögð tilsvör eiga þó miklu
fremur heima á leiksviði. Þar er
bilið milli leikara og áhorfenda
styttra, sambandið nánara og þar
er hægt að leika fyrir þá áhorf-
endur’ sem í salnum eru hverju
sinni. Kvikmyndaleikarinn hef-
ur aldrei neitt samband við fólk-
ið, sem hann er að leika fyrir —
hann getur ekki gægst fram í
salinn og gert sér grein fyfir
aðstæðum.
Breiðtjöldin
Þegar stóru kvikmyndatjöldin
komu fram á sjónarsviðið, versn-
aði þetta enn. — Því stærri
sem tjöldin verða, þeim mun
minni verða leikpersónurnar. —
Þær valda ekki þessari nýju að-
ferð. Eftir því sem tjaldið stækk-
ar, þeim mun hættara verður við
því að sambandið milli leikara og
kvikmyndahússgesta rofni. Það
liggur í hlutarins eðli, að eftir
því sem við höfum stærri flöt að
horfa á, þeim mun meira dreif-
ist athyglin frá aðalpunktinum í
myndfletinum — frá því sem
mestu máli skiptir. Það er svo
margt annað að horfa á — hver
veit nema það sé eitthvað merki-
legt að sjá í útjaðri tjaldsins
líka. Slíkt hendir ekki oft, þegar
um er að ræða kvikmyndir, sem
leggja mesta athygli á mannlýs-
ingarnar. Kvikmyndastjórar, sem
ætla að taka fjöldasenur, stór-
kostlegar landslagsmyndir eða
stórorustur hugsa að sjálfsögðu
gott til stóru breiðtjaldanna., —
Breiðtjöldin hafa líka sannað, að
á þeim má ná meiri spennu en
áður í vissar tegundir frétta-
mynda. En manneskjan sjálf og
örlög hennar, sem mynda kjarna
myndarinnar, það verður útund-
an.
Þannig er þetta venjulega. Þó
eru til þeir kvikmyndastjórar,
sem hafa það á valdi sínu að nota
stóru tjöldin á listrænan hátt. En
þeir eru fáir og oft verða fyrir
þeim illleysanleg vandamál, eins
og t.d. hversu erfitt er áð gera
nærmyndir á þennan langa mynd
flöt. Og án nærmynda er kvik-
myndalistin illa stödd. Lítið þið
bara á blöðin. Sjáið hversu ólík-
um augum ljósmyndararnir líta á
mannamyndir. Sum blöðin birta
alltaf myndir af mörgu fólki sam
an. Það stendur í röð með hend-
urna niður með síðunum, framan
á maganum eða í buxnavösunum.
Og þegar myndin birtist á hinum
smáu síðum blaðanna, eru and-
litin aðeins hvítir dílar. Þegar
birtar eru nærmyndir, nást allt
önnur áhrif. Sama máli gegnir
með kvikmyndirnar. Ég skal fús-
lega viðurkenna, að þegar um
Brigitte Bardot er að ræða, þá er
hún fær um að sýna tilfinningar
sínar með öðru en augunum. En
til allrar hamingju er ekki öll
kvikmyndalist byggð á óskamm-
feilni.
Nýjungarnar freista
Ég skal játa, að það er freist-
andi að reyna eitthvað nýtt —
það tilheyrir allri listsköpun. En
þegar tilgangurinn er ekki list-
inni í hag, heldur eingöngu sölu-
deildum kvikmyndafélaganna, þá
er kominn tími til að vara sig.
Kjarni málsins er þessi. Ef
kvikmyndin nær þeim tökum á
okkur, að við tökum þátt í því
sem gerist á tjaldinu, finnum til
með þeim sem þjást, elskum með
þeim sem elska, ríðum yfir slétt-
ui-nar með þeim sem þar hafast
við, tökum þátt í soi’gum og gleði
móðurinnar og konunnar, sem
elskhuginn svíkur, þá skiptir
breiddin á tjaldinu, litirnir og
aðrar tæknilegar brellur ekki
máli. Músikin gerir þó alltaf
sitt gagn og eykur áhrif þess
sem gerist á tjaldinu. Þetta
gera sér ekki allir ljóst. Það er
alls ekki eins kjánalegt og það
virðist í fyrstu, þegar sagt er að
tónlistin í myndinni hafi verið
góð, enginn hafi veitt henni at-
hygli.
Það eina sem máli skiptir er
sem sagt það, að kvikmyndin sé
fær um að láta okkur upplifa
eitthvað sjálf.
★
Stórt skarð er höggvið í hóp
enskra leikara með Robert
Donat, sem dó nýlega, eftir að
hafa lokið hlutverki sínu í kín-
versku kvikmyndinni; „The Inn
of the Sixth Happiness“. Robert
átti við mikla vanheilsu að stríða
lengi. Hann var manna vand-
virkastur í verkum sínum.
Kvæntur var hann ensku leik-
konunni Rene Asherson, en þau
voru skilin.
★
Diary of Aanna Frank er nú i
kvikmyndun í Hollandi. Ný
stjarna Millie Perkins leikur
Önnu, aðrir leikarar eru: Joseph
Schildkraut, Shelly Winters og
Ed Wyn. Hin upprunalega dag-
Þetta er áreiðanl'ega fyrsta
myndin, sem tekin var af Ingrid
Bergman eftir hið leynilega brúð-
kaup hennar og Lars Schmidt í
bók Önnu er geymd í Amster-
dam.
★ _
Ameríska stjarnan Yolande
Dolan hefur hlutverk í mynd-
inni „Tarzan and the lost Sa-
fari“. þar sem hún verður að
maka sig í mold og þyrnum.
Litli sonur hennar er í sjöunda
himni. „Þetta er almennileg
kvikmynd, mamma, nokkuð
betri en þessar ástarrullur, sem
þú ert alltaf að leika“. Hann
bauð öllum leikbræðrum sínum
heim til sín til þess að segja þeim
frá dýrunum í myndinni. „Þeir
höfðu engan tíma til þess að
hugsa um mig“, sagði ungfrú
Dolan, dálítið vonsvikin.
Metro-Goldwyn-Mayer-kvik-
myndin „Gigi“, sem byggð er á
London skömmu fyrir jólin. —
Ingrid er að undirskrifa hjúskap
arsáttmálann, þegar myndin er
tekin. — Henni tókst að forðast
alla blaðamenn og fréttaljós-
skáldsögu Colette, var frumsýnd
í Hollywood og New York og
hlaut lof allra gagnrýnenda.
Bandaríska stórblaðið The New
York Herald Tribune komst m.a.
svo að orði um myndina: „Allt
frá upphafi og til leiksloka, þegar
Maurice Chevalier, klæddur
sinnepsgulum frakka, syngur
„Thank Heaven for little Girls“
(Guði sé lof fyrir litlar stúlkur),
er þessi söngvamynd eins fíngerð
og franskt sætabrauð. Það er
sjaldgæft með kvikmyndir, að
þær haldi svo fíngerðum blæ, án
þess að þær verði daufar eða
bragðlausar. Leslie Caron leikur
Gigi, en önnur aðalhlutverk eru
leikin af Louis Jourdain (Gaston
LaChaille), Hermione Gingold
(Mme Alvarez) og Maurie Che-
valier (Honoré LaChaille). Leik-
stjóri er Vincente Minnelli,
★
Mörgum mun í fersku minni
kvikmyndin „Rebekka“, sem
byggð er á samnefndri skáldsögu
Daphne du Maurier, en það er
ein vinsælasta kvikmynd, sem
Hollywood hefur látið frá sér
fara. Nú ætlar Metro-Goldwyn
Mayer að kvikmynda aðra af sög
um þessara skáldkonu „The
Ssapegoat“ (Sektarlambið). Aðal
persónan í sögunni er Englend-
ingur, sem er svo nauðalíkur öðr
um manni, að það gjörbreytir
lífi hans sjálfs og tvífara hans,
sem er Frakki. Handritið að kvik
myndinni ritaði Gore Vidal, en
leikstjóri er Robert Hamar. Aðal
hlutverkin leika þau Bette Davis
og Alec Guinness, sem nýlega
fékk Oscarverðlaunin fyrir leik
sinn í „Brúin yfir Kwaifljótið".
Árið 1935 hlaut Bette Davis
einnig Oscarverðlaunin fyrir
hlutverk sitt í ,,Dangerous“ og
ennfremur hefur hún hlotið
sömu verðlaun fyrir leik sinn í
„Jesebel" 1938. Krf.
myndara, nema þann, sem tók
þessa mynd, en hann er einn af
hinum slyngu ljósmyndurum
franska vikublaðsins „Paris
Match“.
Stjörnubíó:
Haustlauf
ÞESSI ameríska kvikmynd seg-
ir frá konu, sem hefur langan
tíma annazt um sjúkan föður
sinn og unnið mikið heima hjá
sér að vélritun. Hún hefur neitað
sér um allar skemmtanir, en
hugsað um það eitt að gegna
störfunum heima fyrir. En svo
kynnist hún af tilviljun ungum
manni, töluvert yngri en hún er
og svo fer að þau giftast. Geng-
ur allt vel í fyrstu, en þá kemst
hún að því að hann hefur leynt
hana ýmsu úr fortíð sinni, meðal
annars því að hann hafði verið
kvæntur áður. Hún krefst þess
að hann segi sér allan sannleik-
ann, en hann færist undan því.
Verður hann nú æ undarlegri i
háttum og kemst kona hans að
því, að hann hefur orðið fyrir
sárum vonbrigðum í fyrra hjóna-
bandi sínu og að það hefur sýkt
sálarlíf hans. Hefst nú átakanleg
barátta konunnar til þess að
hjálpa eiginmanninum til and-
legrar heilbrigði á ný, en árang-
urslaust. Að lokum sér hún að
ekki eru önnur úrræði fyrir
hendi en að láta hann á hæli
undir umsjá geðveikralækna.
Dvelst hann þar um hríð og fær
aftur heilsu sína.
Mynd þessi er prýðisvel gerð
°g geysiáhrifamikil, enda af-
burðavel leikin, ekki sizt af þeim
Joan Crawford og Cliff Robert-
son, er fara með aðalhlutverkin.
— Er þetta tvxmælalaust með
betri myndum, sem hér hafa sézt
um langt skeið.
E g o.
Bæjarbíó í Ilafnarfirði sýnir um þessar mundir kvikmynd
Chaplins „Kóngur í New York“. Chaplin leikur ekki aðeins
aðalhlutverkið í myndinni, heldur hefir hann eiimig samið
handritið og stjórnað töku hennar.