Morgunblaðið - 11.02.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.02.1959, Qupperneq 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. febr. 1959 Óttinn v/ð jbotuöld rekur flug- félögin til samvinnu AB undanförnu hafa farið fram viðræður milli fulltrúa fimm af helztu flugfélögum Evrópu um náið samvinnuform félaganna. Flugfélögin eru Sabena (Belgíu), Air France (Frakklandi), Luft- hansa (V-Þýzkalandi), Alitalia (ftalíu) og KLM (Hollandi). Þetta eru stærstu flugfélög Mark aðsbandaiagslandanna — og er ráðgert, að samvinnuformið verði byggt á grundveili sam- komulagsins um Markaðsbanda- lagið. Líklegt þykir. að sam- vinna þessara flugfélaga, sem öll eru stór og öflug, geti haft víð- tækar afleiðingar á samkeppni flugfélaga um allan heim, eink- um mun samvinna koma hart niður á litlu flugfélögunum, sem standa ein ,og veikja aðstöðu þeirra. , Stuff athugasemd í MORGUNBLAÐINU sunnudag- inn 1. febr. er stutt samtal við togaraskipstjóra, Hallgrím Guð- mundsson, undir fyrirsögninni „Togaraskipstjóri myndi aldrei krækja grunnt fyrir Hvarf í roki“. í grein þessari segir: „Hallgrimur er einn þeirra mörgu togaraskipstjóra, sem hafa staðgóða þekkingu á sigl- ingaleiðinni, hættum þeim sem þar eru, og hvernig íslenzkir skip stjórar haga sér undir slíkum kringumstæðum, til þess að skapa sem mest öryggi fyrir skip og skipsmenn.“ feað væri óskandi, að þetta væri satt og rétt, en því miður er þetta ékki allskostar rétt. Ég hef aldrei heyrt talað um annað, en að Hallgrímur hafi verið mjög ■aðgæzlusamur skipstjóri, en því miður er ekki hægt að segja það sama um alla okkar togaraskip- stjóra. Ég hef farið margar ferðir fyrir Hvarf, og það við ýmsar aðstæð- ur. Ég tel það t. d. enga fyrir- hyggju að fara fyrir Hvarf á fullri £erð, í svarta myrkri og hálfvit- lausu veðri á þrauthlöðnu skipi. Leiðin fyrir Hvarf er sú leið, þar sem alltaf má búast við ís, á hvaða tíma árs sem er, jafnvel þó djúpt sé farið. En það er nú svo, að menn eru alltaf að flýta sér, og hugsa þeir þá ekki ætíð út í það, að þeir eru með dýr at- vinnutæki í höndunum, og ekki sízt, að þeir bera ábyrgð á 30 til 50 mannslífum, sen* eru óbætan- leg. Því miður eru skipstjórar á togurunum okkar, sem ekki fara eins varlega og skildi, eii sem betur fer eru þeir ekki mjög margir. feó að þetta séu góð skip, þá er það hæpið að sigla á fullri ferð á þeim stöðum sem íshætta er, í hvernig veðri sem er, og jafnvel þó ekki sé um íshættu að ræða, það er ekki slegið af skip- unum fyrr en þau eru komin anzi djúpt, ég veit ekki hvað það er hjá þessum mönnum, sem þannig haga sér, ef til vill er það minni- máttarkennd. Að siðustu þetta. Ég tel það lán okkar íslendinga, að ekki hefur hlotizt slys á skip- um okkar, í ferðum þeirra vestur fyrir Grænland. feað væri hægt að nefna dæmi, sem sanna hve litiu hefur munað að slys hlytist af ofurkappi sumra togaraskip- stjóra, en það verður ekki gert hér. Togarasjómaður. Flugfélögin eru nú mörg að leita fyrir sér um samvinnu sín í milli til þess að standa betur að vígi gagnvart stærstu félög- unum, þeim brezku og banda- rísku í harðnandi samkeppni þotu aldarinnar. Það, sem hér veldur er fyrst og fremst hin geysimikla áhætta, sem flugfélögin skapa sér nú með þotukaupunum. Þau neyðast til að selja eldri flug- vélagerðir og verja öllu sínu fjár- magni í stórar, dýrar en lítt reynd ar þotur. Ef gallar kæmu fram á einhverri hinna nýju þotugerða, eins og t.d. á fyrstu Cometunni, mundi loftferðaeftirhtið kyrr- setja allar þotur þeirrar gerðar meðan athugun og endurbætur færu fram. Flugfélög, sem þá hefðu algerlega tekið þotur í sína þjónustu — og treysti á þær, gætu þá e. t. v. staðið uppi far- kostalaus. Það er þeim því mikíls vert að eiga nána samvinnu við önnur fél., sem keypt hafa aðrar þotugerðir, og mundu þá hlaupa undir bagga með viðkomandiflug félagi meðan erfiðléikarnir væru yfirstignir. feetta er fyrst og fremst talið liggja til grundvallar viðræðum þeim, sem nú fara fram milli flug félaga víða um heim um nána samvinnu. , Fyrr í vetur gerðu SAS og Swissair með sér samvinnusamn- ing — og Olympic Airways hefur nú einnig leitað eftir að gerast aðili að þessari samvinnu. Fréttobréf fró Patrehsiírði SVO má segja, að fyrsti snjór í byggð sem komið hefur í vetur hafi fallið í gær. í dag hefur aft- ur á móti brugðið til þíðviðris. Togararnir héðan eru báðir í söluferð. Bv. Ólafur Jóhannesson seldi í Grimsby 190 smálestii íyr- ir 10.168 sterlingspund, en Bv. Gylfi í Bremerhaven 210 smá- lestir fyrir 112.000.00 Dm. í Gæftir hjá landróðrabátum hafa verið ágætar. Aðeins tveir landlegudagar síðan á áramótum. Afli þeirra hefur verið góður. Mb. Sæborg, Patreksfirði, hef- ur fengið í 17 róðrum 138 smál. Mb. Sigurfari (Faxafell) hefur fengið í 11 róðrum 90 smál. Mb. Guðmundur á Sveinseyri hefur fengið í 17 róðrum 132 smálestir. Mb. Tálknfirðingur, Sveinseyri Cuðnín Margrét Ólafs■ dóffir — Kveðja Fædd 22. 2. 1940 — Dáln 1. 2. 1959 Hnígur til viðar hamingjusól. Hljótt drýpur harmaregn. Fljót eru að fölna hin fegurstu grös í haustnætur hélu. Harmandi hugir til hæða leita. Spurning á vörum vakir: Hví voru örlög svona óbilgjörn að fella svona unga fjólu? Harma foreldrar harmar unnusti syrgir horfna sælu. feungt er að hlýða þessu kalli á miðjum vormorgni. Framundan var svo blítt og bjart og bjarmi yfir hverju spori það átti uð gera svo mikið og margt. Á miðju æskunnar vori þú batzt þína drauma við ein- læga ást yljaða lífsins þori. Að heimilisstofnun hugsað var og hlakkað sem barn um jólin. Á erfiði minnzt þá ekki var því æ skein I heiði sólin ... En gestinn með ljáinn að garði bar og grimmlega fauk í skjólin. Já sorgin er djúp og sár er und að sjá þig í blóma falla En .. í harminum drottins milda mund mjúklega fer um alla Til starfa um eilífð hið unga sprund á æðra svið mun hann kalla, Kvödd e 'u vina af vinum i dag og veröld ný mun þér skína. Minningu blessar þitt byggðarlag og ber þér nú kveðju sína: Að eignist þú betri og bjartari hag. Guð blessi ástvini þína. Á. H. hefur fengið í 16 róðrum 124 smál. Kvenfélagið „Sif“ efnir til þorrablóts í kvöld. Er þar til lífs- næringar hið ágætasta lostæti. T. d. hangikjöt, hákarl, svið, ný og súrsuð, riklingur allskonar, laufabrauð, flatkökur, hljóða- brauð, rjómakaffi, pönnukökur o. m. m. fl. ásamt öli og gosdrykkj um, sterkara mun naumast finn- ast þar. Er þetta í 10. skipti sem kven- félagið efnir til þorrablóts á sl. 11 árum. Eitt ár féll það niður vegna mænuveikifaraldurs.Tekju afgangur hins fyrsta þorrablóts, var afhentur Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna. Atvinna sl. ár. Kaldbakur hf. — frystihús — framleiddi sl. ár 64 þúsund kassa af fiskflökum. Til herzlu fóru 500 smálestir. Grótti hf. — fiskimjölsverk- smiðja — framleiddi 940 smálest- ir af fiski og karfamjöli, og 250 smál. af karfalýsi. Bv. Ólafur Jóhannesson aflaði á árinu 5.836 smál. og bv. Gylfi 5.260 smálestir. Ekki tókst að vinna allan þennai. afla hér, og varð því að senda skipin til lönd- unars annars staðar. Við framleiðslu þessa hefur ver ið greitt í vinnulaun til fólks í landi. og á sjó ca. 9,6 millj. kr. Alls munu fyrirtæki Verzi. Ó. Jó- hanneson hf. hafa greitt i vinnu- laun á árinu ca. 12 millj. Hraðfrystihús Fatreksfjarðar framleiddi á árinu 35 þúsund kassa af fiskflökum. Fiskimjöls- verksmiðja þess framleiddi 420 smál. af fiskimjöli. Ennfremur voru ca. 200 smálestir látnar í herzlu. Haustslátrun Kaupfélags Pat- reksfjarðar var með mesta móti. Ástæða þess var sú, að nú var lítið um lifandi sauðfjársölu, eins og verið hefur undanfarin haust. Slátrað var 5000 fjár. Meðalþungi reyndist 14,4 kg. Mjólkursala til Patreksfjarðar var 244 þúsund lítrar. Er sú sala eingöngu úr Rauðasandshreppi. Aðrír nærliggjandi hreppar selja ekki mjólk sína á Patreksfirði, enn sem komið er. Alls munu kaupgreiðslur Kaup félags Patreksfjarðar og fyrir- tækja þess nema ca. 6 millj. kr. Patreksfirði, 24. jan. 1959. —T. Leikritið „Á yztu nöf‘‘ eftir bandariska skáklið Thornton Wilder er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu við ágæta aðsókn. —. Þetta er talin ein nýstárlegasta sýning, sem sézt hefur á ís- lenzku leiksviði og hefur hinn ungi leikstjóri, Gunnar Eyjólfs- son, hlotið mikið lof fyrir frumraun sína sem leikstjóri á leiksviði Þjóðleikhússins. — Leikur Herdísar Þorvaldsdóttur í þessari sýningu er talinn listrænt afrek og hefur hún hlctið mikið lof fyrir frábæra túlkun sína á „Sabínu“ vinnukonu. — Næsta sýning er annað kvöld. — Myndin er af Herdísi og Val Gíslasyni í hlutverkum sinum. Sexfug Alberfa Alberts- dóffir, ísafirði 1 DAG á sextugsafmæli ein mætasta húsfreyja Isafjarðar, frú Alberta Albertsdóttir, kona Marzelliusar Bernharðssonar, skipasmíðameistara. Alberta er fædd á ísafirði 11. febrúar 1899 og hefur búið hér alla tíð. Foreldrar hennar voru merkishjónin Messíana Sæm- undsdóttir og Albert Brynjólfs- son skipstjóri. Messiana missti mann sinn frá ellefu börnum, er elzta barnið var 11 ára. Tvö barnanna voru þá tekin í fóstur, en Messíana barðist áfram með hinn hópinn. Var Alberta þá 10 ára og elzt þeirra barna, sem heima voru. Messíana var ein- stök dugnaðarkona, sem naut virðingar allra fyrir skaþfestu og mannkosti. Má nærri geta, að Alberta litla hafi snemma orðið að taka til hendi á heim- ilinu og gæta yngri systkina sinna meðan móðir hennar vann erfiðisvinnu til að sjá heimilinu farborða. Víst er, að Messíönu tókst prýðilega að koma börn- um sínum upp. Alberta varð snemma ham- hleypa til allrar vinnu. Kom það ekki sízt skýrt í ljós eftir að hún missti fyrri mann sinn, Kristján Stefánsson sjómann, sem ættaður var frá Breiðafirði, eftir skamma sambúð, frá þrem- ur ungum börnum. Vann hún þá fyrir börnum sínum utan heimilis í nokkur ár. Er þess enn minnzt, að enginn hafi staðizt henni snúning við saltfiskþvott, sem þá var jafnan unnin í ákvæð isvinnu. Alberta giftist síðari manni sínum, Marzelliusi Bernharðs- syni 1927. Gekk hann börnum hennar í föður stað og reyndist þeim eigi síðri en eigin börnumi Alberta og Marzellius eignuðust tíu börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári, en átta eru fulltíða, allt mesta dugnaðarfólk. Alberta hefur þannig komið upp 11 mann vænlegum börnum af miklum myndarskap og er það eitt út af fyrir sig ekkert smádagsverk. Framan af mun efnahagur þeirra Marzelliusar hafa verið erfiður og húsnæði hinnar stóru fjölskyldu ófullnægjandi. Með alkunnum dugnaði og ráðdeild þeirra hjóna fór hagur þeirra batnandi og á stríðsárunum byggðu þau sér eitt myndarleg- asta íbúðarhúsið hér í bæ — og hafa búið þar síðan. Þar hefur jafnan verið gestkvæmt enda er gestrisni húsbændanna við brugðið og gott að koma þar. Hefur húsfreyjan að sjálfsögðu borið hitann og þungann af risnu þeirra hjóna, en Alberta virðist alltaf hafa nógan tíma til alls þrátt fyrir miklar annir á mannmörgu heimili. Slíkt er aðalsmerki alls atorkufólks. Síðan börnin komust upp hef- ur Alberta haft meiri tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum, t. d. hannyrðum og prýð- ir falleg handavinna hennar heimili þeirra hjóna. Alberta er mikil skapfestu- kona, stillt og ákveðin. Hún hef- ur stjórnað sínu stóra heimili af miklum skörungsskap. Slíkra kvenna er gott að minnast. Ég og fjölskylda min sendum henni beztu hamingjuóskir á sextugsafmælinu og þökkum þeim hjónum ánægjuleg kynni og sambýli í þrettán ár. Ásberg Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.