Morgunblaðið - 11.02.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 11.02.1959, Síða 20
VEÐRIÐ SV-átt með hvössum éljum. KVENNASÍÐA Sjá bls. 8. 34. tbl. — Miðvikudagur 11. febrúar 1959 Lítill hátur í hættu ÓLAF3FIRÐI, 10. febrúar. — f morgun skall á suðvestan rok og voru fjórir bátar á sjó, þrír þil- farsbátar og einn lítill trillu- bátur, mb. Kristinn. Milli kl. 11 og 12 var farið að óttast um bát- inn vegna veðurofsans, en hann hafði farið í róður kl. 6. Var þá haft samband við Reykjafoss, sem var staddur út af Siglufirði á leið til Ólafsfjarð- ar, til að taka skreið, og var hann beðinn um að svipast um eftir bátnum og veita honum að- stoð, ef með þyrfti. Kl. rúmlega tólf fann Reykja- foss bátinn á reki, 3 sjómílur frá landi austan Héðinsfjarðar. Hafði línan farið í skrúfuna og var vélin því ógangfær. Var þá mikið rok, talið vera um 11 vindstig. Tók Reykjafoss bátinn í tog og dró hann til Ólafsfjaarðar. —J.Á Sjór komst í Semenfs- verksmiðjuna í fyrrinótt AKRANESI, 10. febr. — í óveðr- inu í nótt var mjög flóðhátt hér á Akranesi og brim mikið, svo að Gunnar Thoroddsen borgarstjóri varnargarðurinn við Sements- verksmiðjuna varð að litlu gagni á flóðinu um klukkan 6,30 í morgun. Hafði sjór þá flætt inn á verksmiðjusvæðið og komizt þar inn í verksmiðjubyggingarn- ar. Svo mikið var flóðið og áhlaðn ingurinn að brimið skall á vegg efnisgeymslunnar stóru. Var allt á floti á verksmiðjusvæðinu er birta tók. Svo mikill sjór var þar að hann komst inn í flest öll húsin og þurfti að fá öflugar dælur til þess að dæla sjóum út aftur, en um klukkan 9,30, var flóðið fjarað út. Ekki er kunnugt um hvort sjórinn sem komst í húsið hafi valdið tjóni á vélum og öðrum útbúnaði. Eftir þetta veður í nótt er ljóst að gera verður varnargarðinn öflugri, og hækka hann verulega. Svo hvasst var hér að á einum stað í bænum, á Jaðarsbraut, hafði veðurofsinn þokað bíl úr stað um 20 metra vegalengd, eftir nóttina. Togarar á leið heim at N0undnalandsmiðum <•>- Gunnar Thorsddsen borgurstj. skýrir ókvæði stjdrnorskrórinnar um nlmenn mannráttindi í kvöld STJÓRNMÁLASKÓLI Varðar verður í kvöld kl. 8,30 í Valhöll við Suðurgötu. Flytur Gunnar Thoroddsen þá annað erindi nám- skeiðsins. í erindi sínu mun hann skýra ákvæði stjórnarskrárinnar um mannréttindi, uppruna og þýðingu ákvæðanna um trúfrelsi, málfrelsi, ritfrelsi, atvinnufrelsi, friðhelgi eignarréttarins, um þrí- skiptingm ríkisvaldsins og um nauðsyn óháðra dómstóla til þess að tryggja borgurunum þessi réttindi. Sjálfstæðismenn halda f und á Hellu nk. sunnudag Sjálfstæðisflokkurinn boðar til flokksfundar að Hellu nk. sunnu dag 15. þ. m. kl. 9,30 sd. Ingólfur Jónsson, alþm., hefur framsögu um stjórnmálaviðhorfið og fyrirhugaða breytingu á kjör- dæmaskipun landsins. Kosnir verða fulltrúar á Landsfund Sjálf stæðisflokksins, sem hefst þ. 11. marz nk. Æskilegt er, að Sjálf- stæðismwm og aðrir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins fjöl- menni á fundinn. Nýir þátttakendur geta látið skrá sig á skrifstofu Varðar í Valhöll, sími 1U00. Spilakvöld í Firðiunm HAFN ARFIRÐI — Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Spiluð verður félagsvist og verðlaun veitt. KLUKKAN 5 árdegis í gærmorg- un lagði togarinn Þorkell Máni af stað heimleiðis af Nýfundna- landsmiðum, en þar varð togarinn fyrir sjóskaða í stórviðrinu þar um helgina. Klukkan 4 í gærdag var hann kominn 117 mílur áleið- is heim af 1200 mílna siglingaleið. Á þeim stað, sem togarinn var þá, var VNV 4 vindstig og 4 stiga frost. Pétur Halldórsson var kominn 500 mílna leið áleiðis heim og var allt í bezta lagi um borð. Togarinn Neptúnus var búinn Vitnisburður óbreyttur NAIROBI í Kenía 10. febr. (Reu- ter). — Svertinginn Njui Cathua, sem árið 1952 bar vitni í máli gegn Maumau foringjanum Jomo Kenyatta, en hefur verið sakað- ur um rangan vitnisburð endur- tók í dag fyrir rétti í Nairobi fyrri vitnisburð sinn gegn Keny- atta, að hann væri foringi Maumau-óaldafiokksins. að fá fullfermi á laugardagsnótt- ina og lagði þá af stað til Reykja- víkur. Hann er væntanlegur á fimmtudaginn, samkvæmt skeyti frá skipstjóranum í gærkvöldi. Þá er togarinn Hvalfell vænt- anlegur í dag. Geir er væntanleg- ur á fimmtudaginn. Togarinn Fylkir, er var á leið til Fylkismiða, hefur snúið það- an frá vegna þess hve veður hef- ur spillzt þar um slóðir síðustu dagana. Telpa á leið úr skóla fyrir bíl SJÖ ára telpa, sem var á leið heim úr skóla ísaks Jónssonar, laust fyrir kl. 6 í gærkvöldi, varð fyrir bíl á gatnamótum Löngu- hlíðar og Miklubrautar. Hún virð- ist hafa sloppið furðanlega vel frá slysi þessu, og var komin heim til sin í gærkvöldi, eftir að gert hafði verið að meiðslum hennar í slysavarðstofunni. Hún heitir Arngunnur Atladóttir, Eskihlíð 20. Var hún að fara yfir götuna og komin langleiðis, er bíll ók á hana, kastaðist hún frá bílnum, sem ekki mun hafa verið á mikilli ferð enda er þarna slæm götu- lýsing og mjög þröngt um vegna gatnagerðar. Taldi bílstjór- inn sig ekki hafa séð telpuna fyrr en um seinan. Telpan hlaut skrámur á höfði og í andliti. Rannsóknarlögreglan vill biðja þá, er kynnu að hafa orðið sjón- arvottar að þessu slysi, að gera sér viðvart. Bát sleit upp í Vogum VOGUM, 10. febr. — í óveðrinu í nótt urðu nokkrar skemmdir hér í Vogum. Vélbáturinn Gullþór, 11 smálesta bát- ur, sem lá hér úti á legunni, slitn aði upp og rak upp að hafnar- garðinum. Skemmdist báturinn mjög mikið. Eigandi hans er Þórð ur Jónsson, Stóru-Vatnsleysu. Ennfremur fuku vinnuskúrar við höfnina og skemmdir urðu nokkrar á íbúðarhúsinu í Stóru- Vogum, en ekki er búið í húsinu um þessar mundir. Menn hér telja þetta eitt versta veður, sem kom- ið hefur um árabil. — Fréttar. Þrumur og eldingar í ofsaroki í fyrrinótt OFSAROK gekk hér yfir suð- vestanvert landið í fyrrinótt. Hér í Reykjavík var vindhraðinn að jafnaði 11 vindstig, en komst allt upp í 13, — í tveim byljum. Fyrri part nætur gerði mikið þrumu- veður með eldingum. Ekki er kunnugt um að stór- tjón hafi hlotizt hér í bænum af völdum veðurofsans. Eitt skip, er lá mannlaust í vetrarlægi suður á Skerjafirði, Gooiall moður ó hjóli slapp undravel iró órekstri við bíl 1 GÆRKVÖLDI var 78 ára gam- all maður fyrir bíl á Suðurlands- brautinni. Slapp gamli maðurinn, sem var á reiðhjóli, undravel, þótt hann hlyti slæma byltu. Maðurinn er Siggeir Jóhannsson, Hjallavegi 29. Var hann á leið Fiskveiðarnar 1958: Bátafiskurinn varð ýfið meiri en afli togaranna FISKAFLI íslendinga á siðasta ári varð 505,033 tonn, segir í skýrslu Fiskifélags íslands, er blöðunum barst í gær. Hefur aflaaukning orðið mikil miðað við aflann 1957 og nemur hún um 69 þús. tonnum. Af ársaflanum 1958 voru rösk- lega 107 þús. tonn síld, saman- lagður afli bátaflotans rúmlega 200 þús. tonn. Afli togaranna varð aðeins minni en bátanna eða um 197 þús. tonn. Af fiskinum fóru 258 þús. tonn til frystingar ,til herzlu um 43,000 tonn, til söltunar fóru 77,400 tonn og ísfiskur varð tæp- lega 10,000 tonn. Af síldaraflanum fóru 53 þús. tonn til söltunar, til frystingar um 16,000 tonn og í bræðslu um 38,000 tonn. heim til sín er þetta gerðist, kl. tæplega hálfsex. Maður, sem ók litlum Skodabíl, ók aftan á Sig- geir. Við áreksturinn kastaðist hann af reiðhjólinu upp á vélar- hús bílsins ,en féll svo ofan af því í göturta. Hann fékk allmikið höfuðhögg og var hann í öngviti er sjúkraliðsmenn tóku hann upp og lögðu hann á börur í sjúkra- bílnum. En áður en komið var með Siggeir í slysavarðstofuna, kom hann til meðvitundar á ný. Læknisskoðun leiddi í Ijós að hann hafði ekki hlotið önnur meiðsl en skrámu i andliti og var Siggeir kominn heim til sín í gærkvöldi. Bílstjórinn sagðist ekki hafa séð Siggeir á reiðhjólinu fyrr en um leið og áreksturinn varð. Á reiðhjóli hans var kattarauga og aurbrettið hvítmálað og ljósa- umbúnaður i lagi. Reiðhjólið lagðist að mestu saman við áreksturinn. björgunar- og dæluskipið Leo, rak upp í fjöru skammt vestan við benzínstöð Skeljungs. Er tal- ið að botnskemmdir hafi nokkr- ar orðið á skipinu. Eigandi þess er Kristinn Guðbrandsson en hann keypti Leo, sem er gamalt járnskip og lét breyta því í björg unar- og dæluskip. Skipið fór alveg upp undir bakkana ofan við fjöruborðið og liggur þar í sendinni fjöru. Neðar í fjörunni eru allstórir steinar á víð og dreif. Með því að setja á þá jarð- ýtu, sem gert mun hafa verið í gær, ætti að takast að ná Leó út án þess að frekari skemmdir verði á honum. Björgunarundir- búningur var hafinn þegar eftir hádegið í gær. Það var um klukkan 2 í fyrri- nótt, sem hvessa tók fyrir alvöru og náði veðrið hámarki undir morgun, en mjög dró úr því aftur þegar um klukkan 8 í gær- morgun. íslendingur heimsækir tónlistarskóla OBERLIN í Ohio, 10. febr. USIS. — Ungfrú Hólmfríður Sigurjóns- dóttir, píanókennari frá Reykja- vík, sem er í boðsferð í Banda- ríkjunum kom í dag til bæjarins Oberlin í Ohio, en hún ætlar að kynna sér starfsemi tónlistarskól- ans í bænum. Hún hefur að undan. förnu heimsótt tónlistarskóla víða í Bandaríkjunum m.a. háskólann í Kansas og tónlistarskóla í New York og Pennsylvaniu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.