Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. febr. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 3 Ú r verinu --Eftir Einar Sigurðsson- Enn gerizt Ægir stórhöggur Miklir sorgaratburðir hafa gerzt síðustu daga, er tvö af skipum íslenzka flotans hafa far-1 izt með allri áhöfn, Júlí með 30 mönnum og Hermóður með 12 mönnum, allt hinir vöskustu drengir. Varpar þetta dökkum skugga á hina nýbyrjuðu vertíð. Hvern einasta íslending setur hljóðan yfir þessum hörmulegu atburðum og fyllist samúð með þeim, sem misstu sína svo svip- Tega í hafið. Togararnir Tíðin hefur verið mjög óstillt íyrir vestan, þar sem togararnir eru nú allir á veiðum, aðallega á Halanum og fyrir austan Djúp, stöðugir umhleypingar og mikil frátök. Aflabrögðin hafa farið eftir veðrinu, verið rýr, en það er Spáir þetta góðu um aflabrögð- in, ef einhvern tíma gæfi á sjó. í gær var almennt róið.\ Hvernig má bæta afkomu sjávarútvegsins? Hvað sjávarútvegurinn gefur í aðra hönd byggist einku-m á tvennu: Aflamagninu og söluverð inu. Sú þróun hefur undanfarið verið heldur hagstæð sjávarút- veginum, einkum síðasta ár, þótt nokkur tröppugangur sé þar jafn- an á frá ári til árs. Undir þetta hvoru tveggja renna margar stoðir: 1) Fundur nýrra karfamiða. 21) Bátarnir hafa sótt meira á djúpmið og mið, sem hafa verið lítt stunduð áður, eins og við suðausturlandið. 3) Þá hafa ný veiðarfæri eins og nælon- ið aukið aflamagnið bæði á þorsk- og síldveiðum. Þó er það svo, að aflamagn hefði gengið mjög sam flotans og vinnslustöðvanna. 80% af bátafiskinum l»erst á land á fyrstu 5 mánuðum ársins. Það fer ekki hjá því, að fiskiskip, vinnslu stöðvar og vinnuafl hálfnýtist ekki með þessu búskaparlagi. Ekkert er betur fallið til að bæta úr þessum annmarka en dragnót- in, sem getur veitt næga atvinnu í hverju sjávarþorpi allt frá því að vetrarvertíð líkur og langt fram á haust. En að sjálfsögðu þarf að nota hana með varfærni, t.d. mætti banna með öllu notk- un ýsunóta til þess að drepa ekki uppvaxandi þorsk og ýsuungviði. Það þarf að jafna fiskiframleiðsl- unni yfir á allt árið, eftir því sem við verður komið. 3) Aukin stofnlán. Sjá þarf Fiskveiðisjóði fslands fyrir nægu fé til stofnlána í fiskiskip, báta og togara, og til fiskvinnslustöðva. Sjóðurinn lánar nú 60—67% af kostnaðarverði, og þarf enginn að óttast, að allt of margir færu að rjúka upp til handa og fóta og kaupa fiskibáta fyrir 2Vi millj. kr. og greiða í þeim 800—900 þúsund krónur út í hönd og togara fyrir tífalt það verð. Ef svo væri, væri ekki nema gott til þess að vita, að - ' • • VIK!\ Islenzkir æskumenn, sem ætla að leggja út á sjómannabrautina sækja gull í greipar Ægis, ekki vel að marka það, því tíðin hefur spillt öllu saman. Þorsteinn Ingólfsson kom þó inn í vikunni á leið til Þýzkalands með 200 lestir, sem hann fékk á þessum miðum eftir hálfsmánaðar útivist. Gæti þetta bent til þess, að smá- reytingur væri þarna hjá togur- unum, ef gæftir væru góðar. Fisklandanir sl. viku: Þorkell máni .. 364 t. 16 dagar Austfirðingur .. 148 t. 14 dagar Fylkir ........ 90 t. 14 dagar Reykjavík Ekki var litið að sjó fram eftir allri vikunni, því að alltaf var hvassviðri, ýmist af suðaustri eða suðvestri. I gær var svo almennt róið. Akranes Fyrsti róðurinn í vikunni var farinn í gær, var þá almennt ró- ið. 2 bátar hafa lagt þorskanet, og vitjuðu þeir um í fyrsta sinn í gær. Keflavík Fyrst á föstudaginn gerði sjó- veður, ef sjóveður skyldi kalla, því að það var langt frá því að það væri gott. Réru þó allflestir bátar. Afli var sæmilegur þrátt fyrir allt, gamla beitu og illt í sjó, algengast 6—8 lestir á skip og komst upp í 11 lestir hjá tveim ur bátum, Von og Hiími. í gær var almennt róið. Þetta er lengsti ógætakafli, sem komið hefur um langt árabil. Má segja, að vart hafi verið komizt á sjó allan þorrann eða í heilan mánuð. Vestmannaeyjar Algjör frátök voru fram á föstu dag, en þá réri einn bátur, Gull- þórir. Fór hann stutt, rétt út í Flóann. Fékk hann 6 lestir, sem er dágóður afli, þegar tillit er tekið til þess, hve stutt var farið. an undanfarin ár, ef allt þetta hefði ekki haldizt i hendur. Hvað verðlag snertir, hefur það verið að þokast upp á við. Á það við um allar helztu sjávarafurð- irnar, freðfisk, saltfisk, skreið, síld og fiskimjöl. Einkum er at- hyglisvert, hve markaður í Banda ríkjunum fyrir freðfisk hefur far ið hækkandi. Verðlagið í Sovét- löndunum hefur hins vegar tekið litlum breytingum. En verðlag á frosna fiskinum á heimsmarkað- inum er mjög mikilvægt fyrir fs- lendinga, þar sem við % hlutar af aflanum er fryst, og fer hlutur freðfisksins stöðugt vaxandi í framleiðslunni. Þáttur sjávarútvegsins í þjóð- arbúskapnum er svo mikill, að enginn getur keypt sér neitt, sem heitir erlendur varningur, nema fá frá sjávarútveginum 95 aura af hverri krónu, sem þarf til kaupanna í erlendum gjaldeyri. Það er því hverju mannsbarni ljóst, hversu mikilvægt það væri að geta aukið afraksturinn af sjávarútveginum, bæði hvað afla- magn og verðlag snertir. Það er að vísu margþætt mál, hversu bæta má afkomu sjávar- útvegsins með auknu aflamagni og hærra verðlagi, en hér má benda á nokkur atriði: 1) Aukin vísindastarfsemi. All- ar forystuþjóðir heimsins byggja nú mest á hvers konar vísinda- starfsemi til þess að efla atvinnu- vegi sína. Hér á landi eru tvær stofnanir, sem hafa þetta starf með höndum fyrir sjávarútveginn Atvinnudeild háskólans og Fiski- félag fslands. Má í þessu sam- bandi m.a. vekja athygli á fiski- rannsóknum, fiskigöngum, fiski- leit, nýrri gerð veiðarfæra, nýj- um veiðiaðferðum, gerð nýrra fiskiskipa, auknum rannsóknum í þágu fiskiðnaðarins, m.a. tækni- hliðinni og meðferð hráefnisins o. s. frv. 2) Betri hagnýting íiskiskipa- menn vildu leggja fé sitt í útgerð. 4) Stefna þarf að því að full- vinna sjávarafurðirnar í landinu. Telja má, að freðfiskurinn, þurr- fiskurinn og skreiðin séu full- unnin vara, og svo er raunar um fleiri sjávarafurðir. En það getur verið mikill munur á verði mið- að við kg. af fiski upp úr sjó, eftir því hvort hann er frystur, saltaður eða hertur. Það er líka mikill munur á verði, sem fæst fyrir fiskinn, eftir því hvernig um hann er búið, t.d. fæst um 50% meira fyrir hvert kg. af freðfiski, sem fer til Bandaríkjanna en þess, sem fer til Evrópu, og liggur það í dýrari umbúðum og meiri vinnu, sem hvoru tveggja er að mestu innlent. Þarf þetta ekki frekari skýringa við. 5) Fylgja þarf vörunni eftir til neytandans. ®Ekki er þó átt við með þessu, að Islendingar þurfi að hafa eigin verzlanir i markaðslöndunum, það getur fyrr verið gott. En fiskurinn þarf að vera seldur með sem fæstum milliliðum og umfram allt undir eigin vörumerki. öll sölusamtök íslenzkra fiskframleiðenda hafa keppt að því að koma á fót sölu- kerfi í markaðslöndunum, sem gerir þá sem sjálfstæðasta, þótt þau séu komin mislangt í þeim efnum og mismunandi aðferðir eigi sjólfsagt við, eftir því um hvaða vöru er að ræða og í hvaða landi hún er seld. En ekk- ert af þessu skeður í einni svip- an, en ólík er nú aðstaða Is- lendinga í afurðasölumálunum eða þegar þeir urðu fyrir aðeins rúmri hálfri öld að sæta forsjá danskra selstöðukaupmanna í þessum efnum. Tvö mál, sem alþingi kemur til með að fjalla um á næstunni, eru nú of- arlega í hugum manna: Kjör- dæmamálið og afgreiðsla fjár- laga. Margir voru í vafa um af- f ^ Sr. Oskar J. Þorláksson: Þjóðarsorg L „Hjá þér, Drottinn, er upp- spretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós. Sálm: 36.10).“ MIKIL hafa verið þau sorgar- tíðindi, sem borizt hafa um land- ið í síðustu viku. Þau hafa vakið þjóðarsorg. Það er mikið áfall fyrir litla þjóða að missa á einni viku yfir 40 menn, flesta á bezta aldri frá störfum sínum, ástvin- um og heimilum, menn, sem enn áttu mikið starf óunnið fyrir ástvini sína land og þjóð. Atburðir sem þessir snerta ótal heimili í landi voru, beint eða óbeint. Það hefur stundum ver- ið sagt um íslenzku þjóðina, að hún sé ekki nema eins og eitt stórt heimili, þetta finnum vér kannske bezt, þegar stórslys verða og sorgartíðindi berast um landið. Slíkir atburðir sem þessir vekja einlæga samúð með öll- um, sem hér eiga um sárt að binda, og þjóðin í heild mun vissulega létta þær byrðar, sem j ástvinamissirinn hefur í för með i sér fyrir marga. Það er eitt af hinum fögru og gleðilegu táknum vorra tíma, greiðslu efnahagsmálafrumvarps stjórnarinnar, en það fór þó svo að annar stjórnarandstöðuflokk- urinn treystist ekki til að vera á móti því, svo að það náði sam- þykki. Fylgifiskur þess, breyt- ingar á útflutningssjóðslögunum frá því í vor, þar sem um ýmsar leiðréttingar til handa sjávarút- veginum er að ræða, hefur þvælzt fyrir, hverju sem sætir. En auðvitað eru forsendurnar fyrir samningunum við útgerð- ina, sem gerðir voru um áramót- in, þær, að þetta fáist samþykkt. Kjördæmamálið er svo marg- rætt, að hér verður ekki bætt þar við. En frá sjónarmiði sjáv- arútvegsins hlýtur sú leiðrétting, sem gert er ráð fyrir í þeim til- lögum, sem birtar hafa verið 1 þessu máli, um jafnari áhrif kjós- enda á val fulltrúa á löggjafar- samkomu þjóðarinnar, að vera til þess að auka áhrif þess fólks, sem á sitt beint undir afkomu sjáv- arútvegsins. Það eru ekki marg- ir útgerðarmenn eða sjómenn á þingi eins og er. Hitt er svo ann- að mál, að landbúnaðurinn er alls góðs maklegur í þessum efn- um, en það er áreiðanlegt, að bændur almennt unna stóra bróð ur fulls jafnréttis við sig um áhrif á skipan alþingis. í þessu sambandi má rétt geta þess, að á hinu margumtalaða Faxaflóa- svæði búa um 100 þúsundir manna, en hafa aðeins 11 kjör- dæmakosna þingmenn af 41. Að vísu er þetta „Grimsbylýður“ og á ekki mikið gott skilið, en ailir sjá þó, að við svo búið verður ekki unað. Fjárlögin eru afgreidd í sam- einuðu þingi, og afgreiðslu þeirra getur stjórnarandstaðan ekki hindrað. Hins vegar getur hún taf ið afgreiðslu þeirra, vegna þess hversu fjárveitinganefnd er skip- uð. Því hefur verið marglýst yf- ir, að ekki sé ætlunin að koma fram með nýjar álögur á þjóð- ina, og er það vel. Nóg er áður aðgert í þeim efnum. Hins vegar verður ekki komizt hjá að afla allmikilla tekna í sambandi við sjávarútveginn og niðurgreiðsl- ur. Verður það sjálfsagt gert með niðurskurði á útgjaldalið- um. Útflutningssjóð vantar nú mjög fé til þess að geta staðið við skuldbindingar, sem á honum hvíla, eru það vart á að gizka minna en 60—80 miljónir króna, þótt látið væri í veðri vaka um áramótin, að hann ætti gilda sjóði. Þessi mál öll munu nú skýrast á næstunni, en ótrúlegt er, að fóturinn verði settur fyrir af- greiðslu þeirra, jafnmikilvæg og þau eru frá sjónarmiði heildar- innar. hve mikillar hjálpsemi gætir víða, þegar slys og válega hluti ber að höndum. Þá ber að þakka tryggingalöggjöf þjóðfélagsina og margvíslega öryggisþjónustu á ýmsum sviðum. Hér hefur vissulega mikið breytst til batn- aðar frá því sem áður var, þó að enn megi mikið um bæta. Allar slysfarir á sjó og landi eru líka aðvörun til vor mann- anna að fara gætilega, treysta ekki um of á mannlegan mátt og hyggjuvit. Tæknin er vissulega mikil á ýmsum sviðum og öryggisútbún- aður er allur betri en áður var, en það leysir samt ekki öll vanda mál, allt á sín takmörk, líka mannlegur máttur og geta, það verðum vér öll að skilja. II. Frá sjónarmiði þjóðfélagsins er það mikið áfall að missa svo marga vaska menn. En sorg og söknuður þeirra, sem hér eiga hlut að máli verður aldrei met- ið. En Guð þekkir hjörtu og til- finningar vor mannanna. Til hans leitum vér á sorgarstundum, eins og börn leita til ástríks föð- ur og móður, þegar eitthvað amar að. Vér fáum ekki rakið sundur alla örlagaþræði lífs og dauða og vér fáum sjaldan skil- ið tilgang sorgar, böls og þján- inga, sem verða á vegi manna. En vér sleppum aldrei þeirri trú, að Guð sé kærleikur og þeim, sem elska hann samverki allt til góðs. í kristindóminum er oss fluttur sá fagnaðarboðskapur að iífið sé sterkara en dauðinn og í samfélaginu við Frelsara vorn hljótum vér huggun hinnar eilifu vonar. Taktu sorg mína, góði Guð, gleð mig af krafti þínum! Lýs mér rneð ljósynum þínum, lyft mér að hjartastað þínum! (G. G.) Oss er svo oft þörf huggunar og styrks í vandamálum lífsins, en þá huggun fáum vér, aðeins frá honum, sem er herra lífs og dauða. Þegar Páll postuli var að flytja mönnum fagnaðarboðskap Frelsarans, minntist hann ein- mitt á þessa hlið trúarlífsins. „Lofaður sé Guð og faðir drott- ins vors Jesú Krists, faðir misk- unnsemdanna og Guð allrar huggunar, sem huggar oss_ í sér- hverri þrenging vorri, s'vo að vér getum huggað aðra í hvaða þrenging sem er með þeirri huggun, sem vér höfum sjálf af Guði hlotið. — (2. Kor. 1.3—4). Trúarstyrkur er oss öllum nauðsynlegur ,og með Guðs hjálp sigrumst vér á sorginni og þær minningar, sem vér geymum í hjarta um þá, sem vér höfum elskað verða oss dýrmæt eign. Guð blessi ástvinina og heim- ilin mörgu, sem nú eiga um svo sárt að binda, og veiti hinum sorgmæddu nýja von og nýjan styrk. — Ó. J. Þ. Pólverjar taka afturvið Sígaunum BONN, 20. febr. (Reuter) — Pól- land hefur fallizt á að taka aft- ur 327 Sígauna, sem fluttust s.L þriðjudag frá Póllandi til Vest- ur-Þýzkalands. En nú þegar hafa 150 þessara Sígauna fengið land- vistarleyfi í Þýzkalandi. Sígaunar eru ríkisfangslausir. Þeir komu til Vestur-Þýzkaiands undir samningum milli landanna um flutning heimilislausra Þjóð- verja frá Póllandi, en komið hef- ur í ljós, að flutningur þeirra var ekki heimill samkvæmt samn- ingunum. Þeir 150 sígaunar, sem fengið hafa landvistarleyfi í Þýzkalandi áttu ættingja vestan járntjalds. Hinir eru enn í flóttamannabúð- um skammt frá Nurnberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.