Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. febr. 1959 MORGVTSBLÁÐIÐ 17 Teiknikennsla verði lögboðin AÐALFUNDUR Teiknikennara- félags íslands var haldinn í Mið- bæjarskólanum 6. febr. Félagið var stofnað fyrir 2 ár- um og er tilgangur þess að gæta hagsmuna teiknikennara og vinna að aukinni og bættri list- kennslu í skólum landsins. Á síðastliðnu ári hóf félagið samstarf við nokkur erlend list- félög, gerðist m. a. aðili að Al- þjóða listfræðslufélaginu, en það vinnur að auknum kynnum og samstarfi þeirra er um list- fræðslu fjalla um allan heim. — Það var fyrir milligöngu þess að sýningarskipti hafa orðið á ís- lenzkum og japönskum barna- teikningum. Japönsku myndirn- ar hafa nú verið sýndar í boga- sal Þjóðminjasafnsins og barna- skólum Kópavogs og Laugarness. Þeir skólar úti á landi er óska eftir japönsku myndunum eru beðnir að hafa samband við stjórnarmeðlimi Teiknikennara- félagsins hið fyrsta. Mjög hefur verið um það rætt á fundum félagsins, að þörf sé á því að teiknikennsla verði lög- boðin þegar við 7 ára aldur í skólum landsins, og er á það bent að þá sé tjáningaþörf barna og löngun til listsköpunar sjálf- vakin og óþvinguð. Þá verði og stefnt að því að sérmenntaðir teiknikennarar annist alla mynd- listarkennslu við skóla landsins og yfirstjórn hennar verði í hönd um sérstaks listfulltrúa eða náms stjóra, svo sem á sér stað um aðrar sérgreinar sem kenndar eru, t.d. íþróttir, handavinnu o. fl. Fráfarandi stjórn baðst ein- dregið undan endurkosningu, en hana skipuðu: Guðmundur Elías- son, Þórir Sigurðsson og Björn Birnir. Núverandi stjórn félags- ins skipa: Hörður Ingólfsson, Kópavogsskóla, Jón E. Guð- mundsson, Miðbæjarskólanum og Jón H. Guðmundsson, Laugarnes- Efnalaug Höfum til sölu litla efnalaug sem er í fullum rekstri á góðum stað í bænum. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. lsleifsson, hdl., Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78. Dúnhreinsun Fiðurhreinsun Tökum að okkur að hreinsa sænmir, púða, kodda o.fl. Fljót afgreiðsla. Eigum dún- og fiðurhelt léreft. Kirkjuteig 29 — Sími 3-33-01. Útsala — Útsala Útsalan heldur áfram ennþá í nokkra daga. Komið og gerið góð kaup meðan úrvalið er nóg. . Glasgowbúðin Freyjugötu 1 — Sími 12902. Leigotilboð í Stúdentagarðana til gistihúsreksturs á sumri komanda skulu komin í hendur Garðsstjórnar fyrir 20. maz. n.k. STJÓRN STÚDENTAGARÐANA. Trésmíðavinna Getumb ætt við okkur ýmsri trésmíðavinnu, svo sem: Byggingu húsa, viðgerðir á húsum, ýmsar breyt- ingar og innréttingar. Símar 34363 — 35709. RAFMAGNSPERtJR smáar og stórar • Framleiðsla okkar byggist á margra ára reynslu og hagnýtiri bekkingu. Framleiðsla okkar mun geta gert yður ánægðan. VEB BERLINER GLllHLAMPE N-WERK Berlin 017, Warchauer Platz 9/10, Telegramm: Gluhlampen-Werk, Berlin. Deutsche Demokratische Republik. iCIMBOÐSMENN: EDD A H.F., — PÓSTHÖLF 906, REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.