Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 8
e MORGUNBLAÐ1P Sunnudagur 22. febr. 1959 jr Alit siglingafræðinga að núgildandi alþjóðareglur um vernd mannslífa á hafinu séu algerlega úreltar Skörp gagnrýni þýzka timaritsins „Der Spiegel" á björgunartækni nútimans VÍSINDAMENNIRNIR á hinum stóra kanadíska ísbrjót „N. B. McLean“, sem fyrir sjö árum sigldi fram og aftur um íshafið, fjarri venjulegum siglingaleið- um, störðu í ofvæni á radartæk- in, þegar stefnt var beint að haf- ísjökunum, sem sumir náðu að- eins skammt upp yfir hafflötinn. Kanadíska samgöngumálaráðu- neytið hafði sent ísbrjótinn í leið angur þennan, til þess að unnt væri með vísindalegri nákvæmni að fá svar við þessari mikilvægu spurningu: Geta radartækin — hin elektrónisku augu skipanna — einnig komið auga á hafís- jakana? Þegar ísbrjóturinn stefndi beint á hafísjaka og loftnet rad- arsins, sem snerust í sífellu, „þukluðu og þreifuðu“ um allt nágrennið með geislum sínum, þá biðu tæknifræðingarnir á stjórnpalli oft árangurslaust eft- ir því, að elektrónísk mynd af hinu fljótandi isbjargi birtist á hinum matta radarskermi. Skýrsl ur þær, sem hinir kanadísku leið angursmenn lögðu fram nokkr- um vikum síðar, staðfestu það, sem varð hinu danska íshafsskipi „Hans Hedtoft“ að aldurtila: Jafnvel með nýjustu gerð radar- tækja er ekki ætíð unnt að koma auga á hafísjaka. Hið danska skip, Hans Hed- toft, sem byggt var 1958, var sérstaklega útbúið til siglinga um norðurhöf. Þegar það fórst fengu siglingafræðingarnir, sem um langt skeið höfðu unnið að tillögum um endurbætur á hin- um alþjóðlegu sjóferðareglum, sem til umræðu koma á næsta ári, aðkallandi vandamál til með ferðar: I. Hvernig er hægt að kom- ast hjá árekstrum við haf- ísjaka? n. Eru þeir björgunarbátar fullnægjandi, sem núgild- andi öryggisreglugerðir mæla fyrir um? m. Gerir sá útbúnaður, sem björgunarbátar skv. nú- gildandi reglum eiga að hafa, það kleift, að hægt sé að finna skipbrotsmennina hversu sem á stendur? Úreltar reglur Það er einróma álit siglinga- fræðinga, að núgildandi reglur hins „alþjóðlega samnings um vernd mannslífa á hafi úti“ séu algerlega úreltar. í þeim eru t.d. engin fyrirmæli um það, að skip, er sigla um úthöfin, hafi radar- tæki. „Hans Hedtoft", sem tekinn var í notkun fyrir fáum vikum, var þó, eins og flest hin nýrri úthafsskip, búinn slíkum tækj- um. En, eins og reynsla Kanada- manna hafði sýnt, geta slík ör- yggistæki aðeins komið auga á hafís þegar aðstæður eru hag- kvæmar, þ. e. þegar kyrrt er í sjó og veðurfræðileg skilyrði eru stöðug. Slysadaginn mikla braust „Hans Hedoft“ um íshafið í oísa- roki, 11 til 12 vindstigum, og blindhríð. Yfirmenn skipsins gátu þvi ekki treyst því, að rad- arinn kæmi auga á ha'físjakana, enda er það reynsla radarfræð- inganna, „að sjógangur sé versti óvinur radarsins". Þegar hafrót er koma nefnilega fram á radar- skerminum óteljandi litlir Ijós- dilar, og sá, sem fylgist með rad- íirnum, getur ekki vitað með vissu, hvort þessir ljósblettir stafa frá ölduhryggjum eða frá einhverjum hindrunum, sem fljóta á hafinu: Radargeislarnir rekast á öldufaldana og endur- kastast frá þeim, eins og þeir væru fastir hlutir, — skip, tunn- ur eða ísjaki, — og koma svo fram á radarskerminum. Villandi áhrif hafrótsins Um langa hríð hafa því radar- fræðingarnir leitað ráða til þess ekki fram á radarskermi. Hinir sléttu, máðu fletir þeirra endur- varpa radargeislunum svo til alls ekki. Radarinn blindast En það eru einmitt þessir haf- ísjakar, Growlers, sem geta orðið Grænlandsförunum sérstaklega hættulegir. Hér er oft um að ræða hafísjaka, sem fyrir skömmu hafa haft á sér enda- skipti, þannig að sá hluti þeirra, sem áður var í sjó og er orðinn slípaður og ójöfnulaus, er nú ofansjávar, en hinn hluti þeirra, með hvössum brúnum og bryggj- um, teygir sig oft langt til allra hliða neðansjávar. „Björgunareyja" við skipshlið. að útiloka hin villandi áhrif haf- rótsins. Til þessa hafa þeir eygt leið, sem þó er engan veg- inn örugg, en útheimtir lagni og mikla reynslu af þeim, er rad- arnum stjórnar. Þegar aðferð þessi er notuð verður radarstjórn andinn að „deyfa“ hina elektró- nisku mynd af næsta umhverfi skipsins (hið þýzka tækniorð yfir þetta er: Nahechodámpfung), þ.e. stjórnandinn verður, með mjög nákvæmri stillingu radars- ins, að reyna að eyða eða fjar- lægja ljósdíla þá, sem stafa frá öldunum. Á radarskerminum er þá mjög auðvelt að koma auga á svonefnd góð radarmið, t.d. skip, sem státt er í nágrenninu. Endur kastsmynd slæms radarmiðs hverfur hins vegar þegar þessari aðferð er beitt, og því miður eru hafísjakar mjög oft slæm radarmið. Hinir kanadísku vísindamenn, sem í leiðangri sínum um hafið við Grænland, leituðust við að finna hvaða skilyrði réðu mestu um það, hvort auðvelt eða erfitt væri að koma auga á hafísjaka í radar, komust að þeirri niður- stöðu, að það sé fyrst og fremst lögun hinna fljótandi íseyja, er mest áhrif hafi á radarmiðunina. Köntóttir og hrjúfir ísjakar end urkasta vel radaröldunum og koma auðveldlega fram á radar- skerminum. Hinir ávölu jakar, sem oftast hafa lengi verið á reki, — hinir svonefndu „Growlers" — koma hins vegar varla eða Við radarmiðun hafísjaka veld ur einnig erfiðleikum fyrir- brigði eitt, sem virðist vera al- gengt á norðurhöfum. Radar- fræðingar hafa veitt því athygli, að risavaxnir halísjakar, sem þeir gátu séð með berum aug- um, hurfu skyndilega af radar- skerminum. Og ástæðan er þessi: Sérstök veðurfræðileg skilyrði yfir ísjakabreiðunum valda nokk- urs konar loftrænni (atmosfer- iskri) radíó-truflun, sem blátt á- fram blindar radartækið. . . . Vegna hinna óhagstæðu veðurskilyrða þegar „Hans Hed- toft“ rakst á hafísjakann, gátu radartæki skipsins augsýnilega ekki hindrað þennan árekstur. En þrátt fyrir þetta hefði ef til vill verið unnt að bjarga þeim, er komust í björgunarbáta, ef þeir hefðu getað gert vart við sig með nothæfum senditækjum. Ekkert bendir til þess, að áhöfn og farþegum hafi ekki tekizt að komast í björgunarbátana. Eftir að hafísjakinn hafði flett í sund- ur byrðing skipsins, rétt eins og dósahnífur pjáturþynnu, var „Hans Hedtoft" enn ofansjávar rúmlega fjórar stundir. Samkvæmt fyrirmælum samn- ingsins um öryggi skipa frá 1948, ber sérhverju skipi að hafa með sér „færanlegt senditæki fyrir björgunarbáta". Það á að vera auðvelt að „bera það“ bg það „á að geta flotið á vatni“. Með þessu tæki á að vera hægt að senda bæði á hinni alþjóðlegu öldu- lengd um háska á sjó (Seenot- frequenz), 500 Kiloherz, og einn- ig á hinni langdrægari stutt- bylgju, 8364 Kiloherz. Senditæki koma lítt að gagni Við sjóprófin, sem haldin voru er skólaskipið „Pamir“ fórst, varð ljóst, að slík neyðarsendi- tæki hafa aðeins takmarkað nota gildi. Skipbrotsmennirnir af „Parnir" gátu ekki gert vart við sig með senditækjum sínum, vegna þess, að notkun þeirra krefst handlagni, sem vart má vænta af örmagna skipbrots- manni. Förster loftskeytakenn- ari og Paasch, sem starfar við sjómannaskólann í Bremen segja um þetta: „Að vísu uppfyllir tækið fyrirmæli öryggissamn- ingsins, en að öðru leyti er það eins óhæft og frekast má verða“. Skipbrotsmenn þeir, sem vilja nota tækið, lesi fyrst leiðarvísi, sem á það er límdur. Þar segir, að með bor, sem við það er fest- ur, eigi að bora gat á þóftu björgunarbátsins og festa síðan tækið við þóftuna með væng- skrúfu. Um þetta segir Förster loftskeytakennari: „örmagna og hálfkalinn skipbrotsmaður ætti að reyna að framkvæma þetta í ólgandi hafróti". Auk þess á svo skipbrotsmað- urinn að varpa út fyrir borð- stokkinn blýsökku, sem á að gefa tækinu „jarðsamband". Síðan á hann að koma loftneti „nægi- lega hátt upp“ með flugdreka eða loftbelg. Þegar svo þetta allt hefur tekist, þrátt fyrir fárviðri og hafrót, þá fyrst getur hann stillt senditækið og framleitt þá orku, sem nauðsynleg er til send- ingar og það á hann að gera með því að snúa handsveif rafals, sem í tækinu er. Um þetta allt farast þeim Förster og Paasch orð á þessa leið: „Það er ekki hægt annað en að aumkva þá skipbrotsmenn, sem ekki tókst að bjarga loftskeytamanninum með sér ufn borð í björgunarbát- Þurfa aff vera auðveldari í notkun Það er krafa sérfræðinga um loftskeytamál, að skip verði framvegis búin nýtízku tækjum, sem auðvelt sé að koma í gang og senda frá þeim neyðarkall. „All- ir sjómenn krefjast þessa“ (För- ster). Á næstu ráðstefnu um ör- yggi skipa á auk þessa að bera fram enn mikilvægari kröfu, nefnilega þá, að skip, er sigla um úthöfin, séu búin björgun- artækjum, er geri skipbrotsmönn um kleift, að lifa jafnvel hin verstu hrakviðri af. Hinir venjulegu björgunarbát- ar, sem þó eru gerðir í samræmi við fyrirmælin frá 1941, hafa í mörgum sjóslysum reynzt ófull- nægjandi. Sýndi þetta sig t.d. þegar „Pamir“ fórst. í „Pamir“- rannsókninni komst sjórétturinn í Líibeck að þessari niðurstöðu: „Enginn hinna sex trébjörgun- arbáta (einn hafði áður skolazt útbyrðis) komst alveg óskemmd- ur á flot“. Á slysstaðnum flutu aðeins reköld og leifar af björg- unarbátum. Sjórétturinn í Lubeck veitti þessa áminningu í dómsniður- stöðu sinni í „Pamir“-málinu: „Fylgjast verður af mikilli at- hygli með þróun og hagnýtingu „slöngubáta" og „björgunareyja“ o. s. frv. Vitað er, að slíkir ný- tízku „slöngubátar" hafa reynzt ágætlega í öðrum sjóslysum, jafn vel í versta hafróti . . . Mestar líkur eru á, að slíkir björgun- arbátar komist óskemmdir á flot“. f brezka flotanum hafði þessi sama skoðun orðið ofan á, þeg- ar fyrir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Sjóferðatímaritið „Hansa“ sagði um þetta: „í styrjöldinni björguðu „slöngUi- bátar“ lífi þúsunda flugmanna, jafnvel við skilyrði, sem enginn venjulegur björgunarbátur hefði þolað“. „Björgunareyjar" . . . „Björgunareyjar" þær (Eliot-eyjar), sem brezki flotinn tók í notkun eftir að farið höfðu fram tilraunir með þær í ishöf- unum og hitabeltinu, eru nú hluti af fyrirskipuðum (standard) bún aði brezkra herskipa. „Eyjarnav" eru gerðar af tveimur gúmslöng- um, (er blása sig sjálfkrafa upp) og hafa þak yfir sér. Stærstu „björgunareyjarnar" rúma allt að 30 manns og þakið skýlir þeim fyrir hafróti, stormi og kulda. Talið er nálega öruggt, að þess ar „björgunareyjar“ geti ekki sokkið. Til útbúnaðar þeirra telst: fallhlífarraketta, handblys, tæki til að gefa með neyðar- merki, pokar með litarefni (til að lita sjóinn svo að leitarflug- vélum verði auðveldara um að finna ,,eyjuna“). Ennfremur Framhald á bls. 16. Björgunarbátur settur á flot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.