Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 20
20
MORCVTSBLAÐÍÐ
Sunnudagur 22. febr. 1959
T1
J
„Láta táka Ijósprentað afrit af
því og láta það svo aftur í skúff-
nna í nótt. Hérna er lykillinn. —
Lokaðu skúffunni vandlega aftur“.
„Ég skil ekki“.
„Þú muna fljótlega skilja það“,
*agði Morrison. Svo hrukkaði hann
ennið. — ,Gerðu það sem ég segi
þér. Ég held að það sé alger óþarfi
að bera ritvélarskriftina saman,
við Prag-skeytið. Ég hef getið mér
rétt til. Þú þarft ekki að senda
neina tilkynningu til Washington".
Nsesta morgun, þegar Helen
▼aknaði, var henni tilkynnt að hr.
Morrison hefði nú þegar yfirgefið
ibúðina. Hann bað eiginkonu sína
að hafa sig afsakaðan. Hann
yrði kominn aftur um hádegið.
Hún hafði engan tíma til að
hugsa neitt frekar um atburð næt
urinnar. Þegar hún kom inn í
vinnuherbergið sitt, beið Haward
Lee, forstjóri pólitísku deildarinn-
ar, hennar þar. f dag yrði franska
stjórnin felld. Æstar þingumræð-
ur í vændum. Hún tók kápuna sína
og fylgdist með Lee til þinghúss-
ins. —•
Þinghúsið, sem stóð næstum
beint andspænis sendihe.rrabústaðn
um, á vinstri bakka Signu, var
líkast iðandi mauraþúfu. 1 hinni
ný-grísku „Ohamfore dés Deputés"
var sendiherra Bandaríkjanna óð-
ar vísað til sæti* á diplomata-pall-
inum. Klukkustundum saman
fylgdist hún með því sem fram
fór í sætaröðum þingmannanna,
hlustaði á ræðu forsætisráðherr-
ans, sem varði hina vonlausu að-
KÆLISKAPURIIMN
Eftirlæti hagsýnna húsmæðra
Prýði eldhúsa — Stolt husmæðra
• er rúmgóð og örugg
matvælageymsla.
• hefir stærra frystirúm
en nokkur annar kæli-
skápur af sömu stærð
• er ódýrastur miðað við
stærð.
« Kr 10,920 -
Gerið yður ljóst að kæliskápur er varanleg eign
Jjekla.
Austurstræti 14. Sími 11687
stöðu sína og beið loks eftir at-
kvæðagreiðslunni, þar sem sam-
þykkt var vantraust á stjórnina.
Hún hugleiddi hvaða afleiðingar
stjórnarfallið myndi hafa fyrir
Ameríku og tók saman í huganum
skeytið, sem hún ætlaði að senda
til Washington. Skyndilega virtust
einkamál hennar dvergsmá í sam-
anburði við þau vandamál, sem
hver sendiherra varð að fást við.
Það var gott að hún gat ekki ein-
beitt sér að einkalífi sínu.
Hún hafði enn ekki lokið við að
semja skeytið til Washington, þeg
ar síminn á skrifborðinu hennar
hringdi.
„Þýzkur fréttamaður, hr. Möll-
er, óskar eftir viðtali við yður“,
tilkynnti ritarinn.
Hjartað tók að slá hraðar í
brjósti hennar.
,Gefið þér mér samband við
hann“, skipaði hún.
Út úr heyrnartólinu barst hin
hlýlega og örlítið nefmælta rödd
Jans.
„Ég hefði ekki átt að vera að
ónáða yður, ungfrú Cuttler. En
ég fe.r á morgun til Berlínar og
vinur minn og starfsbróðir, Kurt
Kessen, bað mig um að kynna sig
fyrir yður áður en ég færi. Gætuð
þér ekki fórnað okkur nokkrum
mínútum?"
Einhver andleg ógleði náði tök-
um á henni. Hún leit sem snÖggv-
ast á almanakið.
„Ég verð önnum kafin í allan
dag“, svaraði hún þvinguðum
rómi. — „Það væri þá. . . Ég hef
einmitt núna hálfa klukkustund
til umráða. Eruð þér 1-angt í
burtu?"
„Ég get verið kominn eftir
fimm mínútur".
„Jæja, gerið þér þá svo vel“.
Hún lét símatólið aftur á sinn
stað og hallaði sér svo aftur á bak
í hægindastólnum þungt hugsandi.
Hvers vegna hef ég svona mikinn
hjartslátt? spurði hún sjálfa sig.
Hvers vegna? Ég els'ka hann ekki
lengur. Kannske hef ég aldrei elsk
að hann. Þetta var allt víma, sem
ekkert skildi e.ftir nema velgju og
höfuðverk. Hvers vegna tek ég á
móti honum. Af því að ég verð að
j vita hvað hann raunverulega vill.
Það getur ekki verið eingöngu
vegna þessa starfsbróður hans.
Meðan hún seildist eftir töskunni
sinni, til þess að ná í varalit og
púðurdós, velti hún því fyrir sér,
hvort hún ætti ekki að kalla á
Morrison. En hún gat ekki náð i
Morrison. Svo var það líka alger-
lega óleyfilegt, að sendiherra tæki
á móti tveimur þýzkum frétta-
mönnum að eiginmanni sínum við-
stöddum. Hún leit í spegilinn. —
Sendiherrann farðar sig og fegr-
ar, hugsaði hún með sér. Varalit-
urinn gerði fölvann í kinnunum
enn meira áberandi.
Nokkrum mínútum síðar var
Jan vísað inn í herbergið. Hann
var einn.
Hún reis úr sæti sínu, bak við
skrifborðið og gekk til móts við
hann. Hún rétti honum höndina
og leit spyrjandi á hann.
„Kessen kemur undir eins“,
sagði hann afsakandi.
Hún leiddi hann að litla, kringl-
ótta borðinu í stofuhorninu, þar
sem Place de la Concorde blasti
við augum manns. Það var byrjað
að rigna.
„Kessen er fulltrúi flestra þýz'ku
blaðanna", útskýrði Jan. „Hann
langaði til að biðja yður um við-
tal frú sendiherra".
Hún horfði ekki á hann. Frú
sendiherra — hversu undarlega,
hversu hátíðlega hljómaði þetta
venjulega ávarp í munni hans.
Myndin af gistihússherberginu í
New York kom fram í huga henn-
ar. Karlmenn voru kannske öðru
vísi, en konur gleymdu því ekki,
þegar karlmaður hafði einu sinni
tekið þær í arma sína.
„Viðtal?“ endurtók hún með
fullkominni sjálfsstjórn. — „Til
hvers?“
„Þér eruð nú eina konan í opin-
berri þjónustu, sem orð fer af sök-
um frábærra hæfileika. Slíkt vek-
ur einnig áhuga í Þýzkalandi".
Nú horði hún beint í augu hans.
Hún efaðist sífellt meira og meira
um það, að hann segði sannleik-
ann. Var hann kominn til þess eins
að kynna þennan Kessen? Gat
Kessen ekki kynnt sig sjálfur?
Allt í einu sagði hann:
„Ég kom af ásettu ráði á und-
an“. Og áður en hún gat tekið
fram í fyrir honum: „Ég var ekki
boðinn í Cocktail-boðið í gær. Ég
notaði boðsbréf Kessens“.
„Ég ve.it það“.
„Ég varð að sjá yður“.
„Jan, í öllum bænum. ..."
Hann leit niður fyrir sig: —
„Ég hef víst alltaf álitið mig sterk
ari en ég er“, sagði hann. — „Því
er ekki lokið. Fyrir mér er því ekki
lokið. Það er nú fyrst að byrja.
Og ég trúi ekki að fyrir yður sé
því lokið Helen. Það sem var svo
sterkt í gær getur í dag ekki....“
Nú kallaði hann hana Helen, en
hann hélt áfram að þéra hana.
Hún greip fram í fyrir honum.
„Því er lokið“, sagði hún. Henni
tókst, sjálfri sér til mestu furðu,
að tala ákveðið og rólega. „Ég
óska ekki eftir því að sjá yður
aftur, Jan. Ég vænti þess af yður,
að þér komið aldrei á minn fund
framar“.
„Er embættisframi yðar þá
svona þýðingarmikill fyrir yður?“
„Ég er gift. Þetta kemur ekki
neinum embættisframa við“.
„Þér elskið ekki eiginmann yð-
ar, Helen. Hann veit það. Hann
vildi reyna að losna við mig, með
því að senda mig til Wien“.
„Hann sagði mér frá því. Þér
hefðuð átt að taka þessu boði
hans“.
Jan leit til dyranna.
„Kessen hlýtur að koma á næstu
mínútum. Ég verð að sjá yður einu
sinni aftur, Helen“. Hann lagði
sérstaka áherzlu á orðið „verð“. —
„Aðeins örskamma stund í kvöld“.
Hann talaði eins og í óráði, „Þetta
snertir yður lika, Helen. Ég bíð
eftir yður klukkan átta í kvöld í
„Café Mogador" á Place Pigalle".
Hún gat ekki svarað, gat ekki
sagt honum að hún myndi ekki
koma — það var bankað á dyrn-
ar og á næsta andartaki stóð
hinn þýzki fréttamaður og starfs-
bróðir Jans, inni í herberginu hjá
þeim.
Helen gekk eitt skref á móti
honum og rétti honum höndina,
um leið og hún bauð hann velkom-
inn.
n
a
r
L
$
u
1) „Ég fór að fiska með Míló
I morgun. Mér datt í hug að
ykkur þætti gott að fá nýjan lax
f morgunmat".
2) „Það var fallega hugsað, en
þú ættir ekki að eyða tíma þín-
um í að snúast við okkur, segir
Markús. „Mér er í mun að þið
skemmtið ykkur vel. Hvað ætlið
þið að gera í dag?“
3) „Ég vildi gjarnan fara í
gönguferð með Míló, ef ég má“,
segir Sússana. „Ágætt. Það kann
hann vel að meta.M
Kurt Kessen var meðalmaður á
hæð, um þrítugt og líkastur beina
grind í útliti. Hárlaust höfuðið
með útstandandi kinnbeinum og
innföllnum kinnum minnti óhugn-
anlega mikið á hauskúpu. Bleik-
fölt andlitið var enn ógeðfeldara
vegna brossins, sem stöðugt lé'k um
þunnar, blóðlausar varirnar.
„Ég er yður mjög þakklátur
fyrir að þér skulið veita mér
áheym, yðar hágöfgi", sagði hann.
„Eins og Möller starfsbróðir
minn hefur sagt yður, þá vilja
blöð mín gjarnan leggja fyrir yð-
ur nokkrar spurningar".
Hún benti honum að taka sér
sæti.
Á meðan komst aðeins ein hugs-
un að hjá henni: Ég hef heyrt
þessa rödd áður, einhvern tíma,
einihvers staðar. Þetta var óvenju-
leg rödd, djúp, en þó óstyrk.
„Ég er mjög störfum hlaðin
þessa stundina“, svaraði hún út í
hött. — „Franska stjórnarkrepp-
an....“
„Já, við verðum líka að fara til
þinghússins r'tt strax“, svaraði
Kessen. — „Ef þér vilduð leyfa
mér að leggja fram nokkrar skrif-
legar spurningar....“
ajlltvarpiö
Sunnudagur 22. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Dómkirkjunni (séra
Pétur Magnússon í Vallanesi pré-
dikar; séra Úskar J. Þorláksson
þjónar fyrir altari. Organleikari:
Dr. Páll ísólfsson). 13,15 Erinda-
flokkur um náttúruf ræði; III:
Halldór Þormar magister talar
um veirur og veirurannsóknir. —.
14,00 Miðdegistónleikar (plötur),
15.30 Kaffitíminn: Carl Billich
og félagar hans leika. 16,30 Hljóm
sveit Ríkisútvarpsins leikur. —
Stjórnandi: Hans Antolitsch. —
17,00 Harmonikulög: Franco
Scarica leikur (plötur). — 17,30
Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson
kennari). 18,30 Miðaftanstónleik-
ar (plötur). 20,20 Erindi: Kleó-
patra drottning (Einar M. Jóns-
son rithöfundur). 20,45 Gamlir
kunningjar: Þorsteinn Hannesson
óperusöngvari spjallar við hlust-
endur og leikur hljómplötur. 21,30
Upplestur: „1 trúnaði milli landa“
smásaga eftir Friðjón Stefánsson
(Höfundur les). 22,05 Danslög
(plötur). 23,30 Dagskrárlok.
Mánudagur 23. febrúari
Fastir liðir eins og venjuleg*.
13,10 Búnaðarþáttur: Frá setn-
ingu búnaðarþings. 18,30 Tónlist-
artími barnanna (Jón G. Þórarins-
son kennari). 18,50 Fiskimál: Um
loðnuvinnslu (Dr. Þórður Þor-
bjarnarson). 19,05 Þingfréttir. —
Tónl. 20,30 Einsöngur: Nanna
Egilsdóttir syngur; Fritz weiss-
happel leikur undir á píanó. 20,50
Um daginn og veginn (Úlfar Þórð
arson læknir). 21,10 Tónleikar
(plötur). 21,30 Útvarpssagan:
„Victoría" eftir Knut Hamsun, í
þýðingu Jóns Sigurðssonar frá
Kaldaðarnesi; IX. —• sögulok
(Úlöf Nordal). 22,10 Passíusálm-
ur (23). 22,20 Úr heimi myndlist-
arinnar (Bjöm Th. Bjömsson list
fræðingur). 22,40 Kammertónleik-
ar (plötur). 23,30 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 24. febrúar:
Fastir liðir ein« og venjulega,
18.30 Barnatími: Ömmusögur. —
18,50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik-
ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðv-
arsson kand. mag.). 20,35 Erindi:
Eina ráðið (Ámi Árnason dr.
med.). 21,00 Erindi með tónleik-
um: Baldur Andrésson talar um
íslenzk tónskáld; V: Sigfús Ein-
arsson. 21,35 Iþróttir (Sigurður
Sigurðsson). 21,50 Kórsöngur:
Kór dómkirkjunnar í Treviso syng
ur mótettur eftir tvö 16. aldar
tónskáld, Gabrieli og Nasco;
Giovanni d’Alessi stjórnar (plöt-
ur). 22,10 Passíusálmur (24). —
22,20 Upplestur: Anna frá Mold-
núpi les kafla úr bók sinni „Ást og
demantar". 22,40 Islenzkar dans-
hljómsveitir: Árni Elfar og hljóm-
sveit hans. Söngvari: Haukur
Morthens. 23,10 Dagskrárlok.
f