Morgunblaðið - 13.03.1959, Side 1
24 siður
Á níunda hundrað fulltrúa sœkja lands-
fund Sialfstœðisflokksms , ,
i Fró lands-
í gœr voru rœdd utanríkis-, landhelgis-, landbún- | fundinum i gær
aðar- og heilbrigðismál
Fundurinn heldur áfram kl. 10 f.h. i dag
LANDSFUNDUR Sjálfstæðismanna hélt áfram í gær. —
Ncfndir störfuðu fyrrihluta dagsins en kl. 4 síðdegis hófst
iundur í Sjálfstæðishúsinu. Á þeim fundi voru Bjarni Bene-
diktsson og Davíð Ólafsson framsögumenn utanríkis- og
Jandhelgismálanefndar. Voru báðir salir Sjálfstæðishússins
þéttskipaðir fulltrúum. Samtals höfðu þá 814 fulltrúar verið
íkráðir þátttakendur á fundinum, að meðtöldum flokksráðs-
mönnum. —
Ólafur Thors setti fundinn og lagði til að Ásmundi Ólsen
frá Patreksfirði yrði falin fundarstjórn. Síðan voru þeir
Axel Tulinius frá Neskaupstað og Barði Friðriksson út-
nefndir fundarritarar.
Frá landsfundinum í gær. — Bjarni Benediktsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flytur
framsöguræðu sína um utanríkismál. — Til vinstri á myndinni Ólafur Thors, form. flokksins,
Ásmundur Olsen, fundarstjóri og til hægri fundarritararnir Barði Friðriksson og Axel Tulinius.
De Gaulle vmnur
með leynd
að tillögum til lausnar ,,kalda stríðinu"
Utanríkis- og landhelgismál
Fyrstur tók til máls Bjarni
Benediktsson, fyrri framsögu-
maður utanríkis- og landhelgis-
málanefndar. Gerði hann grein
fyrir tillögum nefndarinnar og
flutti alllanga og ýtarlega ræðu
um utanríkismálin. Hann ræddi
fyrst um varnarmálin, hvernig
þau hefðu þróazt síðan vinstri
flokkarnir samþykktu þingsálykt
unartillöguna um brottrekstur
varnarliðsins og það, hvernig
stefna Sjálfstæðismanna hefði
staðizt dóm tímans.
Síðan vék hann að landhelgis-
málinu og afstöðu þess til At-
lantshafsbandalagsins. Sýndi
hann fram á, að jafnframt því
sem kommúnistar hefðu vafa-
laust viljað stækka landhelgina
og tryggja rétt okkar íslendinga
í þeim efnum, hefðu þeir viljað
nota tækifærið til að sá illu milli
okkar óg þeirra þjóða, sem næst
okkur standa að legu og menn-
ingu.
Tillögur Sjálfstæðismanna
um grunnlínubreytingar
Davíð Ólafsson fiskimálastjóri,
•íðari framsögumaður, tók næst-
ur til máls og skýrði glögglega
gang landhelgismálanna frá
fyrstu tíð. Hann benti sérstak-
lega á það, hve allur undirbún-
ingur landhelgismálsins hefði
verið vandaður í stjórnartíð Ólafs
Thors, en á þeim örugga undir-
búningi hafa allar síðari aðgerðir
okkar verið byggðar.
Hann gerði grein fyrir tillög-
nm Sjálfstæðismanna um grunn-
línubreytingar, sem vinstri stjórn
in kom ekki í framkvæmd, enda
þótt Genfarráðstefnan hefði veitt
heimild til slíks og sagði að ts-
lendingar þyrftu að sýna einhug
í þessu máli, láta ekki undan siga
fyrir erlendu ofbeldi né sætta
sig við minni fiskveiðilandhelgi
en nú hefur verið ákveðin. Taldi
Davíð að Sjálfstæðisflokknum
væri bezt treystandi til að halda
svo á málunum að sigur ynnist.
Um sexleytið var gert fundar-
hlé, en laust fyrir klukkan níu
í gærkvöldi setti formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Ólafur Thors,
fund að nýju. Lagði hann til, að
Sveinn Jónsson, bóndi á Egils-
stöðum, yrði fundarstjóri á þeim
fundi og tók hann við fundar-
stjórn og skipaði fundarritara þá
Jón Pálsson, dýralækni, og
Steina Guðmundsson, bónda á
Valdastöðum.
Fyrsta málið, sem tekið var
fyrir á kvöldfundinum var land-
búnaðarmál og hafði Jón Pálma-
son, alþm., framsögu í málinu
af hálfu landbúnaðarnefndar
Flutti hann í upphafi máls síns
greinargott yfirlit yfir þróun
landbúnaðarmálá síðustu árin og
áratugina og nú síðast í tíð V-
stjórnarinnar. Þá gerði hann ítar-
lega grein fyrir tillögum landbún
aðarnefndar í málinu.
Að ræðu Jóns Pálmasonar lok-
inni urðu fjörugar umræður um
landbúnaðarmál og voru bornar
fram nokkrar breytingartillögur
við nefndarálitið. Þessir tóku til
máls: Sigmundur Sigurðsson,
Syðra-Langholti, Guðmundur Er-
lendsson, Núpi, Þorlákur Björns-
son, Eyjarhólum, Halldór Jóns-
son, Leysingjastöðum, Sigurður
Björnsson frá Veðramóti, Othar
Hansson Reykjavík, séra Svein-
björn Sveinbjörnsson, Hruna,
Egill Jónsson, Guðrún Guðlaugs-
dóttir, Árni Jónsson, Guðmundur
H. Garðarsson og Jón Pálmason.
Næsta mál, sem tekið var fyrir,
var heilbrigðismál. Hafði Kjart-
an Jóhannsson, alþm., framsögu
í málinu af hálfu heilbrigðisnefnd
ar, en næstur talaði Einar Thor-
oddsen, bæjarfulltrúi. Fleiri
höfðu ekki kvatt sér hljóðs er
blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Situr Dulles.
fundinn ?
WASHINGTON, 12. marz. —
Ekki er ólíklegt, að Dulles utan-
ríkisráðherra taki þátt í fundum
þeirra Macmillans og Eisen-
howers, er brezki forsætisráð-
herrann kemur vestur um haf í
næstu viku ásamt utanríkisráð-
herra sínum, Selwyn Lloyd, til
þess að greina forsetanum frá
Moskvuförinni. Fundirnir munu
a. m. k. standa þrjá daga og
verða haldnir á búgarði forset-
ans utan við Washington.
Dulles liggur enn í sjúkrahúsi
og nýtur daglegra geislalækninga
við innvortis krabbameini. Hann
hefur hresstst nokkuð eftir upp-
skurðinn á dögunum.
PARÍS, 12. marz. — Haft er eftir
áreiðanlegum heimildum, að de
Gaulle, forseti Frakklands, muni
birta mjög ýtarlegar og róttækar
tillögur um lausn „kalda stríðs-
ins“ í síðustu viku þessa mánað-
ar. De Gaulle hefur að undan-
förnu skoðað Berlínardeiluna
og aðrar deilur austurs og vest-
urs niður í kjölinn.
o+o
Hann hefur rætt við Macmill-
an, Adenauer og rússneska sendi-
herrann í París. Með mikilli
leynd undirbýr hann tillögur
sínar og sagt er, að einungis fáir
ráðunautar hans og sérfræðingar
hafi nasaþef af því hvað þarna
Skotið heppnaðist
ADELAIPE, 12. marz. — Bretar
skutu Black Knight eldflaug sinni
upp frá Woomera tilraunastöðinni
í Ástralíu í dag. Ileppnaðist til-
raunin vel. Náði eldflaugin 320
míina hæð. Sennilegt er, að Bret-
ar reyni ð skjóta fyrsta gervi-
tungli sínu með þessari eldflaug.
er á ferðinni. Hyggst forsetinn
halda tillögunum leyndum til
loka mánaðarins, en birta þær
skömmu áður en leiðtogar At-
lantshafsbandalagsríkjanna hitt-
ast í Washington 2.—4. apríl —
og áður en hugsanlegur utanrík-
BONN, 12. marz. — Macmillan
og Adenauer ræddust við í dag
ásamt utanríkisráðherrum sín-
um. Viðræður þeirra voru hinar
leyndustu og hefur ekkert verið
látið uppi um efni þeirra né nið-
urstöður. Þó er fullvíst talið, að
rætt hafi verið um Berlínarmálið
nær eingöngu og styrkleikahlut-
föllin í Evrópu. Ekki mun nein
opinber yfirlýsing verða gefin
út áður en Macmillan heldur
heimleiðis á morgun.
Talið var, að ágreiningur væri
kominn upp með þeim Macmill-
an og Adenauer. Kvaðst hinn fyrr
nefndi geta stutt tillögur um að
draga úr vopnabúnaði Evrópu.
Adenauer hafði hins vegar hald-
ið fast við að núverandi vopna-
búnaði yrði haldið svo lengi sem
Rússar ógnuðu með ofbeldi.
Síðdegis í dag létu talsmenn
beggja í það skína, að hér hefði
verið um misskilning að ræða.
Macmillan væri ekki fylgjandi
vopnlausu belti í Evrópu heldur
að dregið yrði úr vopnabúnaði
undir ströngu gagnkvæmu eftir-
liti — og mun Ádenauer alls ekki
vera mótfallin því í meginatrið-
um.
isráðherrafundur stórveldann*
verður haldinn.
Þá er og haft eftir áreiðan-
legum heimildum, að de Gaulle
geri sér vonir um að ef gengiS
verður að tillögum hans, sem
honum þykja aðgengilegar fyrir
báða aðila, verði dregið úr við-
sjám með austri og vestri um
allan heim. Hann mun þó ekki
ganga að neinni þeirri lausn
Berlínardeilunnar, sem ekki fel-
ur í sér framtíðarsetu hernáms-
liðanna í Berlín.
Vitað er, að de Gaulle er síður
en svo andvígur ríkisleiðtoga-
fundi, ef utanríkisráðherrarnir
undirbúa slíkan fund nægilega
vel. — Reuter.
Haft er eftir góðum heimild-
um, að ekki hafi gætt neins meg
inágreinings í viðræðum þeirra
st j órnmálaf oringj anna.
DEHLI, 12. marz. — Nehru for-
sætisráðherra Indlands, skýrði
svo frá í dag, að Indverjar hefðu
fengið nægilega tryggingu frá
Bandaríkjamönnum um að varn-
arsamningur Bandaríkjanna og
Pakistan yrðu ekki notaðir af
Pakistönum til árásar á Ind-
land.
★------------------------★
Föstudagur 13. marz.
Efni blaðsins m.a.:
Landsfundarræða Ólafs Thors,
er á bls. 3, 8, 9, 10, 11, 13, 14
o g 15.
Bls. 6: íslenzkur fiskur á framtíð fyrtr
sér á sænskum markaði.
— 12: Forystugreinin: Sterkasta afllS
í íslenzkum stjórnmálum.
Utan úr heimi: Fjórir lögreglu-
menn áttu fullt í fangi met
Söru Churchill.
— 16: Happdrætti Háskólans.
★------------------------★
Lan ’slundurlnn heldur úfrum
I Sjólfstæðishúsinu kl. 10
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- verzlunar- og iðnaðarmál. —
flokksins heldur áfram kl. 10 Eft*r hádegið verður rætt um
í dag í Sjálfstæðishúsinu. - ef*fhagsmál önnur mál
eftir þvi sem nefndir skila
Verða fyrst tekin til umræðu störfum.
Leynilegar viðrœður Mac-
millans og Adenauers