Morgunblaðið - 13.03.1959, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1959, Side 2
2 MORGUNM AÐlfí FBstudaerur 13. rhara 1959 Svipmyndir frá landsfundinum. Nokkrir fulltrúanna. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Geysimiklar umrædur um kjör- dæmamálid á Búnabarþingi Grundvallarágreiningur milli Sjálfstæðis- og Framsóknar- manna um málid Prentviliw 1 forystugrein í Morgunblaðinu í gaer stóð svo: „Fleiri en Framsóknarbrodd- arnir ætla, að skilja að ranglætið horfir ekki til heilla og ófarnað- ur síðustu ára á ekki sízt rætur sínar að rekja til ofurveldis Fram sóknar“. Eins og setningin stendur, er hún alger meiningarleysa, því að ekkert er Framsóknarbroddun- um fjarlægara en að skilja þetta. Enda átti setningin að vera svo: „Fleiri en Framsóknarbrodd- arnir ætla, skilja, að ranglætið horfir ekki til heilla og ófarnað- ur síðustu ára á ekki sízt rætur sínar að rekja til ofurveldis Fram sóknar“. Sennilega liefði verið komizt hjá villunni, ef upphafið hefði verið á þessa leið: „Fleiri skilja en Framsóknar- broddarnir ætla, að ranglætið horfir ekki til heilla — — —”. \ Leiðréttir Tíminn? PrentviIIur eru því miður óhjá- kvæmilegar i dagsins önn við blaðaútgáfu og eru oftast ekki umtalsverðar, þótt forðast beri þær eftir getu. En því eru prent- villur nú gerðar að sérstöku um- ræðuefni, að Tíminn hefur þessi orð eftir Hermanni Jónassyni við setningu flokksþings Framsókn- ar: „Innan okkar flokks er hátt til Iofts og vítt til veggja. í hugsun okkar og verkum erum við ekki að neinu leyti bundnir opinber- lega, eða á laun, hagsmuna- og gróðasjónarmiðum fárra einstaklinga eða fámennra hópa sérhyggjumanna. — Við full- trúar Framsóknarflokksins er- um bundnir af því sjónarmiði einu, að leggja okkur aila fram sameiginlega til að senda héðan tillögur, sem megi stuðla að vel- megun og lífshamingju sem flestra, sem almennast í þessu landi. Með þessa hugsjón að leið- arstjörnu, — með hugann óháðan öðrum sjónarmiðum — munum við leita að leiðum, benda á þær í tillögum okkar og síðan vinna að því af fremsta megni að þess- ar leiðir verði farnar“. Ef allt væri með felldu, mundu menn ætla, að í þessari lýsingu á starfsháttum Framsóknar væri um að ræða meinlega prentvillu, sem hefði snúið meiningunni alveg við. Á morgun sést, hvort Tíminn leiðréttir. Ef ekki, þá er einungis um að ræða venjuleg öfugmæli Tímans og Hermanns Jónassonar. Öfugmæli Heirmanns Því að vissulega þarf brjóst- heilindi til að hælast um yfir, að „hátt sé til lofts og vítt til veggja“ í hugarheimi þeirra, sem brigzla bændum um, að forn nöfn bæja þeirra hljóma svo, að skoðanir þeirra sjálfra sé ekkert að marka. Eða hefur nokkur nokkurn tíma heyrt „hagsmuna- og gróða- sjónarmið“ nefnd í sambandi við t. d. S.t.S. og Esso? Eða „sér- hyggju“tengda við nafn Her- manns Jónassonar? Og óneitanlega er hlálegt að heyra manninn, sem í sumar vUdi víkja helming þjóðarinnar til hliðar, tala um „velmegun og lífs- hamingju sem flestra“. Völlurinn er minni á hetjunni nú, þegar hann er kominn í þjóðstjórnar- haminn, oltinn úr völdum, utan stjórnar, en meðan hann í sumar var forsætisráðherra V-stjórnar- innar. Þá spyrja menn, hverjar séu tillögur Framsóknar um lausn kjördæmamálsins, og fá enn ekk- ert svar. E. t. v. tekur flokksþing- ið nú ráðin af flokksbroddunum og semur einhverjar tillögur í málinu, sem fulltrúunum er sagt, að þeir eigi að kjósa eitt um í sumar. í GÆR urðu á Búnaðarþingi geysi miklar umræður um 43. mál þings ins, sem er tillaga til þingálykt- unar um stjórnarskrármálið, flutt af þremur Framsóknarmönnum, þeim Baldri Baldvinssyni, frá Ófeigsstöðum, Gunnari Guðbjarts syni frá Hjarðarfelli og Þorsteini Sigfússyni frá Sandbrekku. Endurskoðun stjórnarskrár, sér- stakt stjórnlagaþing og einmenn- ingskjördæmi. Tillaga þessi fjallar um að skora á Alþingi að gerðar verði ráðstafanir til þess, að framkv. heildarendurskoðun á stjórnar- skránni. í öðru lagi, að vel færi á því, að Alþingi fæli sérstöku stjórnlagaþingi málið til úrlausn- ar. Og í þriðja lagi er lögð áherzla á, i sambandi við kjör- dæmaskipunina, að áhrif sveit- anna séu tryggð og það verði bezt gert með einmenningskjör- dæmum. Fékk ekki venjulega þinglega meðíerð. Mál þetta fékk ekki venjulega þinglega meðferð, vár ekki sett í nefnd, og hófust því umræður um það þegar í stað. Umræður þessar urðu sem fyrr segir mjög miklar og voru alls haldnar 17 ræður, sumar langar og stóð fundurinn í nálega sex klukkustundir. Dagskrártillaga. Lögð vur fram í lok fyrri um- ræðu dagskrártillaga, flutt af þeim Jóni Sigurðssyni, Einar Ói,- afssyni, Sveini Jónssyni, Sig- mundi Sigurðssyni, Agli Jóns- syn, K.istni Guðmundssyni, Sveini Guðmundssyni og Sigur- jóni Sigurðssyni. Er í tillög- unni leidd athygli að og mótmælt þeirri aðferð, sem viðhöfð er við flutning fyrrgreindrar þingsálykt unartillögu, þar sem dregið er inn á Búnaðarþing stórpólitískt deilu i mál, þegar komið er fast að þing slitum, sýnilega í því augnamiði að ekki vinnist tíma til að ræða Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í efri deild Alþingis kl. 1,30. Tvö mál eru á dagskrá: 1. Skipun prestakalla, frv. — 2. umr. 2. Sala Bjarnastaða í Una dal, frv. — 1: umr. það og athuga í nefnd, svo sem nauðsyn ber til um stórmál. Með skírskotun til þessa var því beint til forseta, að ha,.n vísaði mál- inu frá og tæki fyrir næsta mál á dagskrá. Dagskrártillagan var felld með 16 atkvæðum gegn 8. Samþykkt var að vísa málinu til 2. umræðu, einnig með 16 atkv. gegn 8, en fellt að vísa því til allsherjar- nefndar með 12 atkv. gegn 9. Auk þessa gerði kjörbréfanefnd á fundinum í gær grein fyrir kosn Fél. bifreiðasmiða AÐALFUNDUR félags bifreiða smiða var haldinn 28. febr. Frá- farandi formaður, Gunnar Björns son, baðst eindregið undan end- urkjöri. Núverandi stjórn skipa Haraldur Þórðarson formaður og meðstjórnendur þeir Hjálmar Hafliðason, Magnús Gíslason, Egill Jónsson og Þorkell Pálsson. Til var Eysteinn Guðmundsson og Guðmundur Ágústsson. AKUREYRI, 11. marz. — í fyrra- kvöld fór Steinþór Helgason út- gerðarmaður hér í nokkuð nýst- árlegan „róður“ við annan mann. __ Fóru þeir á báti Steinþórs, „Ugga EA-103“, sem er 11% lest að stærð, út á milli Grunna, sem kallað er, en það er hér nokkuð úti í firðinum. — Tilgangurinn með förinni var að kanna, hver áhrif það hefði á smásíldina að „lýsa upp hjá henni“. Báturinn er búinn Zimrad- dýptarmæli og asdic-fiskleitar- tækjum. Er þeir félagar voru komnir út á milli Grunna lóðuðu þeir á dýptarmælinn og fundu dreifða torfu smásíldar. Sökktu þeir nú ljósi niður í sjóinn — svokölluðum „hundi“ — og létu það vera þar 10—15 mínútur. Að ingu varafulltrúa til Búnaðar- þings. Þú var frestað umræðu um frumvarp til laga um Bjarg- ráðasjóð íslands, vegna þess að fram höfðu komið óskir um að nefnd væri skipuð í málið. Önnur mál voru tekin út af dagskrá. — Næsti fundur Búnaðarþings hefst í dag kl. 9 árdegis. LENGI hefur verið allþröngt um starfsemi Þjóðleikhússins í hús- inu við Hverfisgötu, og nú stend- ur til að bæta úr húsnæðisskort- inum með viðbótarbyggingu, að því er þjóðleikhússtjóri skýrði blaðinu frá í gær. Húsameistari ríkisins hefur þeg ar teiknað fyrirhugaða viðbygg- ingu, sem verður öll neðanjarð- ar, undir svæðinu austan megin við leikhúsið. Fæst þarna upp undir 400 ferm. húsnæði, sem rtotað verður fyrir leiktjalda- geymslu og sal, þar sem unnið því búnu lóðuðu þeir á nýjan leik, og kom þá í ljós, að allþétt torfa síldar hafði safnazt saman kringum ljósið. En er dýptarmæl- irinn hafði verið í gangi skamma stund, svo sem 2—3 mínútur, tók torfan að dreifast á nýjan leik. Taldi Steinþór líklegt, að það stafaði af því, að síldin fældist raföldur þær, sem dýptarmælir- inn sendir frá sér. VAKA, Félag .lýðræðissinnaðra stúdenta, og Félag frjálslyndra stúdenta (framsóknarmenn) efna til umræðufundar um kjördæma %gg híú fengu vinnuhjúa- verðlaun ÞEIM vinnuhjúum, sem um langt árabil vinna árið um kring hjá sömu húsbændum, mun nú sífellt fara fækkandi. Á síðastliðnu ári veitti Bún- aðarfélag íslands fimm öldruð- um vinnuhjúum verðlaun fyrir dygga þjónustu um langt tímabil í ársvist. Fengu karlmennirnir áletraða göngustafi, en konurnar klukkur, með áletrun. Þessi dyggu hjú voru: Anna Jóhannsdóttir, Drumboddsstöð- um, Árnessýslu, Sólveig Guð- mundsdóttir, Þorvaldsstöðum, S- Múlasýslu, Jónína Guðrún Jóns- dóttir, Valdasteinsstöðum, Strandasýslu, Poul V. Michelsen, Hveragerði, Árnessýslu og Skúli Ólafsson, Borgum, Strandasýslu. Kirkjuvikan á Akureyri KIRKJUVIKAN hefur nú staðið yfir á Akureyri síðan á sunnudag og á hverju kvöldi verið sam- komur í Akureyrarkirkju. í kvöld verður síðasta sam- koman í kirkjunni, en kirkjuvik- unni lýkur með guðsþjónustu nk. sunnudag. Á samkomunni í kvöld flytur Jón Kristinsson, ávarp, Jón Sig- urgeirsson skólastjóri og sr. Benja mín Kristjánsson halda ræður, sr. Kristján T Sbertsson annast sam- lestur með söfnuðinum og Jón Júl. Þorsteinsson. form. sóknar- nefndar, flytur kveðjuávarp. Auk almenns sálmasöngs, syngur Karlakór Akureyrar, einsöngvar- ar verða Jóhann Konráðsson og Eiríkur Stefánsson, og Jakob Tryggvason leikur útgöngulagið að venju. verður að leiktjaldamálun. Með því verður hægt að losa sal uppi fyrir balletkennsluna. Verð ur innangengt í hina nýju sali úr smíðaverkstæðinu í kjallaranum. Svo þröngt hefur verið í leik- húsinu að undanförnu, að leigð hefur verið leiktjaldageymsla á Háteigsvegi, en nú stendur til að rífa það hús í sumar, og er því aðkallandi fyrir leikhúsið að fá aðrar geymslur. Ekki hefur þó enn verið end- anlega ákveðið hvort hægt verð- ur að hefja verkið í sumar, því enn eru ekki fengin nauðsynleg leyfi og fé er ekki enn fyrir hendi. Þeir Steinþór endurtóku þessa tilraun nokkrum sinnum, með sama árangri. Höfðu þeir mis- munandi sterkar perur, en það virtist ekki hafa neina þýðingu í þessu sambandi. Hins vegar dreifðist torfan alltaf rétt eftir að dýptarmælirinn var settur í gang. Steinþór mun halda þessum til- raunum eitthvað áfram til frek- ari glöggvunar, en fróðlegt væri ’að sannprófa, hvort beita mætti þessari aðferð við veiðar á stór- síld. Kunnugt er að Rússar, Norð menn og fleiri þjóðir hafa gert nokkrar tilraunir með að nota rafmagnsljós við veiðar. — Mag. málið í kvöld Fundurinn verður haldinn í 1. kennslustofu Háskólans, og hefst kl. 20,30. Geta rafmagnsljós auðveld- oð sildveiðar? Útvegsmaður á Akureyri gerir tilraunir á Jbv/ sviði Þjóðleikhúsið stœkkað neðanjarðar Háskólastúdentar rœða kjördœmamálið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.