Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 3
Fðstudsmir 13» marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ Á örlagastundu: Án attneina Sjálfstœðisflokksins verður málum íslendinga ekki ráðið farsœllega til lykta Mætum erfiðlelkunum af manndómi og sigrum þá með mannviti og atorku Tryggjum jbjóðinni frjálslyhda og athafnamikla stjórn eftir uppgjöf vinstri stjórnarinnar Rœða Ólats Thors formanns Sjálfstœðis■ flokksins við setningu 13. landsfundar flokksins í fyrrakvöld SÍÐASTI Landsfundur Sjálfstæð ismanna, hinn 12. í röðinni, var haldinn hér í Reykjavík dagana 19.—23. apríl 1956. Framsóknar- flokkurinn hafði þá samkvæmt venju rétt einu sinni rofið sam- starfið. Kosningar stóðu því fyr- ir dyrum, enda þótt aðeins væru umliðin 3 ár kjörtímabilsins. Kann það að hafa átt þátt í hinni geysilegu fundarsókn og var sá fundur hinn fjölmennasti lands- fundur, sem fram að þeim tíma hafði verið haldinn hér á landi. Var vorhugur og stórhugur í mönnum og baráttuhugur mikill, enda allir orðnir langþreyttir á starfsháttum Framsóknarflokks- ins og framferði öllu. Höfðu Sjálfstæðismenn þá í meira en 9 ár setið í stjórn landsins með Framsóknarmönnum og síðustu 6 árin með þeim einum. Ávallt unnið af heilum hug og þó sætt látlausum árásum, illmælum og rógmælgi blaðs flokksins. Innan veggja stjórnarráðsifts reyndi einnig oft mikið á þolinmæðina. Víðsýn stjórn mikilla at- hafna — Arfur Hermanns í ræðu þeirri, er ég flutti í upphafi síðasta landsfundar, gerði ég grein fyrir stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi og í ríkisstjórn. Sýndi ég m.a. fram á, að sú ríkisstjórn, sem þá fór með völdin, undir for- ustu Sjálfstæðisflokksins, hafði á rúmlega 5 misserum tekizt að efna flest hin helztu fyrirheit, sem hún gaf í stefnuyfirlýsingu sinni. Töldu þó andstæðingar þau loforð svo háreist, að ætluð væru til svika, en ekki til efnda. Skal ég ekki rekja þá sögu að nýju, þótt freistandi væri að sýna þá mynd við hlið eymdarásjónu hinnar svonefndu vinstri stjórn- ar. Aðeins minni ég á allsherjar rafvæðingu landsins, sem fyrr- verandi ríkisstjórn hafði þegar tryggt að mestu fé til, miðað við áætlaðan kostnað, sem þá var um 250 millj. kr. Þá var komið á fót nýju veðlánakerfi, þannig að auðið var að verja til hús- bygginga á þessum árum á þriðja hundrað milljónum króna. Stóraukið verzlunarfrelsi, er bæði leiddi til lækkaðs verðlags og svo ríflegra ríkistekna, að fjár hagur rikissjóðs stóð með mikl- um blóma, þrátt fyrir óhófleg- ar umframgreiðslur. Höfðu þó skattar verið lækkaðir, þ.á. m. tekjuskattur einstaklinga, sem lækkaður var að meðaltali um 29%, en félög fengið 20 % lækk- un skattanna, þar til fyrirheitið um breytingu lagaákvæða þau varðandi hefði verið efnt. Þá var og sparifé gert skattfrjálst og leyst undan framtalsskyldu. Ríkisstjórnin hafði þá einnig af alefli stutt aukningu fiskiflotans. Varðandi togarana var að sönnu í bili látið sitja við að greiða götu þeirra, sem skip höfðu misst enda ekki aðrir óskað aðstoðar stjórnarinnar. En bátaflotanum var veittur öflugur stuðningur, bæði með eflingu Fiskiveiða- sjóðs, sem með því á þrem ár- um gat lánað á annað hundrað millj. kr. til bátaflotans, og marg- víslegum öðrum fyrirgreiðslum, enda aukning hans þá hin lang mesta, er orðið hafði til þessa tíma eða alls verið byggðir eða keyptir til landsins á þeim ár- um 101 vélbátur að stærð samt. 4400 tonn. Hafði stjórnin einnig í öðrum efnum eflt hag útvegs- ins langt umfram það„ er nokk- ur dæmi voru til áður og jafnan tryggt nær óslitinn rekstur flot- ans, þrátt fyrir spellvirki kommúnista og annarra. Að landbúnaðinum bjó stjórn- in þannig, að merkasti forustu- maður á sviði landbúnaðar í hópi andstæðinga Sjálfstæðismanna, taldi hana hollustu stjórn sveit- unum, er hér hefði setið að völd- um. Nefndi hann þar til eigi að- eins, að hún hafði tryggt 250 millj. kr. lánsfé til rafvæðingar, heldur benti hann einnig á, að m.a. hafði stjórnin á tveim ár- um eflt svo sjóði landbúnaðarins, að þeir gátu aukið útlán til bændanna um 100 millj. kr., út- vegað nægilegt lánsfé til kaupa á vélum og efni í sementsverk- smiðju, að upphæð 60—70 millj. kr., hækkað jarðræktarstyrk, tryggt bændum lánsfé út á af- urðir svipað og sjávarútvegur- inn áður naut og margt fleira. Er þá um fyrrverandi sjórn ótal- in öll hin merka löggjöf á sviði menntamála, heilbrigðis- og fé- lagsmála, dómsmála, iðnaðar- mála og mörgu öðru. Er þó ó- nefnt það, sem kannske er merk- ast, að henni hafði tekizt að halda verðbólgunni í skefjum til ársloka 1955, að afleiðingar skemmdarverka kommúnista og krata í verkföllunum miklu þá um vorið komu í ljós, en í þeim spellvirkjum hafði einnig verið að verki einn valdamesti maður Framsóknarflokksins. En fram að þessum tíma hafði vísitalan staðið óbreytt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn mynd- aði stjórn 1953, sparifé vaxið með risaskrefum, eða um 700 millj. kr. á 4 árum, og yfirleitt allar loftvogir efnahagsmálanna stað- ið vel. Aldrei hafði þjóðin getað byggt jafn mikið, ræktað jafn mikið, keypt jafn marga vélbáta eða yfirleitt aukið framkvæmd- irnar jafn mikið sem þá. Aldrei eytt jafn miklu, aldrei safnað jafn miklu og aldrei efnast jafn mikið sem á þessum árum. Og flestar voru framkvæmdirnar reistar á sæmilega traustum grunni, þótt nú sé allt úr skorð- um gengið eftir 5 missera óstjórn undir forustu Framsóknarflokks- ins. Höfðu íslendingar þó mjög lítil lán tekið til framkvæmd- anna á þessum tíma. Af þessu hafði traust fslend- inga út á við vaxið mjög mikið, sem m.a. kom fram í því, að þegar sú stjórn lét af völdum, stóðu henni til boða stór lán, þ.á. m. í Vestur-Þýzkalandi 400 millj. kr. til langs tíma með hagstæð- um vöxtum. Viðskilnaðinum, þegar Sjálf- stæðismenn létu af stjórn 1956, eftir að hafa ráðið mestu í 17 ár, lýsti Tíminn 18. maí 1956, þann- ig: „Óvíða í heiminum hafa verið meiri framfarir en hér á landi síðustu áratugina. Lífskjörin hafa breytzt og batnað svo undrun sætir. Fyr- ir fáum árum voru lífskjör- in hér lakari en víðast ann- ars staðar í veröldinni. í dag eru þau óvíða eða hvergi betri en hér“. Þetta var arfurinn, sem stjórn Hermanns Jónassonar tók við, enda hafði stjórn Sjálfstæðis- Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól við setningu landsfundarins. manna, vegna verka sinna, verið talin frjálslynd, bjartsýn, víð- sýn og svo athafnasöm og dug- mikil, að nýsköpunarstjórnin ein var henni fremri. Atferli erfingjans Svo hafði tekizt til, að for- maður Framsóknarflokksins varð utan við þessa stjórn. Hann undi hag sínum illa og vann jafnan gegn stjórninni. Fyrst leynt en síðan fyrir opnum tjöldum. Sýndi ég í síðustu landsfundarræðu minni fram á óheilindi hans og að stjórnarrofið var ekki byggt á málefnalegum grundvelli, heldur á valdabaráttu eins manns. Rakti ég þá baráttu 1956 og læt þar við sitja. En öll var hún með endem- um og það þó verst, að rofin var eining lýðræðisfiökkanna um ut- anríkismálin, sviknir samningar við frjálsar og frelsisunnandi vestrænar þjóðir og á glæ kast- að virðingu þeirra, sem viturleg utanríkisstjórn, fram til 1953, hafði fært íslandi. Var með sam- þykkt Alþingis, dags. 28. marz 1956, ákveðið, að ísland skyldi liggja sem óvarin bráð þeim til freistingar, sem æfðir eru í að hremma, svipta frelsi, innlima og kúga lönd og þjóðir. Þannig stóðu sakir, þegar síð- asti landsfundur var haldinn, að því viðbættu, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu stofnað Hræðslubandalag- ið svonefnda til höfuðs lýðræði og þingræði 1 landinu. Á þeim landsfundi voru gerðar margar og merkilegar samþykkt- ir, sem þó ekki hefir verið auðið að bera fram til sigurs nema að litlu leyti, vegna andstöðu vald- hafanna við flest það, sem við Sjálfstæðismenn bárum fram. Stjóm mikilla loforða og vanefnda, er byggði brú úr svikum Að loknum landsfundi skildu menn glaðir og gunnreifir og héldu uppi öflugri baráttu, er leiddi til mikils sigurs við kosn- ingarnar 24. júní 1956. Hækkaði flokkurinn þá atkvæðatölu sína úr 37,1% í 42,4%, eða um nær 15%, og var það stærri sigur en flokkurinn hafði unnið allt frá 1933. Hræðskibandalagið tapaði fylgi að sama skapi. Eftir öllum lýðræðisreglum bar því Sjálf- stæðisflokknum að mynda hina nýju ríkisstjórn og hefði þá líka gert 'það, ef fyrrverandi stjórnar- flókkar hefðu ekki hafizt handa um að svíkja loforð sín strax að afloknum kosningum. En ekki voru kosningaúrslitin fyrr kunn, en Hræðslubandalagið hóf umræður og samningaumleit- anir við kommúnista. Tókst þessu liði fljótlega að byggja brú sín á milli úr sviknum kosningalof- orðum, svo sem alkunnugt er. Lauk þeirri brúarsmíði hinn 24. júlí 1956, þegar Hermann Jónas- son myndaði hina svonefndu vinstri stjórn, sem lognaðist út af við lítinn orðstír hinn 4. desem- ber sl. Ákærandi rifjar upp sakarefni Ófremdarferill þessarar stjórn- ar er að visu flestum kunnur og sannarlega er það ekkert skemmti verk að segja sögu hennar. Þó tel ég mér ekki annað fært en að minnast hennar að nokkru, enda saga stjórnmálanna milli lands- funda jafnan höfuðefni framsögu- ræðu minnar á landsfundum Sjálf stæðisflokksins. En auk þess býð- ur nú afbrotastjórnin mikla síns dóms við kosningarnar í vor. Við Sjálfstæðismenn erum ákærend- urnir. Okkur ber því að rifja upp höfuðsakarefnin um leið og við krefjumst, að dómarinn, þ. e. a. s. kjósendur landsins, dæmi söku- dólgana til verðskuldaðrar refs- ingar. „Sóru og sárt við lögðu —“ Ég hefi þegar minnzt á Hræðslu bandalagið. Fyrir kosningar lýstu allir helztu foringjar þess yfir, að þá skyldi aldrei „henda sú smán“ að vinna með kommún- istum, er nú hétu Alþýðubanda- lagið. Voru þeir svardagar sí og æ endurteknir á fundum um gerv- allt landið og síðast af Haraldi Guðmundssyni, þáverandi for- manni Alþýðuflokksins, sem tal- aði seinastur allra Hræðslubanda- lagsmannanna í útvarpið, fáum dögum fyrir kosningar, og taldi það býsn mikil og beina móðgun við Hræðslubandalagsmenn, að nokkur skyldi dirfast að bera þá svo svívirðilegum sökum, sem þeim, að þeir mundu eiga mök við „svoddan menn“. Mælti Har- aldur Guðmundsson þetta í um- boði Hræðslubandalagsmanna og hefur nú goldið þau ummæli með pólitísku lífi sínu, er hann vegna svika samherjanna lét af þing- mennsku og hélt úr landi. ' j Lokaorðin átti svo blað Herr manns Jónassonar, Tíminn, er á sjálfan kjördaginn um þetta birti, fyrir hönd Framsóknarflokksins, svohljóðandi yfirlýsing: „Ekkert samstarf verður haft viff þetta bandalag kommúnista um stjórn, af því aff þeir eru ekki hóti samstarfshæfari, þótt þeir hafi skipt um nafn“. Margir lýðræðissinnar 'glæpt- uzt á að trúa öllum þessum helgu eiðum og guldu það traust með atkvæði sínu. Þeir eru nú reynsl- unni ríkari og vita sem aðrir, að allt var þetta svikið opinberlega strax að loknum kosningum, og voru þau svik ákveðin löngu fyr- ir kosningar af Hermanni Jónas- syni og Hannibal Valdimarssyni Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.