Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 8
f
MORGUlSRLAÐIf
Föstudagur 13. marz 195§
Ohappastjórn vinstri flokkanna
Fulltrúar á landsfundi SjálfstæSisflokksins við setningu fundarii?" í Gamla Bíói.
Framh. af bls. 3.
•g e. t. v. fleirum. Skal hér látið
liggja milli hluta, hvorir eru ógeð
þekkari til samstarfs, Framsókn-
armenn eða kommúnistar. Það
skiptir ekki máli í þessu sam-
bandi, heldur hitt, að það voru
Framsóknarmenn, en ekki komm-
únistar, sem sóru fyrir slíkt sam-
starf fyrir kosningar, en sviku þá
eiða strax að afloknum kosning-
um.
Ráðherrastólar keyptir
Sök kommúnistanna er önnur.
Höfuðleiðtogum þeirra var ó-
kunnugt um leynisamninga Her-
manns og Hannibals. Þeir höm-
uðust þess végna gegn Hræðslu-
bandalaginu og svikastarfsemi
þess. Kváðust þeir aldrei myndu
samþykkja kjörbréf uppbótaþing-
manna Hræðslubandalagsins
nema þvi aðeins, að Alþýðuflokk-
urinn og Framsóknarflokkurinn
yrðu taldir sem einn flokkur.
Nefni ég hér aðeins ein af ótal
mörgum ummælum þeirra, birt
í Þjóðviljanum 29. maí 1956, svo-
hljóðandi:
„Það tiltæki Hræðslubanda
Iagsins, að skila tveimur
landslistam, enda þótt um sé
að ræða sameiginlegt fram-
boð í öllum kjördæmum
landsins, hafði þann einn til-
gang að ræna miklu fleiri
þingmönnum en atkvæði
heimila. Það tiltæki er í eðli
sínu ekkert annað en kosn-
ingasvik og er í fyllstu and-
stöðu við ákvæði stjórnar-
skrár og kosningalaga".
Töluðu þeir oft og ótt um
„pretti“, „þingmannarán" og
„kosningasvik Hræðslubandalags
ins“ bæði fyrir og eftir kosningar
og sögðu að eigi yrði lengra kom-
izt í „óheiðarleik" en með þessu
athæfi Hræðslubandalagsins.
Þessi stormur, þessi fellibylur
fáryrða og fúkyrða, fór yfir með
meiri hraða og ofsa en títt er,
jafnvel í óveðrarassi kommún-
ista. En viti menn, allt í einu datt
allt í dúnalogn. Þjóðviljinn stein-
þagnaði um hneykslismálið. Frétt
ist þá, að búið væri að kaupa
kommúnista til að kyngja öllum
stóryrðtinum um „þingmannarán-
ið“ og „kosningasvikin" og gefa
fyrirheit um að samþykkja alla
uppbótarþingmenn Hræðslu-
bandalagsins og skyldu þeir fá
ráðherrastóla að launum. Þótti
ýmsum þetta með ólíkindum.
Einnig þeir urðu reynslunni
ríkari, þvi að skömmu síðar sett-
uzt kommúnistar í stólana, en
■amþykktu síðan, er Alþingi kom
■aman haustið 1956, kjörbréf
Hræðslúbandalagsmanna.
Óhappa stjótrn
Hin nýja ríkisstjórn var mynd-
uð 24. júlí 1956.
Var nú strax tekið til óspilltra
mála að undirbúa svik þeirra
kosningaloforða, sem enn voru
ósvikin.
Bar þar hæst fyrirheitið um
brottrekstur varnarliðsins frá ís-
landi og að lögfesta skyldi varan-
leg úrræði í efnahagsmálunum.
Um varnarliðið þarf ekki að
fjölyrða. Það segir sína sögu
■jálft. Það er hér, eins og kunn-
ugt er, í bezta yfirlæti og sýnir
á sér ekkert fararsnið. Er ekki
*ð efa, að allt fyrrverandi stjórn-
arlið var þar að verki. Allir sam-
þykkir dvöl varnarliðsins og að
því leyti allir samsekir, að allir
höfðu heitið því fyrir kosningar
að senda varnarliðið úr landi. Er
sá snarsnúningur og svik gegn
kjósendum þeirra okkur Sjálf-
stæðismönnum að því leyti geð-
þekkur, að við teljum nauðsyn,
að ísland sé varið meðan ófrið-
arhættan grúfir yfir, svo sem
hún hefir gert undanfarin ár og
mun enn gera um árabil, ef ekki
▼erða algjör straumhvörf í sam-
búð lýðræðis- *g einræðisþjóða.
Hver er broslegastur?
Mátti ekki á milli sjá, hver
brotlegastur og broslegastur var
fyrrverandi stjórnarliða. Upp úr
þótti þó gnæfa maðurinn, sem
sagði, að betra væri að „vanta
brauð en þoia her í landinu“. Er
það Islendingum ekki sársauka-
laust, að ,,frelsisyfirlýsingar“ for
sætisráðherrans skyldu enda í
því, að eftir hálfs annars árs
valdaferil var hann kvaddur til
Parísar, til þess þar í viðurvist
60 helztu ráðamanna vestrænna
þjóða, að lýsa yfir því, að honum
væri það sízt áhugamál, að her-
inn færi. En brauðlaus geti þjóð-
in ekki verið og þaðan af síður
þó stjórnin. Hittist þá svo á, að
skömmu síðar gáfu Bandaríkja-
menn enn á jötuna úr sjóði, sem:
„Forseti Bandarikjanna
ræður yfir og aðeins má nota
til ráðstöfunar, sem forset-
inn telur mikilvægar fyrir
öryggi Bandaríkjanna“, —
svo sem segir í opinberri til-
kynningu Bandaríkjanna um
þessi efni.
Hafði Hermann Jónasson áð-
ur öðlast svipaða blessun. Það
var haustið 1956, strax þegar
samið hafði verið um áframhald-
andi dvöl hersins hér á iandi.
Neitaði þá utanríkisráðherra, að
nökkuð samband væri milli láns-
ins og hersins, en Þjóðviljanum
rataðist satt á munn, þegar hann
sagði þetta þá vera undarlega
tilviljun, „en oft væru líka til-
viljanirnar bezt undirbúnar'ír
„Aumingjaskapur“
Skrípalæti og innbyrðis ádeil-
ur og brigzl flokka fyrrverandi
stjórnar gerðu svo aðeins illt
verra. Er slíkt sízt til að auka
veg manna í æðstu virðingarstöð-
um, en daglegt brauð var þetta.
Nefni ég svo sem dæmi, að í
árslok 1957 sendi Alþýðublaðið
ráðherrum kommúnista svohljóð
andi kveðju:
„Allt frá því a® ráðherrar
kommúnista í ríkisstjórn sam
þykktu það, að varnarliðið
yrði kyrrt í landinu, hefir
Þjóðviljinn haldið uppi stöð-
ugum rógsskrifum um utan-
ríkisráðherra. Er engu lík-
ara, en kommúnistum sé það
einhver fróun í aumingja-
skap sínum í varnarmálun-
um, að demba rógi og sví-
virðingum yfir utanríkisráð
herra“.
Hér ljóstraði utanríkisráðherra
því upp, að þeir Lúðvik Jósefs-
son og Hannibal Valdimarsson
hefðu beinlínis samþykkt, að
varnarliðið yrði kyrrt, og brigzl-
ar þeim síðan um „aumingja-
skap“. Var það að sönnu maklegt,
en tæplega jafn drengilegt gagn-
vart samstarfsmönnum, sem með
ábyrgir voru honum sjálfum um
margt misjafnt.
„Vanefndin“
En utanríkisráðherra var nokk
ur vorkunn, því að ekki vönduðu
kommúnistar honum kveðjurnar.
Höfðu þeir þá nýverið gert harð-
orða samþykkt um ávirðingar
hans, þar sem m.a. sagði:
„— að áframhaldandi seta
Guðmundar I. Guðmundsson
ar í ráðherrastóli sé vinstri
stjórninni til vansæmdar og
lítilsvirðing við þjóðina".
Minna mátti ekki gagn gera.
Og þannig gengu brigzlyrðín og
klögumálin á víxl og höfðu þar
allir miður.
„Vansæmdin“
f þessu mikla máli er hlutur
allra fyrrverandi stjórnarliða
aumur, en kommúnistanna hvað
vandræðalegastur.
Ráðherrar þeirra eru staðnir að
því að samþykkja beinlínis dvöl
varnarliðs á íslandi, en nefna
málið síðan ekki einu orði á ráð-
herrafundum. Nærri má geta,
hvort þeir hafa ekki haft leyfi
þingflokksins til þessara svika.
Ofan á þetta er svo bætl hvers
kyns skcípalátum, til að blekkja
fólkið. Bíófundir eru haldnir.
Menn vitna þar í gamni og al-
vöru. Allir standa á öndinni af
föðurlandsást. Mestu kapparnir
reka hnefann í borðið og hrópa:
„Lögin í gildi“. „Burt með her-
inn“. Hátíðlegar samþykktir eru
gerðar. Að því loknu labba kapp
arnir heim og næsta sýningin
hefst á bíóinu.
Þegar meira þykir við þurfa,
er svo kvatt saman flokksþing.
Nú skal alvaran sjást og skiljast.
Nýlega rakst ég á eina slíka sam-
þykkt. Hún birtist í Þjóðviljan-
um 3. desember 1957 og er svo-
hljóðandi:
„Þing Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokksins
litur svo á, að ríkisstjórn
sú, sem nú situr, sé skuld-
bundin gagnvart umbjóðend-
um sínum og samkvæmt
stjórnarsáttmálanum að fram
fylgja tafarlaust samþykkt-
inni um brottför bandaríska
hersins frá fslandi“.
Ennfremur segir í þessari á-
lyktun:
„fsland segi sig úr Atlants
hafsbandalaginu árið 1959 og
erlendar herstöðvar verði
lagðar niður á fslandi".
Allt er þetta birt með stærsta
letri í heilsíðu fyrirsögnum á
forsíðu í Þjóðviljanum dag eftir
dag.
Að því loknu köstuðu kapp-
arnir mæðinni. Lúðvík og Hanni-
bal hreiðruðu um sig í ráðherra-
stólunum, samvizkan var hrein og
skapið létt.
Vanefndir um brottsendingu
varnarliðsins eru án efa þpðar-
gæfa, því að enn verður ísland
að vera varið. En það raskar ekki
því, að furðlegt er, að íslendingar
skyldu svo lengi þola þá menn við
æðstu völd, sem kinnroðalaust
svíkja orð sín og eiða.
x
Svikin um lausn efnahagsmál-
anna eiga sér ekkert fylgifé. Þau
eru aðeins óbrotin, bótalaus
brigðmæli.
Vinstri stjórnin stendur þar
varnarlaus, að efni og formi.
Þessi saga er svo margsögð, að
það er með hálfum hug, að ég
legg á rhenn að nefna hér, þó ekki
séu nema kapítulafyrirsagnir og
rétt einstaka ummæli fyrrver-
andi stjórnar um þau.
Eyðimerkuaræða —
eyðimerkurganga
Hermann Jónasson rauf, að eig
in sögn, stjórnarsamstarfið við
Sjálfstæðisflokkinn vegna efna-
hagsmálanna. í ræðu þeirri, sem
hann flutti á flokksþingi Fram-
sóknarflokksins og prentuð var
í Tímanum 10. marz 1956, sagði
hann þessi fleygu orð:
„Haldið hefir verið lengra
og lengra inn í eyðimörk
fjárhagslegs ósjálfstæðis.
Þangað liggur stefnan nú og
hefir ekki orðið vart, að
stjórnarforustan hafi bent á
neina leið til stefnubreyting-
ar“.
Hann taldi „fjárhagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar" glatað, nema
„alger stefnubreyting yrði tafar-
laust framkvæmd. Fyrir því
krafðist samvizka hans þess, að
hann tæki við forustu hinnar
nýju stefnu og leiddi með því
þjóðina út úr þessari „eyðimörk“,
sem Eysteinn Jónsson, ég og aðr-
ir slíkir höfðu leitt hana inn í.
Gleymdi Hermann Jónasson þar
víst engum nema sjálfum sér.
„Aumingja
íslenzki hundur“
Síðan hefir hvorki heyrst hósti
né stunda frá föðurlandsvinun-
um og ekki svo mikið sem svik-
inni púðurkerlingu varpað að
hernum fyrr en nú alveg ný-
verið, að kommúnistarnir voru
farnir úr ríkisstjórn.
Það var engu líkara en álaga-
hamurinn hafi orðið eftir í ráð-
herrastólunum. Þeir voru komn-
ir til sjálfs sín. Með mikilli ó-
hugnan skildist þeim, að í 5
misseri höfðu þeir sofið vært. f
stað þess að framikvæma hið
helga fyrirheit um að reka varn-
arliðið úr landi, höfðu þeir þvert
á móti lagt blessun sína yfir dvöl
þess. Of seint var orðið að iðrast
á dauðastundinni, en dómur þjóð
arinnar, þ. e. a. s. kosningarnar
voru eftir. Reyna mætti enn á
ný að lifa á blekkingum og nú
féllst all.t þinglið kommúnista í
faðma og flutti skelegga tillögu
um að reka herinn tafarlaust.
Þingið á eftir að kveða upp
sinn dóm yfir þessari tillögu.
Hann getur orðið á ýmsa vegu.
Dómur þjóðarinnar um komm-
únistana sjálfa í þessu máli get-
ur vart orðið annar en fyrirlitn-
ing og fordæming.
Um allt þetta athæfi kvað sorg
mædd stjórnarmaddama þetta:
Aumingja islenzki hundur
sem áttir að reka úr túninn
illan óboðinn gest
hvað hefir orðið af þér?
Ertu hættur að gelta?
Illa fer þér um flest.
Kvæðið heitir „Svikarinn" og
er sameign vinanna í vinstri
stjórninni.
Af mörgum yfirlýsingum og
blaðaummælum um þetta nefni
ég aðeins þessi:
Hinn 8. jahúar 1956 sagði Tím-
inn þetta:
„Niðurgreiðslurnar eru
engin framtíðarlausn, heldur
hættuleg svikaleið, sem brátt
hefnir sín. Gegn þessum voða
þarf þjóðin að rísa áður en
það er of seint“.
Sjálfur margendurtók Her-
mann Jónasson þessar staðhæf-
ingar fyrir kosningar, jafnt sem
eftir. Þannig mælti hann í út-
varpsræðu, sem hann flutti rétt
eftir valdatökuna, 28. ágúst
1956:
„Atvinnulíf og fjármála-
kerfi, með sivaxandi dýrtið,
er helsjúkt. Og þessi sjúk-
dómur leiðir til fjárhags-
legs ósjálfstæðis, ef ekki er
að gert“.
Og hann bætir við:
„Nú þarf meginþorri þjóð-
arinnar að vera samtaka um
að búa sig undir þær ráð-
stafanir, $ein til frambúðar
megi verða“.
Brotið blað
Læt ég þetta nægja, að við-
bættum þessum frægu og fleygu
orðum úr stefnuyfirlýsingum
Hræðslubandalagsins fyrir kosn-
ingar:
„Nú verður að brjóta blað
í íslenzkum stjórnmálum. Ef
ekki verðlur gripið fast í
taumana, skapast algert öng-
þveiti í efnahags- og fjár-
málalífi þjóðarinnar. Þess
vegna ber nú brýna nauð-
syn til þess, að tekin sé upp
ný stefna í efnahagsmálum
þjóðarinnar“.
Fyrrverandi forsætisráðherra
lét ekki á sér standa. Hann sagð-
ist sjá, að þjóðin væri „helsjúk“.
Hann kvaðst aldrei skyldu bera
ábyrgð i „fjárhagslegu ósjálf-
stæði“ íslendinga. Hann sótti því
tafarlaust læknana tvo erlenda
sérfræðinga, sem hann sagði
Bótalaus brigðmœlgi
„Svikaleiðin“