Morgunblaðið - 13.03.1959, Page 9

Morgunblaðið - 13.03.1959, Page 9
TVWi'daeur 13. marz 1959 W O R C V W W 1 4 fít Ð ") .. . • •- --------------------------------------------------- 1220 millj. kr. nýir skaftar óyggjandi eg fól þeim að „taka út þjóðarbúið“, svo sem hann orðaði það. Því að ekki væri þess von, að „þjóðin gæti hafnað eða valið í blindni“. Við þjóðina sagði þessi gamli íþróttakappi aðeins: „Viðbúnir". Það þýddi viðbúnir að snúa við. Leggja inn á nýjar leiðir. Fylgja for- ingjanum, honum sjálfum Her- manni Jónassyni. Mér þykir ekki taka því í þessu sambandi að vitna í ummæli hinna stjómarflokkanna. Þeir mændu vökulum vonaraugum á leiðtogann. Létu nægja að taka undir. Lífshættu afstýrt Annar kapítulinn hefst með ræðu Hermanns Jónassonar á fundi Framsóknarmanna í Reykja vík hinn 7. okt. 1956. Hann skýr- ir þar frá þeim gleðitíðindum, að nú séu læknarnir búnir að skoða sjúklinginn. Þeir hafi í einu og öllu staðfest dóm Her- manns Jónassonar: „Framleiðslu kerfið er helsjúkt", endurtók hann, en bætti siðan Við: „að prófsteinninn væri, hvernig takizt að leiða þjóð- félagið út úr ]>eim ógöngum, sem alröng og tækifæris- sinnuð stjórnarstefna liðinna ára hefði leitt út á. Ef það tekizt, og þvi aðeins að það takizt, er okkur lífs auðið. Það er prófsteinninn á stjórnina“, sagði Hermann Jónasson. Engin ástæða væri þó til að örvænta. Auðvelt sé að leysa vandann. „Hér þarf ekki að vera um að ræða kjaraskerðingu", sagði Hermann Jónasson. Aðeins yrðu menn að hlíta forustu hans. „Óumflýjanlegt yrði að gera stór felldar ráðstaíanir til úrbóta“. Nauðsyn væri „gagngerðra end- urbóta". En á því yrðu engin tormerki, því að „stjórnin hefði verið stofn- uð iil samstarfs á grundveiii nýrrar stefnn", — sagði forsætisráðherrann. Þung spor Eítir 10 vikna hlé hefst næsti kapituii, og er þá liðið nær hálft annað misseri frá því Hermann Jónasson rauf stjórnarsamstarf- ið. í stáð varanlegu úrræðanna fékk þjóðin í árslok 1956 hina svonefndu jólagjöf: 300 millj. kr. i nýjum sköttum, eða framt að 10 þús. kr. viðbótarskatta á hverja 5 rnanna fjölskyldu, allt eftir hinum gömlu „svikaleiðum" Ólafs Thors og Eysteins Jóns- sonar. Þetta hijóta að hafa verið þung spor sómakærum manni, sem í 8 mánuði, daglega, hafði fullyrt, að þessi stefna leiddi beint út í „fjárhagslegt ósjálfstæði þjóðar- innar“ og hafði myndað stjóm beinlínis í þeim tilgangi, að gera „gagngera breytingu, með nýrri stefnu". Tók deyfilyf Án efa hefir kappsfullur mað- ur eins og Hermann Jónasson, sem klígjað hafði jafnmikið við •kattaleiðinni, hlotið að taka á- káflega nærri sér að láta komm- únista svínbeygja sig. Snarsnúa sér frá „varanlegu úrræðunum“ yfir í „svikaleið niðurgreiðsl- anna“, sem hann svo nefndi. Neytt hann fyrst til að taka inn „deyfilyf íhaldsins", sem hann hafði kalláð skattaleið Eysteins, en leitt hann síðan hálf meðvit- undarlausan aftur inn í eyðimörk ina, þar sem Eysteinn og Fram- sóknarflokkurinn, höfðu verið staddir að hans dómi, í stað þess að lofa honum að stýra förinni yfir í fyrirheitna landið, eins og hann hafði gefið heílagt loforð um og lagt á sig að mynda stjórn til þess að geta efnt það. Já, mörg er búmanns raunin. Kompásarnir leiðréttir Sennilegt þykir mér, að Her- mann hafi hugsað Eysteini Og kommúmsturn þegjandi þörfina. Sjálfan síg hefir hann huggað, með hinu fornkveðna: „Það getur gengið einu sinni, en ómögulega »eir“. Nú skyldu kompásarnir leið- réttir og nýja stefnan tekin beint á fyrirheitna landið. Nú skyldu enn nýir læknar sóttir. Nú skyldi engum þolast að láta þetta „hel- sjúka þjóðfélag" þjást lengur. Ágætur hagfræðingur var sótt- ur út fyrir landsteinana. Fjór- ir aðrir sérfræðingar stjórnarinn ar gengu að verki með honum. Og öllum var þeim til aðstoðar fengið heilt herfylki sérfræðinga, sem þekktu allt ríkiskerfið og að- gang áttu að öllum frumheimild- um á sviði atvinnu- og fjármála- lífs þjóðarinnar. Rannsóknin hófst. Enn ein út- tektin var í vændum. FVestur en ferlegt plagg Nú leið og beið. Þing kom sam- an 9. okt. 1957. Menn voru for- vitnir að sjá nýju úrræðin. Þau birtust ekki. Þess í stað var sýnt óvenjulegt plagg. Fjárlagafrum- varp með tekjuhalla — og það hvorki meira né minna en 90 millj. kr. Stjórnin sagðist vera að athuga málið. Kannske líka vera búin að þvi, enda þá þrjú misseri liðin frá eyðimerkur- ræðu Hermanns Jónassonar. Stjórnin þyrfti þó að ræða við flokka sina. Framhaldsfrestur — frumleg fjárlög Og enn líða um 9 vikur. Á þingi var friðsamlegt og fundir stuttir, eða alls 5 klst. á 9 vikum, ef frá eru taldar hinar svonefndu brennivínsræður. Er þetta i sam- ræmi við aðra forustu stjórnar- innar. En einsdæmi í þingsög- unni. Sagt var, að róstusamt hafi verið innan veggja stjórnarráðs- ins, þótt allur þorri þingmanna stjórnarliðsins vissi þá lítið um, hvað þar fór fram. Þar kom þó, að talið var að fjárlög yrðu látin bíða fram yfir áramót. Á eða eftir elleftu stundu fengu stjórn- arliðar þó fyrirmæli um að taka af sér vettlingana. Fjárlögin voru afgreidd í hvelli og skyndi. Og tekjuhaliinn var jafnaður með þeim frumlega hætti, að klippa út gjaidamegin 90 millj. króna, um leið og lýst var yfir, að greiðslurnar, sem þessi fjárhæð var ætluð til, færu jafnt fram eftir sem áður. Og enn sögðu menn: Mörg er búmanns raunin, og litu til Ey- steins bónda. Kunnugir bítast bezt — Sóðaskapur En nú sem fyrr, var beðið um frest, því að stjórnin var enn pð athuga málið. Bráðum kæmu nýju úrræðin. Enn liðu nokkrar vikur. Þá lýsti Hermann Jónasson yfir á Alþingi, að nýju læknarnir væru nú búnir að grandskoða sjúkl- inginn. Sérfræðingarnir væru að ganga frá áliti. Það kæmi í febrúarlok. Enn leið hver vikan af annarri og ekkert heyrðist frá stjórninni um varanlegu úrræðin. Þann tíma notuðu stjórnarliðar til inn- byrðis gagnkvæmra árása í blöð- urn sínum og svo rótarlegra og siðlausra illmæla, að fjarri fer, að nokkur dæmi séu til í öllum sóðaskap íslenzkra stjórnmála. Þannig lýsti eitt aðalstjórnar- blaðið forsætisráðherranum sem „siðlausum", „yfirlætisfullum of- látung“ og brigzlaði honum um „fals og ödrengskap", en bætti því við, að þetta væri „ekki nema brot af því, sem hann verðskuld- aði“. Sama blað taldi utanríkis- ráðherránn „smánarblett á þjóð- inni“. Fjármálaráðherrann .„Þ haldssamt hundsskinn", en menntamálaráðherra „hreinrækt að og hlægilegt fifl“. Samtímis hófst dagleg deila um hugsanleg úrræði. Sagði þá oftast einn það svart, sem ann- ar taldi hvítt. Og í sama blað- inu mátti oft sjá sama daginn mörgu og ólíku haldið fram, sem því eina rétta. Og innbyrðis deildu ráðherrarnir. Þannig taldí Oylfi Þ. Gíslason, að þurfa mundi 200 millj. kr. í nýja skatta, en Lúðvík Jósefsson taldi, að þörf- in næmi ekki nema 90 milljón- um. Bjargráð Meðan á þessu stóð, beið þjóð- in í ofvæni eftir varanlegu úr- ræðunum. Kjósendur stjórnarflokkanna munu nú margir hafa treyst því, að efnd yrðu loforðin um að hætta uppbótum og niðurgreiðsl- um og létta sköttum af þjóðinni. Við Sjálfstæðismenn vissum bet- ur, af því við þekktum ráða- mennina grímulausa. Leið nú enn hver vikan af arn arri, þar til komið var fram und- ir miðjan maí sl., að hiri svo- nefndu bjargráð voru lögð fram á Alþingi. Með þeim tókst stjórn- inni að koma þeim á óvart, sem minnst treystu henni, og þá auð- vitað að greiða banahögg öllum vonum vina og stuðningsmanna. 1220 millj. kr. nýk skattar — Skatta- lækkun!! Bjargráðin Iögðu á þjóðina nýja skatta, er námu hvorki meira né minna en 790 millj. kr. á ári. Með þeim hafði sú stjórn, sem mynduð var til þess að létta sköttum af þjóðnni, lagt á hana nýja skatta að upphæð 1090 millj. króna. Er þá ótalið svo- nefndur stóreignaskattur, sem talinn er nema um 130 millj. kr. Nýir skattar námu þannig alls 1220 millj. kr. En niðurgreiðslur og uppbætur eru þær ianghæztu, sem þekkst hafa. Prófsteinn — legsteinn Sérhver stjórn, sem slíkt að- hefst, þarf að færa sterk rök fyrir gjörðúm sínum, og mvndi þó hljóta ærið ámæli af. En stjórn, sem beinlínis var mynduð til þess að framkvæma „algera stefnubreytingu í efnahagsmál- um“, stjórn, sem hét því „að létta sköttum og hætta niður- greiðslum og uppbótum“, hafði með þessum aðgerðum snúið sér snöru og reist sér gálga. Þegar þessar aðgerðir voru skoðaðar í ljósi upphafs vinstri stjórnarinnar, allra fullyrðinga hennar og hinna fögru fyrirheita, sem ég áðan gat um, skildu allir, að þær boðuðu endir hennar. Það hafði nú hent sijórnina, sem verst er, andstæðingarnir hæddu hana og hrjáðú, vinirnir vor- kenndu henni, enginn virti hana og sjálf greiddi hún sér bana- höggið. Ýmist leynt eða ljóst félluzt allir á, að rétt væri lýst ferli stjórnarinnar rpeð þessum orð- um: „Engar nýjar leiðir, engin varanleg úrræði. Prófsteinn- inn á stjórnina, sem Hermann Jónasson talaði um, var orð- inn að Iegsteini allra loforða hennar og raunar líka stjórn arinnar sjálfrar, ef hún þekfcti nokkurt pólitiskt vel- sæmi“. Ég vík síðar að efnahagsmál- unum afíur. Liúðvík 16., og hinir 15 j Um aðrar vanefndir vinstri J stjórnarinnar reyni ég að vera stuttorður. Ég minni á hina 15 miklu togara, sem lofað var. Sögðu menn í spaugi, að allir ættu þeir að bera heitið „Lúð- vík“, allt frá „Lúðvík 1“ til „Lúð- víks XV“, til maklegs hróss þeim ágætis- manni, sem Islendingar ættu þessi fögru skip áð þakka. Sjálfur myndi hann svo bera heitið „Lúðvík XVI“, meðan hann lifði. Eftir stjórnarblöðunum að dæma er helzt að skilja, að löngu sé búið að byggja þá og jafn- framt að lofa vinum og samherj- um að þeir skuli njóta forkaups- réttar að þessum ágætu skipum. Þannig sá ég í Þjóðviljanum 16. febrúar í íyrra, sem ég nýverið rakst á, fjögurra dálka fyrirsögn á forsíðu með stærsta letri svo- hljóðandi: „Verið að semja um smiði á 15 stórum togurum. Verða smíðaðir í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Nefnd farin utan til þess að ganga frá samningum“. Með þessari gleðifregn er birt mynd af Lúðviki Jósefssyni og letrað undir stórum stöfum: „Lúðvík Jósefsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, hefir nú fíysgt framkvæmd á fyrir- heiti ríkisstjórnarinnar um kaup á 15 nýjum togurum, auk 12 smærri". Segir siðan, að skipin verði 800 smálestir að stærð minnst, og muni kosta 13—15 millj. kr. Nægt fé sé fyrir hendi, þvi borizt hafi „nokkur lánstilboð" o. s. frv. Næst segir svo frá því, að Morgunblaðið sé að efa, að tog- ararnir komi. Það sé „dómadags- þvættingur'*. Sé Morgunblaðinu sæmst að þegja, því að Ólafur Thors hafi enga togara keypt o. s. frv. Ég skýt þvi hér inn til gamans, að í minni síðustu ráð- herratíð átti ég þátt i að greiða fyrir byggingu tveggja nýrra tog- ara, þ. á. m. eins til Norðfjarð- ar, og á ég þakkarskeyti frá flokksbræðrum Lúðviks Jósefs- sonar fyrir góðan stuðning við öflun þessa ágæta skips. Afrek mín eru lítil i þessum efnum. Þó eru tveir meira en enginn, þótt ekki þurfi af því að leiða, að ég sé meiri en Lúðvík, hvorki í grobbinu né öðru. Ég skal svo ekki miklast af hinum 32 ný- sköpunartogurum sem fyrir frum kvæði okkar Sjálfstæðismanna voru byggðir fyrir íslendinga. Lúðvik „tryggði“ kaup á 15 togurum. Nú er spurt: Hvernig „tryggði" Lúðvík þetta? Hvar eru þessir 15 stóru togarar Lúð- víks? Enn vita menn ekki til, að Lúðvík I sé kominn, hvað þá Lúðvík XV. Ofan á bætizt svo sá mikli þjóðarskaði, að fallöxi örlaganna hefir í bili höggvið ráðherrastólinn undan Lúðvík XVI. Efndi stjórnin nokkurn tíma nokkuð? Ég skal svo aðeins minna á lof- orðin um samráð við verkalýð- inn, fjárútveganir til íbúðar- bygginga, leiðréttingu á hinni ranglátu kjördæmaskipan o. fl. o. fl., sem öll hafa verið svikin. Er þá ótalið fyrirheitið um full- kominn vinnufrið í landinu, sem efnt var með því að stjórnin og S.Í.S. beint og óbeint stóðu fyr- ir sífelldum kauphækkunum, en tókst þó ekki hönduglegar til en svo, að aldrei hafa á svo skömm- um tíma jafnmargar, ófarsælar og kostnaðarsamar vinnustöð /- anir verið hér á landi sem síðustu 5 misserin. Hirði ég svo ekki að rifja upp fleiri fyrirheit og fleiri vanefnd- ir stjórnarinnar. En það er stað- reynd, að eftir fyrsta misserið spúrðu menn ekki um, hváð stjórnin ætti eftir að efna heldur hitt hvað hún ætti eftir að svíkja af fyrirheitum sínum. Og það er aðeins eðlileg afleiðing af þessU framferði, að sá, sem ber á stjóm ina brigðmæli, vekur litla athygli. En þykist einhver geta skýrt frá einhverju, sem stjórnin hafi efnt, glenna menn upp augun og verða allir að einu vantrúuðu spurning- armerki. En hver veit þetta annars? Hefur nokkur verið að fúll- yrða, að stjórnin hafi nokkum tíma efnt nokkurn skapaðan hlut? Hækkaði erlendar skuld- ir um 436 millj. kr. Meistaraverk sitt kórónaði svo stjórnin með því að hækka er- lendar skuldir úr 329 millj. kr. f árslok 1955 og upp í 765 millj. kr. í árslok 1958, eða um 436 milljónir á þrem árum. Nemur hækkunin þannig hvorki meira né minna en 132% á einum þrem ur árum. Til samanburðar skal þess getið, að á þrem árunum þar á undan hækkuðu erlendar skuldir aðeins um 130 millj. kr. og voru þó framkvæmdir á flest- um sviðum meiri á því tímabili. Afleiðing þessarar óhugnan- legu skuldaaukningar er svo m. a. sú, að afborganir og vextir af erlendum lánum, sem á árinu 1955 aðeins námu 2,6% gjald- eyristeknanna, urðu á síðasta ári 7,8%, þannig að greiðslubyrð- in hefir nákvæmlega þrefaldast. Fcfrsmánin verst Eru þessar myndir ekkert skemmtilegar, en þó kannske verst, að stjórnin hefir „verið eins og útspýtt hundsskinn", svo sem eitt stjórnarblaðið komst að orði, á snöpum eftir betli- og samskotalánum, og oftar en einu sinni látið tengja saman erlenda lántöku og dvöl varnarliðsins hér á landi, og þannig orðið ber að því að verzla með réttinn til að verja ættjörðina. Má segja, að flest sem hent hefir vanefnda-stjórnina, sé svip- ur hjá sjón miðað við þann álitshnekk og óþolandi skömm. Hækkuðu verðlagið um 24V2% Samfara þessu hafa verðhækk- anirnar í tíð V-stjórnarinnar orð ið mikið meiri en flesta rennir grun í. Hét þó stjórnin að halda verðlaginu í skefjum. Þannig hækkaði vísitala framfærslukostn aðar úr 185 í 220 stig á tímabil- inu frá.1/7 1956 — 1/2 1958, eða um 35 stig. Niðurgreiðslurnar voru á sama tíma auknar úr 12,4 stigum í 22,4 stig, eða um 10 stig. Raunveruleg hækkun vísitöl- unnar á timabilinu nemur því 45 stigum, sem svarar til þess, að verðlagið hafi hækkað um hvorki meira né minna en 24Vé% í tíð stjórnarinnar, sem hét að stöðva það og lagði æruna að veði. Eftir þessi ósköp hljóp svo stjórnin frá öllum sjóðum galtóm um og mun síðar sannast, hver óstjórn hefir verið á sjóðum land búnaðarins og ekki séð hversu úir rætist. Er allur viðskilnaðurinn í fullu samræmi við raunaferil þessarar óhappastjórnar, sem án efa vildi gott en gerði illt, m.a. af því að hún átti sér engar hugsjónir og enga samstöðu í því, sem mestu skipti og á valt. Hin virðulega vinstri stjórh baðst lausnar í byrjun desem- ber sl. Sannleikurinn er sá, að þegar hún lagði fram bjargráðin í maímánuði, riðaði hún til falls. Og nokkrum dögum siðar féll hún í raun og veru. Lét stjórnin' sjálf blaðamenn sina tilkynna erlendum fréttastofnunúm liinn 20. maí, að hún væri fallin. Var látið i veðri vaka, að sundur- lýndi um landhelgismálið réðL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.