Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 10
1 MORCVNnr. 4 ÐIF Föstuðagur 13. marz 1959 Áttu óttann einan sameiginlegan Og vissulega var það rétt, að djúpur ágreiningur var milli stjórnarflokkanna í því máli. En hitt var jafnframt rétt, að menn og flokkar voru ósammála um flest, sem mestu skipti, svo sem í ljós kom, t.d. þegar formaður kommúnista og tveir þingmenn Alþýðuflokksins greiddu atkvæði gegn bjargráðunum. Það var sundurlyndi og úr- ræðaleysi í einu og öllu, sem að gekk. Við nánari athugun kom þó í ljós, að allir áttu þessir menn eitt sameiginlegt. Allir vissu þeir á sig vanefndir og brigðmælgi. Allir voru þeir því hræddir. Eng- inn þorði að ganga fyrir dómara sinn, kjósendur landsins. Það var þessi ótti, sem lífgaði líkið. Hinn 23. maí reis það upp við dogg. Stjórnarliðið hafði allt sameinazt í eitt nýtt Hræðslu- bandalag. Stjórnin ákvað að hjara áfram. Voru nú bjargráðin samþykkt á Alþingi. Jafnframt taldi stjórn- in sig hafa jafnað innbyrðis á- greining um landhelgismálið, a. m. k. á yfirborðinu. Lengsta þingið Var nú þingi slitið fyrri part- inn í júní og hafði það þá staðið lengur en dæmi voru til um áður, og þó sáralítið afhafzt. Tókst stjórnni með þessu að hnekkja fyrra meti sínu, en hún hélt þing inu 1957—1958 aðgerðarlitlu í nær 8 mánuði, og var það lengsta þing, er fram að því þekktist. „Almúginn“ gekk fyrir kaupmanninn Segir nú ekki af stjórninni fyrr en þing kom saman 10. okt. sl. Fór nú að venju, að stjórnin hafði ekkert fram að bera. Vissi hreint ekkert hvað hún vildi og kunni engin ráð við aðsteðjandi vanda. Fjárlagafrumvarp var þó lagt fram til málamynda, jafn óraun hæft þó og hafði verið árið áð- ur. Sat nú þingið enn sem fyrr við mikið kaup, en litlar aðgerð- ir. Olli því ráðleysi ríkisstjórn- arinnar. Var ekki farið í launkofa með, að ekki nægði vilji stjórnarflokk- anna og ekki vilji Alþingis. Stjórn hnna vinnandi stétta biði þess, að „Stórþingið" þ. e. a. s. Alþýðu sambandsþingið kæmi saman seint í nóvember. Áður en því lyki, bað Hermann Jónasson leyf- is að mega ganga á fund þess. Var það leyft með tregðu. Baðst hann þá ásjár, sem helzt minnti á, þegar „almúginn“ gekk fyrir kaupmanninn á niðurlægingar- timum fslendinga. Forsætisráð- herrann fór fram á eins einasta mánaðar frest. Hann sagði, að stjórnin . tlaði að fara að hugsa. Verið gæti, að henni dytti eitt- hvað skynsamlegt í hug. Hann gekk bónleiður til búðar. Níu af af hverjum tíu af kjörnum full- trúum hinna vinnandi stétta neit- uðu um „úttektina*1. Þeir vildu ekki fallast á að fresta 17 stiga hækkun vísitölunnar í einn mán- uð, gegn bótum þó, enda þótt efnahagsmálaráðunautur ríkis- stjórnarinnar segði þeim frá þvi, að þjóðin væri að „ganga fram af brúninni", undir forustu vinstri stjórnarinnar. Farið hefur fé betra Eftir þessa Kanossagöngu gafst Hermann Jónasson og lið hans upp. Fyrir Alþingi var ekkert lagt, hvorki eitt né neitt. Kann- ske var það eðlilegt af hendi þeirra, sem sjálfir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. En ekki var það virðulegur viðskilnaður. Hermann Jónasson lét nægja að tilkynna Alþingi hinn 4. des- ember sl., að hann hefði beðizt lausnar. Stjórnin hefði enga sam stöðu. Sumir sögðu: Far þú í friði. Aðrir: Farið hefur fé betra. Lauk þar með miklum slysa- ferli. Sögu mikils og óvenjulegs ófarnaðar, sem stafaði að veru- legu leyti af því, að forsætisráð- herra vinstri stjórnarinnar var í öndverðu svo veiðibráður, að hann gaf fyrirheit, sem jafn at- hugulum manni hlaut nð vera ljóst, að ekki var hægt að efna. En auk þ ,as leyndi vinstri stjórn- in þjóðina alltaf sjálfum kjarn- anum í umsögn sérfræðinganna, vegna þess að hún náði ekki inn- byrðis samkomulagi um fram- kvæmd tillagna þeirra. Stjórnin hlífði sjálfri sér, en þjóðinni ekki. Stjórnin tórði. Þjóðinni blæddi. Því fór sem fór, að þegar stjórn- in í andarslitrunum játaði, að hún væri úrræða- og getulaus, og baðst lausnar, lézt forsætisráð- herra með þau ummæli á vör, að „ný verðbólgualda væri skoll- in yfir“. Til grafar fylgdi honum og stjórninni sá vitnisburður sér. fræðinga hennar í efnahagsmál- um, að þjóðin væri að „ganga fram af brúninni", vegna stefnu- og forystuleysis vinstri stjórnar- innar, og myndi vísitalan í haust verða að minnsta kosti 270 stig, Eftir að vinstri stjórnin rofn- aði, hófust harðar ádeilur milli flokkanna, sem að henni stóðu. Bar þá hver sakir af sér, en kenndi hinum um. Jafnframt sást þó á Tímanum, að Framsóknar- flokkurinn var enn í tilhugalíf- inu, svo sem síðar kom í ’jós. Þannig sagði Tíminn 6. desember sl.: „En þótt nú verði niður- staðan, að vinstri samvinnan mistókst nú . . . Um stund geta kommúnistar kannske hindrað slíkt samstarf, en vissulega ekki um alla fram- tíð“. Kommúnistar voru hins vegar í vígahug. "sindu þeir geir sínum ekki siat að Eysteini Jónssyni, hæddu hann og svívirtu á alla lund. Þannig sendi Þjóðviljinn hon- ef ekki yrði gripið fast í taum- ana. Þetta var alveg rétt. Samdi eigin eftirmæli Það er þess vegna stað- reynd, að Hermann Jónasson hefir unnið það eftirminni- lega afrek, að semja sjálfur eftirmæli sjálfs sín og stjórn- ar þeirrar, sem hann veitti forstöðu, og það meira að segja fyrir meira en fimm misserum síðan, er hann mælti orðrétt þetta: „Haldið hefur verið lengra og lengra inn í eyðimörk f jár- hagslegs ósjálfstæðis. Þangað liggur stefnan nú og hefir ekki orðið vart, að stjórnar- forustan hafi bent á neina leið til stefnubreytingar". Og ennfremur: „Nú verður að brjóta blað í íslenzkfum stjórnmálum. Ef ekki verður gripið fast í taumana, skapast algjört öng þveiti í efnahags- og fjár- málalífi þjóðarinnar“. Menn hafa lengi talið Hermann Jónasson forspáan. Það er varla ofmælt! um þessa vinarkveðju 6. desem- ber sl.: „Alþýða íslands þekkti hann að þeirri dæmalausu frekju og þröngsýni, að það þótti illu spá, er hann sett- ist í valdastól fjármálaráð- herransfc sem hann virðist álíta sig vera fæddan til, líkt' og einvaldskóngur fyrri alda til konungsstólsins". Og ennfremur: „Hvers vegna fór Eysteinn Jónsson í vinstri stjórn 1956? Til þess að ráða ríkis- sjóðnum og tryggja klíku sinni yfirstjórn yfir bönkun- um . .. Eysteinn Jónsson hef- ir verið í ríkisstjórninni til þess að vera í ríkissjóðnum. Og hann hefir verið í rikis- sjóðnum cins og mölur í fata- skáp. Og víðsýni hans og út- sjónarsemi í þjóðarbúskapn- um hefir verið álíka og þess- ara litlu dýra. Það er tími til kominn jafnt fyrir fram- sækna Framsóknarmenn sem aðra, að eyða mölnum“. Þá talar Þjóðviljinn ennfrem- ur um „niðingsskap“, „glórulaust afturhald Eysteins Jónssonar“, sem „eytt hafi fé í vitleysu úr ríkissjóðnum“ og „brugðið sér í vinstra gerfi“. Svipaðar kveðjur og þessar þó raunar oft verri sendi Þjóðvilj- inn Eysteini og skulu þær ekki raktar hér. Hefir nú Eysteinn Jónsson fengið töðugjöldin, eftir að hafa unnið á akri kommúnista í 5 misseri, þegar hann nú s nýr. heim, lúinn og þreyttur, beina- ber og bakboginn, eftir vinnu- mennskuna. Eysteinn Jónsson hafði þó áður talið sér til metnaðar að vera í fremstu röð andstæðinga komm- únistanna. Allt illt var þá sök kommúnista. Þannig sagði hann í fjárlagaræðunni 18. október 1955 á þessa leið: „Með kauphækkunium þeim, sem áttu sér stað á sl. vori, var brotið blað í efna- hagsmálunum. Fram að þeim tíma höfð- um við um nær þriggja ára skeið búið við stöðugt verð- lag, greiðsluafgang ríkisins, lækkandi skatta og tolla og stóraukinn almennan sparn- að“. Og ennfremur: „Þetta nýja upplausnar- ástand í efnahagsmálunum hófst, þegar kommúnistarnir Vík ég þá aftur að þar sem frá var horfið, er stjórn Her- manns Jónassonar gafst upp. Strax eftir faíl vinstri stjórn- arinnar ræddi forseti íslands hin nýju viðhorf við okkur Bjarna Benediktsson, en mæltist síðan, hinn 9. des. sl. til þess, við mig, að ég gerði tilraun til myndunar meirihlutastj órnar. Tilkynnti ég forseta hinn 12. desember, að í samráði við þingflokk Sjálfstæð- ismanna, hefði ég ákveðið að verða við ósk hans. Fyrr en þetta var ekki auðið að taka ákvörðun vegna þess að það var ekki fyrr en hinn 8. desember að kvöldi, að flokkur- inn fékk í hendur þau sérfræð- ingaálit, sem stjórnin hafði fram að þessu ekki fengizt til að af- henda okkur, þrátt fyrir marg endurtekna eftirgangsmuni. En einmitt þessi gögn sýndu í hve miklum voða þjóðin var stödd, sem og hitt, að rétt var, sem Sjálfstæðismenn höfðu haldið fram, að ekki væri auðið að gera sér fulla grein fyrir aðstöðunni og þar af leiðandi að gera til- lögur til úrbóta, án þessara gagna. ★ Okkur þingmönnum Sjálfstæð- ísflokksins var að sjálfsögðu ljóst, að frá flokkslegu sjónar- miði væri lang æskilegast, að þjóðin hefði kveðið upp sinn refsidóm yfir vinstri stjórninni, áður en flokkurinn gengi í stjórn. En hér var um ekkert val að ræða. Líf eða dauði Hér var ekki nema einn kostur fyrir hendi. Vinstri stjórnin var búin að leiða þjóðina fram á brúnina. Ef hún stöðvaði sig ekki, færi hún fram af gjábarm- inum. Fyrrverandi forsætisráð- herra hafði, þegar hann baðst lausnar, tilkynnt Alþingi, að „ný verðbólgualda væri skollin yfir“. Og sjálfur efnahagsmálaráðu- nautur stjórnarinnar hafði end- að þá „úttekt“, sem hann gerði, á óreiðu og stjórnleysi vinstri voru leiddir til valda í verka- lýðssamtökunum haustið 1954, því að þá þóttust marg- ir sjá hversu fara mundi um verðlagsmálin og sá hugsun- arháttur festist, að ekki mætti láta fjárfestingar né innkaup bíða stundinni leng- ur. Magnaðist þetta þó um allan helming við kaup- hækkanirnar sl. vor“. Þetta var nú þá. Skilningur Eysteins Jónssonar á þessu öllu breyttist snögglega, þegar hann samrekkti kommúnistum í stjórn Hermanns Jónassonar. Þá sagði hann, að farsælast væri að fylgja fyrirmælum Alþýðusambands ís- lands í öllum kaupgjaldsmálum, og frá þeim degi hefir hann og flokkur hans fylgt kommúnist- um í öllum kosningum til Al- þýðusambandsins. Þetta þýðir, að Eysteinn Jónsson hefir með ráð- um og dáð stutt að völdum kommúnistana yfir verkalýðs- hreyfingunni og lýst því yfir, að hann leggist hundflatur fyrir valdboði þeirrar hreyfingar. Er það full mikil auðmýkt, enda þótt verkalýðurinn sé alls góðs mak- legur. Nú er öldin önnur. Nú fær Eysteinn Jónsson kannski enn nýjan skilning á þessum málum. En kannski taka menn nú líka minna mark á hon- um en áður. Læt ég útrætt um Eystein Jónsson, enda munu raunir hans þungbærar, þótt ekki sé á bætt. Ég hirði heldur ekki að rekja viðræður samstarfsflokkanna frekar; er þó þar af miklu að taka. stjórnarinnar á þessum orðum: „En hitt verður þá jafn- framt að hafa í huga, að það, sem nú skiptir mestu, er stöðvun áframhaldandi verð- bólguþróunar. Takist sú stöðvwn nú, eru möguleikar á því að ráðast að öðrum þáttum efnahagsvandamál- anna síðar meir. Takizt hún ekki, verður ekki við aðra erfiðleika ráðið. Hvorki nú, né síðar“. Málið lá því alveg augljós't fyrir. Nú eða aldrei. Líf eða dauði. Það- var sá dómur, sem sérfræðingur stjórnarinnar þá nýverið hafði afhent henni. Vinstri stjórnina skorti þrek. Hún flýði af hólmi. Gafst upp. Stærsti flokkur þjóðarinnar, sem æfinlega hefir og æfinlega mun setja þjóðarheill yfir flokks- hagsmuni, gat bókstaflega ekk- ert gert annað en það, sem hann gerði. Að verða við ósk forseta íslands um að reyna stjórnar- myndun, enda þótt hverfandi lík- ur væru á að hún tækist, með þeim lágmarksskilyrðum, sem flokkurinn taldi nauðsynlegt að fullnægja, til að bjarga frá þjóð- arógæfu. En án þess að þeim skilyrðum fengist fullnægt, var flokkurinn alsendis ófáanlegur til að mynda stjórn, enda að öðrum kosti að hans dómi til- gangslaust. Ábyrgðinni skoraðist flokkur- inn ekki undan. En hann gerði sér jafnframt fulla grein fyrir, að völdin komu því aðeins að liði, að lágmarksskilyrðum hans fengist fullnægt. Stólana eina vildi hann að sjálfsögðu ekki hirða. Skilyrði flokksins voru þessi: „1. Að tafarlaust yrðu gerðar ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna. 2. Að lögfest yrði á þessu þingi sú breyting á kjördæmaskipun- inni, að tryggt sé, að Alþingi verði skipað í slíku samræmi við þjóðarviljann, að festa í þjóð- málum geti náðst“. Varðandi rök fyrir skilyrðum okkar mun ég ræða kjördæma- Töðugjöld Eysteins Sjálfstœðisflokkurinn gerði skyldu sína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.