Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 11
Föstudagur 13. marz 1959 WIOR'IIJISBLAÐIÐ il Nú bauö Framsókn Sjálfstœðismönnum meó I þjóðstjórn málið sérstaklega. En um nauð- syn þess, að stöðva verðbólguna, nægir að minna á ummæli sér- fræðinga ríkisstjórnarinnar, er ég áðan gat um. Mun það samhuga álit dómbærra manna, að án íórna yrði það ekki gert, sem og hitt, að krafa okkar um 5—6% grunnkaupslækkun var hin minnsta, sem að gagni gat komið. Og þó því aðeins, að samtímis yrðu gerðar aðrar nauðsynlegar ráðstafanir, til að forðast verð- bólgu. Meiri efi er á, hvort þetta nægir. Og að sjálfsögðu er hér aðeins um fyrsta sporið að ræða. Sé ég mér ekki fært að fara frekar út í þá sálma í þessari ræðu. Enda málið þrautrætt á Alþingi og í blöðum nú nýverið í sambandi við þar að lútandi lagasetningu. En kjarni málsins er sá, að strax og Sjálfstæðis- flokkurinn fékk tilskilin gögn í hendur, lét hann sérfræðinga sína kynna sér þau eftir því sem takmarkaður frestur til stjórnar- myndunar leyfði, en bar síðan hiklaust fram ákveðnar og ein- arðar tillögur sínar og kröfur. Sem kunnugt er tókst ekki að ná einingu um þessi skilyrði. Til- kynnti ég þá forseta íslands hinn 17. des. sl., að tilraun mín til stjórnarmyndunar hefði ekki lánazt. Að halda í klíkuvaldið Höfuð ástæðan til þess að Sjálfstæðisflokknum tókst ekki stjórnarmyndunin, var sú, að við kröfðumst þess, að kosningar færu fram á þessu vori. Frá þeirri kröfu töldum við ekki fært að vikja vegna þess að einbeittra úrræða er brýn þörf en Alþingi oftast aðgerðarlítið síðasta ár kjörtímabilsins. Auk þess töld- um við rétt, að láta kjósa meðan hin rétta mynd af vanefnda- stjórninni blasti við augum þjóðarinnar. Framsóknarflokk- urinn og kommúnistar lögðu hins végar megináherzlu á að fresta kosningum þar til 1960, í von um að gleymskan mundi milda refsidóm þjóðarinnar yfir þeim. Auk þess var Framsóknarflokk- urinn alls ekki viðmælanlegur um kjördæmamálið, og kommún- istar þungir fyrir um stöðvun verðbólgunnar, a. m. k. ef kjósa ætti í vor. Sennilegt var, að okk- ur hefði auðnazt að ná sam- komulagi við Aiþýðuflokkinn, en það töldum við of veikt, þar eð þessir flokkar hafa ekki meiri- hluta í efri deild og ráða því ekki lagasetningunni einir. Stjórn Emils Jónssonar — skilorðsbundið hlutleysi Sj.fl. Fól nú forseti íslands formanní Alþýðuflokksins að gera tilraun til myndunar þingræðisstjórnar. Buðum við honum þá að verja hann vantrausti, gegn því að hann féllist á tillögur okkar um stöðvun verðbólgunnar og héti því, að flokkur hans flytti með Sjálfstæðisflokknum frumvarp um kjördæmabreytingu á þeim grundvelli, sem báðir flokkarnir þá höfðu aðhyllzt. Ennfremur skildum við það til, að þing yrði rofið og kosningar látnar fram fara í vor, hvernig svo sem stjórn arskrárbreytingunni reiddi af. Varð þetta að ráði og myndaði Emil Jónsson stjórn sína hinn 23. desember síðastliðinn. Tóku kommúnistar henni illa, en Framsóknarflokkurinn þó verr. Er engu líkara en Framsókn armenn hafi litið á Alþýðuflokk- inn sem séreign sína, eins konar ambátt, sem segja mætti fyrir verkum eftir vild. Hreyttu þeir í þingmenn Alþýðuflokksins því, að þeir væru ekki kosnir á þing til að taka þar sjálfstæðar ákvarð anir o.s.frv. Hafa Framsóknar- menn ekki sparað Alþýðuflokkn- um kaldyrðin í ræðum og riti síð ustu vikurnar. Húm yfir hvarmi höfðingjanna Hvað gerðist að tjaldbaki hinn 22. des. s.l., er þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gengu á fund Emils Jónssonar, veit ég ekki með vissu. En víst er um það, að það var „húm yfir hvarmi“ Framsóknarhöfðingj- anna, þegar þeim viðræðum lauk. Er nú upplýst, að þegar Fram- sóknarflokkurinn horfðist í augu við valdamissinn, varð hann skelfingu lostinn og freistaði því til hins ítrasta að fá að vera með i leiknum, hagsmunum sínum til verndar. Munu þeir Hermann og Eysteinn frá öndverðu hafa talið sig hafa allt í hendi sér, dyggi- lega studdir af þeim Valdimars- sonum og sízt átt sér ills von frá Alþýðuflokknum. Þetta fór á aðra leið. Emil Jónsson sýndi þeim í tvo heimana. Þau sár verða kannske seingróin. ★ í þessu ölduróti fórst Hræðslu. bandalagið, sem stofnað var til höfuðs Sjálfstæðisflokknum og í því skyni að svipta hann öllu áhrifavaldi. Var það bættur skaði. Hræðslubandalagið fædd- ist í synd, þjóðinni til bölvunar. Það létzt í heift, þjóðinni til fram dráttar. Kjarkinn brast Svo menn skilji betur vesöld Framsóknarkappanna, þegar áhrifaleysið blasti við þeim, minni ég aðeins á kröfu þeirra um þjóðstjórn. Allir kannast við yfirlýsingu, er Hermann Jónasson gaf fyrir síðustu kosningar um það, að að hans mati ylti velferð þjóðarinn- ar á því, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði gerður með öllu áhrifa- og valdalaus. í því skyni fórnaði hann sjálfum sér og settist í sæti forsætisráðherra. Þegar húma tók í höll hans, þar sem hann sat, sviptur trausti þjóðar sinnar, vegna sviknu loforðanna og fann sigð pólitíska dauðans nálgast, vænti hann sér þó fram til hinstu stundar miskunnar vegna þess, að eitt loforðið taldi hann hann sig þó hafa efnt. í hjarta kjördæmis sins hældi hann sér í sumar sem leið frammi fyrir Hólmvíkingum fyrir að hafa svipt Sjálfstæðisflokkinn öllu áhrifavaldi í þjóðmálunum. Nú, þegar sigðin hafði náð til hans, bað þessi maður um þjóð- stjórn. Hvað fólst í þeirri ósk? Ekkert annað en það að svíkja síðasta loforðið. Ekkert annað en það að fá nú að sækja Sjálf- stæðisflokkinn „út í yztu myrk ur valda- og áhrifaleysis", eins og hann hafði orðað það, þangað, sem Hermann Jónasson taldi sig hafa hrakið hann, og grátbæna hann nú um að tylla sér í ráð herrastól. Svona var þá fyrir köppunum komið. En rétt er, að menn veiti því athygli, að Her- rpann Jónasson lét ekkert á þessu snjallræði bera fyrr en Emil Jónsson var að skella á hann hurðinni. Sannleikurinn er sá, að þegar á hólminn kom, vildu Framsókn- armenn allt til vinna, að fá að vera með í leiknum. Fýrir þeim vakti það eitt, að freista þess enn um skeið að vernda klíkuvald sitt með því að halda dauðahaldi í rangláta kjördæmaskipun, sem er undirrót margs hins versta í þjóðlífi íslendinga. Jafnframt sóttust svo Fram- sóknarmenn af skiljanlegum ástæðum eftir því að fá frest á dómi kjósendanna og gera okkur Sjálfstæðismenn i léiðinni að meira eða minna leyti samseka í hugum kjósendanna, áður en til kosninga kæmi. Allar þessar staðreyndir eru okkur þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins vel kunnar, þótt óvíst sé, að flokksmenn almennt hafi gert sér fulla grein fyrir þeim. Geta menn nú athugað þessa at- hyglisverðu mynd. Hún sýnir ástand og horfur í Framsóknar- flokknum og er fróðleg og ekki óskemmtileg. Hvers vegna við verjum þá vantrausti Hverf ég aftur að stjórnarmynd un Emils Jónssonar. Að við völd um þann kostinn að styðja Al- þýðuflokkinn, stafar af því, að eins og þá var komið, var það líklegasta úrræðið til þess að fullnægt yrði þeim kröfum, sem við settum fyrir stjórnarmyndun okkar. Okkur var þessi leið geð- þekkari, heldur en sú, að mynda sjálfir stjórn, sem Alþýðuflokk- urinn verði vantrausti. í svo veikri aðstöðu treystir hver sjálf um sér bezt. Við kusum þess vegna fremur að veita en þiggja stuðning. Meðal annars þess vegna óskuðum við aldrei eftir því við Alþýðuflokkinn, að hann verði okkur vantrausti og því ekki um það vitað, hvort hann hefði fallizt á það. Afsal 10 vísitölustiga Emil Jónsson, forsætisráð- herra, gekk röggsamlega að verki, studdur fast og drengilega af Sjálfstæðisflokknum. Yfirvof- andi stöðvun flotans var afstýrt og samþykkt á Alþingi sú tilraun til að stöðva verðbólguna, að menn skuli sviptir 10 vísitölu- stiga kauphækkun. Er það að efni til sama og við Sjálfstæðis- menn höfðum lagt til og ætti, að dómi sérfræðinga, að nægja sem fyrsta sporið til viðreisnar, verði áfram rétt stefnt og komi ekkert óvænt til hindrunar. Hefir Framsóknarflokkurinn reynt að sverta þessar ráðstaf anir, þótt hann brysti kjark til að greiða atkvæði gegn þeim. Og kommúnistar fara hamförum, til að brjóta þær á bak aftur. Eng- an árangur hafa þessar aðfarir borið aðrar en þær að skaða árás- armennina. Fólkið er orðið þreytt á víxlverkunum kaup- og verðlagshækkunar og síminnk- andi krónu. Það vill nema staðar á þeirri ógæfubraut, festa og treysta aðstöðuna, en halda síðan áfram á braut nýrra framfara og velsældar. Segið þjóðinni sannleikann Ég tel mér ekki rétt að skilj- ast svo við þetta mál, að ég láti ekki í ljósi nokkurn ugg yfir því, að af hendi stjórnarvaldanna hefir ekki verið lögð nægileg áherzla á að skýra allan sannleik- ann fyrir þjóðinni. Margur unir hag sínum vel i dag eingöngu vegna þess að hon- um finnst kjör sín alls ekki hafa versnað, nema síður sé. Ég fæ að sönnu færri krónur, segir fólk- ið, en stjórnin hefir líka stór- lækkað verð á kjöti, mjólk, fiski o.fl. Fólk aðgætir ekki, að þetta er því miður aðeins hálf sögð saga. Allar aðalverðlækkanirnar stafa af því að ríkissjóður greiðir verðið niður. Þær niðurgreiðslur kosta um 100 millj. króna. Allt það fé á fólkið sjálft eftir að greiða, ýmist með nýjum skött- um eða minnkandi framkvæmd- um hins opinbera í þágu almenn- ings. Það er þetta, sem stjórnin á að segja þjóðinni. Annað getur vel hefnt sín. Það á ekki að reyna að binda fyrir augu fólksins. Þjóðin á að fá að vita, að þess er nú krafizt að hún færi fórnir, m.a. til þess að forða henni frá stærri og þung bærari förnum síðar. En sá, sem á að fórna á kröfu á, að honum sé sagður sannleikurinn og sann- leikurinn allur. Það er líka eina ráðið til að öðlast traust fólksins og fá samþykkti þess til óvin- sælla, en óumflýjanlegra ráð- stafana. ★ Rétt er að geta þess, að í ljós hefir komið, að viðskilnaður vinstri stjórnarinnar, bæði við út- flutningssjóð og ríkissjóð, er verri en i öndverðu var ætlað. Mun það skapa nýja örugleika, en væntanlega þó ekki óyfir- stíganlega. Ég játa, að núverandi stjóm er völt og vart til frambúðar, en ég vona, að Sjálfstæðismenn fall- íst á, að sú ákvörðun flokksráðs- ins, að verja hana falli, að öllu óbreyttu, þar til kjördæmamálið er komið heilt í höfn, ef það má lánast á þessu þingi, hafi eftir atvikum verið skynsamleg. ★ Ég hefi nú rakið söguna frá siðasta Landsfundi og fram á þennan dag, í stærstu dráttum. Veit ég vel, að mjög orkar tví- mælis, hvað tíunda skal og hvað undan fella í slíkri skýrslu. Hún yrði fram úr hófi löng, ef allt, sem miklu varðar, er með tekið. Mestu skiptir, að aðaldrættir sjá- I ist og séu réttir. Vona ég, að það I hafi tekizt sæmilega. Horft fram á vegjnn Vil ég leyfa mér að skyggnast nokkuð fram á veginn, enda þótt mér sé Ijóst, að sjálfur mun Landsfundurinn marka framtíð- arstefnuna. Landhelgismálið — óftriðarbálið Verður þá fyrst á vegi mínum það málið, sem mér og mörgum öðrum er efst í huga, þ.e.a.s. land helgismálið. Skal ég nú víkja nokkrum orðum að því. Mun ég þó verða stuttorður, því hvort tveggja er, að því munu gerð gleggri skil af öðrum hér á fund- inum, en auk þess höfum við Bjarni Benediktsson báðir ný- verið rætt málið allýtarlega. Er ræða Bjarna prentuð i Morgun- blaðinu 14. september s.l., en mín hinn 30. sama mánaðar. Loks ræddi ég málið nokkuð í síðustu áramóta-hugleiðingum mínum. Vísa ég til alls þessa og ótal ann arra skrifa Sjálfstæðismanna um málið. Kann ég þar litlu við að bæta, en tel þó ekki fært í slíkri ræðu að ganga með öllu fram hjá þessu mikla máli, sem afkoma fs- lendinga í bráð og lengd veltur í jafn ríkum mæli á. Sigurinn mikli Að gefnu tilefni tel ég rétt að minna á það, sem flestir þó vita, að áður en fyrsta, stærsta og þýð- ingarmesta sporið var stigið, með útfærslu landhelginnar 1952, hafði málið sætt svo ýtarlegum undirbúningi af hálfu íslenzkra stjórnarvalda, að slíks veit ég engin dæmi. Féll það i skaut okk- ar BjarnaBenediktssonar, stöðu okkar samkvæmt, að hafa forust- una á hendi. Hélt Bjarni svo vel og fast á málinu, að sérstaka at- hygli vakti utan lands, sem inn an. í minn hlut féll að tilkynna Bretum fyrirfram um fyrirætlan- ir okkar,'en síðan með löngum og ítrekuðum viðræðum við ýmsa brezka valdamenn, svo sem bæði utanríkisráðherrann, Ant- hony Eden, og fiskimálaráðherr- ann o.fl., að sannfæra Breta um siðferðilegan rétt fslendinga. ís- lendingar ættu aðeins um að velja landauðn eða stærri land- helgi o.s.frv. Málflutningur okk ar Bjarna Benediktssonar sann- færði Breta og leiddi til þess, að enda þótt stjóm Bretlands viður- kenndi ekki formlega rétt okkar íslendinga, hafðist hún ekki að gegn okkur. Þessi sigur, þegar i fyrsta sinn var brotin helgi hinnar brezku Biblíu um óskeikulleik þriggja mílna landhelginnar, landhelgis- línan færð í fjórar mílur og fló- um og fjörðum lokað og friðunar- svæði íslendinga nær tvöfaldað, var svo mikill, að eftir það hefði átt að vera auðvelt að sigla áfram hraðbyri í kjölfarið. Það hefir þó því miður ekki tekizt, svo sem raun ber vitni um. Hafði okkur þó bætzt mikill liðskostur á Genfarráðstefnunni, sem gekk af þriggja mílna land- helgimú dauðri, viðurkenndi rétt til útfærslu á grunnlínum og renndi sterkum stoðum undir 12 mílna friðunarlínuna og raun- ar meira, þar sem sérstakar að- stæður væru fyrir hendi, eins og hér á íslandi. Slysalega til tekizt Ég get ekki leynt óánægju minni út af aðgerðum fyrrver- andi stjórnar í þessu máli. Læt ég um það verkin tala. Grunn- linurnar óbreyttar, landgrunns- krafan í þagnargildi og samt sem áður fullur fjandskapur milli okkar og Breta og hreint hern- aðarástand ríkjandi úti fyrir ströndum íslands, en flestar aðr- ar vestrænar þjóðir formlega mótmælt gerðum okkar. Hefir í engu verið fylgt ráðum okkar Sjálfstæðismanna, hvorki um útfærslu grunnlínanna, svo sem við þó kröfðumst hinn 21. maí síðastliðinn, áður en stjórnin gerði innbyrðis sættina um málið, né heldur um ráðstafanir til að hindra ofbeldisaðgerðir Breta og síðan að kæra ofbeldi þeirra fyrir NATO. Verð ég að viðurltenna, að oft hverflar að mér, að ef utanríkisváðherrann væri fjand- samlegur vestrænu samstarfi, sem allir vita, að hann er ekki, þá þyrfti hann hreint ekki að blygðast sín fyrir tafl- stöðuna. En hér hafa þeir ráðið, sem að sönnu vildu lej^sa landhelgismálið, en sem líka vildu kveikja ófriðar- bálið. Því fór sem fór. Það mega allir íslendingar harma. Sækjum fram Er nú að sýna einbeitni og festu og freista þess að rétta bardagann. Um undanhald þarf ekki að ræða. Gegn því standa allir fslending- ar í órofa fylkingu, þótt okkur greini á um með hvaða vopnum sigur okkar var auðunnastur. Og að því er okkur Sjálfstæðismenn snertir, er rétt að það liggi ljóst fyrir, að við heimtum meira en ekki minna en fyrrvnerandi ríkis- stjórn skammtaði íslendingum. Við viljum, að umheimurinn fái að vita að: 1. Á íslandi getur engin ri®s- stjórn setið að völdum, nema hún hagnýti til hins ítrasta rétt íslendinga :til friðunar á fiskimiðunum. 2. Á íslandi getur engin ,þjóð búið, nema því aðeins að friðunartilraunirnar takist. Réttlœtismálið mikla Kem ég þá að réttlætismálinu I Enda þótt kjördæmamálinu mikla, sem væntanlega mun verði gerð ýtarleg skil af öðrum valda straumhvörfu*'- < þjóðlíf- ! á þessum fundi, tel ég rétt að inu. I Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.