Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 12
MORGIJNBLAÐIÐ Fðstudagur 13. raarz 1959 1: ITtg.: H.l. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vig< Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 2248C Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. irT STERKASTA AFLIÖ í ÍSLENZKUM STJÓRNMALUM UTAN UR HEIMI Fjórir lögreglumenn áttu fullt í fangi með Söru Churchill S’ETNING landsfundar Sjálf stæðisflokksins í fyrra- kvöld bar þess ótvíræð- an svip, að flokkurinn er í dag, eins og jafnan áður, sterkasta aflið í íslenzkum stjórnmálum. Raunar má segja, að engum blandist hugur um það, að Sjálf- Stæðisflokkurinn sé í dag sterk- ari en nokkru sinni fyrr og eigi ríkari hljómgrunn í hugum ís- lenzku þjóðarinnar en nökkur stjórnmálaflokkur hefur nokkru sinni áður átt. Þetta sætir heldur ekki neinni furðu. íslendingar hafa aldrei fundið það betur en meðan vinstri stjórnin fór með völd, hversu mikið gagn og öryggi henni hlýtur að vera, að áhrif- um Sjálfstæðisflokksins á stjórn lands síns á hverjum tíma. Vinstri stjórnin var mynduð, eins og Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins benti á í hinni afburða þróttmiklu ræðu sinni við setningu landsfundarins, á grundvelli óttans við vextarmátt Sjálfstæðisstefnunnar og traust Sjálfstæðismanna meðal al- mennings. En flokka hennar brast samhug og einingafvilja til þess að ráða fram úr þeim vanda- málum, sem þjóðin átti við, að etja. Það var hin mikla ógæfa vinstri stjórnarinnar. í Ræða Ólafs Thors Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, dró upp mjög glögga mynd af þróun íslenzkra stjórnmála undanfarin ár í ræðu sinni við setningu landsfundar- ins. Stóð ræða hans í 2%. klst. Hann rifjaði upp þær stað- reyndir, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafði þegar vinstri stjórnin tók við, haft forystu í 1 Vz ára- tug um stórfellda uppbýggingu og framfarir í landinu. Flokkur- inn hafði af festu og ábyrgðar- tilfinningu beitt sér fyrir hag- nýtingu tækninnar í þágu bjarg- ræðisvega landsmanna til sjávar og sveita, lagt grundvöll að raf- væðingu landsins og sköpun fé- lagslegs öryggis. Af þessari merkilegu þró- un dró Ólafur Thors upp sanna og rétta mynd. En hann sýndi jafnhliða fram á, hversu óheillavænlegar og sorglegar afleiðingar ZVt árs stjórn vinstri fiokkanna hefur haft fyrir islenzku þjóðina. Hann rakti hinn einstæða feril van- efnda hennar og úrræðaleysis á öllum sviðum. Verðlagið hækkaði um 24,5% Einn eftirtektarverðasti kafl- inn í ræðu Ólafs Thors, var um hinn gífurlega vöxt verðbólg- unnar á valdadögum vinstri stjórnarinnar. Hann upplýsti, að verðlagið í landinu hefði hækk- að um hvorki meira né minna en 24,5% á valdatímabili hennar. Þetta gerðist þrátt fyrir það, að vinstri stjórnin hafði lýst því yfir, er hún settist á valdastól, að meginverkefni hennar væri einmitt að stöðva dýrtíð og verð- , bólgu og tryggja kaupmátt launa. ' En niðurstaðan varð ekki ein- ungis sú, að stjórnin gerði ekk- ert nema leggja á nýja skatta, sem námu um 1220 milljónum kr. á ári, og lagði þannig grundvöll að stóraukinni dýrtíð og nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum, var ný verðbólgualda að rísa. Ef ekkert hefði verið að gert, myndi þetta nýja dýrtíðarflóð hafa haft í för með sér algert hrun í efnahags- málum þjóðarinnar. Þannig var þá viðskilnaður þeirrar ríkisstjórnar, sem lofað hafði algerri stefnubreytingu í íslenzkum stjórnmálum, aftur- hvarfi frá uppbóta- og styrkja- kerfinu og „nýjum og varanleg- um úrræðum." Hún skildi við allt í rústum, og flæmdist frá völdum úrræðalaus og uppgefin. Viðreisnarstefna S j álf stæðisf lokksins En formaður Sjálfstæðisflokks- ins gagnrýndi ekki aðeins stjórn- arathafnir vinstri stjórnarinnar. Hann ræddi einnig úrræði og við- horf Sjálfstæðisflokksins til vandamálanna. Hann ræddi ítar- lega um viðleintni flokksins til þess að koma á réttlátri og lýð- ræðislegri kjördæmaskipan, og benti á að ranglæti í þeim efnum hefði verið rót margs hins versta í stjórnarfari síðustu ára. Jafn- framt skýrði hann frá megin- atriðum þeirra tillagna, sem gert er ráð fyrir að samkomulag tak- ist um meðal meirihluta Alþing- is til grundvallar nýrri kjör- dæmaskipan. Ólafur Thors ræddi einnig nauðsynlegar aðgerðir í efna- hagsmálunum og viðhorf Sjálf- stæðisflokksins til þeirra. Hann lagði áherzlu á, að skapa yrði jafnvægi í verðlags- og efna- hagsmálum, auka framleiðsluna og styrkja verðgildi krónunnar, miða fjárfestinguna í landinu við getu þjóðarinnar, örva sparifjár- myndun og beina fjármagninu inn á þær brautir, sem arðvæn- legastar væru fyrir þjóðfélagið. Hann taldi nauðsynlegt að end- urskoða skatta- og tollakerfi rík- isins frá rótum, vernda eigJia- réttinn, afnema sérréttindi, tryggja vinnufrið í þjóðfélaginu, skapa næga atvinnu handa öll- um og beina vinnuafli þjóðarinn-. ar að útflutningsframleiðslu hennar. Einhuga flokkur Af undirtektum hins mikla fjölda fulltrúa á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins við ræðu Ólafs Thors var það auðsætt, að Sjálf- stæðisflokkurinn stendur í dag einhuga og sterkur. Fólkið í flokknum er þess reiðubúið að taka upp þá miklu baráttu, sem fram undan er. Það er vissulega rétt, sem formaður flokksins sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn einn er í dag fær um að veita þá forystu, sem þjóðin þarfnast. Vinstri stjórnin hefur feng- ið sín tækifæri. Nú er röðin komin að Sjálfstæðisflokkn- um til þess að sýna íslending- um enn einu sinni, hver úr- ræði hans eru. ÞAÐ bar við í Liverpool í Eng- landi fyrir skömmu, að leikkon- an Sara Churchill, dóttir Sir Winstons Churchills, var dregin fyrir lög og dóm og sökuð um að hafa verið drukkin og hávær um of klukkan tíu að morgni. Sara, sem er 44 ára að aldri, er skapstór og mikil fyrir sér, enda áttu fjórir lögreglumenn fullt í fangi með að koma henni inn í réttarsalinn. ★ Þegar hún var spurð, hvort hún væri sek eða saklaus, barði hún í borðið og hrópaði: Ég neita að svara nokkrum spurning um, fyrr en þér skipið mönn- um yðar að sleppa mér og láta mig fá skóna mína aftur! Lögreglumennirnir slepptu henni, og lögreglukona rétti henni skóna. Ungfrú Churchill sneri sér að lögreglukonunni og sagði: Þakka yður kærlega fyr- ir. Ég skal sjá um, að þér verð- ið sæmdar heiðursmerki Brezka samveldisins af fyrstu gráðu. Sara sagðist vera saklaus af ákærunum, sem bornar voru fram á hendur henni, en réttur- inn úrskurðaði hana seka og hún var dæmd til að greiða 40 shill- inga í sekt. Leikkonan var klædd pels úr hlébarðaskinni, dökkblá- um síðbuxum og hvítum leistum. Við þetta atvik rifjaðist það upp, að Sara var sektuð um 50 dali í Los Angeles í Kaliforníu í jan- úar árið 1958 fyrir að vera drukk in á almannafæri. ★ Lögreglumanninum, sem bar vitni gegn ungfrú Churchill í Liverpool sagðist svo frá, að þennan sama morgun hefði leigu- bílstjóri kallað hann til liðs við sig, þar sem farþegi hans, Sara Churchill, neitaði að borga far- gjaldið. Sagðist hún ekki hafa neina peninga á sér. Sagðist lög- reglumaðurinn hafa reynt að fá leikkonuna með sér á lögreglu- stöðina með góðu, en hún hefði verið hin versta og hrópað: Ég hata yður. Ég hata alla . . . Þrátt fyrir mótþróa hennar tókst lög- regluþjóninum að koma henni að lögreglustöðinni, en þá varð Sara svo óviðráðanleg, að hann varð að kalla þrjá menn sér til hjálpar. Þegar ungfrú Churchill var kölluð í vitnastólinn, byrjaði hún á því að púðra á sér nefið. Ég er viss um, að Liverpool er ágætis- borg, sagði hún. Ég var að leita mér að einhverjum samastað og hafði ekki á mér smápeninga. Ég hafði hvergi fengið ávísuninni skipt. Sara fullyrti, að leigubíl- stjórinn hefði ýkt mjög í allri frásögn sinni. ★ Er dómurinn var fallinn, spurði ungfri^ Churchill, hvort hún mætti greiða sektina með ávísun. Einhver góðhjartaður maður í áheyrendasalnum rétti þá lögregluþjóni 40 shillinga, og leikkonan var frjáls ferða sinna. Hún kvaddi lögreglukonuna með virktum. Þegar lögregluþjónn fór fram á það við ungfrú Churchill, að hún greiddi leigubílstjóranum það, sem hún skuldaði honum — 2 shillinga og 9 pence, sagði hún án þess að láta sér bregða: Farið til fj.......Ég hef enga peninga. Dómarinn spurði þá ungfrú Churchill, hvort hún hefði skilið það, sem fram fór í réttarsaln- um. Ekki fyllilega, var svarið. Ég heyri dálítið illa. Hún skellti flötum lófanum á hægra eyrað. Við skulum fara yfir þetta allt saman aftur, svo að þetta liggi ljóst fyrir, bætti hún við. ★ Síðdegis þennan sama dag mætti ungfrú Churchill stundvís- lega í Liverpoolleikhúsinu til að í SL. VIKU fór Liz Taylor til Chicago til að ganga úr skugga um, að sómasamlega hefði verið gengið frá áletruninni á legstein- inum, sem á að setja á gröf Mike Todds. Eins og menn munu minn- ast fórst kvikmyndajöfurinn Mike Todd í flugslysi á sl. ári. Hann var þriðji maður Elíza- betar. Þegar hún kom með flugvél frá Chicago til New York, biðu leika titilhlutverkið í Pétri Pan. Hún veifaði glaðlega til aðdá enda sinna, sem biðu við dyrnar á búningsherbergi hennar bæði fyrir og eftir leiksýninguna. fjölmargir blaðamenn á flugvell inum. M.a. var hún spurð að því, hvort hún hefði í hyggju að giftast söngvaranum Eddie Fisch er á næstunni. Ég vil ekkert ræða um það mál, sagði Elízabet ákveð in. Nýlega var gengið frá skiln- aði Eddie Fischers og konu hans Debbie Reynolds í Hollywood. Myndin var tekin á flugvell- inum. í för með Liz er heimilis- læknir hennar, dr. Rexford Kennamer. Liz vill ekki fjöl- yrða um Fischer

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.