Morgunblaðið - 13.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.1959, Blaðsíða 13
Töstudagur 13. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Ný og réttlát k;ördœmaskipun Yfirlitsmynd er sýnir hinn mikla f jölda fulltrúa við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Framh. af bls. 11. fara um það nokkrum orðum. Kjarni málsins er sá, að öll þjóð- in, að Framsóknarflokknum jafnvel meðtöldum, játar, að ekki verði lengur búið við nú- verandi kjördsemaskipun. Með hverju árinu sem líður, hefir ranglætið farið sívaxandi, og þeim daglega fjölgað, sem skilja, að verði ekki úr bætt, er lýðræði og þingræði beinlínis stefnt í voða. Upp úr sauð, þegar Hræðslubandalagið var stofnað, fyrir kosningarnar 1956. Þegar ljóst varð, að Framsókn arflokkurinn fékk þá kosna 17 þingmenn, en Sjálfstæðisflokk- urinn aðeins 19, þótt honum bæri að fá 46 þingmenn, miðað við kjósendatölu hvors flokks um sig, skelfdust jafnvel sjálfir söku dólgarnir. Reyndi þá vinstri stjórnin, undir forustu formanns Framsóknarflokksins, að lægja öldurnar með því að taka upp í stjórnarsamninginn fyrirheit um að lögfesta á kjörtímabilinu nýja, réttlátari kjördæmaskipan. Það loforð var að sönnu svikið, eins og flest önnur, en sannar þó óttann við refsivönd þeirra, sem lýðræðisreglur höfðu verið svo herfilega á brotnar. Samið um málið Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa nú, sem kunnugt er, samið um lausn máls ins sín á milli. Nægir það að vísu ekki til að tryggja framgang málsins, þar eð þessir flokkar ihafa aðeins 8 af 17 atkvæðum í efri deild. En að óreyndu ætti að megna vænta þess, að kommún- istar gangi ekki gegn jafn aug- ljósum hagsmunum flokks síns og vilja kjósenda sinna, með því að fella frumvarpið. Stefnan mörkuð Það er ekkert launungarmál, að ekki var það vandalaust fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ná samkomulagi um málið, fremur en fyrir Sjálfstæðisflokk inn og Alþýðuflokkinn að verða á eitt sáttir, en þar ber nú orðið lítið á milli. Innan okkar flokks kröfðust allir meira jafnréttis milli manna, flokka og staða. Að því marki lágu tvær léiðir. Önnur sú, að fækka þingmönnum dreif- býlisins, hin að fjölga þingmönn- um þéttbýlisins og þar með tölu þingmanna. Hvorug leiðin var þó fær nema því aðeins, að þing- menn þéttbýlisins, og þá fyrst og fremst Reykjavíkur, féllust á það sjónarmið, að kjósendur þeirra hefðu betri aðstöðu til áhrifa á gang þingmálanna og gætu þess vegna unað því að eiga hlutfalls- lega færri umboðsmenn á þingi en dreifbýlið. Á þetta féllust allir fulltrúar þéttbýlisins í Sjálfstæðisflokkn- um. J afnframt var það skoðun allra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, að ekki væri hægt að sættast á fækkun þingmanna í dreifbýlinu. En hins vegar síður en svo neitt athugavert við að fjölga þingmönnum í nokkru samræmi við fjölgun þjóðarinn- ar og vaxandi margbreytni í störfum löggjafans. Er það í fullu samræmi við það, sem gerzt hefir á öðrum sviðum ríkisbáknsins, en þó miklu minni fjölgun þing- manna en embættismanna. Með þessu var stefnan mörk- Uð. Málalok Innan þessa ramma fólust svo auðvitað mörg vafaefni, sem óþarft er að rekja. Sé það í sam ræmi við vilja þessa fundar hygg ég að málalok verði í aðalatrið- um þessi: Kjördæmin verða 8, þar af 4 eða 5, sem hafa 5 þing- menn, 2 eða 3, sem hafa 6—7 þingmenn, og Reykjavík með 12 þingmenn. Allir kosnir hlutfalls- kosningu. Auk þess verða mest 11 uppbótarþingmenn. Og þing- menn alls allt að 60—62. Verður væntanlega gengið endalega frá frumvarpinu á næstunni. Reiði hinna réttlátu Auðvitað hafa Framsóknar- menn ráðizt á þessar breytingar, en það hefðu þeir gert hvernig svo sem tillögur okkar hefðu ver- ið. Og auðvitað berjast þeir ekki fyrir illa fengnu og illa meðförnu valdi Tíma-klíkunnar! Það er nú eitthvað annað! Enda væri þeim það ólíkt. Nei, nú sem fyrr eru það hagsmunir bændanna, sem í húfi eru, alveg eins og alltaf áður, þegar reynt hefir verið að leiðrétta versta misréttið og með því að draga úr ofurveldi Fram- sóknarflokksins. Og hverjir skyldu þá ganga berserksgang aðrir en Framsóknarmenn? Fram sóknarmenn hafa alltaf haft einkarétt á því áð berjast fyrir hagsmunum bænda. Það er svo sem ekki af skorti á umhyggju fyrir bændunum, að Framsóknar- flokkurinn stenzt ekki reiðari en þegar aðrir bera fram til sigurs hagsmuni sveitanna! Alls ekki! Reiðin stafar þá aðeins af því, að verið er að stela einkarétti Framsóknarflokksins. Og er svo sem ekki von, að Framsóknar- mönnum gremjist, þegar þeir eru rændir því, sem þeir telja sig hafa grætt mest á? Allt er þetta skiljanlegt og mannlegt, en hins vegar ekki jafn hyggilegt vegna þess hve skýlan er gisin. Gráir leikur Tímaklíkunnar Það fer ekki hjá því, að allur þorri manna skilji hversu gráan leik Tíma-klíkan nú er að leika, þegar hún spanar sveitafólk með falsrökum til að veita mótspyrnu sanngjörnuan réttarbótum til verndar lýðræðinu, eingöngu í þeirri tálvon að geta haldið áfram að blómstra sjálf á kostn- að bænda. Með þessu er Fram- sóknarflokkurinn beinlínis að reyna að kljúfa þjóðfélagið í tvær sundurþykkar fylkingar. Allir gera sér ljóst, að hvort sem mönnum fellur það betur eða verr er það staðreynd, sem ekki verður umflúin, að fólksstraum- urinn hefur legið frá-dreifbýlinu til Faxaflóahéraðanna. Valdið færist til með fólkinu Það er líka staðreynd, að til langframa unir þetta fólk því ekki að missa að miklu leyti kosn ingaréttinn, eingöngu vegna bú- staðaskiptanna. Af þessu leiðir, að gegn kjördæmabreytingunni er ekki auðið að standa. Hitt hlýtur einnig að liggja flestum í augum uppi, að sú kjördæmabreyting, sem felur í sér, að hvert atkvæði í sveit hef- ir nær þrefalt gildi við atkvæði í þéttbýlinu, miðar ekki að því að skerða rétt dreifbýlisins, heldur þvert á móti að hinu að efla áhrifavald þess á kostnað þéttbýlisins. Þessi kjördæma- breyting er svo augljós og ótví- ræður vottur um réttan skilning á þjóðarþörf íslendinga til sjáv- ar og sveita, svo gleðileg og virðingarverð víðsýni fulltrúa þéttbýlisins á þörf dreifbýlisins, að allir sannir vinir sveitanna hljóta að gleðjast yfir, eins og líka allir þeir, sem skilja, að þessi litla þjóð á allt sitt undir að geta búið saman í friði og vináttu og gagnkvæmum skiln- ingi hver á annars þörfum, fagna þessum tíðindum. Sveitirnar verða að forðast fjendur þéttbýlisins Orðaskvaldur eiginhagsmuna- baráttu Framsóknar fær um þetta engu þokað. Sú barátta vekur aðeins kaldhug þéttbýlis- ins í garð Framsóknarflokksins og sviptir hann öllu áhrifavaldi meðal þess fólks, sem þar býr. Það ríður á miklu, að sveita- fólkið geri sér í tæka tíð ljóst, að það, sem nú er að gerast í þjóðfélaginu, er þetta: 1. Miklir, að ég ekki segi óhugnanlegir fólksflutningar hafa átt sér stað frá dreif- býlinu til þéttbýlisins síðustu áratugina. 2. Þungamiðja valdsins hlýtur að verulegu leyti að flytjast með fólkinu sjálfu. 3. Sveitunum ríður þess vegna á að skipa sér í fylkingu með Sjálfstæðismönnum og öðrum, sem voldugir eru og vinsælir í þéttbýlinu og gera þá með því sér vinveitta og háða, en umfram allt að forðast fjandmenn þéttbýlis- ins, en það er Framsóknar- menn. Með því og því einu móti tryggja sveitirnar hagsmuni sína, jafnt um fjárfestingu til vega, brúa, raforku, ræktunar og ann- ars, sem og margvísleg önnur réttindi, sem þær þurfa á að halda og raunar allri þjóðinni er fyrir beztu að veita þeim, ef rétt er á litið. Sjálfstæðismenn skilja hagsmuni sveitanna Ekkert tryggir hagsmuni sveit- anna annað en nægilega sterk ítök í þéttbýlinu. Ekkert teflir hagsmunum sveitanna í voða til jafns því, að leggja lag sitt við þá, sem með öllu sínu framferði hafa komið sér svo út úr húsi, að þeir hafa ekki getað krækt sér í svo mikið sem einn einasta þingmann í þéttbýlinu hér syðra, þar sem meira en helmingur þjóðarinnar býr og þar sem þungamiðja valdsins því verður. Það er beinasta leiðin til að spana þéttbýlið til andstöðu við hagsmunamál sín, að leggja lag sitt við fjandmenn þess, Fram- sóknarmennina. Sjálfra sín vegna verða bændur að íhuga rólega, hvort þetta er rétt eða rangt. Sannleikur eða blekkingar. Sé þetta rétt og satt, og það er rétt og satt, munu Framsókn- armenn uppskera því meira fylgishrun, sem þeir fjandskap- ast meir gegn svo sanngjörnum réttarbótum þéttbýlisins, sem hér er farið fram á. En hvað sem öðru líður: bændur og búalið! Á ykkur er skorað, en í nafni eigin velferðar, heilla og vel- gengi allra Islendinga, að íhuga málið gaumgæfilega, en láta ekki sjónhverfingatilraunir Framsókn armanna lánast. Þeir erU ekki að berjast fyrir hagsmunum sveit- anna, heldur fyrir eigin valdi. Þeir skilja mæta vel, að Sjálf- stæðismenn fást aldrei til að svíkja sveitirnar í tryggðum. Þeir vita mæta vel, að það eru helber ósannindi, þegar þeir segja, að Sjálfstæðismenn vilji draga úr fjárfestingu til sveit- anna. Það, sem við viljum minnka, er kaupmáttur Fram- sóknargjaldeyrisins. Við viljum aðeins minnka vald fjármagns og atvinnukúgunar yfir skoðun- um og frelsi bænda og annarra kjósenda. Bezta trygging sveitanna fyrir tryggð Sjálfstæðismanna við hagsmuni þeirra felst í því, að svo sem allir vita, skilja Sjálf- stæðismenn e. t. v. öllum öðrum betur því lík þjóðarnauðsyn það er, að sveitirnar eyðist ekki. Gildir þar um einu, hvort litið er til menningar þjóðarinnar, sögu hennar, erfðavenja eða ann- ars slíks, eða hitt, að eigi verður við unað, að slitinn sé þáttur landbúnaðarins í fábreyttu at- vinnulífi Islendinga. Sá, sem átt hefir og á skilning á gildi sveitanna fyrir menn- ingu og atvinnulíf þjóðarinnar og að öðru leyti veit sínu viti, gengur þess ekki dulinn, að eina ráðið til að forðast flóttann 'úr dreifbýlinu, er að tryggja fólk- inu, sem þar býr, ekki verri af- komu en þeim, sem í þéttbýlinu búa. Afleiðingin af þessu er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn gerir það, sem í hans valdi stendur til að tryggja hagsmuni sveitanna og þar með allrar þjóðarinnar. Þetta hefir Sjálfstæðisflokkur- inn alltaf gert og það mun hann alltaf gera. Æsingar en ekki rök Um einstök rök eða rökvillur Framsóknarflokksins gegn kjör- dæmabreytingunni tel ég mér ekki nauðsynlegt að vera marg- orður. Þau eru mótsagnakennd eins og gerist, þegar reynt er að verja rangan málstað, með því að stofna til æsinga. Sjálfsagt sjá sumir Framsókn- armenn drauga um hábjartan daginn. An efa trúa einhverjir þeirra sjálfum sér. En mest gæt- ir þar lágkúrulegustu sjónar- miða, þröngsýnna afturhalds- manna. Höfuðþunga leggja Framsókn- armenn á, að rofna muni sam- band kjósenda og þingmanna, ef kjördæmin verði stækkuð. En nú séu þingmennirnir kjósend- unum allt í öllu. Segir um það í Tímanum 24. f. m. á þessa leið: „Formælendur hinna fáu, stóru kjördæma segja, að fulltrúar dreifbýlisins eigi ekki að fækka við þá breyt- ingu, sem fyrirhuguð er. Látum svo vera. En með henni er það samband rof- ið, sem er aðalatriði, hið beina samband héraðanna við Aiþingi, höfuðborgina og þjóðfélagsstofnanir þær, sem þar hafa aðsetur“. „Alþingismenn strjálbýl- ins hafa verið kjördæmum sínum allt í öllu, nokkuð í líkingu við það, sem Jón Sigurðsson var öllum ís- lendingum". Jón Siguirðsson og Eysteinn Allir teljum við Jón Sigurðs- son mesta íslenzka stjórnmála- manninn fyrr og síðar. En er það ekki dálítið broslegt, að halda því fram, að t. d. annar eins maður og Eysteinn Jónsson geti ekki með alkunnri iðni og natni gætt hagsmuna svo sem 15. hvers kjósanda í landinu svo við sé unandi, og það með hjálp fjög- urra annarra þingmanna, úr því að Jón Sigurðsson gat verið öll- um íslendingum allt í öllu, þótt búsettur væri í öðru landi. Ekki efast ég um getu Eysteins, a. m. k. ekki, ef hann settist að I kjör- dæminu. Eða svo tekið sé annað dæmi. Framsóknarmenn hafa verið að ympra á því að gera Gullbringu- og Kjósarsýslu að fjórum kjör- dæmum. í nær þrjá og hálfan áratug hefir ekki meiri bógur en ég verið talinn full góður fyrir þetta fólk og ekkert verið á það minnst, að hið nána samband milli kjósenda og þingmanns hafi rofnað. En sé svo í Gullbringu og Kjós, sem Framsóknarflokk- urinn sýnist nú fáanlegur til að gera að 4 kjördæmum, því skyldi þá ekki öðrum þingmönn- um kleift að halda slíku sam- bandi, þótt fjögur eða fimm eldri kjördæmi yrðu sameinuð í eitt. Og hversu miklu auðveldara hlýtur það ekki að vera þessum 5 til 7 þingmönnum, sem þar eru kosnir, að skipta með sér verk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.