Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 14

Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 14
] MORCVNH' ' n rrt Föstudagur 13. marz 195Í Varanleg efnahagsleg velsœld urrs, til að koma á „nánu sam- bandi milii aiþingismannsins og kjósendanna", en mér einum að koma á og viðhalda slíku sam- bandi í nser hálfan fjórða ára- tug. Spccin hræða Mér dettur í þessu sambandi i hug, að Tíminn hefir birt um- mæii, er hann segir mig hafa viðhaft 1942, til að andmæla stækkun kjördæmanna, og spyr hvað valdi skoðanaskiptum min- um. Ég hefi ekki hirt um að aðgæta, hvort rétt sé með farið, vegna þess að það skiptir engu máli. Ég hefi skipt um skoðun á skemmri tíma en 17 árum, enda ekki svo alls varnað, að ég geti ekki vaxið að viti og þekkingu og þroska líkt og aðrir menn. Frá því er líka að segja, að fram til stofnunar Hræðslu- bandalagsins 1956 hneigðist ég mest að einmenningskjördæm- um, en margt það, sem þá kom 1 ljós, var óhugnanlegra en mig hafði órað fyrir. Eftir þá reynslu kýs ég miklu fremur stærri kjör- dæmin, sé þeirra kostur, enda þótt fantabrögðum verði alls ekki með öllu útrýmt meðan menn fá sig til að beita þeim. Skal ég ekki fara um það fleiri orðum. Þjófar eða spámenn? Annars verður mér oft á að brosa, þegar ég les tilvitnanir Tímans í orð ýmissa andstæðinga Framsóknarflokksins varðandi kjördæmamálið. Nú á allt, sem við sögðum á þeim árum, að vera heilagur sannleikur, biblía ís- lendinga, einkum þó bænda. En þegar við viðhöfðum þessi um- mæli, voru þau talin sönnun um óheiðaileika okkar, en einkum þó vottur um illt innræti okk- ar, þjófanna, sem taldir voru vera að ræna sveitirnar lögformlegu valdi þeirra. Til tilbreytingar ættu Tramsóknarmenn öðru hvoru að vitna í ummæli Hann- esar Hafstein, Péturs á Gaut- löndum, Pórhalls .biskups, Ólafs á Álfgeirsvöllum, Jónasar Jóns- sonar, Jörundar Brynjólfssonai; og Ólafs Jóhannessonar, sem all- ir eru andvígir núverandi kjör- dæmaskipan, en meðmæltir stækkun kjördæmanna, svipað því, sem nú er farið fram á. „Það er alls ekki sambærilegt“ Rétt er að minna á, um leið og ég lýk þessum stiklum, að eins og allir vita, vill Fram- sóknarflokkurinn ólmur halda kjördæmunum með öllu óbreytt- um, enda þótt hann hopi á hæl, svona skref af skrefi, þegar hann er aðþrengdastur. Rétt svo menn sjái hvað það er, sem Fram- sóknarflokkurinn berst fyrir með oddi og egg, skal ég að lokum bregða upp þsssari mynd: Við seinustu alþingiskosning- ar voru kjósendur: A Seyðisfirði ............. 426 1 Dalasýslu ............... 703 í Austur-Skaftafellssýslu 759 1 Vestur-Húnavatnssýslu .. 803 Á Ströndum ................ 872 í Vestur-ísafjarðarsýslu .. 1020 1 Mýrasýslu ................ 1065 1 Norður-Þingeyjarsýslu .. 1078 1 Norður-Múlasýslu, sem er tvímenningskjördæmi 1475 Eða alls í þessum 9 kjördæmum ............. 8201 kjósandi. Þessir 8.201 kjósandi kjósa 10 þingmenn og fékk Framsóknar- flokkurinn þá alla. í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru aðeins færri kjósendur, eða 7.515. Þeir kjósa einn þingmann, sem Sjálfstæðis- flokkurinn lékk. Finnst mönnum þetta ekki ágætt? Er það svo sem ekki alveg nóg, að 7.515 bændur, sjómenn, útvegsmenn og verkamenn fái einn þingmann, úr því að þeir eru svo vitlausir að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Er það svo sem nokkuð meira en þessir 8.201 kjósandi verð- skuldar, að þeir fái 10 þingmenn, úr því að þeir hafa vit á að kjósa Framsóknarflokkinn? Hér á við kjörorð Framsóknar- ílokksins: „Það er alls ekki sambærilegt". Þessi forherta auðs- og valda- Framtíðin ■ Takist okkur nú að bera fram til sigurs kjördæmabreytinguna, er stórum steini úr götunni rutt. Ranglætið hefir legið eins og farg á þjóðinni. Það er rót margs hins versta i stjórnarfari undan- farandi ára. Þaðan er runnin öngþveitið, glundroðinn, stjórn- leysið, klíkuvaldið og spillingin. Eftir að öld lýðræðis og þing- ræðis hefst hér að nýju, skapast ný viðhorf. Þjóðin getur þá beitt sér af alefli að lausn hinna miklu viðfangsefna, sem framundan bíða og leyst þau með skynsemd og réttsýni. Þess er líka mikil þörf. Um næstu aldamót má ætla, að íslendingar verði um 400 þús- und manna þjóð. Það er hlutverk okkar, sem nú erum fulltíða, að sjá um, að því fólki öllu verði búin góð og mikil starfsskilyrði, svo að það fái notið krafta sinna og tryggt sér afkomu ekki verri, heldur betri en við höfum átt kost á. Leit að málefnum og orkugjöfum Sjálfstæðismönnum var og er Ijóst, að krafa þeirra um stiðv- un verðbólgunnar og iöggjöfin, sem um það var sett eftir ára- mótin, er aðeins fyrsta sporið i viðreisnarbaráttunni. Með því stöðvaði þjóðin sig áður en hún gengi fram af brún- inni. Eftir er að marka nýja stefnu og tryggja henni fylgi. Það hlýtur auðvitað að vera markmið allrar efnahagsstarfsemi að skapa þjóðfélagsþegnunum varanlega efnahagslega velsæld. Fyrir því ber að leggja áherzlu á, að allar opinberar aðgerðir í efnahagsmálum stefni að því, að þjóðarframleiðslan og þjóðartekj- urnar verði sem mestar. Til þess að svo megi verða. ber ekki að eins að auka og endurbæta fram- leiðslútæki þeirra meginatvinnu- vega, sem fyrir eru, heldur þarf einnig að leggja inn á nýjar brautir og hefja stóriðju til út- flutnings. Til þess að skapa grnnd völl stóriðju í landinu, verður með skipulegum hætti að hefja leit að hráefnum, orkugjöfum og auðlindum. Þá þarf og að auka stórlega styrki og fjárframlög til vísinda- og rannsóknarstarfa í þágu atvinnuveganna. Auka verður einnig náttúruvísinda og tæknimenntun í skólum landsins og bæta iðnfræðilega þjálfun inn- lends vinnuafls. Loks verður svo að breyta íslenzkri skattalög- gjöf þannig að fjármagn geti myndazt í íslenzkum fyrirtækj- um og erlent fjármagn fáist til þátttöku í íslenzkum stórfram- kvæmdum, sé það talið æskilegt- Viljum höggva á hlekkina Við Sjálfstæðismenn gerum okkur fulla grein fyrir því, að hér á íslandi varðar það mestu, að almannavaldið forðist aðdrepa í dróma eðlishneigð íslendinga til átaka við óblíða náttúru og að ýmsu leyti erfið skilyrði í því skyni að sækja auð í skaut nátt- úrunnar á sjó og landi. Við gerum okkur grein fyrir, að í böndum fær hvorki þjóð né einstaklingur notið sin. Við klíka, hefir alltaf ætlað sjálfri sér annan og meiri rétt en öðr- um orðið því gráðugri, sem hún hefur lengur nærzt á rangindum. En er til of mikils mælzt, að Framsóknarflokkurinn sýni það brot af velsæmi að hætta að beita fyrir sig bændum íslands, þegar hann fótum treður allt réttlæti og reynir að leggja í rúst hugsjón lýðræðis og þingræðis, með jafn himinhrópandi rang- læti? — Úrrœðin unum því illa fjötrunum, sem þjóðin hefir verið lögð í, og vilj- um höggva af henni hlekkina. En okkur er ljóst, að svo sem komið er verðum við að sætta okkur við að ná settu marki í mörgum áföngum. Þannig gerum við okkur t.d. ljóst, að hugsjón okkar um frjálsa verzlun er að- eins óskhyggja, meðan við seljum þriðjung útflutningsafurðanna með jafnvirðiskaupum. Þær vör- ur, er við fáum í skiptum fyrir þennan hluta útflutningsafurð- anna, megum við ekki kaupa annars staðar, nema þá að litlu leyti. Ekki kemur til mála að takmarka framleiðsluna. Af þvi leiðir, að meðan ekki er auðið að selja hana alla fyrir frjálsan gjaldeyri, er heldur ekki auðið að gefa verzlunina frjálsa. Aukin framleiðsla — meiri tækni Það er mikið vandamál, eins og högum okkar er háttað, að skapa ytri skilyrði fyrir farsælli efna- hagsþróun í þjóðfélaginu. Upp- bæturnar og niðurgreiðslurnar eru að sönnu orðnar afar óvin- sælar hjá mörgum. En nefni menn hið eina, sem þær getur leyst af hólmi, þ. e. a. s. rétt gengi íslenzku krónunnar, hika allir. Að vissu leyti er þetta von, vegna þess að slíkt stökk gæti vel reynzt heljarstökk. Ef sam- timis ætti að banna kauphækk- anir yrðu kjör launþeganna með öllu óviðunandi. Ef hins vegar sigldi í kjölfarið tilsvarandi kaup hækkanir og hækkun verðiags innlendrar framleiðsluvöru, rynni gengisskráningin út í sandinn, og er þá verr farið en heima setið. Hér verður því að stýra varlega og ætla sér allan þann tíma tíl að ná settu marki, sem nauðsynlegur er, til að komast hjá óhöppum. Rétt og stöðugt verðgildi pen- inganna er gruridvöllur efna- hagslegrar velferðar einstaklinga, blómlegs þjóðarbúskapar og far- sællar fjárhagsafkomu rikisins. Meðan krónan er ekki skráð réttilega, nær hún ekki því trausti sem er grundvöllur nauðsynlegr- ar myndunar sparifjár í landinu. En án sparifjármyndunar verð- ur ekki auðið að ná farsælli þró- un í efnahagsmálunum. Af þessu leiðir, að óhjákvæmilegt er að stefna að því að skrá krónuna rétt, en treysta hana siðan af al- efli. En þess verður jafnframt að gæta vandlega, að ekki nægir að framtíðarhagsmunir heildar- innar séu þar hafðir að leiðar- stjörnu, heldur verður lika að forðast af allra fremsta megni að skerða þessa hagsmuni og þá einkum þeirra, sem minna bera úr býtum um stundarsakir. Ella gæti glatazt það almenna traust, sem er frumskilyrði þess að svo róttæk ráðstöfun lánist. Hraðann verður því að miða við það, að aukin framleiðslu- tæki og ný tækni skapi skilyrði fyrir aukinni framleiðslu og betri hagnýtingu vinnuaflsins. Sé þessa gætt, ætti rétt krónu- skráning að mega lánast, án þess að skerða lífskjörin. Og þá held- ur ekki loku fyrir það skotið, að þau mætti samtímis bæta. Sem dæini um það, sem fyrir mér vakir, nefni ég aðeins, að er fslendingar í nokkrum áföng- um breyttu árabát í nýtízku tog- ara, skilaði hvert dagsverk sjó- mannsins margföldum arði. Með því var auðið að bæta afkomu sjómannsins sjálfs og allra ann- arra þegna þjóðfélagsins. Jafnvægi nauðsynlegt Éitt hið mikilverðasta til þess að farsællega fari, er að sjálf- sögðu að skapað verði og viðhald- ið nauðsynlegu jafnvægi í verð- lags- og efnahagsmálunum. Er þá áríðandi að koma á öruggri yfirstjórn bankamálanna. Er nauðsynlegt með nýrri banka- löggjöf að kveða skýrt á um verk svið seðlabankans annars vegar, en viðskiptabankanna hins vegar. Með þessum hætti er mögulegt að styrkja verðgildi krónunnar, með því að forðast verðþenslu- áhrif frá útlánastarfsemi bank- anna. Verður þá að sjá um, að heildarfjárfestingin í landinu miðist við getu þjóðarinnar á hverjum tíma, þ. e. a. s. innlenda sparifjáraukningu og erlent láns- fé. Ennfremur, að fjármagninu verði beint inn á þær brautir, sem arðvænlegastar eru þjóðfé- laginu, þótt auðvitað komi þar fleiri sjónarmið til greina. Er án efa hyggilegt, að stjórn- arvöld landsins láti árlega fram fara sérfræðilega athugun á því hverjar verklegar framkvæmdir eru nauðsynlegastar, en síðar séu þær látnar ganga fyrir öðru. Að sar*a skapi er ráðlegt að hafa samráð við fjármálafræð- inga um heildarstefnu peninga- og fjármála. Sparnað á ríkisfé Þá er og nauðsynlegt að taka fjármál rikisins til gagngerðar endurskoðunar, með það fyrir augum að horfið verði frá óhófs- eyðslu undanfarinna ára í rekstri rikisins, en gætt ýtrasta sparnað- ar. Jafnframt sé að því miðað að halda fjárfestingu hins opin- bera innan þeirra marka, að ekki hljótist af verðþensla. Þess sé gætt, að afgreiða greiðsluhalla- laus fjárlög, a. m. k. á verð- þenslutimum. Afnám séfrréttinda Skatta- og tollakerfi rikisins og sveitarfélaga, þarf að endur- skoða frá rótum. Ber þá eftir föngum að miða við, að skatta- kerfið örvi til afkasta og þá eink- um við útflutningsframleiðsluna og hvetji jafnframt til spamaðar. Séu þá öll sérréttindi afnumin, en öllum borgurum og öllum rekstrarformum gert jafnt und- ir höfði. Ber að gera kerfið allt einfaldara og ódýrara í fram- kvæmd. Góðir landsfundarmenn! Þið hafið verið hingað kvaddir á örlagastundu í lifi þjóðarinnar, til þess að setja lang stærsta flokki landsins lög, er honum ber í heiðri að hafa. Eins og horf- ir er vafalítið, að þessi lög okkar verða að verulegu leyti lög þjóð- arinnar á næstu árum. Reynsla síðustu ára hefir opnað augu allra fyrir því, að án atbeina okkar verður málefnum þjóðarinnar ekki farsællega til lykta ráðið. En hvort sem við stjórnum einir eða í samstarfi við óskyld öfl, eins og oft áður, munum við eng- an þátt vilja eiga að málum, nema því aðeins að eðlilegt til- lit verði tekið til tillagna okkar og úrræða þeirra, sem þessi fund ur kveður á um. Ég hefi þegar leyft mér að leiða athygli að nokkrum atrið- Eign til handa ölhim Þá ber að leggja miklu meiri áherzlu á að vernda eignarrétt- inn en gert hefir verið siðustu árin. Án eignarréttar og eignar eru efnahagsframfarir í frjálsu þjóðfélagi óhugsandi. Takmarkið er eign til handa öllum einstakl- ingum. En nauðsynlegt er, að þeir, sem ná eignarhaldi á fram- leiðslutækjum, láti sér skiljast, að þeir fari með þau í umboði allrar þjóðarinnar og að því fylgi skylda til að gernýta þau til hagsbóta fyrir heildina. Vinnuaflið dýnnætast Þá varðar það ekki síður miklu, að mönnum skiljist, að vinnuaflið er verðmætasta eign þjóðfélagsins. Fyrir því er kraf- an: Næg atvinna handa öllum. Sjálfstæðismönnum skilst að sjálfsögðu vel, hver vandi fylgir því, að fullnægja þessari kröfu, en tryggja þó jafnframt verðgildi peninganna. En þann vanda leys- ir frjáls og félagsleg búskapar- starfsemi bezt. Æskilegt er, að sett verði lög um atvinnuaukningarsjóði, er ætlaðir séu til þess að auka jafn- vægi í byggð landsins með þvi að stuðla að atvinnuaukningu, þar sem við atvinnuleysi er að stríða en framleiðsluskilyrði góð. Þá þarf að tryggja útflutnings- framleiðslunni nægilegt innlent vinnuafl. Varðar þar mestu, að kjör þeirra, sem við þá starf- semi vinna, séu eftirsóknarverð og skattaálagningin miðuð við, að þeir njóti sjálfir, sem mest leggja á sig. Lengri kjarasamninga Það ríður og á miklu, að tryggt sé náið samstarf og samráð rík- isvaldsins annars vegar og sam- taka launþega og vinnuveitenda hins vegar. Stefna ber að því, að kjarasamningar séu gerðir til lengri tíma en nú tíðkast og sem flestir samtímis. Koma þarf upp samvinnustofnun launþega, vinnu veitenda og rikisvaldsins, sem fylgist með afkomu atvinnuveg- anna og afli sem gleggstra upp- lýsinga um alla þætti efnahags- lífsins til afnota við samninga um kaup og kjör. staðar numið. Samþykki þessi fundur stefnu- skrá, sem í aðalefnum byggist á þessum hugleiðingum, og takist að afla henni fylgis þjóðarinnar við í hönd farandi kosningar, tel ég fslendingum óhætt að horfa vonglöðum augum fram á veginn, í trausti þess, að dug- mikil þjóð hagnýti rétt torsótt en mikil gæði lands okkar, og kunni síðan rétt með fjármun- ina að fara. um, sem miklu máli skipta. Ég veit, að þið munuð þar mörgu við bæta. Varfærni varðsff miklu Það má aldrei okkur Sjálf- stæðismönnum úr minni líða, að í landi hinna miklu, torsóttu auð- æfa, þar sem flest er enn falið ónotað í skauti náttúrunnar, varðar varfærni miklu, en stór- hugur, áræði og hugsjónaauðgi þó miklu meiru. Við skulum því, Sjálfstæðis- menn, halda kyndli hugsjóna okkar hátt á lofti, svo hann megi lýsa okkur og íslenzku þjóð- inni allri fram á veginn, fram til nýrra athafna og átaka, fram til nýrrar velmegunar, meiri menntunar og hærri menningar. Það og það eitt er í samræmi Höldum kyndli hugsjóna okkar hátt á loft

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.