Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 12
12
MOPCrMTtr 4 fílb
Plmmiudagur 19. marz 1959
A/íræð í dag:
Frú Steinunn H. Bjarnason
Málfríður Jónsdóttir
EKKI eru þeir margir, sem það
hiutskipti fá, að halda níræðis-
afmæli sitt, en þetta gerir nú ein
af þjóðkunnustu merkiskonum
Reykjavíkur í dag, frú Steinunn
H. Bjarnason. Og skömm væri
mér ef ég minntist ekki með
einhverju móti þessarar frábæru
ágætiskonu við slíkt tækifæri.
A hátt á fjórða áratug hafa bæði
ég og mitt fólk reynt hana að
þeirri vináttu sem aldrei brást
og ég veit að aldrei mundi bregð-
ast. Allan þenna tíma hefir þessi
vitra, hlýlynda, lífsglaða, ein-
arða, ósegjanlega góðgjarna og
veglynda kona verið stöðugur
gestur (það orð verð ég að við-
hafa, þó að það flytji hana í
meiri fjarlægð en okkur finnst
rétt vera) á heimili okkar og
ávallt flutt með sér það andrúms-
loft, sem gott var í að vera. Ég
get ekki talað af þekkingu um
englana, en við hérna í mínu
koti getum ósköp vel sætt okkur
við þá hugmynd að þeir séu eitt-
hvað líkir frú Steinunni. Og
þegar ég skrifa þessi orð, koma
skyndiiega eins og leiftur inn í
huga minn orð annars manns; orð
Sigurðar Ingjaldssonar, þar sem
hann segir frá gistingu sinni hjá
föðurbróður hennar, Birni Ey-
vindssyni í Vatnshorni, og barna-
hópurinn minnti hann á engla.
í>að var spámannleg sjón, munu
þeir segja, er þekktu þessi börn
fullorðin. Flest voru þau gædd
þeim mannkostum, að slíkir eru
fátíðir, og víst voru mannkostir
þeirra allra miklir.
Ég hefi fyrst minnst á mitt
eigið heimili, því að skyldast var
mér að gera svo. En Steinunn
Bjarnason hefir reynzt hin sama
á öðru miklu stærra heimili:
þjóðfélagsheimilinu. „Þú sem úr
öilu ætíð vildir bæta“, sagði
Grímur. Ef hann hefði kynnzt
Steinunni Bjarnason (eða Stein-
unni Hjartardóttur, eins og hún
nefndist í hans tíð), þá finnst
mér að hann hlyti að hafa viljað
viðhafa þessi sömu orð um hana.
Um enga manneskju gátu þau
betur átt við. Auk þess að stjórna
sínu eigin heimili af mikilli
prýði, hefir hún alla tíð frá því
er hún var ung stúlka tekið mik-
inn þátt í félagsmálum ailt fram
á þenna dag, og alls staðar var
hún á meðal hinna beztu liðs-
manna. Dugnaðurinn var mikill,
vitsmunirnir í allra bezta lagi,
góðvildin og sanngirnin óbrigð-
ular og sömuleiðis skapfestan, og
háttprýðin svo mikil að allir
hlutu að lúta henni. Það eru
menningarmálin og mannúðar-
málin, sem hún hefir látið til
sín taka, fremur en flokkapólitik
in með sínu mannskemmandi
þrasi. Á hana heyri ég frú Stein-
imni aldrei minnast.
Enginn skyldi ætla að slík
kona geti komið af lágum stig-
um. Þar með er vitaskuld ekki
við það átt að ekki geti verið
slíkrar að vænta af fátæku al-
múgafólki; því að sannleikur er
það, að „mörg í vorum djúpu
dölum drottning hefir bónda
fæðst“, en kynið hlýtur að vera
gott. Og í báðar ættir er það
afbragðsfólk, sem að frú Stein-
unni stendur. í bernsku minni
1 Borgarfjarðarsýslu var þar einn
sá maður, er allir minntust með
sérstakri virðingu, en sá maður
var áðurnefndur Björn Eyvind-
arson í Vatnshorni. Hann var
Njáll stiginn ljóslifandi út úr
sögunni. Og viðlíka frábær hefir
mér ávallt skilizt að Hjörtur
bróðir hans, faðir Steinunnar,
hafi verið. Skemmtilega sögu af
Hirti hefir sagt mér sá fróði
maður Haraldur Pétursson, en
ekki man ég nú að segja hana
nákvæmar en það, að bóndi þar
í sveitinni, með þungt heimili,
varð fyrir því tjóni að hey hans
brunnu að haustlagi. Eins og títt
er þegar slíkt ber upp á, brugð-
ust sveitungar mannsins vel við
og skutu saman nokkru fé hon-
um til styrktar; gáfu sumir
bændur kind. Ekkert gaf Hjört-
ur, sjálfur hreppstjórinn, sig að
þessu, og má nærri geta að ýms-
ir dómar hafi verið á lagðir.
Líður svo veturinn, en um vor-
ið gerir hann þessum manni boð
að finna sig. Fer hann með bónda
út í fjós, sýnir honum þar sex
kýr og segir kost og löst á hverri.
Nú þegar hann viti þessi deili
á þeim, skuli hann sjálfur velja
eina þeirra eftir geðþótta og hafa
heim með sér. Hjörtur vissi að
maðurinn hafði haft ærið bjarg-
ræði um veturinn, er hann varð
að lóga skepnum sínum sökum
þess að heyin vantaði. Ekki hefði
það verið ólíkt dóttur hans að
fara líkt að. Eplið féll ekki langt
frá eikinni.
Ekki var þessi tiltekt eins-
dæmi. Svipað atvik kom fyrir
í minni sveit nokkru áður en ég
fæddist. Fátækur bóndi með
stóran barnahóp, Gísli í Stóra-
Botni, missti snemmbæra kú og
var illa staddur. Þegar séra Þor-
valdur Böðvarsson í Saurbæ
frétti um tjón mannsins, hafði
hann engin umsvif, en sendi eitt
hjúa sinna með snemmbæru úr
sinu fjósi og lét afhenda Gísla.
Þó var séra Þorvaldur sjálfur
fátækur maður; þeir hafa margir
verið ekki kotungar niðjar séra
Þorvalds Böðvarssonar sáima-
skálds í Holti. En þetta var nú
útúrdúr.
Frú Steinunn er fædd 19. marz
1869 í Austurhlíð í Biskupstung-
um og hafa þegar verið sögð
deili á föður hennar, en kona
hans og móðir Steinunnar var
Guðrún Magnúsdóttir, systur-
dóttir þeirra landlæknanna Odds
og Jóns Hjaltalíns. Hún ólst
upp í foreldrahúsum, fór átján
ára gömul í Kvennaskólann
í Reykjavík, en síðan til náms
á Skotlandi og Englandi. Hafði
hún þar alllanga dvöl, en
eftir að hún kom heim, lagði
hún stund á kennslu, var t. d.
í þrjú ár heimiliskennari hjá
Sigurði sýslumanni Ólafssyni í
Kaldaðarnesi, en kenndi síðan
hér í Reykjavík, var kennari við
Kvennaskólann nokkuð á þriðja
áratug. Árið 1906 giftist hún
Brynjólfi H. Bjarnason kaup-
manni hér í Reykjavík, sem um
langt skeið var einn af kunn-
ustu borgurum bæjarins. Þau
hjón ólu upp tvö fósturbörn,
Hjört og Steinunni, sem bæði
hafa orðið ágætlega að manni,
enda var þeim séð fyrir góðri
menntun. Mann sinn missti frú
Steinunn 1934. Brynjólfur var
stórbrotinn maður, en hann dóði
konu sína og gerði sér það vel
ljóst hve vel hann var kvæntur.
Minningar mínar um hann eru
hinar ánægjulegustu, en kynni
mín af honum voru allnáin síð-
asta áratuginn sem hann lifði.
Hér hefir lítt verið rakin ævi-
saga frú Steinunnar, enda síður
þörf á því sökum þess að það
er nokkuð rækilega gert í 25 ára
minningarriti kvennadeildar
Slysavarnafélagsins, útgefnu fyr-
ir fjórum árum. En þess verður
að geta að hún hefir nú um hálfs
mánaðar skeið verið allmjög
veik og liggur á sjúkrahúsi. Hún
er þó nokkuð að hressast þegar
þetta er ritað og við vinir henn-
ar gerum okkur von um að hún
megi innan skamms komast heim
til sín aftur og síðan í heim-
sóknir til okkar.
Ekki má láta þess ógetið hve
vel fósturbörn frú Steinunnar
hafa reynzt henni, og sömuleiðis
þeirra bÖrn. Þetta átti hún að
vísu að þeim, en þó er það ekki
síður innrætið, sem þar segir
til sín.
Meðal þess marga og mikla sem
ég á henni að þakka, er það, hve
móðurlega hún hefir alla tíð
reynzt mínum börnum; en þau
eru nú öll í fjarlægum löndum
og þvi hæpið, að hún heyri frá
neinu þeirra á þessu stórafmæli
sínu, en hug þeirra til sín ætla
ég að hún viti.
Sn. J.
Arngrímur
Kristjónsson
skólnstjóri
F. 28/9 1900 D. 5/2 1959
Ástvinakveðja.
Vor iund er klökk,
því kvatt þig höfum vinur,
sem kærleiks yndi veittir
Hfs um tíð.
Nú andinn kraminn
undir byrði stynur,
þó indæl vakir þakklát
minning blið.
Þín milda hönd
og manndómslundin hýra,
var máttarstólpi okkar
iífs á braut.
og orðin mega aldrei
frá að skýra,
hve ástúð þín var sönn
í gleði og þraut.
í þungum harmi
þá við eigum gleði
að þakkað getum
hverja liðna stund.
Sú dýra minning svaiar
særðu geði.
Og sæla eigum von
um endurfund.
Hjá þér, ó, Drottinn huggun
fæst í hörmum,
ó, herra kom og lækna
tregans sár.
í þeirri trú við þerrum
tár af hvörmum
og þökkum Guði fyrir liðin ár.
Ó. Á.
V iðsldptasamning-
ur við Pólland
undirritaður
AÐ UNDANFÖRNU hafa farið
fram í Varsjá viðræður um við-
skipti milli íslands og Póllands.
Lauk þeim hinn 5. marz sl. með
undirskrift samkomulags, sem
gildir frá 1. marz 1959 til 31. marz
1960. Samninginn undirrituðu
Eugeniusz Leszczynski, formaður
pólsku samninganefndarinnar og
Svanbjöm Frímannsson, banka-
stjóri, formaður íslenzku samn-
inganefndarinnar.
í samkomulaginu er gert ráð
fyrir, að íslendingar selji Pólverj-
um freðsíld, saltsíld, fiskimjöl,
lýsi, gærur og garnir, en kaupi
í staðinn kol, trjávörur, járnvör-
ur, vefnaðarvörur, búsáhöld, vél-
ar og verkfæri, efnavörur fyrir
málningarverksmiðjur, kartöflur,
sykur, ávexti, síkoríurætur o. fl.
íslenzku samninganefndina skip
uðu auk Svanbjörns Frímanns-
sonar þeir dr. Oddur Guðjónsson
og Pétur Pétursson alþingismað-
ur.
Minningarorð
„Lif *r horfið, hún er orðin nár,
hjartað stanzað, brjóstið orðið kalt.
Hún, sem kunni að þerra sorgartár,
hún er dáin, svona fer það allt.
Ekkert bros á blíðum móðurvörum,
bleikur dauðinn heldur þar upp
svörum“.
ÞETTA erindi kom í hug mér, er
ég heyrði lát frú Málfríðar Jóns-
dóttur. Mig setti hljóða. Enda
þótt ég vissi, að hún átti við van-
heiisu aðstríða um nokkurt skeið,
þá kom mér ekki til hugar, að
hún væri að heyja sitt dauðastríð.
Mér fannst hún svo glöð og hress
í viðmóti og fjarri því að svo
skammt yrði á leiðarenda. En nú
sem fyrr sannast það, að dauð-
inn gerir ekki boð á undan sér.
Frú Málfríður var fædd hér í
Reykjavík 25. júní 1896. Hún gift
ist eftirlifandi manni sínum,
Theódóri Magnússyni, bakara-
meistara, 10. nóvember, 1917. Svo
lengi ég man eftir bjuggu þau á
Frakkastíg 14, hér í bæ. Þeim
hjónum varð 8 barna auðið og
dóu tvö þeirra í æsku, Sigurður
og Þórdís. Ellert, son sinn misstu
þau um tvítugt, mjög efnileg-
an pilt. En börn þeirra, sem upp
komust eru þessi: Lára, gift Gunn
ari Jóhannssyni, verkstjóra í
Hampiðjunni, Gunnar, húsgagna-
arkitekt, kvæntur Jóhönnu
Magnúsdóttur, Haraldur, verzl-
unarmaður, kvæntur Ástu Dís
Guðjónsdóttur, Sigurður, rafvéla
virki, kvæntur Ástu Sigurðar-
dóttur, Pálmi verzlunarmaður,
kvæntur Höllu Skjaldberg. Þar
að auki ólu þau upp son Theó-
dórs, Kjartan, heildsala, kvænt-
ur Sigríði Guðmundsdóttur og
Magnús Vigfússon, prentmynda-
smið, kvæntur Kristínu Samúels-
dóttur. Þau eru öll búsett hér í
bæ.
Frú Málfríður var ein af þess-
um sístarfandi dugnaðarkonum,
tók virkan þátt í ýmsum félaga-
samtökum, eins og Kvenfélagi
Fríkirkjunnar, Sálarrannsóknar-
félaginu og í I.O.O.F., Rebekku-
stúkunni nr. 1 — Bergþóru og
þar lágu leiðir okkar saman, og
var öll sú kynning, sem ég hafði
af henni þar með ágætum. Hún
var boðin og búin til starfa
hvenær, sem til hennar var kali-
að, virtist hafa tíma til alls. Frú
Málfríður var tíguleg kona í fram
göngu, fríð sýnum og vakti eftir-
tekt hvar sem hún kom. Fús til
að veita hjálp, hverjum sem til
hennar leituðu, hvort sem þeir
voru skyldir eða vandalausir.
Kærleiksrík eiginkona og móðir.
Hennar verður því sárt saknað
af eftirlifandi eiginmanni, böm-
um, fósturbörnum, vinum og
vandamönnum. Sætið er autt, en
minningin um góða konu og móð
ur lifir í þakklátum hjörtum eig
inmanns og barna. Ég votta þeim
öllum mína hjartanlegustu samúð
og vona að trúin á endurfundi
í ríki vináttu, kærleika og sann-
leika, gefi þeim öllum styrk til
að bera byrði sorgarinnar, og
gleyma því aldrei, „að Drottinn
elskar, Drottinn vakir daga og
nætur yfir þér“.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
4r
ÞANN 13. þ.m. andaðist í Bæjar-
spítalanum Málfríður Jónsdóttir
húsfreyja að Frakkastíg 14, hér
í bæ. Banamein hennar var
hjartaslag. Um 6 mónaða skeið
hafði hún kennt hjartasjúkdóms
og lengst af dvalizt þungt haidin
í sjúkrahúsi. Hún verður til mold
ar borin í dag.
Frú Málfríður var fædd í
Reykjayík 25. júní 1896. For-
eldrar hennar voru þau Jón
Bjarnason og Sigríður Ásbjarn-
ardóttir. Ólst Málfríður upp á
heimili móðursystur sinnar Mál-
fríðar Ásbjarnardóttur og eigin-
manns hennar Guðjóns Knúts-
sonar að Laugavegi 53. Þann 10.
nóv. 1917 giftist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum Theódóri
[ Magnússyni bakarameistara, en
hann hóf starfsemi sína sem bak-
arameistari vorið 1919 að Frakka
stíg 14. Lét hann siðar af þyí
starfi, en s.l. 10 ár hefur hann
verið starfsmaður borgarlæknis.
Þeim hjónum varð 8 barna auð
ið. Létust tvö þeirra á fyrsta ári
og einn son misstu þau 21 árs að
aldri. Hin börnin fimm eru öll
uppkomin og hafa þau stofnað sín
eigin heimiii. Þá óiu þau hjón
ennfremur upp son Theódórs, er
hann átti fyrir hjónaband sitt og
einn dreng vandalausan. Eru þeir
einnig báðir uppkomnir.
Sá, sem þessar fáu Hnur ritar
átti því láni að fagna að dveljast
um nokkurra vetra skeið á heim-
ili þeirra hjóna Málfríðar og
Theódórs á árunum 1922—29 og
fór þá eigi varhluta af hinni for-
eldralegu forsjá þessa góða
heimilis. Er sú dvöl því sérlega
minningarík. Samheldni hjón-
anna var ávallt mikil í hvívetna,
en hin dugmikla forusta heimil-
isins hið innra, mótaði það eðli-
lega mest. Þrátt fyrir hinn stóra
barnahóp, mikið og tímafrekt upp
eldisstarf, og húshjálp oft af
skornum skammti virtist hús-
freyjan þó ávallt hafa tíma af-
lögu. Hún var hjálpfús svo af bar
og ætíð skjót að ráða fram úr
vandamálum þeim, er að steðjuðu
í hvert sinn. Gestrisni þeirra
hjóna var viðbrugðið enda leit-
uðu margir kynna við hið giað-
væra, háttprúða og nægjusama
'heimili. En undir niðri ríkti þar
ávallt djúp alvara og mikil trú-
rækni.
Það fór eigi hjá því að starfs-
krafta og hjálpsemi slíkrar konu
yrði leitað langt úr fyrir mörk
heimilis hennar. Hún tók Hka
þátt í starfsemi fjölmargra góð-
gerðafélaga og ýmissa annarra
samtaka, er hér yrði of langt mál
að telja.
Frú Máifríður var mikil kona
og tiguieg, hávaxin, ljóshærð og
bláeyg. Hvar sem hún fór vakti
hin hægláta, prúða en þó einarð-
lega framkoma hennar athygli.
Hún var fjörmikil í viðræðum
og oft gamansöm og orðhnyttin.
Hún var trygg í lund, traust í
raun og bjó yfir ríkri viðkvæmni.
Hún var mikil bjartsýniskona.
Við hið ótimabæra fráfall
hennar er mikill harmur kveðinn
að eiginmanni og börnum. Vinir
hennar og aðrir unnendur sakna
hennar einnig sárt — og allir
þeir mest, er þekktu hana bezt.
Sígurður Sigurðsson.
Aukin aðstoð
WASHINGTON, 17. marz. —
Nefnd sú á Bandaríkjaþingi, sem
fjallar um fjárhagsaðstoð við
útlönd, hefur lagt til að aðstoðin
verði aukin um 400 millj. á næsta
ári. Er fyrirhugað að veita féhu
aðallega til að búa NATO-ríki
þau, sem óska, eidflaugum og efla
þrýstiloftsflota þeirra.