Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 6
e
MORCVNBL4ÐIÐ
Fimmtudagur 19. marz 1959
Rússar skera í sundur lífæð
yfir Atlantshafið
Sæsimastrengur klipptur þvert yfir
KLUKKAN 10,43 fyrir hádegi
laugardaginn 21. febrúar slitnaði
skyndilega símasambandið yfir
Atlantshaf. Ameríska símafélag-
ið A. T. & T. komst í stökustu
vandræði. Þetta var á mesta anna
tímanum, þegar verzlunarmenn
beggja megin úthafsins voru
hvað mest að ræða um viðskipta
málin. Upp úr hádeginu áttu að
hefjast venjuleg þjónustusamtöl
utanríkisráðuneytanna við sendi-
menn sína handan hafsins. Frétta
stofur áttu pantaðan tíma til að
senda fréttamyndir yfir hafið.
Öll þessi samtöl varð að afboða.
Starfsmenn símafélagsins undr
uðust það, hvað komið hefði fyr-
ir. Símalínan var nýleg og sérlega
vel til hennar vandað, svo ótrú-
legt var, að hún hefði bilað. Línan
hafði aldrei bilað síðan hún var
lögð fyrir þremur árum. Lagning
hennar kostaði 40 milljónir doll-
ara, sem jafngildir um milljarði
ísl. króna. Hún var eina full-
komna símalínan yfir Atlantshaf-
ið, sem gat borið samtöl milli
heimsálfanna. Fara um 2000 sím-
töl fram um hana á degi hverj-
um. Hins vegar liggja fjölmarg-
ar ritsímalínur milli Evrópu og
Ameríku.
VIÐ útleiðslumælingar komust
símvirkjar að því, að bilun-
in myndi vera í hafinu um 190
sjómílur austur af Nýfundna-
landi. Vegna þess hve grunsamleg
þessi bilun var fór símafélagið
þess á leit við ameríska sjóher-
inn, að hann léti könnunarflug-
vélar sínar gæta að því, hvað
sæist á þessum slóðum. Nokkru
síðar flaug Neptune-könnunar-
flugvél yfir staðinn og hvað
haldið þið, að hún hafi fundið.
Aðeins eitt skip, stóran rússnesk-
an togara, sem bar nafnið Nov-
orossisk, Hann var að veiðum á
þessum slóðum.
Ekki er öll sagan þar með sögð,
því að á næstu dögum slitnuðu
fjórir ritsímastrengir Western
Union ritsímafélagsins á sömu
slóðum. Og alltaf var þessi sami
rússneski togari nálægur.
Bandarískum yfirvöldum þótti
nú nóg komið af svo góðu og
föstudaginn 26. febrúar sigldi
bandaríska freigátan Roy O. Hale
upp að hinum rússneska togara,
þar sem hann var þá staddur
um 120 mílur austur af Nýfundna
landi, gaf honum stöðvunarmerki
og sendi fimm vopnlausa sjóliða
um borð til að rannsaka togar-
ann.
R
► ANNSÓKNIN stóð yfir í rúm-
Iega klukkustund. Foringi
sjóliðanna, sem réðust til upp-
göngu í rússneska togar-
ann, Donald Sheeley sjóliðs-
foringi kveðst aðallega hafa rann
sakað skipsskjölin, veiðarfærin
og reynt að hafa auga með öllu
því sem grunsamlegt mætti telj-
ast. Rússarnir kunnu ekki ensku
og sjóliðarnir ekki rússnesku, en
meðal bandarísku sjóliðanna var
einn fær í frönsku, sem rúss-
neskur skipsstjórnarmaður skildi.
Sheeley foringi segir, að Rúss-
arnir hafi enga mótspyrnu sýnt.
Þeir hafi verið kurteisir en hins
vegar hafi þeir ekki sýnt gest-
risni eins og tíðkast á sjónum.
Þeir hafi ekki einu sinni boðið
Bandaríkjamönnunum kaffibolla
eða sígarettu.
Hinn rússneski togari Novor-
ossisk var mjög stór eða 1670
tonn. Hann er byggður í Belgíu
og er einn af tólf nýjum rúss-
neskum togurum sömu stærðar,
sem fóru að stunda Nýfundna-
landsmið í maí sl. Sjóliðsforingj-
anum fannst hann óvenjulega vel
búinn að ýmiss konar radar-tækj
um, en skipsskjölin virtust vera
í lagi. Þetta var greinilega fiski-
skip. Var fiskurinn verkaður um
borð og hraðfrystur. Var skipið
með þriðjung fullfermis. Áhöfn-
in var 54 manns þar af átta kon-
ur. —
Sjóliðarnir athuguðu veiðar-
færi togarans, og fannst þeim
varpan risavaxin. Einkum tóku
þeir eftir því að hlerarnir voru
heldur illa farnir, virtust brotn-
ir og kvarnaðir og einnig fannst
á þilfarinu togvír sem hafði slitn
að. Taldi Sheeley sjóliðsforingi
ekki ólíklegt að Rússarnir hefðu
skemmt sæstrenginn með hler-
unum, þótt ekki væri hægt að
færa neinar sönnur á það. En
rússnesku skipsstjórnarmennirnir
neituðu því eindregið að þeir
væru valdir að skemmdunum. Við
það varð að sitja að sinni, banda-
rísku sjóliðarnir fóru frá borði
og freigátan sigldi brott.
E
KKI leið á löngu þar til Rúss-
ar fóru að yggla sig yfir þess
um atburði. Hefur Sovétstjórn-
lagabrot og ögranir á opnu hafi.
Segja fyrirlesarar Moskvu-út-
Varpsins, að tilgangur uppgöng-
unnar á skipið hafi ekki ver-
ið að rannsaka sæstrengsmálið,
heldur að efna til illinda og auka
kalda stríðið einmitt á þeim
tíma, sem verið er að ræða um
samninga milli Austurs og Vest-
urs.
Bandarísk yfirvöld hafa hins
vegar hafnað ásökunum Rússa
um að uppgangan væri ólögleg.
Benda þau á, að hún hafi verið
framkvæmd skv. heimild í al-
þjóðasáttmála, ParíSar-sáttmál-
anum frá 1884 um aðgerðir til
verndar sæsímastrengjum. En í
10. grein hans er skýrt tekið
fram, að þegar skip eru grunuð
um að hafa valdið spjöllum á sæ-
síma, megi ráðast um borð í
þau, þótt þau sé á opnu hafi til
að rannsaka málið. Keisarastjórn
in rússneska var á sínum tíma
aðili að þessum sáttmála, en
stjórn Bolsévika hefur talið hann
meðal þeirra alþjóðaskuldbind-
inga keisarastjórnarinnar, sem
hún viðurkennir.
Myndin var tekin úr lofti þegar bandaríska freigátan Roy
O’Hale (í baksýn) stöðvaði rússneska togarann Novorossisk.
N'
Ú hefur það komið í Ijós, að
mál þetta er ennþá alvarlegra
en í fyrstu var haldið. Þegar bil-
unarinnar var vart, lagði síma-
Uppdrátturinn sýnir lauslega hvernig sæsímastrengurinn ligg-
ur yfir Atlantshafið. Þar sem krossinn er gengu bandariskir
sjóliðar um borð í rússneskan togara.
in nú mótmælt þessari árás og
afskiptum af rússnesku veiði-
skipi á opnu hafi. Heldur hún
því fram að uppgangan á Novor-
ossisk hafi verið með öllu ólög-
leg. Síðan hefur Moskvu-útvarpið
fjölyrt um atburðinn og sakar
Bandaríkjamenn um óþolandi
viðgerðarskipið Lord Kelvin út
frá Halifax á Nýja Skotlandi.
Viðgerðarmenn fundu bráðlega
bilunina og náðu símastrengnum
upp. Það kom þá í ljós, að sæ-
strengurinn hafði verið hrein-
lega klipptur í sundur. Þessar
skemmdir gátu ekki orsakazt af
tilviljun, heldur var greinilegt
að klippum hafði verið brugðið
á strenginn sem er 1% tomma
í þvermál og honum skellt í
sundur. Og vart getur nokkur
annar hafa verið að verki en
Rússarnir.
Forstjóri símafélagsins skýrði
frá þessu, en vildi þó ekki taka
of djúpt í árina. Kvaðst hann
vera þeirrar skoðunar, að veiðar-
færi togarans hefðu flækzt í sæ-
strenginn, þá hafi varpan verið
dregin inn og hafi sæstrengur-
inn komið upp. Hafi Rússanir
þá gripið til þess ráðs til að losa
vörpuna, að klippa á símalínuna.
Ef til vill hafi það verið í at-
hugunarleysi gert.
M
ARGIR eru þó þeírrar skoð-
verið á seyði en gáleysi. Líkar
Bandaríkjamönnum stórilla við
stöðuga fjölgun rússneskra veiði
skipa við strendur Ameríku. Þau
stunda að vísu fiskveiðar þar, en
hafa njósnir að hjáverkum. Telja
menn að einn megintilgangurinn
með ásókn Rússa á Nýfundna-
landsmið sé að njósna um radar-
kerfi Vesturálfu og fylgjast
með kafbátavörnum þeiira, sem
eru reyndar við austurströnd
Ameríku. Það er og hernaðar-
lega mikilvægt fyrir Rússa, að
vita nú nákvæmlega, hvar hinn
þýðingarmikli sæsímastrengur
yfir Atlantshafið liggur. Ná-
kvæm staðsetning hans hefur
verið talið hernaðarleyndarmál,
því að í styrjöld væri hann mikil-
væg boðleið yfir Atlantshafið. Ef
til stríðs kæmi gætu rússneskir
kafbátar nú haldið beint að sæ-
strengnum og klippt á þessa líf-
æð. Af þessum röksemdum eru
margir þeirrar skoðunar, að hér
hafi ekkert gáleysi verið á ferð-
um, hinn rússneski togari hafi
verið að leita skipulega að sæ-
strengjum við Nýfundnaland og
geymi þær upplýsingar til betri
tíma.
Átthogaiélag Strandamanna
ÞEGAR Átthagafélag Stranda-
manna í Reykjavík var stofnað,
var það eitt höfuðmarkmið fé-
lagsins að gefa því fólki, sem
flutt er frá átthögunum kost á að
koma saman öðru hverju, rifja
upp minningar og viðhalda göml-
um kynnum. Jafnframt hefir fé-
lagið hug á ?sð halda tengslum
við heimabyggðina, þannig að
hugur og hönd fólksins heima og
heiman geti unnið að sameigin-
legum hugðarefnum byggðinni í
hag. Til þessa hefur starfsemi
skrifar úr
daglega lífína
]
Mjólkurverðið
GAMLI daglaunamaðurinn, sem
í gær kvartaði hér í dálkun-
um undan verðinu á mjólkinni
á greiðasölustöðum, mun hafa
farið rangt með verðið á mjólkur-
pelanum á matsölustaðnum Vík
í Keflavík. Pelinn af mjólkinni
þar lækkaði niður í 2,50 um ára-
mótin. Velvakandi fullvissaði sig
aðeins um að rétt væri farið með
verðið á nefndum greiðasölustað
í Reykja'úk, og biður eigendur
Víkur afsökunar á þessari mis-
sögn.
Mánudagsmjólk
á sunnudagsmorgni
AÐUR hefur verið á það minnzt
hér í dálkunum að mjólkur-
samsalan eigi það til að merkja
mjólkina með rangri dagsetningu.
Enn einu sinni veit Velvakandi
til að þetta hefur verið gert. Kl.
10.30 sl. sunnudagsmorgun seldi
a. m. k. ein mjólkurbúðin hér í
bænum mjólkurflöskur með
mánudagsmerktum töppum, sem
þá væntanlega hafa verið settir
á á laugardag. Til hvers er þetta
gert? Til að við kaupum mjólkina
síðan fyrir helgi með glöðu geði
á mánudag?
H'
Gæf varningur
EYRZT hefur að flugfélögin
hafi það til athugunar, hvort
ekki sé heppilegt að þau slái sér
saman og gangi í eina sæng. Ekki
ætti hið nýja félag að vera í vand-
ræðum með nafnið — Gæðaflug-
félagið er samkvæmt nýjustu
tízku.
Bragð er að þá barnið
finnur
E’FTIRFARANDI samtal heyrð-
J ist einn morguninn á heimili
eins kunningja míns. — Mamma,
BJ
hvaða smjör er þetta. sagði litla
telpan og fitjaði upp á nefið. —
Þetta er gæðasmjör, svaraði móð-
irin. — Nú, verðum við að hafa
gæðamiða til að kaupa það?
Fyrsta kirkjubygging
á íslandi
S.F. skrifar:
JÖRN Th. Björnsson hefir
útbúið prýðilegan þátt um
Vestmannaeyjar, sem hefir verið
fluttur í útvarpið, mörgum til
ánægju, ef að líkum lætur. Vel og
skilmerkilega var í þætti þessum
sagt frá mörgu hér í Vestmanna-
eyjum. En með eitt atriði var þar
rangt faríð, þegar sagt var frá
kirkjubyggingu þar. Sú kirkja,
sem byggð var á Hörgseyri
kristnitökuárið, var ekki fyrsta
kirkja á íslandi.
Þorvarður Spak-Böðvarsson er
sagður Ijnfa byggt kirkju að bæ
sínum, Ási í Hjaltadal. í annál-
um er sú kirkjubygging talin
hafa átt sér stað árið 984 og vera
fyrsta kirkjubygging á Islandi.
í þessu efni sem öðru ber að
hafa það sem sannara reynist. Ég
væri þér því þakklátur, Velvak-
andi góður, ef þú vildir láta þessa
getið í dálkum þínum.“
félagsins nær eingöngu byggst á
samkomum, hafa þær oftast ver_
ið mjög vel sóttar. Hefur Björn
Kristmundsson frá Borðeyri ver-
ið formaður skemmtinefndar frá
stofnun félagsins. Nú hefur fé-
lagið hug á að auka nokkuð starf-
semi sína. Hefur það ásamt Hún-
vetningafélaginu átt hlut að því
að komið verði upp sameiginlegu
byggðasafni fyrir Húnavatns og'
Strandasýslur. Yrði því safni vel-
inn staður að Reykjum í Hrúta-
firði. Strandamenn munu eiga í
fórum sínum ýmsar minjar frá
fyrri tímum, sem nauðsyn er að
bjarga frá eyðileggingu. Meðal
þess merkasta af því tagi er há-
karlaskipið Ófeigur, sem nú situr
í nausti heima í Ófeigsfirði. Má
án efa telja skip þetta eitt af
merkustu þjóðlegum minjum ís-
lendinga. Ennfremur hefur fé_
lagið hug á að hefjast handa um
útgáfu ársrits, kvikmyndatöku
o. fl.
Næstkomandi fimmtudag 19.
þ. m. hefur félagið mannfagnað
í Skátaheimilinu í Reykjavík,
býður það hér til öllum Stranda-
mönnum 60 ára og eldri, búsett-
um í Reykjavík og Kópavogi,
ásamt konum þeirra eða mönn-
um. Undanfarin ár hafa hóf þessi
verið fjölsótt og vinsæl og er von
félagsins að svo verði ennþá.
Skráðir félagar í Átthagafélagi
Strandamanna eru nú nokkuð á
þriðja hundrað.
Stjórn félagsins skipa:
Þorsteinn Matthíasson kennari
frá Kaldrananesi formaður, Har-
aldur Guðmundsson bifreiðastjóri
frá Kollsá, Sigurbjörn Guðjóns-
son trésmíðameistari frá Hólma-
vík, Magnús Sigurjónsson úrsmið
ur frá Hólmavík, Lýður Jónsson
bifreiðastjóri frá Skriðnisenni
Kristín Tómasdóttir frú frá
Hólmavík og Ólafur Guðmunds-
son framkvæmdastjóri frá Eyri
í Ingólfsfirði. Varaformaður er
Skeggi Samúelsson járnsmiður
frá Miðdalsgröf.