Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 1
20 síður
Varamaður í miðstjórn
Framsóknar sagði á
flokksþingi hennar:
„Staðreynd að útlit er
fyrir að áhrif flokksins
í þjóðlífinu fari
minnkandi"
„Ef SÍS væri í vandræð-
um með fjármagn sitt“
Kristján greinir á milli I.
flokks og II. flokks samvinnu,
þ.e. sjálfstæðra fyrirtækja, sem
samvinnufélög reka. Eru honum
sum þeirra mikill þyrnir í aug-
um, einkum smá-iðnaður SÍS. |
Segir Kristján um þetta:
„Ef SÍS vildi vera svo elsku-
legt að hætta að seilast að nauð
synjalausu inn á starfssvið smá-
iðnrekendanna, sem ég get ekki
séð að mundi skaða það neitt, þá
tel égaðvið ættum vísan stuðning
mikils meirihluta þeirra, því af-
staða þeirra og aðstaða í þjóðfé-
laginu er nákvæmlega sú sama
og bóndans í sveitinni".
Og skömmu síðar:
„Og ef SÍS væri í vandræð-
um með, hvað það ætti að gera
við fjármagn sitt, teldi ég far-
sælla að það veitti kaupfélögun-
um, eigendum sínum, enn meiri
stuðning en það nú hefur aðstöðu
til — með svo mikið fjármagn
bundið í II. flokks samvinnu —
en auk þess gæti það veitt stuðn-
ing ýmis konar annarri persónu*
legri samvinnu, sem einstakling-
ar kynnu að koma á fót“.
„Ef Framsóknar*
flokkutrinn ætlar“
Margt fleira fróðlegt segir
Kristján í erindi sinu og verður
e.t.v. færi á að víkja að sumu
þess síðar. En efnislega er niður-
staða Kristjáns þessi:
„Ég býst við að menn séu mér
sammála um það, að ef Fram-
sóknarflokkurinn ætlar í framtíð
inni að taka sinn þátt í ábyrgð
á þjóðmálaframvindunni, þá
verði fylgi hans í þéttbýlinu að
aukast stórlega frá því sem nú
er“.
„Einu sinni átti flokkurinn helming
þingmanna á Alþingi
„Ef SfS vildi vera svo elskulegt að
hœtta að seilast...........44
Herfylkingar í Austur-Þýzkalandi
Þegar Krúsjeff, forsætisráðherra Rússlands, heimsótti Austur-Þýzkaland fyrir nokkrum dögum
horfði hann m. a. á hersýningar og hergöngur austur-þýzka hersins. Mynd þessi var tekin af her-
göngu austur-þýzkra kommúnista til heiðurs rússneska valdhafanum. Við það tækifæri lýsti Ul-
bricht, foringi austur-þýzkra kommúnista, því yfir, að Berlínar-búar þyrftu ekkert að óttast þótt
farið yrði að ráðum Rússa og Vestur-Berlín gerð hlutlaust og vopnlaust fríríki. — Rússar komu
austur-þýzkum her á fót þegar 1948 og hafa síðan eflt hann og búið nýtízku vopnum.
Ofsalegar árásir hefjast gegn Tító
Kínverjar kalla hann erindreka heims-
„EINU sinni átti flokkur
inn helming þingmanna
á Alþingi, en mjög er við-
búið að eftir tvennar
kosningar sem líkur eru
til að í hönd fari, muni
hann ef til vill ekki eiga
nema um það bil einn
fjórða af fulltrúunum á
Alþingi. Um orsakirnar
fyrir þessu má margt
segja, en skal ekki rakið
hér, en aðeins horfzt í
augu við þá staðreynd að
útlit er fyrir að áhrif
flokksins í þjóðlífinu
fari minnkandi þrátt fyr-
ir sín góðu málefni og
sína góðu fulltrúa —
nema því aðeins að veru-
leg breyting verði í þá
átt að fylgi flokksins
aukist.
Þannig er tekið til orða f er-
Indi, sem Kristján Friðriksson
varamaður í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins, flutti flokks-
þinginu í formi bæklings, er hann
lét þar útbýta. Heiti bæklingsins
er:
„Um stjórnmálastefnu Fram-
sóknarflokksins.
Nýir bandamenn dreifbýlisins
í þéttbýlinu".
„Eieinhaesmunir
undirmarkmið“
Þegar Kristján miklast yfir
hinum góðu fulltrúum flokksins,
er það bersýnilega mælt af hæ-
versku í garð núverandi forystu
manna, því að skömmu síðar seg-
ir hann:
„En takið nú vel eftir: Flokk-
urinn á ekki að byggja á fáum
einstaklingum, sem ef til vill eru
framúrskarandi að einhverju
leyti, heldur á hinum mörgu ein-
staklingum".
Og um málefnabaráttuna þyk-
ir Kristjáni ástæða til að áminna
flokksbræður sína á þessa leið:
„Eiginhagsmunir eða stundar-
hagsmunir vissra hópa eða stjórn
málaflokka eiga ekki að koma
þar til greina, nema þá sem und-
irmarkmið eða tæki í baráttunni
fyrir hagsæld heildarinnar“.
„Við eigendurnir“
Enginn vafi er á því, að Krist-
ján hefur þyngstar áhyggjur út
af frammistöðu SÍS og áhrifum
hennar á fylgi Framsóknar. Um
samband SÍS og Framsóknar seg-
ir Kristján:
„Nú munu ýmsir hugsa sem
svo, að það sé ekki verkefni Fram
sóknarflokksins að segja SÍS eða
kaupfélögunum fyrir yerkum.
Auðvitað má segja sem svo. En
við, eigendurnir, ættum þó að
hafa rétt til að segja skoðun okk-
ar á starfseminni. Hins er líka
vert að minnast, að engum dylst
að Framsóknarflokkurinn er
skjól og skjöldur samvinnuhreyf-
ingarinnar og ég tel að svo eigi
að vera. Örlög samvinnuhreyf-
ingarinnar og Framsóknarflokks
ins eru og verða nátengd og eiga
að vera tengd. Þess vegna er það
siðferðileg skylda samvinnuhreyf
ingarinnar að haga málum sín-
um svo, að starfsemi sú, sem
rekin er undir hennar merki,
standi ekki í veginum fyrir heil-
brigðum og nauðsynlegum vexti
Framsóknarflokksins".
Umtal sitt um SÍS byrjar
Kristján svo:
„Aðvörun
Kem ég þá að kaflanum um
Samband ísl. samvinnufélaga.
Ég get ekki látið hjá líða, að
skjóta hér inn í, að fyrir nokkr-
um vikum var ég að segja einum
vini mínum, sem er kaupfélags-
stjóri úti á landi, frá efni þessa
erindis. Hann sagði við mig:
„Hugmyndirnar eru allar ágætar,
eða a.m.k. athyglisverðar. En ég
vil aðeins ráðleggja þér eitt:
Slepptu kaflanum um SÍS“. Og
mér skildist að ástæðan fyr-
ir þessari ráðleggingu væri sú, að
að það sem ég hefði um SÍS að
segja í þessu sambandi, yrði
skoðað sem árás á samvinnu-
hreyfinguna, mundi valda deilum
og meginkjarni hugmyndanna
mundi hverfa í skuggann og týn
ast í þeim deilum, sem þetta
mundi vekja".
valdasinna
Belgrad og Hongkong,
18. marz. (Reuter)
VA R L A höfðu fulltrúar
Rauða-Kína og Júgóslavíu
lokið við að undirbúa nýjan
viðskiptasamning milli land-
anna, í Peking í morgun, þeg-
ar kínversku kommúnistarnir
hófu hinar hatrammlegustu
árásir á Tító og kommúnista-
flokk Júgóslavíu. Hófust árás-
ir þessar með því að sendi-
herra Júgóslava í Peking var
afhent mótmælaorðsending.
Síðan hafa blöð og útvarps-
stöðvar í Kína tekið að úthúða
Júgóslövum.
Viðskiptasamningur milli Kína
og Júgóslavíu var undirritaður í
Peking í morgun, eftir þriggja
mánaða samningaumleitanir. —
Samkvæmt honum verða við-
skipti milli landanna skorin nið-
ur um 60%. Samkvæmt síðasta
viðskiptasamningi landanna fyr-
ir árið 1958 áttu viðskiptin að
nema 9,8 milljónum dollara, en
samkvæmt hinum nýja samningi
verða þau aðeins 3,5 milljónir
dollara. Þá hætta Kínverjar að
kaupa af Júgóslövum vöruflokka
eins og tóbak, vefnaðarvörur og
vélar, en munu halda áfram að
kaupa aluminium-plötur, stálpíp-
ur, trjákvoðu og efnavörur. Júgó-
slavar munu kaupa soya-baunir,
málma og silki af Kínverjum.
I árásunum, sem hófust gegn
Júgóslövum í dag, eftir samnings-
gerðina, var það eitt af ásökunar-
efnunum, að Júgóslavar hefðu
tafið samningsgerð með harð-
svíruðu prútti og alls kyns skil-
yrðum. Talsmenn Júgóslava segja
hins vegar, að þýðingarlaust
hefði verið að gera hærri við-
skiptasamning, en 3,5 milljónir
dollara, vegna þess að Kínverjar
hefðu á sl. ári torveldað umsamin
viðskipti í pólitískum tilgangi.
Sendiherra Júgóslava í Peking
var í dag kvaddur í kínverska
utanríkisráðuneytið og voru hon-
um afhent harðorð mótmæli
vegna þess, að Tító, forseti Júgó-
slavíu, hefði á för sinni um
Suður- og Austur-Asíu haldið
uppi stöðugum lygaáróðri og rógi
um Rússland og Sovét-Kína.
Blöð í Kína og Peking-útvarp-
ið fluttu mótmælaorðsendingu
Frh. á bls. 19.
★-------------------------★
Fimmtudagur 19. marz.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 6: Rússar skera í sundur lífal
yfir Atlantshafið.
— 8: Ályktun landsfundar um uU»>
ríkis- og landhelgismál.
— 9: Kvenþjóðin og heimilið.
— 10: Forystugreinin: Framsókn ela>
angrar sig í kjördæmamálinu.
Heywood kynbomba (Utan ú*
heimi).
— 11: Kjördæmamálið og sveitirnav.
Ferskt vatn úr sjónum.
—- 18: iþróttafréttir.
★-------------------------*